Morgunblaðið - 05.12.1984, Page 6

Morgunblaðið - 05.12.1984, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 ÚTVARP/SJÓNVARP Holberg Það var reglulega ánægjulegt, að endurlífga kynnin af Er- a.smusi Montanus, þessu kostulega verki Ludvigs Holberg (1684— 1754) sem endursýnt var á mánu- dagskveldið i sjónvarpinu, í tilefni af 300 ára afmæli þessa danskætt- aða skáldjöfurs. Annars er kannski ekki alveg rétt með farið að telja Holberg „danskættaðan, því karl fæddist í Bergen. Og ekki .fékkst Holberg karlinn einvörð- ungu við skáldskap, eins og margir kunna að halda, nei aldeilis ekki, kappinn nam bæði við Kaup- mannahafnarháskóla og í Oxford, og aflaði sér enn meiri menntunar með því að labba um þvera og endilanga Evrópu, áður en hann settist í helgan stein, ef svo má segja, við Hafnarháskóla sem prófessor í háspeki. Varð hann brátt þekktur fræðimaður á evr- ópska vísu, en svo brá við er hann gerðist framkvæmdastjóri Danska leikhússins 1721 að skáldgyðjan vitjaði hans og á árunum 1722—23 spjó Holberg ekki færri en fimmt- án grínstykkjum yfir frændur vora Dani, þar á meðal Erasmusi Montanus, sem er náttúrulega, einsog sjónvarpsgláparar sáu, ekkert annað en grín á þann heim sem höfundurinn var nýsloppinn úr. Litlir kassar Svo halda menn því fram að listamenn verði endilega að loka sig af, eigi þeir að ná á toppinn. Ég fæ ekki annað séð en að skáldum sé brýn nauðsyn á að sullast svo- lítið í samfélagsgrautnum, eigi þeim að takast að næra sálartötr- ið. Holberg fékk greinilega prýð- ishugmyndir, þá hann labbaði inn- an um háspekiprófessora þess tíma, og drakk í sig rökhelda rök- leysuna. í dag á fólk helst að labba beint úr grunnskóla eða mennta- skóla inní listaskóla sem útskrifa listamenn á færibandi. Svo fyllast allar búðir af list þessa listlærða fólks, uns allt verður einn lista- grautur. Sum sé allt verður list- rænt, og hlýtur að lokum stimpil listfræðinganna, sem ekki þekkja neitt nema list, og aftur list. Þeg- ar svo er komið, verður enginn til að rita Erasmus Montanus, því listamennirnir passa ekki í venju- lega háskóla, heldur bara inní listaháskóla, þar sem allt er fullt af listamönnum. Og eins og allir vita, hafa listgagnrýnendur einir leyfi til að skrifa háð um lista- menn. Réttur stimpill á hei/ann Já, hvar enda þessi ósköp? Menn eru mældir af stimplum þeim er menntastofnanir gefa, og geta að lokum ekki gert sig skiljanlega, nema við þá sem hafa hlotið svip- aðan stimpil á heilann. Því munu læknar i framtíðinni fara að horfa á sérstök leikrit, samin af leikrita- smiðum er einkum hafa lagt fyrir sig „læknisfræðilegar kómedíur". Leikdómar um þessi verk verða svo ritaðir af leiklistarfræðingum, er einkum hafa lagt sig eftir „kómedíum og tragedíum, af sér- fræðistéttum á sviði hugvísinda". Þegar svo er komið verða ekki lengur skrifuð gamanleikrit er sækja frjómögn til alþýðustétta. Og þó, kannski verður grínið í fyrrgreindum læknakómedíum sótt í samspilið milli hinna lægst settu á sjúkrahúsunum — ræsti- tæknanna — og hinna hæst settu, Montanusa læknastéttarinnar. Sjúklingarnir eru ekki inní mynd- inni, því þeir eru allir á sérsviðum, er ekki skiljast í læknakómedíum. Til hamingju með afmælið Ludvig Holberg, prófessor í háspeki. Ólafur M. Jóhannesson Vetrar- brautin „Let the People Sing 1984" ■1 Á dagskrá út- 00 varpsins í kvöld • er 4. þáttur frá alþjóðlegu kórakeppninni á vegum Evrópusambands útvarpsstöðva „Let the People Sing 1984“. Að sögn Guðmundar ■H í kvöld verður 40 þátturinn Mat- ur og næring á dagskrá sjónvarps. Þetta er 4. þáttur og nefnist hann Brauð og kornmat- ur. Laufey Steingríms- dóttir er umsjónarmaður þáttarins, en gestur að þessu sinni er Jón Gísla- son, næringarfræðingur. Brauð Pizza 1V4 dl vatn (ylvolgt) Gilssonar umsjónar- manns þáttanna koma fram að þessu sinni sam- kynja kórar, m.a. drengja- kór, stúlknakór og kvennakór frá Ástralíu, Kanada, Þýskalandi, Júgóslavíu og Ungverja- ‘l'k tsk. þurrger eða 25 g pressuger. 'k tsk. salt 1 'k msk. matarolía 2 dl heilhveiti um 2lk dl hveiti Ofan á: Tómatmauk 1 lítil dós tómatar í sneiðum 4 stk. græn paprika 1 stk. rósmarín 'k tsk. rifinn ostur Maribo eða Óðalsostur. 1. Látið ylvolgt vatn í skál. landi. Guðmundur sagði að í þessari kórakeppni hafi verið keppt í sjö flokkum eftir eðli kóranna og áhuga. Fyrstu verðlaun fékk Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, eins og 2. Stráið þurrgerinu yfir eða myljið pressugerið út Bíði í 5 mín. 3. Hrærið salti, matarolíu, heilhveiti og hveiti saman við. 4. Hnoðið deigið þar til það er gljáandi og sprungulaust. 5. Fletjið deigið út í kringlótta köku og látið á smurða bökunarplötu. Hægt er að geyma kökuna í frysti. 6. Smyrjið tómatmaukinu kunnugt er. „Þetta verða 10 þættir alls og ég hef orðið var við að þetta hafi vakið mikla athygli hjá söngfólki og kórafólki," sagði Guð- mundur að lokum. yfir deigið, raðið tómat- sneiðum ofan á og stráið paprikubitum, rósmarín og rifnum osti yfir. 7. Leggið plaststykki yfir og iátiö pizzuna lyfta sér við yl í 10—20 mín. 8. Bakið pizzuna við um 200°C hita í 20-30 mín. Morgunverðarkorn Blandið saman hveitiklíði, hveitikími, haframjöli eða öðru völsuðu korni, sól- blómafræjum og rúsínum. Stráið þessu yfir súrmjólk eða skyr. Vetrarbrautin göngu sína á rás 2 í dag. Að sögn stjórnandans, Júlíusar Einarssonar, tek- ur þessi þáttur við af Asa- tíma, sem hann stjórnaði einnig og var á dagskrá rásar 2 á mánudögum. í þáttunum verður fjall- að um ýmsa möguleika til útivistar og ferðalaga að vetri til og ýmsu sem því fylgir. „Ég mun byrja á því að halda áfram með kynn- ingu á hjálparsveitum en ég byrjað með þá kynn- ingu í Asatíma. í dag verður fjallað um Slysa- varnafélag íslands. Einn- ig mun ég leika íslenska og erlenda tónlist," sagði Júlíus. Þættirnir verða á dagskrá kl. 16.00—17.00 á miðvikudögum í vetur. Matur og næring ÚTVARP 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. páttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Hjálmfrlöur Nikulásdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Músin I Sunnuhllð og vinir hennar" eftir Margréti Jóns- dóttur. Sigurður Skúlason les (3). 9J0 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr). 10A5 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 11.15 Úr ævi og stafi Islenskra kvenna. Umsjón: Björg Ein- arsdóttir. 11A5 Islenskt mál. Endurtekinn þáttur Jóns Hilmars Jóns- sonar frá laugardegi. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13J0 Barnagaman. Umsjón: Helgi Már Barðason. 13J0"Leikiö af nýjum Islensk- um hljómplötum." 14.00 A bókamarkaðinum. Andrés Bjðrnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14JO Miðdegistónleikar a. Tilbrigði I C-dúr um „La ci darem la mano" fyrir tvö óbó og enskt horn eftir Ludwig van Beethoven. Heinz Holl- iger, Hans Elhorst og Maur- ice Bourgue leika. b. Tékkneskur polki I Es-dúr eftir Bedrich Smetana. Rlkis- hljómsveitin I Brno leikur; Frantisek Jilek stj. 14.45 Popphólfið — Bryndls Jónsdóttir. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16i0 Islensk tónlist a. „Lantao" fyrir óbó, hörpu og slagverk eftir Pál P. Pálsson. Kristján Þ. Step- hensen, Monika Abendroth og Reynir Sigurösson leika. MIÐVIKUDAGUR 5. desember b. Fjögur lög fyrir kvennakór, horn og planó eftir Herbert H. Agústsson. Kvennakór Suðurnesja syngur. Viðar Al- freðsson og Guðrún Krist- insdóttir leika með, höfund- urinn stj. c. „Kurt, hvar ertu?" eftir Atla Heimi Sveinsson. Félag- ar I Islensku hljómsveitinni leika; Guðmundur Emilsson stj. d. „Largo y largo" eftir Leif Þórarinsson. Einar Jóhann- esson, Manuela Wiesler og Þorkell Sigurbjörnsson leika á klarinettu. flautu og planó. 17.10 Slðdegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum" eftir Jón Sveinsson. Gunnar Stefáns- son les þýöingu Freysteins Gunnarssonar (8). 20.20 Mál til umræöu. Matthlas Matthlasson og Þóroddur Bjarnason stjórna umræðu- þætti fyrir ungt fólk. 21.05 „Let the People Sing" 1984. Alþjóðleg kórakeppni á vegum Evrópusambands útvarpsstöðva. 4. þáttur. SJÓNVARP 19^5 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni: Söguhornið — Leikmús litla, mynd- skreytt ævintýri. Sögumaður Anna Sigrlður Arnadóttir. Litli sjóræninginn, Tobba og Högni Hinriks. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Matur og næring 4. Brauð og kornmatur Myndaflokkur I fimm þáttum um næringu og hollt matar- æði. Gestur: Jón Glslason, næringarfræðingur. Umsjón: Laufey Steingrlmsdóttir, dósent. Stjórn upptöku: Kristln Pálsdóttir. MIÐVIKUDAGUR 5. desember 21.15 Þyrnifuglarnir Sjöundi þáttur. Framhaldsmyndaflokkur I tlu þáttum, gerður eftir sam- nefndri skáldsögu eftir Coll- een McCullough. Efni slðasta þáttar: Meggie fer með Luke, manni slnum, norður I Queensland þar sem hann fær vinnu við að skera sykurreyr. Vinnan verður honum svo mikið kappsmál að hann vanrækir konu slna. Séra Ralph er vígður biskup en hugurinn leitar enn til Meggie. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 22.15 Úr safni Sjónvarpsins Varúð að vetri Fræðsluþáttur frá 1982 um vetrarferðir og útivist að vetr- arlagi, nauðsynlegar varúö- arráðstafanir og ýmsan háska, sem ferðamönnum er búinn á þessum árstlma eins og reynslan hefur sýnt. Höf- undur texta og kynnir er Sig- hvatur Blöndal, blaöamaður, sem mikla reynslu hefur I fjallamennsku og björgun- arstörfum. Stjórn upptöku: Baldur Her- mannsson. Aðstoð veittu fé- lagar I björgunarsveitum I Reykjavlk og nágrenni. 22.40 Fréttir I dagskrárlok Umsjón: Guðmundur Gils- son. Keppni samkynja kóra. 21.30 Útvarpssagan: Grettis saga. Oskar Halldórsson les (10). 22.00 Hortt I strauminn með Kristjáni Róbertssyni. (RÚVAK.) 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Timamót. Þáttur I tali og tónum. Umsjón: Arni Gunn- arsson. 23.15 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RÁS 2 MIÐVIKUDAGUR 5. desember 10.00—12.00 Morgunþáttur Róleg tónlist. Viðtal. Gestaplötusnúður. Ný og gömul tónlist. Stjórnendur: Kristján Sig- urjónsson og Jón Ólafs- son. 14.00—15.00 Eftir tvö Létt dægurlög. Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son. 15.00—16.00 Ótroðnar slóðir Kristileg popptónlist. Stjórnendur: Andri Már Ing- ólfsson og Halldór Lárusson. 16.00—17.00 Vetrarbrautin Stjórnandi: Júllus Einarsson. 17.00—18.00 Tapað fundið Sðgukorn um soul-tónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sig- fússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.