Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 53 Hvers vegna Félag makalausra? eftir Guðríði Öddu Ragnarsdóttur „Þetta er nú bara enn einn þrýstihópurinn," kvað viðmælandi minn hvatskeytslega, er við hímd- um utan við eitt öldurhúsið, og reyndum að standa af okkur þunga þeirra sem síðar höfðu komið. Tal okkar snerist, og við hjöluðum þess í stað um aðra og algjörlega óskylda hluti, m.a. hvaða bankastjórar okkur þættu bestir. Þegar þar var komið í samræð- unum og við nokkuð nær dyrun- um, þá rann loks upp fyrir mér að áðurnefnd athugasemd hafði alls ekki átt um þennan hamingju- sama hóp ungra íslendinga sem trúverðuglega tryggir sér stöðu í biðröðum borgarinnar, bæði fyrir framan mann og aftan. Upphaf umræðnanna hafði nefnilega verið, hvort það væri ekki ómaksins vert að einhleypir hefðu með sér einhver tengsl? Til- gangurinn væri að kanna nánar þau fjárhagslegu viðurlög sem við því eru að búa einn, eða með öðr- um einhieypum, kynna það sem upp úr krafsinu kæmi, og knýja á leiðréttingu. Ljóst er að makalausum fer fjölgandi, og að hagkerfið, s.s. hvað varðar lán og ívilnanir ýmiss konar, er ótvírætt hjúskapar- hvetjandi. Um hið síðara verða nú tekin þrjú dæmi: 1. Þegar fólk flytur úr foreldra- húsum, fær það engan opinber- an frádrátt vegna óhjákvæmi- legra útgjalda við stofnun heimilis. Finni það sér hins vegar maka, eru krónur 15.600,- dregnar frá álögðum tekju- skatti undangengis árs, fyrir hvorn einstaklinginn um sig. Guðríður Adda Ragnarsdóttir Þannig fá hjón kr. 31.200,- í tekjuskattsfrádrátt vegna áætlaðs kostnaðar við heimil- isstofnun þeirra. óvígð sambúð dugir hér ekki til, því miðað er við það ár sem einstaklingarnir ganga í hjúskap. Mynd I sýnir þetta glögglega. Þetta speglar vel það viðhorf, að heimili einstaklings muni nauð- synlega vera eitthvert bráða- birgðaástand eða biðstaða. En þótt útgjöld einstaklings vegna heimilisstofnunar hans séu hundsuð, þá fær hann fastan lág- marksfrádrátt, óháð tekjum og fjölskyldustærð. Nú eru þetta 28.000,- krónur og veitast vænt- anlega sem mótvægi við óhag- kvæmum og hlutfallslega miklum framfærslukostnaði. Þessi viðurkenning á makalaus- um vanda dugir þó skammt í darraaðardansi húsnæðismarkað- arins. 2. Ætli einhleypur sér í íbúðar- kaup, þá er helmingsmunur á mögulegum hámarksfrádrætti vaxtagjalda af þeim lánum sem hann fær vegna íbúðarkaupa sinna, og þess sem veittur er hjónum. Án tillits til íbúðar- stærðar getur ógiftur fengið kr. 127.500,- frádregnar. En ef tveir taka saman, þá tvöfaldast talan, samanber Mynd II. Með stofnun byggingasam- vinnufélagsins Búseta, fyrir einu ári, kristölluðust þær kröfur fólks, að kjör þess á leigu- og fasteigna- markaðinum yrðu því viðráðanleg. Lítum aðeins á lánamarkaðinn. Lán úr Byggingasjóði ríkisins miðast við höfðatölu: 1, 2 til 4, o.s.frv. Þannig að þegar þau loks- ins koma, þá fær einstaklingur mun lægra lán en hjón. Þótt í SKATTAFRADRATTUR VEGNA KCSTtJAtAR Vlt STOFNUN HEIKIUS KRONUR T ÞOSUNDUM HJÖN EINHL. þetta skiptið sé ekki um helm- ingsmun að ræða, þá verður við- miðunin vandskilin. Aftur á móti er auðskilið að tekjuöflunarmögu- leikar eins eru minni en tveggja. Og ofan á tvö- og þrefalt vinnu- álag bætast endalausar útrétt- ingar ásamt vítahring lausaskulda sem erfitt er að fá út á ein laun, og enn erfiðara að greiða af sömu ástæðu. Hvernig einstaklingi á að takast að eignast eigið, er að mér vitandi enn óleyst þraut. 3. En ef hann er í höfn, þá gat hann á sl. ári átt skattfrjálsa eign að upphæð kr. 780.000,-. Hjón höfðu hins vegar engan álagðan eignarskatt, ættu þau eign undir tvöfaldri þessari upphæð, þ.e. 1.560.000,- krón- um. Á mynd III má sjá að tvíhleyp- um leyfist helmingi verðmeiri II hafarksfraurattur VAXTARGJALÚA AF LANUM VLGNA ÍBÖtARKAUPA KRONUR, f ÞÖSUNUUM 300 250 200 150 100 50 t 255.U00 eign, skattfrjálst, heldur en einhleypum. Ef þessar krónur koma þér eitt- hvað spánskt fyrir sjónir, langar þig þá ekki líka til að sjá þær vist- arverur sem verðmetnar eru á 750 þúsund krónur? En makalausum er víst ekki ætluð sú dul að vilja* eiga ibúð upp á eina og hálfa milljon. Vá, tvö herbegi og eldhús. Nú mega menn ekki ætla að makalausir vilji hagsmuni hjóna ti! hins verra. Það er þessi þráláta helmingaregla sem þarf að endur- skoða. Hér hefur aðeins verið drepið á þrjú dæmi, en af nógu er enn að taka. Það vill varla nokkur láta þröngva sér í hjónaband af félags- legri og fjárhagslegri nauðsyn. Það er þess vegna sem Félag makalausra var stofnað sunnu- daginn 2. desember sl. Ouðríður Adda Kagnarsdóttir er starfsmaður undirbúningshóps að stofnun Félags makalausra. III SKATTFRJALS EIGN H.ON tlNHL. Leif Österby afhendir Gunnari Þórðarsyni og Kristjáni M. Gunnarssyni sigurverðiaunin. Fjöldi á Bridge- móti Suðurlands Hvermgerdi, 24. nóvember. BRIDGEMOT Suðurlands í tvímenningi var haldið í Hót- el Ljósbrá i Hveragerði dag- ana 10. og 11. nóvember síð- Setið að spilum. astliðinn. Aðsókn var mjög góð og mun þetta vera fjöl- mennasta mót sem haldið hefur verið á vegum Bridge- sambands Suðurlands. Bridgefélag Hveragerðis gekkst fyrir mótinu að þessu sinni og hitti ég blaðafulltrúa þess„ Lars Nilsen, að máli og spurði hann hvernig mótið hefði lukkast. Hann sagði: „Mótið var í alla staði mjög ánægjulegt, mót- stjórar voru bræðurnir Her- mann og Ólafur Lárussynir frá Reykjavík og stjórnuðu þeir mótinu af mikilli röggsemi." Yfirburðasigur á mótinu unnu þeir Gunnar Þórðarson og Kristján M. Gunnarsson frá Selfossi, með 371 stigi yfir með- alskor. Lars sagði að öll aðstaða í Hótel Ljósbrá hefði reynst mjög góð og allir þátttakendur virst ánægðir þegar upp var staðið. Þátttöku innan Bridgefélags Hveragerðis í vetur kvað Lars vera í meðallagi og væru þeir nú að ljúka hraðsveitakeppni, sem verið hefur á þeirra vegum. Forseti Bridgesambands Suð- urlands er Leif Österby frá Sel- fossi. Sigrún Postverslunin Príma pósthólf 63, 222 Hafnarfjördur Pöntunarsími 91-54943 (allan sólarhringinn) Baðhandklæði — 20 stk. í setti MEIRIHÁTTAR TILBOÐ Pantanir sem eiga aö afgreiöast fyrir jól þarf aö gera fyrir 6. desember. Vin«aml*g«st Mndiö mér •ftirlarandi: □ Handkbaðasatt kr... □ HjélögA graiAata kr... (akkart póatburðargjaid) □ Sandiat í póatkrðfu (póatkrðfukoatnaóur kr. 68,50. Sandiat til: Póatvaralunin Prfma, póathólf 63, 222 Hatnartjörður, aími 91-54943. Ótrúlega lágt verö á þessum baðhandklæðum TILVALIN JÓLAGJÖF Aðeins kr. 980,- 20 stk. í setti 2 mynstruð baðhandklæði 56x112 sm 2 einlit baðhandklæði 56x112 sm 2 mynstruð baðhandklæði 38x64 sm 2 einlit baöhandklæöi 38x64 sm + 4 stk. mynstruö gestahandklæði 4 stk. mynstraöir þvottapokar 30x30 sm 4 stk. einlitir þvottapokar 30x30 sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.