Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 StóAbesturinn er stolt hvers hrossabónda og hér heldur Claas ungan hest og ungur sonur, Jupp, fær að sitja hann. Folinn er undan Fjölni frí Sigmundarstöóum, en hann kom til Hollands í móóurkviði. Hryssan, sem hann er undan, er frá Skarði í Lundarreykjadal og er bún hornfirskrar Kttar. Ljósm./ Valdimar Kristinsson. Lagt var á keppnishestinn, Skuggabaldur, sem er frá Varmalæk í Skagafirði og undan Blakk 614 frá Kolkuósi. „íslendingar ættu sjálfir að vera meira með fingurna í sölunni á meginlandinu“ — rætt við Claas Dutilh sem stundað hefur ræktun og sölu íslenskra hesta í Holiandi í tvo áratugi Hestar Valdimar Kristinsson Sá Hollendinga sem hefur vafa- laust hvað mesta reynslu í meðferð og reiðmennsku á íslenskum hest- um er vafalaust Claas Dutilh sem býr skammt frá borginni Apeldo- orn. Hefur hann átt íslenska hesta í rúm 20 ár og stundar raektun og sölu. Er hann með um sjötíu hross, fimm hryssur sem hann notar til ræktunar og einn þriggja vetra stóðhest. Er blaðamaður var á ferð í Hollandi í september heimsótti hann Claas og fjölskyldu og spurði hann um ýmislegt varðandi ís- lenska hestinn í Hollandi. Tilviljun að hrossin voru íslensk Upphafið að hrossaeign Claas var það að fjölskylda hans keypti lítinn bæ sem nota átti fyrir sumarhús. Nokkurt land fylgdi og óx á því mikið gras sem erfitt reyndist að halda í skefj- um. Endirinn varð sá að keyptir voru hestar til að bita grasið og fyrir tilviljun voru þetta íslensk- ir hestar. Byrjað var á því að kaupa einn veturgamlan fola, síðan var keyptur stóðhestur og þar næst vann fjölskyldan þriðja hestinn í happdrætti. Eftir fimm ár voru hrossin orðin fimm að tölu og öll fædd í Hollandi. Fyrsta innflutta hrossið kaupir Claas 1969 og var það rauðskjótt hryssa og jafnframt fyrsta ís- lenska hrossið sem hann fer með í keppni sem á þessum árum var heldur óburðug þar ytra. Á þess- ari hryssu vann Claas fyrstu töltkeppnina sem haldin var í Hollandi og má segja að upp úr þessu hafi menn farið að meta kosti íslenska hestinn að verð- leikum. En gefum Claas orðið. „Fram að þessu voru íslenskir hestar aðeins taldir nothæfir sem krakka- eða fjölskylduhest- ar og ganghæfileikarnir voru til að byrja með einskis metnir. Eftir að ég hafði unnið tölt- keppnina á skjóttu hryssunni sem heitir Freyja fóru menn að hugsa meira um töltið en skeiðið var að sjálfsögðu ekki inni í myndinni en það kom seinna. Þessi fyrsta keppni var að sjálf- sögðu ekki merkileg og reyndist ekki erfitt að sigra því gæði hrossanna voru mjög lítil sem þarna voru. Næstu árin fór þetta batnandi og menn lærðu smátt og smátt að nýta sér það sem íslenski hesturinn hafði upp á að bjóða. Fyrsta alþjóðlega mótið sem ég tók þátt í var í Hoisbúttel 1971 og keppti ég á skjóttu hryssunni Freyju. Þar var meðal keppenda Reynir Aðalsteinsson og var hann með Fagra-Blakk sem seinna varð frægur á Evr- ópumótum. Eftir að hafa tekið þátt í keppnum nokkur ár hætti ég og fór í þess stað að skipu- leggja og undirbúa mót í Hol- landi, mér fannst mótin hjá okkur á það lágu plani að eitt- hvað þyrfti að gera í málinu. Einnig beitti ég mér fyrir því að samræma keppnisreglur okkar við það sem gerðist í öðrum FEIF-Iöndum.“ „Notaöu bara næsta stóöhest“ — Eins og áður segir stundar Claas ræktun og sölu íslenskra hrossa og var hann beðinn að gera stuttlega grein fyrir því. „Þegar ég byrjaði á ræktun- inni vissi ég í raun ekkert hvað ég var að fara út í og ekki heldur hvernig ætti að standa að þessu svo ég hringdi í ræktunarráðun- autinn og bað hann um góð ráð. Hann benti mér á að nota bara þann stóðhest sem styst væri í, stutt og laggott. Við reyndum marga stóðhesta með vægast sagt misjöfnum árangri, ég held satt að segja að ég hafi notað alla stóðhesta sem komu frá tslandi á þessum tíma, Sleipni frá Hvanneyri, Háfeta frá Laska frá Hæli. Sleipnir var sagður sonur Nökkva 260 frá Hólmi en ég efaðist alltaf um það því hann var svo ólíkur hon- um. Enginn spáði í það hvort gangur væri í stóðhestunum eða ekki og þeir voru allir dæmdir á þremur gangtegundum. Menn voru hæstánægðir ef þeir fengu hestana til að brokka. Stefnan hjá mér hefur verið sú að rækta þægileg hross töltgeng og tel ég að það hafi tekist nokk- uð vel, þetta eru kannski ekki mikilvirk hross en þau eru yfir- leitt eðlistöltgeng og fara yfir- leitt vel með mann. Ég hef haft það að leiðarljósi að stóðhest- arnir sem ég hef notað hafi tölt en það var oft erfitt að finna slíka stóðhesta framan af. Ég rækta ekki ákveðna línu enda tel ég að það sé ekki mögulegt hér í Hollandi því úrval stóðhesta er lítið og frekar lélegt. Ég reyni að rækta góða einstaklinga sem koma fljótt með gang og ekki tekur langan tíma að temja, sem sagt góð reiðhross." AuÖvelt að sjá hvort hross eru fædd á íslandi eða Hollandi Eins og kunnugt er hafa verið allskiptar skoðanir meðal ís- lendinga hvort flytja eigi út kynbótahross frá Islandi. Var Claas spurður hver hans skoðun væri á því máli. „Mín skoðun er dálítið tví- skipt, ef ég væri íslendingur væri ég sjálfsagt þeirrar skoðun- ar að ekki ætti að flytja út kyn- bótahross svo ég get vel skilið þetta sjónarmið hjá íslending- um. Þegar góð kynbótahross koma til Evrópu vekur það alltaf hjá mér ánægju því við viljum líka rækta. Nú þegar eru mörg kyn- bótahross í Evrópu og ég er hræddur um að erfitt reyndist að ætla að stoppa ræktun ís- lenska hestsins núna. Ég er hræddur um að ef sett yrði út- flutningsbann verði ræktuð ný lína af íslenska hestinum í Evr- ópu og ég segi fyrir mig að ég vil ekki missa þá eiginleika sem ís- lenski hesturinn býr yfir og til þess að halda þeim verðum við að fá blóð frá íslandi. f Þýska- landi er ræktun sem ég kalla Grenslandsræktunina en það er að mínu áliti ný lína af íslenska hestinum. Mér finnst eins og hestarnir þaðan séu ekki íslensk- ir þótt ekki hafi verið notað í ræktunina annað en íslensk hross. Þessi hross þarna eru að tapa eiginleikum íslenska hrossastofnsins, þau eru öðru- vísi. Með þessu er ég ekki endi- lega að segja að þarna séu rækt- uð léleg hross, það hafa komið góð hross þaðan og má þar nefna Magnús sem vakti mikla athygli á síðasta ári bæði á Equtana- sýningunni og eins á Évrópu- mótinu. Það sem ég á við er að hrossin frá fslandi líta betur út, þau hafa meiri persónu og þau hafa einhvernveginn meira líf í sér og það er yfirleitt auðvelt að sjá hvort hross eru fædd á fs- landi eða t.d. hér í Hollandi." — Telur þú að útflutningur á geldingum frá fslandi myndi aukast ef hætt yrði að flytja út kynbótahross frá fslandi? „Ég held þetta sé mikilvæg spurning fyrir íslenska ræktun- armenn því þeir vilja sjálfsagt vita hvort útflutningur kynbóta- hrossa minnki sölumöguleika þeirra á geldingum. Ég veit ekki hvort útflutningur á geldingum myndi minnka við það. Það er alltaf hætta á að fólk missi sjón- ar á hinum ósvikna íslenska hesti og ég held það sé líka hætta á að útflutningur á geld- ingum myndi minnka ef útflutn- ingsbann yrði sett á kynbóta- hross. Ég held að fslendingar séu ... láttu mig vita ef þetta er ekki rétt,“ skýtur Claas hér inn í og heldur áfram „ég held þeir séu hræddir við að ef þeir haldi áfram að flytja út kynbótahross muni sá dagur koma að rækt- endur á meginlandinu segðu að þeir þyrftu ekki meir á hrossum frá fslandi að halda hvorki geld- ingum eða kynbótahrossum. Ég held að sölumennskan hafi sín lögmál og þar segir að menn selji alltaf betur þegar þeir eru með öðrum sölumönnum í sömu götunni. Það sem ég á við er að íslenskir ræktendur eða hrossa- kaupmenn ættu að vera meira með fingurna í sölunni hér á meginlandinu en gert hefur ver- ið og ætti það að gilda einnig með kynbótahrossin". Mikil eftirspurn eftir íslenskum hestum — Er markaður fyrir fleiri hross frá fslandi hér í Hollandi? „Á þessari stundu er eftir- spurnin eftir íslenskum hestum meiri en framboðið. Það olli okkur nokkrum vandamálum á síðasta ári að ekki voru flutt inn hross frá fslandi því okkur vant- aði hross til að selja. Við höfum ekki flutt inn hross frá fslandi sl. fjögur ár og það vill svo til að í jafnmörg ár hefur Hans B. Boudri sem hefur með ræktun- armálin að gera ekki skrifað staf um sumarexem en hafði áður verið mjög ötull við það meðan við fluttum inn hross. Og ég er viss um það að ef við byrjum aftur að flytja inn hross verður strax byrjað að skrifa um sum- arexem á nýjan leik í blaðið sem félagið okkar gefur út. Eitt vandamálið í þessu er að við eig- um í stöðugu stríði í félags- skapnum hér í Hollandi sem ég ætla ekki að fara frekar út í hér. En það er heldur ekki hægt að horfa framhjá því að sumarex- em er stærsta vandamálið í sam- bandi við innflutning á hrossum frá íslandi." Sumarexem ennþá stærsta vandamálið — Heyrst hefur að til sé í Þýskalandi lyf sem læknar sumarexem eða í það minnsta heldur því niðri, hefur þú ein- hverja reynslu af því? „Við notum lyf frá Feldmann í Aegidienberg sem getur haldið þessu niðri og erum við mjög ánægð með virkni þess. Ef ná á góðum árangri með því verður að bera það daglega á og það má helst aldrei gleymast. En þrátt fyrir þetta lyf er þetta ennþá vandamál og það virðist fara stöðugt versnandi ekki bara með innflutt hross heldur einnig með hross fædd á meginlandinu bæði íslensk og önnur kyn.“ Eftir að hafa spjallað við Cla- as góða stund var. farið út og litið á ungan stóðhest sem hann á. Sá er undan Fjölni frá Sig- mundarstöðum fæddur í Hol- landi en kom sem fyl í hryssu frá íslandi. Einnig lagði Claas á keppnishest sinn sem er undan Blakk frá Kolkuósi er frá Varmalæk. Landþrengsli eru mikil í Hol- landi og var Claas spurður hvar hann hefði öll hrossin sjötíu og kom í Ijós að hann hefur tvo hektara þar og fimm hektara hér og svo framvegis. Einnig hefur hann aðgang að stóru landi í eigu hollenska ríkisins og eru þar hross af öllum kynjum. Hætt er við að norðlenskum stóðbændum litist illa á aðstöð- una sem ræktendur í Hollandi hafa því í flestum tilfellum eru hrossin alin upp á sárafáum hekturum af eggsléttu landi og miðað við kenningu norðlend- inganna er ekki von á miklum afrekshrossum við slíkar að- stæður. En það verður víst tím- inn einn sem sker úr um þetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.