Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 25 og því hafa bækur CDU-flokksins frá því fyrir 1975 verið eyðilagðar. Frumvarp um náöun dregiö til baka Aðalstjórnarflokkurinn, sem nú er við völd í Bonn, flokkur Kristi- legra demókrata, hefur ætíð verið iðjuhöldum og öðrum atvinnurek- endum mjög nákominn. Fyrr á þessu ári, er nöfn fleiri og fleiri „mektarmanna" fóru að skjóta upp kollinum í sambandi við Flick-málið og svipuð gjafamál yf- irleitt, vann þingflokkurinn að því hörðum höndum að koma í gegn frumvarpi um náðum allra, sem annars kynnu að verða ákærðir í þessu sambandi. Litli samstjórnarflokkurinn, flokkur frjálsra demókrata, studdi „stóra bróður" eftir mætti í fyrstu, þar til þrýstingur andstæð- inga frumvarpsins, bæði innan flokks og utan, var orðinn svo mikill, að FDP snerist gegn CDU í þessu máli. Loks var almennings- álitið orðið svo sterkt, að upp- hafsmenn frumvarpsins sáu sig tilneydda til að draga það til baka. Hefði það náð fram að ganga, hefði öll frekari rannsókn fallið niður, og málið hefði sjálfsagt fallið í gleymskunnar dá innan skamms tíma. Veskin gerð „gegnsæ“ f þessu sambandi má minnast á það, að þingmenn ýmissa flokka, sem auðsjáanlega hafa hreinan skjöld, hafa borið fram tillögu þess efnis, að þeim — þingmönn- unum — verði gert að skyldu að gefa upp allar aukatekjur sínar, sem eru talsverðar oft og tíðum, á meðan á þingmennsku þeirra stendur og gera þar með „veski sín gegnsæ" eins og sagt er. Ennfrem- ur hefur verið talað um að fyrir- hyggja aukastörf þingmanna á meðan þeir sitja þing. Maður skyldi ætla, að það sé ær- ið verkefni að sitja þing og sinna flokksstörfum, en það virðist ekki nægja öllum. Það er alveg ótrú- legt, hvað margir taka að sér aukalega. En ef ofangreind tillaga næði fram að ganga, yrðu tor- tryggni og getgátur ástæðulausar, og hinir „útvöldu menn þjóðarinn- ar“ gætu (vonandi) horfzt blygð- unarlaust í augu við kjósendur sína. Slíkt tíðkast í Bandaríkjun- um og það hefur margt vitlausara verið innleitt úr þeirri áttinni en þetta. Engir englar, en ... Spurningin, sem ósjálfrátt vaknar í sambandi við allt þetta, sem nú kemur fram í dagsljósið, er þessi: eru það stjórnmálamenn- irnir, sem þjóðin kýs, sem stjórna landinu, eða er okkur óbeint stjórnað af þeim, sem (peninga)- valdið hafa í efnahagslífinu? Ég er viss um, að svo er að miklu leyti. Auðvitað má ekki búast við, að stjórnmálamenn séu neinir engl- ar; þeir eru breyskir eins og aðrir menn, en má ekki ætlast til að þeir taki ákvarðanir sínar af sinni eig- in sannfæringu, óháðir utanað- komandi áhrifum? Ekki eru þeir nú látnir svelta, manntetrin, þing- launin nægja vel til þess að hafa í sig og á. Sannleikurinn er sá, að þau eru svo há, að venjulegt fólk svimar, er það heyrir upphæðina (ef ég man rétt, eru grunnlaunin 7.850 mörk á mánuði, en síðan bætast alls konar aukagreiðslur við vegna aukahúsnæðiskostnað- ar, ferðakostnaðar o.s.frv. o.s.frv.). Er þetta þá hið marglofaða lýð- ræði? Þrátt fyrir allar freistingar, sem verða á vegi þessara manna, finnst mér við eiga heimtingu á heiðarlegum og óháðum mönnum við stjórnvölinn. Auðvitað má ekki dæma alla eftir nokkrum svörtum sauðum, en er það furða, þótt maður verði tortrygginn? Depill fer í leikskóla Lyftiflipabók handa 4—7 ára börnum BÓKAFORLAG Odds Björnssonar gefur nú út fjórðu lyftiflipabókina eftir Eric HiH um hvolpinn Depil. Depils- bækurnar henta best 4—7 ára börn- um. Þ<er eru litskrúðugar og með stóru letri, prentaðar á góðum pappír og í hörðum spjöldum. Börnin lyfta flipa á hverri opnu og sjá undir honum hvað Depill er að bralla eða segja, því þetta er tal- andi hundur eins og allir góðir ævintýrahundar. Munurinn er kannski aðallega sá, að Depill lifir í nútímanum og börnin þekkja um- hverfi hans og viðfangsefni mæta- vel. Áður hafa komið út 3 lyftiflipa- bækur og 4 litabækur um hvolpinn Depil, sem á ensku nefnist „Spot“ og nýtur hvarvetna mikilla vinsælda, ekki síður en hér á landi. Depill fer í leikskóla er 22 bls. (FrétUtilkynning.) AUSTURSTRÆTI 8 REYKJAVIK SIMI 14220 HÖFÐABAKKA 9, REYKJAVIK SIMI 685411 BRUI1RB0T -AFÖRYGGSÁSTÆÐUM BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Laugavegur 103 105 Reykjavlk Slmi 26055 essemm/ ■ 05.01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.