Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 47 Starfsemi Alcan og dótturfyrirtækjanna er dreifð um 33 lönd í sex heimsálfum, eins og þetta kort ber meó sér. Innrömmuðu svæóin á heimskortinu vísa til kortanna fimm hægra megin við heimskortið. Alcan-samsteypan ein sú stærsta f áliðnaði: 70 framleiðslufyrirtæki í 33 löndum er veita um 70 þúsund manns atvinnu Kanadíska álfyrirtækiö Alcan, sem er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar og aðili að álverksmiðjum og skyldum iðnaði í nær öllum heimshornum, hefur verið í fréttum hér á landi vegna hugsanlegrar aðildar þess að álveri viö Eyjafjörð. Fyrsta álver Alcan í smíðura. Það var reist árið 1900 og hófst þar framleiösla haustið 1901. Eins og svo mörg önnur stór- fyrirtæki vorra daga byrjaði Al- can í smáum stíl rétt fyrir síð- ustu aldamót. En mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Alcan, þá undir öðru nafni, hóf álframleiðslu í litlu þorpi í Que- bec-fylki, Shawinigan, 22. októ- ber árið 1901, þar sem fyrirtækið reisti litla álbræðslu í nágrenni orkuvers í St. Maurice ánni, sem þá sá Montreal fyrir rafmagni. Verksmiðjan framleiddi tonn af áli á dag til að byrja með, og fékk fyrirtækið á sig alþjóðlegan blæ þegar í öndverðu, því fyrsta pöntunin kom frá Japan og hljóðaði hún upp á 30 tonn. 1 kjölfarið komu tvær pantanir frá Bandaríkjunum og þrjár frá Evrópu. Magntölurnar voru litl- ar til að byrja með, en allt frá byrjun hefur Alcan vaxið og dafnað og veitir samsteypan nú yfir 70 þúsund manns atvinnu i öllum heimshornum, auk þess sem umsvif fyrirtækja Alcan hafa því til viðbótar skapað hundruð þúsunda annarra at- vinnutækifæra. í fæðingarbæ fyrirtækisins er í dag álver svip- að álverinu í Straumsvík að stærð, framleiðslugetan 84 þús- und lestir og starfsmennirnir 725. Litla álverið í Shawinigan hafði ekki starfað lengi er eftir- spurn eftir þessum nýja og fjöl- hæfa málmi jókst stórum. Reyndist því fljótlega nauðsyn- legt að stórauka framleiðsluna. Réðst Alcan því árið 1925 í bygg- ingu álvers og stofnun borgar- innar Arvida í nágrenni Sagu- enay-árinnar í Quebec-fylki, þar sem gífurlegir möguleikar voru til raforkuframleiðslu. Snemma á fimmta áratugnum reisti fyrirtækið tvær álbræðsl- ur til viðbótar í Quebec í Alma og Beauharnois, og 1982 tók til starfa álver í Grand Baie, í 30 km fjarlægð frá Arvida-verk- smiðjunum. Stærsta álver í heimi Arvida-verksmiðjurnar eru nú stærstar sinnar tegundar í heimi, en auk álvers, sem fram- leitt getur 432 þúsund tonn af áli árlega, er þar að finna úr- vinnslustöðvar og efnaverk- smiðjur. Starfa þar um 8.000 manns. Til að gefa hugmynd um stærð álversins í Arvida eru í kerskálum þess 2.700 bræðslu- ker. Borgarsvæðið, sem verksmiðjurnar er að finna á, er nú nefnt Jonquiére. Af álverum Alcan í Quebec kemur Grand Baie-álverið næst Arvida að stærð, en það getur framleitt 171 þúsund lestir af áli á ári. Þar er beitt nýjustu tækni og starfsmenn aðeins 700 talsins, eða álíka margir og í Shawinig- an (725) og Alma, en í hinu síð- í kerskálum álvers Alcan í Arvida, sem er hið stærsta í heimi, er að finna um 2.700 bræðsluker. arnefnda starfa 675 manns og framleiðslugetan er 73 þúsund tonn. Samtals er framleiðslugeta sex álvera Alcan í Kanada 1,1 milljónir tonna, þegar álverið í Kitimat er talið með, en fram- leiðslugeta þess er 268 þúsund tonn. „ Á sjötta áratugnum réðst Al- can-fyrirtækið í miklar stór- framkvæmdir með því að reisa stórt vatnsorkuver, þar sem nú heitir Kemano í British Col- umbia, og álbræðslu og viðeig- andi hafnarmannvirki í Kitimat við Kyrrahafsströnd sama fylk- is. í Kitimat starfa nú 2.400 manns og framleiðslan 268 þús- und lestir áls á ári. Samtals er framleiðslugeta ál- vera, sem eru að öllu leyti eða hluta til í eigu Alcan-samsteyp- unnar, röskar tvær milljónir tonna á ári. Þá stendur til að Alcan yfirtaki álframleiðslu og áliðnað Atlantic Richfield- samsteypunnar bandarísku, en við það ykjust umsvif Alcan á álmarkaðinum. Setti Alcan framleiðslumet á sl. ári, er fram- leidd voru samtals 1,9 milljónir lesta af áli af öllum gerðum, og búast forráðamenn fyrirtækis- ins við framleiðsluaukningu á þessu ári. Til samanburðar má geta þess að samtals er fram- leiðslugeta álvera í heiminum um 14,1 milljón lesta við síðustu áramót og framleiðslugeta ís- lenzka álversins er um eitt- hundrað þúsund smálestir. 21 álver Auk álveranna sex í Kanada, á Alcan að öllu leyti þrjú álver í Bretlandi, tvö í Brazilíu, og eitt í V-Þýzkalandi. Þá á Alcan meirihluta í þremur álverum á Indlandi og einu í Ástralíu. Sam- tals er framleiðslugeta þessara álvera rúmlega 1,6 milljónir lesta. Auk þessa eiga dótturfyr- irtæki Alcan tvö álver í Japan og þrjú á Spáni, og er framleiðslu- geta þeirra 504 þúsund lestir. Þá á fyrirtækið eða rekur box- ítnámur á Jamaíka, Gíneu, Frakklandi, Malaysíu, Brazilíu, á Indlandi og í Ástralíu, auk þess súrálsvinnslur í flestum þessara landa svo og í Kanada, Japan, á Spáni og írlandi. Álver og aðrar verksmiðjur Alcan í Kanada fá raforku frá eigin orkuverum samsteypunn- ar, sem framleiða um 3,6 millj- ónir kílówattstunda. Utan Kan- ada kemur um helmingur orku- notkunar álvera Alcan og dótturfyrirtækja frá eigin orkuverum. Úrvinnslufyrirtæki Alcan í Kanada og Bandaríkjunum nota stærstan hluta álframleiðslu fyrirtækisins, en mikið magn af álstöngum er þó einnig selt óháðum og óskyldum fyrirtækj- um í Bandaríkjunum og víðar. Stærsti markaður fyrir ál og ál- afurðir er í Bandaríkjunum, en þar næst kemur Japan. 70 fyrirtæki í 33 löndum Láta mun nærri að til Alcan- samsteypunnar heyri 70 fyrir- tæki í 33 löndum í sex heimsálf- um, en söluskrifstofur er að finna í yfir 100 löndum. Á Alcan langflest þeirra að öllu eða miklu leyti, í 16 þeirra á sam- steypan minnihluta og níu fyrir- tæki á Alcan að 50%. Fyrirtækin eru misjafnlega umsvifamikil, allt frá því að reka margar og stórar verksmiðjur niður í lítil og mjög sérhæfð framleiðslufyr- irtæki. Hjá Alcan og dótturfyrirtækj- unum starfa rúmlega 70 þúsund manns. í fyrra nam velta Alcan rúmlega 5,2 milljörðum Banda- ríkjadala, eða jafnvirði um 180 millj arða króna. Samsteypan er í eigu um 35 þúsund manna, stofnana og fyrirtækja. Eigur Alcan eru við síðustu áramót metnar á 6,6 milljarða dollara, eða um 225 milljarða króna. Alcan ræður yfir og hefur að- gang að boxíti er duga mun fyrirtækinu um langa framtíð. Hins vegar beinast rannsóknir á vegum Alcan að því að finna leiðir til að vinna súrál með Öðr- um hætti. Þá beinast rannsóknir að nýjum og öðrum sviðum en nú er starfað á, og áætla forráða- menn Alcan að á næsta áratug komi fjórðungur tekna sam- steypunnar af álafurðum, sem eigi eru framleiddar í dag. Yrði það í samræmi við þá þróun, sem Alcan-samsteypan og fyrirtæki hennar hafa gengið í gegnum, en hún hefur einkennzt af örum vexti undirstöðugreinanna og viðgangi nýrra framleiðsluþátta. — ágás. Álverksmiöjur Alcan í Kanada, sex að tölu, fá alla sína raforku frá jafnmörgum orkuverum, sem öll eru reist af Alcan og í eigu samsteypunn- ar. Álvar Aican og dótturfyrirtækja annars staðar í veröldinni fá um helming raforku sinnar frá orkuverum í eigu Alcan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.