Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984
23
í íslandsheim-
sókn á síðustu öld
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Sir ('harles H.J. Anderson: Fram-
andi iand, dagbókarkorn úr íslands
ferð 1863.
Böðvar Kvaran bjó til útgáfu.
Útg. Örn og Örlygur 1984.
FERÐABÆKUR er greina frá ís-
landi þykja alltaf forvitnilegar,
enda hafa þau rit verið af ýmsum
toga. Það var löngu viðtekin skoð-
un Evrópubúa og annarra, sem
lögðu sig eftir, að kanna hagi ís-
lendinga, að landið væri á mörk-
um hins byggilega heims. Hér
væri að finna innganginn í sjálft
helvíti og að auki hefðist hér við
undarleg þjóð. Auðvitað komu
öðru hverju út bækur á næsta
sæmilegan hátt af íslandi og jókst
hlutfall þeirra gegnum tíðina.
Framandi land Charles Ander-
son hefur ekki verið hugsað til
prentunar í þessari útgáfu. Engu
að síður er fengur að bókinni í
vandaðri og glæsilegri útgáfu
Arnar.
Þar segir frá ferð hans sumarið
1863, um rúntinn Þingvellir —
Gullfoss — Geysir. Að vísu kemur
fram, að hann er að líkindum
fyrsti Bretinn sem skoðaði Gull-
foss. Hrifst hann svo mjög af að
hann segist hvergi hafa séð til-
komumeira vatnsfall. Yfirleitt er
Anderson hrifinn af landinu og
ber íslendingum vel söguna. Þeir
hafa verið gestrisnir og alúðlegir
en jafnframt nokkuð alvörugefnir.
Gjarnan var gist í kirkjum ellegar
legið í tjöldum, milli þess sem
Anderson og sonur hans skutu sér
lóur og spóa í matinn eða mokuðu
silungi upp úr ánum. Það þætti að
líkindum ekki góð latína nú á dög-
um að drepa alit kvikt í kringum
sig.
Anderson fer einnig til Krísu-
víkur og nýtur þá leiðsagnar dr.
Jóns Hjaltalíns. Með í þeirri för er
einnig T.W. Evans, brezkur þing-
maður. Sá reit grein um ferðina og
er hún birt í bókinni.
Það sem sennilega er athyglis-
verðast við þessa bók er annars
vegar það sem segir af Islending-
um, hins vegar þau áhrif sem
landið hefur á ferðamenn, sem
komu hingað á þessum tíma. Enda
er Anderson ekki að spara lýs-
ingarorðin.
Þýðing Böðvars Kvarans er afar
læsileg og hann hefur einnig dreg-
ið saman ítarlegar skýringar, sem
fengur er að.
Ekki verður svo skilizt við þessa
bók, án þess að ítreka hversu mik-
ill metnaður hefur verið lagður í
útgáfuna svo að allt er það forlag-
inu til hins mesta sóma.
Nýju ullarúlpumar frá Álafossi eru nánast full-
komnar vetrarflíkur; filýjar og skjólgóðar. Pær eru
auk þess með nýtískulegu sniði; víðar og sérlega
þœgilegar. Ullarúlpurnar frá Álafossi fienta nútíma-
fólki, sem vill láta sér líða vel.
ULLARULPUR
SALIX
Boröstofu- og
vegghúsgögn
SALIX eru húsgögnin sem staöist hafa
strangar gæöakröfur á erlendum markaði
og hlotiö þar umtalsverða hylli
vandlátra kaupenda.
Viö getum nú boðið þessa vönduöu
húsgagnasamstæöu á heimamarkaöi.
læsileg
sófasett
í stóru
úrvali
Irésmidian
vidir
HÚSGAGNAVERSLUN
SMIÐJUVEGI 2 - KÓPAVOGI SÍMI 45100