Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 Fyrsta loðskinnauppboö vetrarins: Verö hélst þrátt fyr- ir spár um hækkun í GÆR var fyrsta loðskinnauppboö vetrarins. Refaskinn voru boðin upp í uppboðshúsi finnska loðdýraræktarsambandsins í Helsingfors. Góð sala var í skinnunum. 99% framboðinna blárefaskinna seldust fyrir 330 finnsk mörk að meðaltali, sem samsvarar 2.055 íslenskum krónum. 96% shadow-refa- skinnanna seldust fyrir 359 finnsk mörk, eða 2.236 krónur að meðaltali. Jón Ragnar Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýraræktenda, sagði í samtali við blm. Mbl. að þessi góða sala hefði komið mönnum nokkuð í opna skjöldu. Sérfræðingarnir hefðu spáð dræmri sölu og lágu verði í upphafi sölutímabilsins, sérstak- lega á blárefaskinnum, en það hefði Ný kvikmynd: Gullsandur GULLSANDUR nefnist ný kvikmynd leikstjórans Agústs Guðmundssonar og verður hún frumsýnd í Austurbæj- arbíói á annan jóladag. I kvikmynd þessari koma fram um 60 manns og má þar nefna Pálma Gestsson, Eddu Björgvins- dóttur, Arnar Jónsson, HLH-flokk- inn, Ómar Ragnarsson, Borgar Garðarsson, Sigurveigu Jónsdóttur, Sigurð Sigurjónsson, Viðar Egg- ertsson, Hönnu Maríu Karlsdóttur og Jón Sigurbjörnsson. Kvikmynda- töku annaðist Sigurður Sverrir Pálsson. ekki komið fram samkvæmt fyrstu fréttum af þessu fyrsta uppboði vetrarins. Sagði Jón Ragnar að ekki hefðu borist upplýsingar um fjölda uppboðinna skinna né gæðaflokka og væri því erfitt að bera verðið saman við það sem fékkst fyrir skinnin í fyrravetur, en samkvæmt þessum fyrstu fréttum væru þau svipuð og við lok sölutímabilsins í fyrra, þegar verðið var í hámarki. Á síðasta sölutímabili fengust 1.300 krónur að meðaltali fyrir blárefa- skinnin, á því gengi sem þá var í gildi. Engin íslensk refaskinn voru á þessu uppboði. Samband íslenskra íoðdýraræktenda hefur samstarfs- samning viö danska loðdýraræktar- sambandiö og verða þau íslensku refa- og minkaskinn, sem seld eru fyrir milligöngu SÍL, boðin upp í danska uppboðshúsinu í Glostrup í febrúar og mars. tslensk refaskinn eru einnig boðin upp hjá Hudson Bay í London en að sögn Jóns Ragn- ars var nóvemberuppboðinu, sem vera átti fyrsta uppboð vetrarins, aflýst vegna þess hve fá skinn bár- ust til uppboðshússins. Alda umferðarslysa í hálkunni í gæn 20 árekstrar á fjórum stundum — tíu á slysadeild ALDA umferðarslysa reið yfir í Reykjavík í gær. Á fjórum klukkustund- um urðu 20 árekstrar í Reykjavík og á níu mínútum í gærmorgun urðu þrjú slys og voru fimm fluttir í slysadeild, en alls voru tíu manns fluttir í slysadeild eftir umferðarslys í gær. Mikið annríki var hjá lögreglunni. Að sögn lögreglunnar var áberandi, að ökumenn óku of hratt miðað við aðstæður, en mikil hálka var á götum Reykjavíkur. Klukkan 07.51 varð fullorðin kona fyrir bifreið á Ártúns- höfða. Hún var á leið til vinnu. Konan gekk aftur fyrir strætis- vagn, sem hún ferðaðist með, og út á götuna og varð hún fyrir bifreið. Hún skarst talsvert á höfði. Skömmu síðar varð harður árekstur í Sætúni. Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bifreið sinni í hálkunni meö þeim afleiðingum að hún fór yfir á öfugan vegarhelming. öku- menn beggja bifreiða voru flutt- ir í slysadeild og farþegi úr ann- arri bifreiðinni. Skömmu síðar — eða á slaginu átta, varð svo kona fyrir bifreið á leið yfir Miklubraut við Miklatorg. Meiðsli hennar reyndust ekki al- varleg. Þá var maður fluttur í slysadeild eftir árekstur í Borg- artúni. Um tvöleytið var svo ekið á fullorðna kona í Álfheimum. Fimm manns leituðu til slysa- deildar Borgarspítalans i gær eftir að hafa dottið á hálkunni og maður datt milli skips og bryggju, en tókst að gripa í bryggjuna og halda sér þar til aðstoð barst. Hann fór úr axlar- lið. Þá var þrennt flutt á slysa- deild í gærkvöldi eftir árekstur á mótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Morgunbladið/Júlíus Einn af fjölmörgum árekstnim í hálkunni í gær. Fiat-bifreiö og Range Rover rákust saman á Kringlumýrarbraut. Saltfiskurinn úr afturlest Stuðlafoss, 500 lestir, á bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Monpjnbla»i»/SiRur([eir Olíuleki í Stuðlafossi uppgötvaður í Eyjum: 500 tonnum af salt- fiski skipað á land - óvíst hve mikið tjón hefur orðið VeNtmannaeyjum, 4. desember. UM 500 lestum af saltfiski var í nótt skipað hér í land úr Stuðlafossi, skipi Eimskipafélags íslands, vegna olíumengunar í afturlestum skipsins. Alls var skipið með um 1.000 lestir þegar það kom hingað til Eyja klukkan 16.30 í gærdag og hafði farminum verið safnað saman á hinum ýmsu höfnum umhverfis landið. Vestmannaeyjar var síðasta lestunarhöfn skipsins áður en það héit áleiðis til Portúgal og átti skipið að taka hér 80 lestir. I allan dag hefur verið unnið við að hreinsa lestar skipsins og kappkostað er að koma skipinu sem fyrst af stað með þann hluta farmsins sem slapp við mengun- ina. Þær 80 lestir sem skipið átti að lesta hér verða settar í gáma á dekk skipsins en kappkostað verður að koma skipinu til Port- úgals fyrir 12. desember, er sér- stakur innflutningstollur á salt- Fisk kemur til framkvæmda í Portúgal. Stuðlafoss kom hingað frá Hafnarfirði og hreppti skipið vonskuveður á leiðinni. Var það 19 klukkustundir að sigla þessa leið, sem venjulega tekur um 10 klukkustundir. Þegar skipverjar opnuðu afturlestar skipsins, lestar þrjú og fjögur, gaus upp á móti þeim megn olíustybba, og þegar þeir fóru að kanna málið nánar og komu niður í undirlest- ina, sáu þeir olíu á lestargólfinu. I afturlestum er ekki skilrúm milli lestar þrjú og fjögur, en forlestar eitt og tvö eru aðskild- ar og þangað hafði engin olíu- mengun borist, en í forlestunum var um helmingur farmsins, 500 lestir. Þegar olíulekinn uppgötvaðist var haft samband við lestunar- stjóra, matsmenn og fulltrúa SÍF og var ákveðið að koma öll- um farminum úr afturlestunum í land. Var unnið við það í alla nótt og um klukkan ellefu i morgun var allur farmurinn, um 500 lestir, kominn á bryggjuna. Talið er að olíulekinn sé tilkom- inn vegna þess að pælirör frá stjórnborðs-olíutanki hafi sprungið. Talsvert magn af sjó- blandaðri olíu rann um lestar- gólfið og barst á bretti í neðstu stæðunum í undirlestinni. Um- búðir fisksins í millilestum menguðust af olíubrækjunni, sem barst um afturlestarnar. Eftir að losun farmsins lauk var þegar hafist handa við að gera viö bilunina og að hreinsa alla lestina, sem var mikið verk og þurfti að rífa upp lestargólfið að hluta til þess að komast fyrir alla olíumengunina. Þær 500 lestir, sem voru í afturlestinni, voru í dag færðar í geymslu hér í Eyjum og var þeim fiski, sem verst varð úti, haldið sér. Um- búðir verða fjarlægðar og fisk- urinn tekinn til skoðunar af matsmönnum. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í dag, er talið að mestur hluti farmsins hafi sloppið lítt eða ekkert skemmdur, nema umbúðirnar og sáralítil olía hafi komist í sjálf- an fiskinn, nema rétt neðst í stæðunum. Hvert tjón hlýst af þessu óhappi mun ekki koma í ljós fyrr en síðar, þegar farmur- inn hefur allur verið skoðaður og yfirfarinn. Engin áhætta verður tekin með að senda neitt af þeim hluta farms skipsins, sem var í afturlestunum, með Stuðlafossi, þegar skipið siglir til Portúgal í kapphlaupi við tolladaginn 12. desember. H.KJ. Vilja fá formann Sjálf- stæðisflokks í ríkisstjórn Miklar áhyggjur í miöstjórn af efnahags- og atvinnumálum MIKLAR áhyggjur af stöðu þjóð- mála, ríkisstjórnarinnar og Sjálf- stæóisflokksins komu fram í mál- flutningi á miðstjórnarfundi Sjálf- stæðisflokksins í gær. Þá kom fram í máli manna samkvæmt heimildum Mbl., að þingflokkur- inn ætti hið fyrsta að setja formann flokksins, Þorstein Pálsson, í ríkis- stjórnina. Samkvæmt heimildum Mbl. höfðu menn hvað mestar áhyggj- ur af efnahags- og atvinnumál- um og stöðu ríkisstjórnarinnar. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins var spurður um miðstjórnarfundinn. Hann svaraði: „Þarna var rætt al- mennt um stjórnmálaviðhorfið og horfur í efnahags- og atvinnu- málum, ekki sízt vanda sjávar- útvegsins. Auk þess voru umræð- ur um ýmis flokksmál." Aðspurð- ur um hvort óánægju hefði gætt um stöðu mála svaraði Þor- steinn: „Það er ekkert óeðlilegt að menn hafi áhyggjur af þeirri SALA er hafin á rjúpum í nokkrum verslunum. Rjúpan kostar núna 135 til 150 krónur stykkið, óhamflett. Ef hún er keypt hamflett bætast 10 til 12 krónur við verðið. Hrafn Backmann í Kjötmiðstöð- inni sagði í samtali við blm. Mbl. að eftirspurn eftir rjúpum hefði verið mikil. Hann væri búinn að selja tvöfaldan jólaskammt enda stöðu sem þjóðmálin eru í.“ Þá var Þorsteinn spurður, hvort fram hefðu komið áskoranir á þingflokkinn um að hann tæki sæti í ríkisstjórn. Hann vildi ekki tjá sig um það mál. verðið verið 115 krónur þar til ný- lega að hann hækkaði það í 135 krónur stykkið. Sagði Hrafn að rjúpan virtist ætla að halda sínum hlut í jólamatnum þrátt fyrir að í ár kæmu um 50 þúsund stykki af aliöndum á markaðinn en það samsvaraði einni máltíð fyrir 200 þusund manns. í öðrum verslun- um fengust þær upplýsingar að verðið væri 140 til 150 krónur. Rjúpan á 135—150 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.