Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 Islenskur fískur seldur í Bretlandi Plastpoki utan um hágæda-rækjur. Vörumerkid „Iceland" efst á pokanum er ekki eign íslensks fyrirtækis heldur Iceland Frozen Food, sem tveir ungir Bretar stofnuðu fyrir nokkrum árum og er nú í hópi helstu viðskiptavina SH í Bretlandi. Nýtt hús Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Grimsby. Þar eru fiskréttaverksmiðja, frystigeymsla og skrifstofur. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hefur nú formlega tekið í notkun fiskréttaverksmiðju í Grimsby í Englandi. Þar með hafa íslendingar haslað sér nýjan völl í hinum gamla fisk- veiðibæ sem nú er ekki nema svipur hjá sjón eftir að togara- útgerð er þar svo að segja úr sögunni. Má ekki síst rekja hvarf togaranna til útfærslu ís- lensku fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómflur 1975 en sam- kvæmt samningi sem gerður var í lok maí 1976, Oslóar- samkomulaginu svonefnda, hurfu allir breskir togarar úr íslenskri lögsögu 1. desember 1976. Nú gera Bretar aðeins út nokkra frystitogara. íslendingum er síður en svo illa tekið í Grimsby, þvert á móti má segja að ráðamenn í þessum bæ sem er álíka fjölmennur og Reykjavík sækist eftir nánum samskiptum við íslendinga og fiskviðskiptum. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, forstjóra verksmiðjunnar í Grimsby, komu mörg atriði til eftir Björn Bjarnason álita, þegar hinni nýiu verksmiðju var valinn staður. I Grimsby er hún vel í sveit sett bæði að því er varðar samgöngur og tengsl við helstu markaðssvæði í Bretlandi og á meginlandi Evrópu sem verk- smiðjan á að þjóna þegar fram líða stundir. Þá eru íbúar Grimsby vanir því frá aldaöðli að fást við fisk. Starfsfólk setur lyktina ekki fyrir sig frekar en annað sem fisk- inn varðar. Þá réð hitt ekki litlu að yfirvöld í Grimsby létu fyrir- tækinu Icelandic Freezing Plants Ltd. (IFP) í té góða lóð rétt við hraðbraut á einstaklega hag- stæðum kjörum. Lóðin er leigð til 125 ára fyrir 150 þúsund punda (7,2 millj. króna) upphafsgreiðslu og síðan 100 pund á ári. Humb- erside-svæðið sem nær yfir Grimsby og Hull er auk þess eitt af þeim svæðum þar sem opinber- ir styrkir eru veittir þeim sem reisa þar ný fyrirtæki. Af þeim sökum fengu eigendur nýju verk- smiðjunnar í Grimsby um 300 þús- und pund eða um 14,4 milljónir króna í styrk úr breskum byggða- sjóði. Heildarkostnaður við smíði verksmiðjunnar og vélar hennar nemur nú um 4 milljónum punda eða 182 milljónum króna. Jón Ingvarsson, stjórnarfor- maður Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna (SH), ávarpaði gesti sem fyrirtækið bauð nú nýlega til Grimsby til að kynnast starfsem- inni þar. Jón sagöi meðal annars: „Þótt erfiðlega ári nú í sölu frystra sjávarafurða í Vestur- Evrópu, fyrst og fremst vegna veikrar stöðu gjaldmiðla helstu Evrópulanda gagnvart dollara, þá skulum við hafa það í huga, að ýmsar blikur eru á lofti í Banda- ríkjunum. Hinn sterki dollari hef- ur stóraukið framboð á fiski þar frá ýmsum löndum, einkum Kan- ada, en Kanadamenn eru okkar skæðustu keppinautar. Því er mik- ilvægt fyrir íslendinga að hafa komið sér vel fyrir innan Efna- hagsbandalagsins, einkum í Bret- landi. Innan Efnahagsbandalagsins eru tæpar 300 milljónir íbúa. Fisk- neysla er mikil á þessu svæði. Við gerum okkur vonir um, að íslend- ingar geti aukið hlutdeild sína á þessum stóra markaði. Bygging verksmiðjunnar í Grimsby, auk frystigeymslu og söluskrifstofu, er mikilvægur áfangi að þessu markmiði og okkur því fagnaðarefni. Ánægjan er þó ekki óblandin. íslenskur sjávarútvegur stendur um þessar mundir í mesta öldudal um áratuga skeið. Þorskafli er nú hinn minnsti í 35 ár og hefur dreg- ist saman úr 460 þúsund tonnum árið 1981 í 250 þúsund tonn á þessu ári. Samkeppni við ríkis- styrktan sjávarútveg annarra ríkja veldur miklum erfiðleikum á okkar helstu mörkuðum. Eftir langvarandi hallarekstur útgerðar og fiskvinnslu hafa skuldir hrann- ast upp og greiðslustaðan er víða með þeim hætti að gjaldþrot blas- ir við mörgum útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjum." Löng reynsla í Bretlandi Sölumiðstöðin hefur langa reynslu af því að starfa á breskum fiskmarkaði, þótt ekki hafi hún staðið þar fyrir verksmiðjurekstri fyrr en nú. Árið 1956 eignaðist SH fyrirtækið Snax (Ross) Ltd. í Englandi. Á þess vegum voru reknir fiskveitingasölustaðir „fish & chips“-staðir í London allt fram á þetta ár. Nálguðust þeir þriðja tuginn er þeir voru flestir. Fyrir andvirði þessara fisksölustaða gat SH lagt fram 20% af stofnkostn- aði við verksmiðjuna í Grimsby. Rekstur þessara staða gaf mjög góða raun á þeim árum þegar fisk- sölur til Bretlands lágu niðri vegna landhelgisdeilna eða þorskastríða. Eftir útfærsluna í 200 sjómílur við ísland fór SH að huga að nýrri stefnumótun á Bret- landsmarkaði og á mörkuðum i aðildarlöndum Evrópubandalags- ins (Efnahagsbandalags Evrópu). Á aðalfundi SH árið 1979 var sam- þykkt að lögð skyldi sérstök rækt við að þróa markaðinn í Evrópu og þá sérstaklega Bretlandi. Haustið 1981 fékkst síðan vilyrði hjá bæj- aryfirvöldum í Grimsby fyrir lóð undir nýtt hús sem rúma skyldi söluskrifstofu SH, frystigeymslur og verksmiðju til framleiðslu á fiskréttum. í febrúar 1982 var fyrsta skóflustungan tekin en í október sama ár var frystigeymsl- an tekin í notkun. í júlí í ár var svo vinnsla hafin í verksmiðju- salnum sjálfum. Þar eru nú fjórar vinnslurásir en geta orðið sex eða sjö, í minni sal er rými fyrir tvær til þrjár rásir. Starfsmenn eru 170, þar af þrír íslendingar: ólaf- ur Guðmundsson forstjóri sem verið hefur fulltrúi SH í Bretlandi í 18 ár, Sturlaugur Daðason verk- smiðjustjóri og Guðmundur Ólafs- son skrifstofustjóri. Samhliða því sem ákveðið var að ráðast í smíði verksmiðjunnar stofnaði SH félag til að eiga hana og reka og heitir það Icelandic Freezing Plants Ltd. (IFP Ltd.). í stjórn þess sitja R. Storry Deans lögfræðingur formaður, Eyjólfur fsfeld Eyjólfsson forstjóri, Jón Páll Halldórsson framkvstj., Ólaf- ur Guðmundsson framkvstj. og Ólafur Gunnarsson framkvstj. Síðustu þrjú ár hefur fyrirtækið selt fyrir 334,6 millj. króna 1981, 440,3 millj. kr. 1982 og 690,7 millj. kr. 1983. A árinu 1983 var heildar- verðmæti útflutnings á vegum SH 4563,8 millj. króna. (Tölurnar eru frá því fyrir gengisbreytingu.) Á síðasta ári skilaði fyrirtækið f Bretlandi þannig um 15% af sölu- verðmæti afurða hjá SH. Markaðsþróun og gengi Breska sterlingspundið hefur Ólafur Guðmundsson, framkvæmda- stjóri SH í Bretlandi. Jón Ingvarsson, stjórnarformaður SH. veikst mjög í samanburði við doll- arann á undanförnum mánuðum. Þetta setur mikinn svip á þróun fisksölu til Bretlands. Á árinu 1980 þegar unnið var að áætlana- gerð vegna verksmiðjunnar í Grimsby voru 2,44 dollarar í einu pundi. Nú að undanförnu hafa verið innan við 1,30 dollarar í pundinu. Þetta veikir mjög sam- keppnisaðstöðu fiskkaupenda í Bretlandi gagnvart þeim sem flytja inn fisk til Bandaríkjanna. Áhrifin sjást greinilega þegar bornar eru saman tölur um út- flutning SH til Bandaríkjanna annars vegar og Bretlands hins vegar. A árinu 1981 seldi SH 39.753 tonn af frystum fiski í Bandaríkj- unum (45% af heildarmagni út-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.