Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 31 flutnings SH) og 20.036 tonn til Bretlands (22,6%). Á síðasta ári 1983 voru 44.205 tonn (48%) seld til Bandaríkjanna en 12.581 tonn (13,7%) til Bretlands. Sé litið á þróunina það sem af er þessu ári sést að enn hefur orðið samdrátt- ur í Bretlandi. Fram til 1. nóvem- ber hafði SH selt 7611 tonn til Bretlands (10.471 tonn 1983) og til Bandaríkjanna hafði SH selt 35.040 tonn fram til 1. nóvember í ár en 38.140 á sama tíma í fyrra. Þessar tölur gefa þó ekki rétta mynd af því sem hefur verið að gerast hjá SH á Bretlandsmark- aði. Þær taka aðeins mið af þróun undanfarinna ára en ekki hinu, að árið sem síðasta landhelgisdeilan við Breta leystist, 1976, seldi skrifstofa SH í London aðeins 2500 tonn. Raunar má segja að frá árinu 1976 hafi íslendingar í fyrsta sinn markvisst getað beitt sér skipu- lega og af afli við fisksölu í Bret- landi og annars staðar í aðildar- ríkjum Evrópubandalagsins. Með fiskveiðisamningunum við Breta og Vestur-Þjóðverja sem gerðir voru eftir útfærslu fiskveiðilög- sögunnar í 200 sjómílur kom að fullu til framkvæmda viðskipta- samningur Islands og Evrópu- bandalagsins frá 1972. Svonefnd „bókun 6“ við þennan samning veitir íslenskum sjávar- afurðum forskot á EB-markaði í samanburði við keppinauta okkar í Noregi og Kanada svo að dæmi séu tekin. Hins vegar hafa þeir treyst aðstöðu sína með því að heimila skipum frá EB-löndum að veiða í lögsögu sinni sem við get- um ekki. Útflutningur SH til aðildar- landa EB á meginlandi Evrópu hefur vaxið ört hin síðari ár. Árið 1976 nam útflutningurinn til EB- landanna, annarra en Bretlands, samtals 3000 tonnum en 12.749 tonnum 1983. Söluaukningin hefur verið mikil í Vestur-Þýskalandi en þar tók söluskrifstofa SH til starfa í júní 1981. Árið 1981 seldi SH 3253 tonn af frystum fiski í Vestur-Þýskalandi en 6320 tonn á árinu 1983. Miðað við heildarsölu- magn SH hafði hlutur V-Þýska- lands vaxið úr 3,7% 1981 í 6,9% 1983. Eins og fram kom í ræðu Jóns Ingvarssonar, formanns stjórnar SH, og vitnað var til hér að fram- an er það meðal annars ætlun SH að nýja verksmiðjan í Grimsby verði burðarás í aukinni sölu á fiskréttum og frystum fiski í EB- löndunum öllum. Þar er mikið verk að vinna. Á árinu 1981 flutti SH 33,2% af heildarútflutningi sínum til Evrópubandalagslanda en 27,6% 1983. Menn eru ekki á einu máli um það hve mikla áherslu beri að leggja á Evrópumarkaðinn. Vissu- lega gefur sala á Bandaríkjamark- aði meira í aðra hönd. Fyrirtæki SH þar, Coldwater, seldi fyrir 190 milljónir dollara eða tæpa 6,5 milljarða króna á árinu 1983 í samanburði við 690 milljóna króna sölu Icelandic Freezing Plants Ltd. í Bretlandi. SH hefur hins vegar ætið fylgt þeirri stefnu að eiga ekki allt undir einu mark- aðssvæði. Eða svo vitnað sé til Jóns Ingvarssonar: „Óneitanlega hafa Bandaríkin skipað ráðandi sess í sölu frystra sjávarafurða á annan áratug. Fyrir því eru ýmsar ástæður. En i þessu sambandi er rétt að hafa í huga að því eru ákveðin takmörk sett, hversu miklu magni einn markaður getur tekið við, án þess að æskilegt jafn- vægi milli framboðs og eftirspurn- ar raskist." Kaupendurnir Fiskneysla á mann í Bretlandi er meiri en í Bandaríkjunum. Þannig sýna tölur að meðal-breti neytir 19 punda af fiski á ári en meðal-bandaríkjamaður 12 punda. Á árinu 1983 nam heildarfisk- neysla í Bretlandi 400 þúsund tonnum. 54% var frystur fiskur og 46% ferskur fiskur. Neysla á ferskum fiski hefur heldur verið að aukast undanfarið vegna þess að farið er að pakka honum í loft- tæmdar umbúðir. Hvort þessi geymsluaðferð á framtíð fyrir sér er óljóst en matvælaeftirlit Bandaríkjanna bannar hana þar í landi. Eins og Ólafur Guðmundsson, forstjóri IFP í Grimsby, orðaði það er sífellt erfiðara að átta sig á því, hvað er fiskur í matvælum. Fisk er unnt að matreiða með svo misjöfnum hætti. I verksmiðjunni í Grimsby er hann skorinn til, settur í brauðmylsnu með mis- munandi bragði og pakkaður með þeim hætti sem kaupandinn æsk- ir. Stærsti viðskiptavinur verk- smiðjunnar í Grimsby er McDonalds-hamborgarakeðj an sem á matsölustaði um allan heim en er upprunnin í Bandaríkjunum. Eru allir fiskborgarar sem McDonalds selur í Bretlandi fram- leiddir á vegum SH í Grimsby. Ólafur Guðmundsson sagði að danskt fyrirtæki seldi McDon- alds-fiskborgara á meginlandi Evrópu. Hefðu Danir einnig viljað sitja að þessum viðskiptum í Bretlandi en orðið að lúta í lægra haldi vegna þess að gæðin voru meiri hjá íslendingum. Aðrir stórir kaupendur eru fyr- irtæki sem sérhæfa sig í smásölu á frystum matvælum. Þar er Bej- am-keðjan stærst. Nýtt fyrirtæki sem heitir Iceland Frozen Seafood Holdings og sérhæfir sig í sölu frystra afurða skiptir við IFP Ltd. í Grimsby og fara þau viðskipti vaxandi. Þótt fyrirtækið hafi enskt heiti Islands í nafni sínu er það ekki í eign íslendinga heldur var stofnað af tveimur ungum mönnum fyrir nokkrum árum. Þeir hafa reynst dugmiklir í við- skiptalífinu og reka nú 81 verslun. Fyrir nokkrum vikum voru hluta- bréf í Iceland Frozen Seafood boð- in til sölu á almennum verðbréfa- markaði í Bretlandi með 4 síðna heilsíðuauglýsingum í einu og sama tölublaði af Financial Tim- es. Fjórir stórir breskir kaupendur eru helstu viðskiptavinir verk- smiðju SH í Grimsby. 1 Bretlandi eins og annars staðar standa fisk- salar saman gagnvart þeim sem selja önnur matvæli, og þar eins og annars staðar eru það kjúkl- ingar sem eru fisknum hættu- legastir þegar metin er hlutdeild á matvælamarkaði. Sölusvæði IFP takmarkast ekki við Evrópu. Á meðan Ólafur Guðmundsson skýrði fyrir okkur starfsemi SH bar til dæmis kaupanda frá Ástr- alíu að garði. Ferskur fiskur Hér hefur verið stiklað á stóru og dregið saman hið helsta sem forráðamenn SH hér á landi og í Bretlandi sögðu í stuttri kynnis- ferð til nýju verksmiðjunnar í Grimsby á dögunum. í sömu ferð gafst gestunum jafnframt tæki- færi til að kynnast ferskfiskmark- aðnum í Grimsby sem um langt árabil hefur verið mikilvægur fyrir afkomu útgerðarfyrirtækja hér á landi. Hann þjónar enn í dag sama tilgangi og áður, að vera hliðið að breska fiskmarkaðnum, markaði sem murf minnka venjist fólk af fiskneyslu vegna skorts á hráefni, hvort heldur frystu eða fersku. Það er jafn mikiivægt fyrir íslendinga að standa styrk- um fótum áfram á ferskfiskmark- aðnum eins og að auka hlutdeild sína í sölu frystra sjávarafurða í Bretlandi. Með hliðsjón af þeim tölum sem áður voru nefndar um fiskneyslu í Bretlandi og skiptingu milli þess hvernig fiskurinn er settur á markað seljast árlega um 216 þús- und tonn af frystum fiski í Bret- landi og þar af nam hlutdeild SH um 5,8% á síðasta ári. Af ferskum fiski seljast 184 þúsund tonn í Bretlandi og á síðasta ári lönduðu íslensk fiskiskip 13.859 tonnum þar fyrir 8.136.400 pund (um 390 millj. kr.), þ.e. 59 pens kílóið (28 kr.), og 4680 tonn voru flutt út af ferskum fiski í gámum. Líf og fjör á markaðnum Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra út- vegsmanna (LÍÚ), var í hópi gesta SH í Grimsby. Hann hafði beitt sér fyrir því að togarinn Sólberg frá Ólafsfirði sem hafði tilkynnt LlÚ, að hann ætlaði að landa í Grimsby í þessari viku, gerði það ekki fyrr en föstudaginn 9. nóv- ember, svo að við ferðalangarnir frá íslandi gætum fylgst með lönduninni. Bar Kristján dálítinn kvíða í brjósti vegna þessara af- skipta þar sem föstudagar eru yf- irleitt ekki góðir söludagar á þess- um frjálsa markaði þar sem verð ræðst eftir framboði og eftir- spurn. Þegar á reyndi kom í ljós að þessi kvíði var ástæðulaus. Fisk- kaupendur létu alls ekki á sér standa þegar þau boð bárust að landa ætti úr íslenskum togara kola, þorski og ýsu. Var líf og fjör á markaðnum þegar við komum þangað rúmlega sjö um morgun- inn. Löndun hófst klukkan 12 á miðnætti og var aflinn í kössum á sölusvæðinu rétt við skipshlið þeg- ar við komum á vettvang og vænt- anlegir kaupendur gengu á milli kassanna og kynntu sér gæðin. Þeir eru í senn kaupendur og matsmenn. Sögðu kunnugir okkur að reyndir fiskkaupmenn gætu séð það á fiskinum hvar við ísland hann væri veiddur og með fingr- um og nefi áttuðu þeir sig strax á því, hvort um góðan eða léiegan fisk væri að ræða. Ekki er unnt að lýsa því með orðum hvernig að sölu fisksins er staðið. Kaupendur hópast í kring- um uppboðshaldarann sem flýtir sér sem mest hann má að selja. Tók það aðeins um hálfa klukku- stund að selja 115,5 tonn úr Sól- bergi fyrir 94.162 pund eða 4 millj- ónir króna á þáverandi gengi. Viðskiptin gengu þannig fyrir sig að uppboðshaldarinn gekk að kassastafla, kallaði upp verð og síðan gáfu kaupendur merki með fingrum eða höfði, sumir potuðu í bakið á uppboðshaldaranum og á svipstundu var frá sölunni gengið. Kaupandinn sáldraði pappírsmið- um með nafni sínu í kassana og aðstoðarmenn hans komu með vagna og fluttu kassana á vörubíla sem stóðu við sölupallinn. Fram kom að um 9000 manns hefðu framfærslu af störfum sem tengdust fiskmarkaðnum. I ná- grenni hans er aðstaða til að gera að fiski. En margir kaupendur flytja fiskinn óverkaðan til fjar- lægari staða. Rétturinn til að stunda viðskipti á markaðnum gengur mann fram af manni í sömu ættinni. Þegar til þess er litið að íbúar í Grimsby eru um 84 þúsund og at- vinna hefur minnkað þar vegna brotthvarfs breskra togara þarf engan að undra þótt svo stór vinnustaður skipti bæjarfélagið miklu. Til þessarar staðreyndar má rekja þann áhuga sem ráða- menn í Grimsby hafa á því að rækta tengslin við íslenska fisk- seljendur, hvort heidur þeir bjóða ferskan eða frystan fisk. Sala á ferskum fiski Landssamband íslenskra út- Morgunblaðið/GuÖm. H. Garðarsson Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri og Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, á fiskmarkaðnum í Grimsby. vegsmanna er eins og áður sagði umboðsaðili íslenskra fiskiskipa sem selja ferskan fisk erlendis. Helstu markaðir fyrir hann eru í Bretlandi og Vestur-Þýskalandi, en í báðum iöndunum er togaraút- gerð nær því úr sögunni. Til marks um það má nefna að í Vestur- Þýskalandi voru 130 togarar en eru nú aðeins 6. Til loka október í ár höfðu ís- lensk fiskiskip selt 9700 tonn af fiski í Bretlandi úr 96 veiðiferðum fyrir 32 krónur (66 pens) kílóið aö meðaltali. Á sama tíma í fyrra höfðu verið seld 11.500 tonn af fiski í Bretlandi úr 146 veiðiferð- um fyrir 27 krónur (57 pens) kílóið að meðaltali. Sólberg seldi kílóið á 39 krónur (81 pens). Þjóðverjar hafa áhuga á því að kaupa karfa og ufsa en Bretar vilja þorsk, ýsu og flatfisk. Vegna þess hve veiði á karfa hefur aukist mikið hér við land samhliða því sem þröngar skorður hafa verið settar við þorskveiði hefur ásókn í að selja í Þýskalandi vaxið. Þar er þó mikilvægt að halda jafnvægi á markaðnum og hefur mjög reynt á löndunarstjórn LÍÚ á þýska fisk- markaðnum á þessu ári. Fram til loka október í ár höfðu íslensk fiskiskip selt 15.300 tonn af fiski í Þýskalandi úr 88 veiði- ferðum fyrir um 26 krónur (2,01 mark) kílóið, á sama tíma í fyrra höfðu verið seld þar 12.900 tonn fyrir um 24 krónur (1,82 mark) kílóið. Útflutningur á ferskum fiski í gámum fer vaxandi til Bretlands. Skipin landa þá afla sínum í höfn- um á íslandi. Þar er hann settur í gáma og fluttur í þeim til dæmis til Grimsby, þar sem hann er boð- inn upp á hinum almenna fisk- markaði. Fram til loka október í ár höfðu 6300 tonn verið seld úr gámum í Bretlandi en 2600 tonn á sama tíma í fyrra. Mikilvægt starf íslandssagan geymir fjölmargar frásagnir um það, hve illa hefur farið fyrir þjóðinni, þegar ekki hefur tekist að selja sjávarafurðir. Fátt er okkur því mikilvægara en að vel sé staðiö að fisksölu og þannig sé með vöruna farið af öll- um sem nálægt henni koma að hún standist gæðakröfur markað- arins. Hér hefur í stuttu máli verið reynt að lýsa sölustarfi tveggja aðila sem sjá um að koma fiski á Evrópumarkað. Báðir verða að laga sig að markaðnum og standa þannig að málum, að fiskur verði ekki undir í samkeppni við önnur matvæli. Þau viðhorf koma oft fram, hvort Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna geti ekki látið full- vinna aflann heima á íslandi í verksmiðjum eins og hún hefur reist í Bandaríkjunum og nú í Bretlandi. Jafnan þegar hugað er að hagkvæmni komast menn að þeirri niðurstöðu að skynsamlegra sé að fullvinna vöruna sem næst kaupandanum. Þá heyrast þær raddir oft að það sé af hinu illa, að skip sigli með afla og selji hann ferskan í útlöndum. Þar eru ekki síður mikilvægir markaðshags- munir í húfi, hagsmunir sem hafa aukist til mikilla muna eftir að íslenska fiskveiðilögsagan var færð út í 200 sjómílur. Ein helsta röksemdin, sem not- uð var í viðræðum við erlenda að- ila þegar verið var að afla þeirri stefnu stuðnings að íslendingar ættu sjálfir að hafa stjórn á fisk- veiðum við land sitt, var að við værum betur færir til þess en aðr- ir að stunda veiðarnar og gætum veitt öðrum hagkvæma þjónustu á þessu sviði — eðlilegt væri að hafa verkaskiptingu á milli þjóða í þessu eins og öðru. Þessar rök- semdir hafa verið viðurkenndar í reynd. Nú er það undir okkur komið að standa þannig að stjórn fiskveiða og sölu afurðanna að sem ábatasamast verði fyrir okkur og kaupendurna. í Evrópu höfum við því verið að brjóta nýj- ar leiðir á undanförnum árum. Það er sannarlega mikilvasgt að rétt sé að málum staðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.