Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 Færeyjar: Stjórnarmyndunarvið- ræður þriggja flokka l»órshöfn. 4. desember. Krá Jogvan Arge, fréUariUra Mbl. f GÆR hófust vióræóur milli Jafnaó- arflukksins, Samhandsflokksins og Sjálfstýriflokksins um myndun nýrr- ar landstjórnar. Jafnaðarflokkurinn ákvað, eftir Stærsta hóteli Færeyja lokað iHirshofn, 4. desember. Frá JofO'an Arge, frétUrritara Mbl. IIOTEL Færeyjum í l*órshöfn, sem er stærsta og jafnframt nýjasta gistihús Færeyinga, var lokað í dag vegna fjárhagserfiðleika. Það var stjórnarnefnd hótelsins sem tók ákvörðun um að loka því þegar séð varð að reksturinn gengi ekki, og mun hún leggja til á hlut- hafafundi, sem boðað hefur verið til, að starfseminni verði endanlega hætt. Skuldir Hótels Færeyja nema um 70 milljónum færeyskra króna. Aðaleigendur hótelsins eru tveir bankar og eitt tryggingafélag í Þórshöfn. að hafa fundað með öllum flokkun- um nema Fólkaflokknum, að hefja stjórnarmyndunarviðræður með Sambandsflokknum og Sjáifstýri- flokknum, en Þjóðveldisflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn, sem er smáflokkur, hafa fengið skilaboð um að þeir verði ekki með í þessari umferð. Á fyrsta fundi flokkanna þriggja voru rædd ýmis mikilvæg mál, svo sem landgrunnsmál og sambandið milli Færeyja og Danmerkur. Þess- ir flokkar hafa oftar en einu sinni staðið að samsteypustjórn, m.a. á árunum 1%6—74. Stjórnarmyndunarviðræðum þessum stjórnar Atli Dam, fyrrver- andi lögmaður, fulltrúi Jafnaðar- flokksins. Aðalfulltrúi Sambands- flokksins í viðræðunum er Pauli Ellefsen, sem verið hefur lögmaður undanfarin fjögur ár. Ekki er búist við að Pauli Ellef- sen óski eftir að sitja áfram í land- stjórninni. Náist stjórnarsamstarf með flokkunum þremur, er búist við að Atli Dam taki við embætti lögmanns. Teikning af frumgeró gcimferju þeirrar sem Sovétmenn eru aó gera tilraunir með. Innan skamms veróur ferjan látin lyfta sér af baki buróarflaugarinnar og lenda sjálf. Sovétmenn nær til- búnir með geimskutlu Sfmamynd/AP. Fórnarlömb gaseitrunar í Bhopal Lík nokkurra fórnarlamba gaseitrunarinnar í Bhopal á Indlandi eftir að þau höfðu verið flutt í bráóabirgóalíkgeymslu. Ættingjar hinna látnu halda klút fyrir vit sín til að foróast eiturgasió í loftinu. Pakistan: Almennar kosning- ar á áætluðum tíma Waxhington 4. desember. AP. BANDARÍSKA Tímaritið Aviation Week and Space Technology, greindi frá því í síóasta hefti sínu, að Sovétmenn væru langt komnir með tilraunir og hönnun geimskutlu og brátt verði reyndar „lendingaræf- ingar“, eins og þar er komist að oröi. Sagt er að sovéska geimskutlan IRist mjög þeirri bandarísku. Fyrsta bandaríska skutlan fór í geimferð árið 1981. Sovétmenn eru heldur á eftir Bandaríkjamönnum á þessu sviði, en það á rætur eink- um að rekja til óhapps sem varð snemma á síðasta ári. Þá var verið að æfa flugtak, en sprengjuflug- vélin mikla sem bar skutluna á bakinu rann út af flugbrautinni og skemmdust bæði flugvél og skutla mikið. Islamabad, PakisUn, 4. deaember. í GÆR, mánudag, staðfesti Mo- hammed Zia Ul-Haq forseti, aö al- mennar kosningar yröu haldnar í Pakistan eins og til stóó fyrir 23. mars 1985. „Kosningarnar verða haldnar á áætluðum tíma, um það ríkir ekki minnsti vafi,“ sagði hann. Forset- inn vísaði á bug ásökunum um að kosningunum kynni að verða frestað eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna 19. desember, en með henni segist Zia Ul-Haq vera að leita eftir stuðningi við stefnumál sín og aframhaldandi embættis- setu næstu fimm árin. Forsetinn sagði, að í tilskipun- inni um þjóðaratkvæðið væri kveðið á um að kjósa skyldi í al- mennum kosningum til löggjaf- arsamkundu þjóðarinnar og fjög- urra fyikisþinga, og ættu kosn- ingarnar að fara fram fyrir 23. mars. Zia hefur enn ekki tilkynnt, hvenær almennu kosningarnar skuli fara fram, og hann hefur neitað að gefa pólitískum flokkum nokkurt olnbogarými, en starf- semi þeirra var bönnuð þegar herlög voru sett í landinu árið 1977. Zia Ul-Haq er einn í kjöri í þjóð- aratkvæöagreiðslunni, sem fram fer 19. desember n.k. E1 Salvador: Bardagamenn í „jólafrí“ Mexíkóborg. 4. desember. AP. TALSMENN skæruliöa í El Salva- dor hafa sagt að þeir séu til viðræðu um að boða til vopnahlés yfir hátíð- irnar, ef stjórnvöld hafi áhuga á. Þeir segja jafnframt að þaö sé ósatt sem Duarte forseti landsins sagði í gær, að skæruliðarnir hefðu neitað með öllu að semja um „jólafrí" frá borgarastríðinu. „Við lýstum víst yf- ir áhuga, en tíminn til viðræðna var of naumur til þess að hægt væri að tala út um málið," sagði Salvador Samamoya skæruliðaleiðtogi. Samamoya vitnaði í aðra lotu vopnahlésviðræðnanna sem fram fóru fyrir skömmu og sagði að þær hefðu lofað góðu um framhaldið þó samkomulag hefði ekki náðst um neitt. „Stjórnin er of stíf, krefst of mikils og býður of lítið á móti,“ sagði hann. Carlos Reinaldo aðstoðarvarn- armálaráðherra sagði að skæru- liðar yrðu að eiga frumkvæðið að „jólavopnahléi", stjórnin hefði aldrei beitt sér fyrir slíku. Duarte forseti sagði að slíkt vopnahlé kæmi til greina, í allt að 15 daga meira að segja, en svo yrði að taka á málunum af festu á ný, setjast aftur að samningaborðinu og reyna að útkljá deilumálin. Tamílar taka gísla Colombo, 4. desember. AP. Ilryðjuverkamenn úr röðum Tam- íla rændu í morgun níu mönnum, blaðamanni og starfsmönnum sem- entsvcrksmiðju, og halda þeim í gísl- ingu. Gíslarnir eru sagðir sínhalar, en óljóst er hver tilgangur þeirra með ráninu er. Jafnframt sprengdu tamílar herjeppa í loft upp í morgun. Tuttugu hryðjuverkamenn úr röðum tamíla voru felldir í gær er þeir reyndu flótta úr herstöð á norðurhluta Sri Lanka. Hafa þá rúmlega 200 manns týnt lífi í ofbeldisátökum þar i landi á tveimur vikum, þar af 150 frá því á föstudag. Hópur aðskilnaðarsinna réðst að herstöðinni í þeim tilgangi að frelsa hryðjuverkamennina, sem þar voru í haldi. Einn hermaður féll og tveir særðust. Aðskilnaðarsinnar úr röðum tamíla kveðast ætla stofna sjálf- stætt ríki, Eelam, á norðurhluta Sri Lanka 14. janúar næstkom- andi. Hafa þeir farið með báli og brandi síðustu daga. Af þeim sök- um hefur stjórn landsins ákveðið að láta óbreyttum borgurum á svæðum þar sem tamílar eru fjöl- mennir í té vopn til að verjast hugsanlegum árásum af hálfu tamíla. Ríkisstjórnin í Sviss sagði síð- ustu viðburði á Sri Lanka ekki myndu verða til að breyta þeirri ákvörðun að senda til baka 1.500 tamíla, sem beðið hafa um hæli í Sviss. Moskva: Pavel S. Kutakhov marskálkur látinn Moskvu, 4. desember. AP. í GÆR lést Pavel S. Kutakhov marskálkur, sem verið hafði yfir- maður sovéska fiughersins frá 1969, úr „alvarlegum og þrálátum sjúk- dómi“. Tass sagði að forsætisnefnd æðsta ráðsins með Konstantin Chernenko í broddi fylkingar hefði tilkynnt látið „með djúpri hryKgð". Ekki fylgdi fréttinni, hver taka myndi við starfi Kutak- hovs við yfirstjórn flughersins og sem eins af 10 varavarnarmála- ráðherrum landsins. Kutakhov tók sæti í miðstjórn kommúnistaflokksins 1971 og hlaut marskálkstign ári seinna. Edward Crankshaw látínn: Sjálfstæður og fræðingur um lAindúnum, 4. desember. AP. EDWARD Crankshaw, hinn kunni rithöfundur og stjórnmálaskýrandi, er látinn í Lundúnum, 75 ára að aldri. Hann hafði átt við erfið og langvar- andi veikindi að stríða. frumlegur sér- sovésk málefni Crankshaw fæddist í sveita- héraði á Englandi og að loknu skólanámi fór hann til starfa á Lundúnablaðinu Times, en flutt- ist síðan til Vínarborgar, þar sem hann bjó í nokkur ár. Hann réðst til bresku leyniþjónustunn- ar árið 1941 og var þá sendur til starfa fyrir bresku hermála- nefndina í Moskvu. Að stríði loknu sneri Crank- shaw sér á ný að blaðamennsku og hóf að skrifa vikuklegar greinar um sovésk málefni fyrir- vikuritið The Observer í Lund- únum. Margar þessara greina birtust hér í Morgunblaðinu. Crankshaw sendi einn ig frá sér margar bækur um sögu Sovét- ríkjanna og stjórnmál þar í landi, þ.á m. ævisögu Nikita Krúsjefs (1966). Crankshaw stundaði aldrei nám í háskóla og starfaði ætíð einn síns liðs. Einangrun hans frá öðrum sérfræðingum um sovésk málefni réð því, að álits- gerðir hans, sem skrifaðar voru á afburða vönduðu máli, voru einatt mjög sjálfstæðar og frum- legar. Á dögum kalda stríðsins var hann einn af fáum stjórnmála- skýrendum sem skrifaði um Rússa, sem venjulegt og grand- vart fólk. Hann var eindreginn gagnrýnandi Sovétskipulagsins, Edward Crankshaw en hélt því fram að ekki væri unnt að skilja kommúnismann i Sovétríkjunum nema með hlið- sjón af sögu landsins; kommún- isminn væri framhald af aldar- gömlu einræðisskipulagi í land- inu. Hann kvað Vesturlandabúa ekki eiga annan kost en að sætta sig við tilvist Sovétríkjanna. Höfuðrit hans um Sovétríkin, The Shadow of the Winter Pal- ace (Skuggi Vetrarhallarinnar), kom út árið 1976. Á Vínarárunum fékk Crankshaw áhuga á stjórnmála- sögu Mið-Evrópu og skrifaði síð- ar nokkrar bækur um Habs- borgarættina. Hann sendi einnig frá sér skáldsögur. Síðasta bók Crankshaws, rit- gerðasafnið Putting up with the Russians (Hvernig búa á með Rússum), kom út í júlí sl. og vakti mikla athygli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.