Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 67 VELVAKANDI SVARARí SÍMA 10100 KL 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS _ (Ví KiMtlXA' íþróttaþáttur á óheppilegum tíma fyrir unga áhorfendur 8 ára íþróttaunnandi í Garðabæ skrifar: Ég er 8 ára strákur, og hef mjög gaman af íþróttum. Mér finnst skrítið að íþróttir séu settar síðastar á dagskrá sjón- varpsins á mánudögum. Þar sem ég þarf að vera mættur í skólann kl. 8 á morgnana, get ég ekki farið mjög seint að sofa. Éf ég horfi á íþróttir, get ég ekki farið að sofa fyrr en kl. 11.30. Væri ekki hægt að hafa íþróttaþáttinn aðeins fyrr á kvöldin og sýna frétta- og fræðsluþætti fyrir fullorðna fólkið á eftir? Góð tíðindi að norðan Árni Helgason skrifar: Fyrir nokkrum dögum var nýtt og veglegt útvarpshús tekið í notk- un á Akureyri. Þar var hópur manna að fagna góðum áfanga. Það vakti athygli að við vígslu hússins var ekkert áfengi haft um hönd. Hinn kunni útvarpsmaður og mannvinur, Jónas Jónasson, sem þarna er húsbóndi, var ekki í vafa um að heillavænlegra væri að hleypa heimdraganum með öðrum hætti en tíðkast hefir hjá alltof mörgum sem áföngum hafa fagn- að. Hann hefir séð margt miður fara á sinni litríku æviferð. Því var nú brotið í blað. Hins vegar kom sóknarprestur- inn, sr. Pálmi Matthíasson, og flutti blessunarorð og fyrirbænir fyrir húsinu og þeim sem þaðan ættu eftir að flytja þjóðinni and- legt hollustufæði. Á eftir settust menn að veisluborði þar sem heil- næmir og þjóðlegir drykkir voru á boðstólum. Og í lokin fóru menn heim glaðir og ánægðir yfir þessu ágæta samkvæmi. Þess var og getið að reykingar voru stranglega bannaðar og þeir sem ekki gátu unað eina stund án þess að reykja urðu að fara út til að fullnægja þessum leiða og óholla vana. Mér þótti vænt um þegar einn góður vinur minn hringdi til mín og lét mig heyra þessi ánægjulegu tíðindi. Því nota ég tækifærið til að óska þeim fyrir norðan til hamingju og vona að sá andi, sem í upphafi ríkir, megi ævinlega blómstra í þessum góðu húsakynnum. Ég óska Jónasi til hamingju með þetta góða fordæmi og bið honum allra heilla í starfi. Ég vona að fleiri feti í þessar slóðir. Og sú spurning verður um leið áleitin hvort ekki sé kominn tími til að leggja af þessar óhollu venj- ur í veisluhöldum sem hafa alltaf færst í aukana. Hús má varla komast undir þak, svo ekki sé gripið til flöskunnar, og gildir þá einu hvort byggingin er heilsu- gæslustöð eða barnaskóli. Hvernig væri að ráðamenn þjóðarinnar færu að athuga sinn gang? Þessir hringdu . . . Kópavogsstrætó Árrisull Kópavogsbúi hringdi: Þegar leiðakerfi Strætisvagna Kópavogs var breytt síðast, var það að mestu leyti til batnaðar. Þó er eitt mikilvægt atriði í því sambandi sem mig langar til að minnast á og það er að fyrstu ferðum vagnanna hefur verið seinkað. Nú fara þeir ekki af stað fyrr en klukkan 7 og þar af leiðandi get ég ekki notað þá. Það hlýtur að vera hægt að hafa þetta eins og í Breiðholtinu, en þar fer fyrsti vagn á morgnana kl. 6.45. Ég trúi því ekki að ég sé eina manneskjan í Kópavoginum, sem verð of sein ef ég tek þennan vagn. Hver á rétt á fríiim síma? 4329-8186 hringdi: Mig langar til að vekja athygli á málefnum aldraðra. Það virð- ist sem þeir hafi gleymst í þessu fjaðrafoki út af verkföllum og öðru. Við erum hér tvær nágranna- konur 79 og 82 ára og vorum við búnar að fá niðurfellingu á af- notagjaldi síma. En í sumar bregður svo við að okkur barst tilkynning um að við fáum ekki lengur frían síma, þar sem líf- eyrir hækkaði hjá okkur og við fórum yfir þau tekjumörk sem veita okkur þessi réttindi. Ég hef unnið við fiskvinnslu í 30 ár og borgaði alltaf í lífeyrissjóð. Mér finnst að verið sé að ráðast á sparifé fólks, sem á að vera skattfrjálst. í bæklingum sem ýmis félög gefa út stendur að þeir sem orðnir eru 67 ára og búa í eigin íbúð eigi rétt á að hafa frían síma. Ég spyr, ganga ekki lands- lög jafnt yfir alla? Annað langar mig að minnast á og það er, að við sem búum í eigin húsnæði búum alls ekki frítt. Við þurfum að borga ýmis gjöld og skatta. En ekki þarf að greiða okkur vasapeninga eða byggja yfir okkur. Seyðfirðingar og aðrir velunnarar Seyöisfjarðarkirkju. Jólakort Seyðisfjarðarkirkju eru til sölu í frímerkjahúsinu Lækjargötu 6A. Kaupiö jólakort og styrkið orgelsjóð. Sóknarnefnd Seyðisfjarðarkirkju. KRISTJflfl SIGGGIRSSOfl HF. LAUGAVEGI 13. REYKJAVIK. SIMI 25870 Vegg- og loftklæðning í glæsilegu úrvali úr eik, aski, belkl, gullálml. furu antikeik, mahogany, paleaander og 10 tegundir tll viðbótar. Verð M aðeina kr. 75 pr. m*. BJORNINN HF Skúlatúni 4 - Sími 25150 - Reykjavik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.