Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 Fyrirspumir og svön Ráðning útvarpsstjóra — Símaleynd rofin (?) — Misnotkun símalyfseðla Ahrif virðisaukaskatts: „Eykur gífurlega heimilisútgjöldu - sagði Kristín Halldórsdóttir TILMÆLI FORSETA: ÞINGMENN STYTTI MÁL SITT! Forseti Sameinaðs þings, Þor- valdur Garðar Kristjánsson, gat þess í upphafi þingfundar í gær að annir væru framundan, enda 64 mál á dagskrá. Málafjöldi þings- ins ykist ár frá ári. Erfitt væri um vik með kvöldfundi eða föstu- dagsfundi í þinginu vegna nauð- synlegra tengsla þingmanna við kjördæmi sín og kjósendur, eink- um strjálbýlisþingmanna. Hann kvað raðir þingmanna þynnast á stundum er liði á fund- artíma, m.a. af framangreindum sökum, og fyrir bæri að framsögu- menn mála væru ekki til staðar þegar kæmi að málum þeirra. Haldbezt ráð til að nýta þingtím- ann betur væri þó að þingmenn styttu mál sitt. Forseti kvað nefnd, sem endur- skoðaði þingskapareglur, komna vel á veg í störfum, en jafnvel þó sú endurskoðun leiddi til breyt- inga á þessu þingi, kæmu hinar nýju reglur ekki til framkvæmda fyrr en í byrjun næsta þings. Hann hvatti þingmenn til sam- starfs um að ná fram betri nýt- ingu á starfstíma þingsins. MENNTAMÁLARÁÐ- HERRA: HÆFASTI UMSKJAND- INN RÁÐINN RAGNHILDUR HELGADÓTT- IR, menntamálaráðherra, svaraði í gær þeirri fyrirspurn frá Krist- ínu Halldórsdóttur (Kvl.), hvaða forsendur hafi verið lagðar til grundvallar ráðningu nýs útvarps- stjóra. Ráðherra kvaðst hafa kannað til hlítar þær upplýsingar um menntunar— og starfsferil, sem umsóknum fylgdu, og glöggv- að sig á öðrum matsatriðum. Hún hafi síðan skipað þann sem hún taldi hæfastan úr hópi hæfra um- sækjenda, Markús Örn Antonsson. Hann byggi að farsælu starfi bæði innan RÚV og sem formaður út- varpsráðs. Hann hafi langa reynslu af margskonar stjórnun- arstörfum og hafi hlotið mikinn trúnað úr hendi samborgara sinna. KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR (Kvl.) dró í efa að venjuleg mats- atriði hefðu ráðið ferð. EIÐUR GUÐNASON (A) taldi Kristínu hafa hagað orðum með óþinglegum hætti. Hann sagði það sína skoðun, að ráðherra hefði skipað hæfasta umsækjandann, að öðrum ólöstuðum, sem byggi að mikilli reynslu á þessum starfs- vettvangi. ÞINGMAÐUR SPYR: VAR SÍMALEYND ROFIN í VERKFALLI BSRB? MATTHÍAS BJARNASON, ráð- herra símamála, svaraði í gær fyrirspurn frá Ellert B. Schram (S), sem spurði m.a. hvaða ráð- stafanir yfirvöld Pósts og síma geri til símaleyndar, bæði alla- jafna og sérstaklega í verkföllum opinberra starfsmanna. Ráðherra gerði í ítarlegu máli grein fyrir þeim reglum, sem giltu um þetta efni, og þeim aðstæðum, er starfað væri við. í verkfalli, þegar fáir einir hafi starfsheimild, horfi mál öðru vísi við en í annan tíma, og spurning sé, hvort stofn- unin ráði þá við það efni er um væri spurt. Reglugerð um þetta efni væri nú í endurskoðun. Þar þyrfti að hnýta þá hnúta sem tryggðu símaleynd eins vel og kostur væri. Trúnaðarbrot vörð- uðu brottrekstur. Ellert B. Schram kvað rökstudd- ar grunsemdir fyrir því að síma- leyndar hafi ekki verið gætt í þessari stofnun í verkfalli BSRB og vísaði til truflana í telex- sendingum, sem stofnunin hefði ekki gefið viðhlítandi skýringar á. „RANNSÓKNAR BLAÐAMENNSKA NT: GETUR LEIKMAÐUR HRINGT INN LYFSEÐLA Á VÍMUEFNI? MATTHÍAS BJARNASON, heilbrigðisráðherra, svaraði fyrir- spurn frá Salome Þorkelsdóttur (S): hvaða reglur gilda um útgáfu lýfseðla í gegnum síma, hvort fyrirhugað sé að breyta reglum til þess að koma í veg fyrir misnotk- un. Vitnaði Salome til „rannsókn- arblaðamennsku" NT, en þar hefðu blaðamenn hringt í lyfja- búðir, þótzt vera læknar, og náð út lyfjum með þeim hætti. Ráðherra gerði grein fyrir regl- um sem um þetta efni giltu. Lyf- seðill um síma hafi upphaflega verið hugsaður sem úrræði í neyð. Nú væri hinsvegar svo komið að 20% af öllum lyfseðlum bærust um síma. í einni og sömu lyfja- verzluninni hefðu verið afgreiddir 170 símalyfseðlar 7. september sl. Ráðherra kvað lítt gerlegt að banna simalyfseðla. Hinsvegar kæmu hertar reglur vel til greina. Verið væri að endurskoða reglu- gerð um útgáfu lyfseðla. Hann kvað notkun íslendinga á vanabindandi lyfjum hafa minnk- að verulega næstliðin ár á sama tíma og hún hefði aukizt í Dan- mörku, Noregi og Finnlandi. Hvað varði þetta einstaka atvik hjá blaðamönnum NT þá teljist það ekki góð aðferð, hvorki í þessu tilfelli né öðrum, að Ijúga til nafns til að svíkja út vöru. Salome Þorkelsdóttir (S) kvaðst fagna endurskoðun reglugerðar um útgáfu lyfseðla. Rétt væri að umrædd rannsóknarblaða- mennska hafi verið ólöglegt at- hæfi. Tilgangur hafi hinsvegar verið góður og spurning, hvort hann hafi í þessu tilfelli ekki helg- að meðalið. í FRÁSÖGN á þingsíðu Morgun- blaðsins af ræðu Kristínar Hall- dórsdóttur (Kvl.), í umræðu um fjárlagafrumvarp, gætti ónákvæmni þegar sagt var að Kvennalistinn væri andvígur auknum neyzlusköttum. í ræðu sinni varaði Kristín Halldórsdóttir, þingmaður Kvennalista, við áhrifum fyrir- hugaðs virðisaukaskatts á afkomu almenns launafólks, þar sem gert væri ráð fyrir, að hann legðist á matvæli og fleiri nauðsynjar, sem nú eru undanþegnar söluskatti. Orðrétt sagði Kristín síðan: „Það mundi auka gífurlega nauðsynlegustu heimilisútgjöld og valda láglaunafólki óbærilegum erfiðleikum. Slíkar álögur hlytu að kalla á auknar greiðslur úr tryggingakerfinu, sem ekki verður séð, að gert sé ráð fyrir. Allt það dæmi virðist ennþá óhugsað, en ég legg áherslu á, að Kvennalistinn mun leggjast gegn því, að neyslu- skattur verði lagður á matvæli." Svipmynd frá Alþingi Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra. Fyrirspurnir um gengismun og höfundalög: Meintum lagabrotum vísað frá órannsökuðum Innheimta og ráðstöfun gengismunar PÉTUR Sigurðsson (S) hefur borið fram á Alþingi nokkrar fyrirspurnir til sjávarútvegs- og menntamálaráðherra annarsveg- ar um ráðstöfun gengismunar en hinsvegar um framkvæmd á höf- undalögum og höfundarétt: • Hve mikið hefur innheimst af gengismun skv. 3. gr. laga nr. 71/1984 um ráðstanir í sjávarút- vegsmálum? Hvað er áætlað að mikið fé eigi eftir að koma í geng- ismunasjóð? Hverjir hafa fengið greitt úr sjóðnum, hve mikið hefur farið til hvers og til hvaða nota? Hvernig verður því fé skipt sem nú er óráðstafað? Hver er áætlað- ur vaxtahagnaður sjóðsins? óskað er skriflegra svara. • Pétur Sigurðsson spyr mennta- málaráðherra hvað líði fram- kvæmd laga nr. 78/1984 um breyt- ingu á höfundalögum nr. 73/1972, sem samþykkt vóru í lok síðasta þings. • Sami þingmaður spyr dóms- málaráðherra, hvort rannsóknar- lögregla hafi fengið sérstaka fjár- veitingu til að fylgjast með fram- kvæmd höfundalaga og höfunda- réttar, sbr. lög nr. 73/1972 og nr. 78/1984? Hvað veldur því að ríkis- saksóknari vísar frá kæru um Albert Guðmundsson, fjármála- ráöherra, greindi frá því í umræðu á Alþingi í gær að hugmynd um 0,5% hækkun söluskatts væri ein af tekju- leiðum sem ræddar hefðu verið í stjórnarflokkunum. Engin ákvörðun um þetta efni hafi þó verið tekin. Ráðgert er, sagði ráðherra efnislega, að endurgreiða sjávarútveginum 400—500 m.kr. uppsafnaðan sölu- skatt á komandi ári, en hinsvegar hefur ekki verið takin ákvörðun um, hvernig á mæta þessum útgjöldum. meint brot á höfundalögum, svo sem ólöglegum innflutningi mynd- banda, fjölföldun og Ieigu þeirra? Hefur ríkissaksóknari laga- heimild til að vísa frá slíkum mál- um órannsökuðum, sem einnig varða önnur lög, s.s. hegningarlög (skjalafals), bókhaldslög og ýmis lög um greiðslu opinberra gjalda? Þessi ummæli komu fram í svörum ráðherra við fyrirspurn- um frá Ragnari Arnalds (Abl.) og Eiði Guðnasyni (A) í umræðu um 600 m.kr. tekjuskattslækkun 1985. Ráðherra kvað hugmynd um lítil- lega hækkun tekjuskatt tengjast endurgreiddum söluskatti til sjáv- arútvegs en hafa ekkert með að gera þær tekjuskattsbreytingar, sem fyrirhugaðar væru á næsta ári. Fjármálaráðherra: Söluskattshækkun rædd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.