Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984
Byggðastefna II
eftir Björn S.
Stefánsson
í þágu höfuö-
borgarsvæðisins
Það virðist nokkuð almenn
skoðun meðal Reykvíkinga að alit-
of mikið fé hafi verið lagt í sjávar-
útveginn og að fiskiskipastóllinn
sé of stór. Gagnrýnin beinist að
öðrum landshlutum, en ekki að
marki að eigin útgerð okkar
Reykvíkinga. Þó ákveður borgar-
stjórn áriega að veita stórfé til að
mæta halla á útgerð sinni. Það
ætti ekki að vera neitt stórmál að
selja útgerðina og láta þannig
reyna á það hvort enn er grund-
völlur fyrir henni.
Samdrátturinn ætti ekki að
stofna atvinnu Reykvíkinga í
voða. Þeir sem vinna hjá bæjarút-
gerðinni ættu auðveldlega að geta
fengið aðra vinnu. Þar standa
Reykvíkingar betur að vígi en
flestir aðrir. f byggðarlögum með
fáa aðra kosti er reikningslegur
taprekstur aðalfyrirtækisins ekki
fullnægjandi mælikvarði á gildi
þess fyrir staðinn, en ætti að vera
það í Reykjavík um ekki stærra
fyrirtæki hlutfallslega en bæjar-
útgerðin er.
Helzta vandamál borgarstjórn-
Prufu-hitamælar
+ 50 til + 1000 C
í einu tæki með elektrón-
ísku verki og Digital sýn-
ingu.
^ftumtaDMSPiuiO’
VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480
VELA-TENGI
7 / 2
Allar gerðir
Öxull — í — öxul.
Öxull — í — flans.
Flans — í — flans.
Tengið aldrei stál — í — stál,
hafið eitthvað mjúkt á milli,
ekki skekkju og titring milli
tækja.
Allar stærðir fastar og frá-
tengjanlegar
Sötyii?(laiyig)(u]iii
<@3. (So,
Vesturgötu 16, sími 13280
ar hefur um alllangt skeið verið að
skipuleggja nýtingu borgarlands-
ins. Þar verða stöðugir árekstrar
og fleiri og harðari eru framundan
og ná út fyrir borgarmörkin.
Borgarstjórn og ýmsir hópar
borgarbúa eru hvað eftir annað í
innbyrðis skærum vegna þessara
mála. Grundvallarviðhorf borgar-
stjórnarflokkanna í þjóðmálum
eru lítt til leiðsagnar um afstöðu
þeirra í skipulagsmálum.
Vegagerðin við Árbæjarsafn
sem íbúar hverfisins beittu sér
gegn, land í Sogamýri undir íbúð-
ir, framtíð Grjótaþorps, vegurinn
í Breiðholti yfir Rjúpnahæð eða í
Mjóddinni við svæði ÍR og spark-
völlur við Framnesveg eru mál
sem sýna hvernig vöxtur borgar-
innar þrengir að íbúum hennar, að
ekki sé minnzt á Fossvogsbraut og
lagningu Álftaness undir malbik
og einbýlishús. Því hljóta líka að
vera takmörk sett hvað útivist-
arsvæðið í Bláfjöllum þolir mikið
álag og umferð.
Fólk rís upp til mótmæla í
hverju einstöku máli, en ekki gegn
því sem kallar á að land sé tekið
undir byggingar og vegi, en það er
fyrst og fremst almennur vöxtur á
höfuðborgarsvæðinu. Jafnvel þótt
íbúum fjölgi ekki aukast mann-
virki verulega eftir því sem efna-
hagur batnar.
Miðbær Reykjavíkur var vel
settur í Kvosinni meðan Reykja-
vík var hafnar- og útgerðarbær.
Síðan landsamgöngur urðu ríkj-
andi hentar illa að hafa höfuðborg
á nesi, þar sem leiðir liggja aðeins
til einnar áttar. Margir Reykvík-
ingar geta hugsað sér að setjast að
í öðrum byggðarlögum og hafa
þannig hag af eflingu þeirra.
Borgarbúar sem skilja vel þörf
barna, unglinga og fólks yfirleitt
fyrir opin svæði, nýtt eða óskipu-
lögð, en ætla að þrauka áfram,
vilja að álagi sé létt af borginni í
stað þess að leggja sífellt meira
land undir umferðaræðar og bygg-
ingar.
Á Akureyri er að vaxa fram ým-
is starfsemi, sem þarf á þéttbýli
að halda, en hefur hingað til að
mestu verið einskorðuð við
Reykjavík. Það auðgar ekki aðeins
eftir Guðjón B.
Baldvinsson
Mörgum finnst þreytandi að
hugsa mikið og tala töluvert um
mat, matarlyst, mataræði. Aðrir
hafa þetta fyrir helsta umræðu-
efni. Sannast hér eins og oftar að
meðalhófið er best, þetta vandrat-
aða en lífsnauðsynlega meðalhóf.
En ræður aðeins um mataræði
aldraðra. Hvaða álit er ríkjandi
um matarþörf og venjur fólks?
Aiþekkt er sagan um huppinn
og halarófuna, sem kerlingin taldi
ekki vera uppáhaldiö sitt.hinsveg-
ar væri mörg matarholan í svíran-
um. En það var einmitt kjötbitinn,
sem henni var skammtaður.
Vill einkennilega til að sam-
kvæmt nýjustu fræðslu um mat-
arhæfi, þá er svírinn hollari,
vegna þess að þar er magrara
kjötið. Álit fólks um hollustu
kjötmetis hefur breyst til þeirrar
áttar, sem bragðlaukar barnanna
sögðu til um. Fátítt ef þau velja
feitt kjöt.
Ofát — vannæring:
Skiptir í tvö horn. En varðar
þetta eldra fólk? Athugum það lít-
ilsháttar. Matarvenjur mynduðust
af því hvaða fæðutegundir voru
fyrir hendi, og að öðru leyti af eð-
Akureyri heldur þjóðlífið allt, að
þar hefst menningarstarfsemi
sem einskorðuð hefur verið við
Reykjavík. Nýleg dæmi um það
eru atvinnuleikhús Akureyringa
og útvarpið þaðan. í því kveður við
tón sem erfitt er að skilgreina, en
margir hér syðra kunna vel að
meta og þykir vænt um að heyra.
Verulegur vöxtur Akureyrar
gæti létt þann þrýsting sem nú
hvílir á höfuðborgarsvæðinu, en
mundi hins vegar leiða af sér
þrýsting á landi nyrðra. Þar er
landrými ekki mikið og margt sem
börn, unglingar og fullorðnir njóta
úti við mundi fara forgörðum með
nýjum mannvirkjum.
Endurskipulagning
byggöarinnar
Stofninn að flestum þorpum og
bæjum landsins er frá því um
aldamót, þegar staðarval mótaðist
af þörfum útgerðar og verslunar.
Vitanlega yrði staðarvai allt ann-
að, ef menn kæmu nú að ónumdu
landi til að hefja hér fiskveiðar.
Maður kunnugur fiskverkun
skýrði það fyrir mér, að höfuðat-
riðið væri að skipuleggja fiskverk-
unina þannig, að atvinna yrði jöfn
og stöðugt. Til þess þarf skip sem
geta sótt víða til fanga, og þá eru
skuttogarar af minni gerðinni
hentugir. Til þess að tryggja stöð-
ugt hráefni þarf 2—3 skuttogara.
Þar með þarf nokkuð stórt byggð-
arlag til að sjá um veiðar og
vinnslu og þjónustu, eða um 2.000
íbúa. í 3—400 manna þorpi með
einum togara verður fiskurinn of
gamall og vinnuaflsþörfin verður
umfram hóflegan vinnutíma íbú-
anna. Af þessu leiddi, taldi hann,
að færa þyrfti byggðina saman í
kjarna, sem gætu unnið hráefnið á
heppilegan hátt.
Gerum ráð fyrir að þörfum fisk-
verkunar sé hér rétt lýst. Hvernig
mætti fylgja þessu eftir? Hugsum
okkur að stjórnvöld kynni ráða-
gerðir um að færa íbúa 3—4 þorpa
í einn stað með um 2.000 íbúum.
Erfitt er að sjá hvernig íbúar
þeirra þorpa, sem út undan yrðu,
sættu sig við það. Hætt er við að
þeir flyttu frekar annað. Svo má
lislægri þörf fyrir ákveðin efni,
sem líkaminn þarfnaðist vegna
vinnuálags og veðráttu.
Náttúrlega fór ekki allt eftir
þeim snúrum. Fátækt og fyrirtekt
höfðu úrslitaáhrif um fæðuval.
Auk þess sem trúarkreddur komu
til skjalanna og bönnuðu neyzlu
vissra fæðutegunda. (Dæmi:
hrossakjöt.) Svonefndu velferðar-
þjóðfélagi fylgdu fjölbreyttari
fæðugegundir. Framleiðendur
dekra við bragðlaukana fremur en
heilsuræktina. Hismið var flegið
af korninu, sykurinn meðhöndlað-
ur þar til hann var hvítur og feg-
urri áferðar en hrásykur og þann-
ig má lengi telja. Hvað t.d. um
jarðeplin, sem ummynduð eru í
dýrafitu þar til þeim hæfa fín
nöfn og frönsk? Hvað um fram-
leiðslu ýmiskonar sætinda, sem
lokka bragðlaukana?
Neysluvenjur breyttust og á þá
lund að það var hætt að skammta
matinn. Fólk gat fengið mat eins
og lystin leyfði. Efnahagurinn
batnaði til þeirra muna, fram-
leiðsluhættirnir samstiga. Auk
nauðsynlegs daglegs matar komu
svo aukabitarnir sem freistuðu
átakanlega.
í stað skyrbjúgs og annarra
hörgulsjúkdóm, sem í íslenskum
sveitum voru árvissir á útmánuð-
um, kom nú heilsubrestur sá, sem
fylgir ofneyslunni. Algengasti
Björn S. Stefánsson
„Það stoðar lítið að
benda á að fjárfesting
sé of mikil, það þarf að
koma á því skipulagi og
reglum við ákvarðana-
töku að fjárfesting verði
hæfileg á hvaða sviði
sem er.“
búast við því, að ákvörðun stjórn-
valda um að byggja upp á einum
stað yrði haggað við stjórnar-
skipti. Þá væri þegar búið að kosta
einhverju til við endurskipu-
lagninguna og vekja ríg og illdeil-
ur innan héraðs. Af þessu gæti
leitt misheppnaða fjárfestingu og
tortryggni innan héraðs sem
spillti fyrir nauðsynlegri sam-
vinnu um langa framtíð. Loks má
búast við því, að útgerðarhættir
breytist enn frekar fyrr eða síðar
og þá ekki endilega í samræmi við
getu byggðarlags með tvö þúsund
íbúum.
Margt má finna að vinnubrögð-
um við skiptingu fjármagns og
framkvæmda á byggðarlög, eins
ávöxtur velgengninnar er fitan,
sem veldur ómældum áhyggjum
og erfiðleikum, óþarft er upp að
telja svo alþekkt eru áhrif offit-
unnar til þyngsla fyrir þá sem
hana bera, en framfærslueyrir
þeirra, sem auglýsa ráð gegn
óþægindunum. En einmitt á þeim
vettvangi virðist vanta eftirlit eða
öllu heldur ákvæði um menntun-
ar- eða kunnáttukröfur, er gera
þarf til þeirra, sem auglýsa heilsu-
verndarstöðvar og æfingar.
Hversvegna getur næstum hver
sem er — hafi hann framkvæmda-
vilja, leigt sér húsnæði og auglýst
ljós og nudd að aðrar aðgerðir, án
þess að tryggt sé að þekking á
mannslíkamanum sé fyrir hendi,
kunnátta um þau handbrögð, sem
nota þarf og kannski ekki hvað
síst læknisrannsókn og lýsing á
heiisufari einstaklingsins, sem
leitar aðstoðar? Það virðist geta
verið nægilegt að sýna fitukeppi á
kvið sínum, eða álíka frambæri-
lega missmíði, eða hafa bara löng-
un til að verða brúnn, eða ímynd-
uð þörf fyrir að fá einhverskonar
nudd einhversstaðar á líkamann,
þá sé hægt að hefjast handa um
böð og handaálagningar sem allra
meina bót.
Hversu lengi þarf að bíða eftir
eðlilegum viðbrögðum heilbrigðis-
yfirvalda til verndar því fólki, sem
þarf á heilsubótarmeðferð að
Heilsugæsla —
„Heilsugæslustöðvar"
og þau hafa tíðkazt, þar sem haft
hefur verið að leiðarljósi að miðla
málum. Hætt er samt við, að vís-
vitandi mismunun til að endur-
skipuleggja byggðina hefði af
ofangreindum ástæðum orðið enn
dýrari.
(Ó)hófleg fjárfesting
Fiskiskipastóllinn er að al-
manna dómi. Kostnaður þjóðar-
innar við veiðar er of mikill.
Hvernig atvikaðist það að fiski-
skipastólllinn varð of stór og hvað
tefur það að hann sé takmarkað-
ur?
Hér hafa rekizt á almennir
hagsmunir þjóðarinnar og brýnir
hagsmunir hvers einstaks útgerð-
arstaðar sem er stefnt í voða, ef
útgerðin dregur saman seglin.
Kostnaðurinn af of stórum fiski-
skipastól dreifist á allt þjóðfélagið
með gengisskráningu og öðrum
aðgerðum í þágu sjávarútvegsins.
Það stoðar lítið að benda á að
fjárfesting sé of mikil, það þarf að
koma á því skipulagi og reglum
við ákvarðanatöku að fjárfesting
verði hæfileg á hvaða sviði sem er.
Hér í Reykjavík hafa menn hamr-
að á nauðsyn þess að stilla fjár-
festingu í sjávarútvegi í hóf.
Reykvíkingar ættu að vera þjóð-
inni til fyrirmyndar í fjárfestingu
og móta reglur sem tryggðu heild-
arhagsmuni. Ég vil því taka dæmi
héðan úr Reykjavík um þann
vanda sem við er að etja.
Verzlunarhúsnæði í Reykjavík
er nú þegar langt úr hófi að mati
sérfróðra manna. Hefur það verið
rökstutt af starfsfólki Borgar-
skipulags með samanburði við
aðrar borgir. Samt er stöðugt ver-
ið að bæta við það og nýjar bygg-
ingar enn í undirbúningi. Samtök
kaupmanna hafa bent á að bygg-
ing stórra verzlunarmiðstöðva
rýri nýtingu hverfisverzlana. Hin-
ar stóru verzlunarmiðstöðvar
henta þeim sem eiga auðvelt með
aðdrætti á eigin bíl. Verzlanir í
hverfunum eru í þágu þeirra sem
ekki komast langt og með þeim
helzt mannlíf í íbúðarhverfum á
daginn. Þó að verzlunarmiðstöðv-
arnar bjóði lægra verð en aðrar
verzlanir, er ekki þar með víst að
þær séu hagkvæmar heildinni. Til
þeirra er yfirleitt langt að sækja
og þær draga úr nýtingu verzlana
í hverfunum, sem bregðast við því
með minna vöruvali. Það beinir
enn fleira fólki til viðskipta í stór-
verzlununum og dregur enn frekar
Guðjón B. Baldvinsson
halda? Fram skal tekið að til eru
heilsuræktarstöðvar, sem hafa við
störf sérmenntað fólk, sem kann
réttar aðferðir og handbrögð. En
hvort læknisathugunar er krafist,
veit ég ekki.
Tilheyrir það ekki heilsuvernd
að gæta varkárni um starfrækslu
heilsuræktarstöðva? Hvernig er
það annars, er það mjög fjarlægt
eðlilegri heilsugæslu að heilsu-
gæslustöðvar, reknar af samfélag-
inu, láti í té þá þjónustu, sem nú
er a.m.k. i þéttbýlinu auglýst án
eftirlits, að því er séð verður.
Cuðjón fí. fíaldrinsson er formað-
ur Samhands Ufeyrisþega ríkis og
hæja.