Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984
Bókasafnshúsgögnin í Gerðubergi:
Borgarráð staðfestir að óskað verði
eftir ábeiidingum frá iðnrekendum
Borgarráð staðfesti í gær bókun
Innkaupastnfnunar Reykjavíkurborg-
ar um að óskað verði eftir ábending-
um Félags íslenzkra iðnrekenda um
fleiri innlenda framleiðendur, sem til
greina koma í útboði á bókasafnshús-
gögnum við Borgarbókasafn í Gerðu-
bergi.
Hér fer á eftir greinargerð Elfu
Bjarkar Gunnarsdóttur, borgar-
bókavaröar, og Guðmundar Pálma
Kristinssonar, fulltrúa bygginga-
deildar borgarinnar, og ennfremur
fréttatilkynning, sem Þjónustu-
miðstöð bókasafna gaf út vegna um-
mæla Víglundar Þorsteinssonar,
formanns Félags íslenzkra iðnrek-
enda:
Vardandi kaup á húsgögnum
og innréttingum í útibú Borg-
arbókasafns Reykjavíkur í
Gerðubergi
í Félags- og menningarmiðstöð-
inni Gerðubergi, Breiðholti III,
verður brátt opnað útibú frá Borg-
arbókasafni Reykjavíkur. Húsgögn í
safnið verða keypt snemma á næsta
ári. Sakir þess voru nýlega unnin
útboðsgögn yfir húsgögnin. Þar sem
aðeins einn íslenskur framleiðandi
hefur látið hanna og þróa innrétt-
inga- og húsgagna„línu“ fyrir bóka-
söfn var í þessu tilfelli um eftirfar-
andi leiðir að velja.
1. Sérteikna allar innréttingar og
húsgögn.— Bjóða siðan út á inn-
lendum markaði.
2. Miða við að velja innflutta bóka-
safns„línu“. Leita eftir tilboðum
frá framleiðendum slíkra inn-
réttinga, t.d. með lokuðu útboði.
3. Blanda saman sérteiknuðu og
fjöldaframleiðslu, innlendu og
innfluttu. Þetta er hægt á ýmsa
vegu t.d.:
3.1. Stálhillur íslenskar, allt ann-
að innflutt, samstætt.
3.2. Skrifborð, stólar og hillur
innlend framleiðsla, allt annað
innflutt og samstætt.
3.3. Skrifborð, stólar og hillur
innlend svo og stálhillur, en ann-
að innflutt.
Sýnt þótti að leið 1 yrði dýrust.
Frá sjónarmiði hönnuða (samstætt
útlit) hefði að þeirri leið frátalinni
leið 2 gefið bestan árangur. Til að
auka hlut íslenskra framleiðenda
var samt valin leið 3.2. Voru skrif-
stofuhúsgögn boðin út sérstaklega
og tekið tilboði frá innlendum fram-
‘leiðanda. Þar sem að öðru leyti var
ákveðið að velja innréttingar frá
viðurkenndum framleiðanda bóka-
safnshúsgagna þótti lokað útboð á
þeim hluta eðlilegasta leiðin. Út-
boðsgögnin varðandi þennan hluta
voru því einungis ætluð aðilum sem
eru með ákveðna línu í framleiðslu
bókasafnshúsgagna. Miðað við þær
forsendur var fljótlegast og ódýrast
að nota framleiðslu eins þeirra sem
viðmiðun í útboðsgögnum og var
það gert þótt það sé aðferð sem ber
að forðast og er yfirleitt ekki notuð
nema aðrar leiðir, s.s. tilvísun í
staðla eða lýsing með almennum
orðum, séu ekki færar.
Að gefnu tilefni og vegna fram-
kominnar gagnrýni frá Félagi ís-
• lenskra iðnrekenda vegna útboðs á
húsgögnum í útibúi Borgarbóka-
safns Reykjavíkur í Gerðubergi,
Breiðholti III, skal eftirfarandi tek-
ið fram hvað varðar þá gagnrýni er
beinist annars vegar að því að í út-
boðsgögnum er notuð ákveðin dönsk
vörutegund til viðmiðunar og hins
vegar að því að íslenskum framleið-
endum hafi ekki verið gefið tæki-
færi til að bjóða í bókasafnshús-
gögnin.
1. Að í útboósgögnum er notuð ákveð-
in dönsk vörutegund til viðmiðunar
Allt frá því, að borgaryfirvöld
byrjuðu að bjóða út verk, hefur eitt
af vandamálunum verið að gera út-
boðsgögn fyrir sérhæfða þætti
þanníg að tilboð verði sambærileg,
þ.^. .að bjóðendur sendi inn tilboð,
sepi eru af sama gæðaflqkki i efni
og vinmr og krafist, qr í. útboði. Til ;
ifpek* að'-syo mpgi verðá jækkjútp vi<V ‘
" *fn að,^>e9sufn málum vinnorn, ekkf *
i áðya aðfeöð erf þá '&ð benda -;í ein -
. hvjftjp viðmiðjui • Ayif enr samrnáJri
" ífc ie-< >*"
um, að það er hvimleitt að þurfa að
nefna vörutegundir eða fyrirtæki
þegar ekki er hægt að nota staðla
eða aðrar viðmiðanir án mikillar
fyrirhafnar. Þar sem við þekkjum
til í Mið-Evrópu og á Norðurlöndun-
um hefur heldur ekki verið komist
hjá þessu. Benda má á útboðslýs-
ingar opinberra aðila, gerðar af er-
lendum sérfræðingum.
í þessu tilfelli sem hér um ræðir
er arkitekt hússins og sérfræðingar
bókasafnsins búnir að leita að bóka-
safnshúsgögnum í þeim tilgangi að
fá það, sem heppilegast er. Virðist
ekki sanngjarnt, að hver bjóðandi
leggi í slíka fyrirhöfn, enda vonlítið
hér á landi, að bjóðendur geti aflað
nauðsynlegra upplýsinga og hönn-
unar með viðráðanlegum kostnaði á
tiltölulega stuttum tíma.
í gerð útboðsgagna hjá Reykja-
víkurborg hefir verið viðhöfð sú
regla að þegar vísað er til ákveðinna
vörumerkja eða fyrirtækja til við-
miðunar um gæði eða verð, þá skal
bæta við slíkar upplýsingar orðun-
um, „eða annað sambærilegt". Á
sínum tíma var hefðbundinn kafli í
öllum útboðslýsingum er hljóðar á
þessa leið „þar sem beðið er um
ákveðnar efnis- eða vörutegundir
eða vísað til ákveðinnar fram-
leiðsluvöru er það einungis gert til
að gefa ábendingar um gæði hlutar-
ið hafi verið gengið fram hjá ís-
lenskum framleiðendum þegar
bókasafnshúsgögnin voru boðin út.
Ekki er kunnugt um að fleiri íslensk
fyrirtæki framleiði sérhönnuð hús-
gögn fyrir bókasofn. Þekki Félag ís-
lenskra iðnrekenda hins vegar til
þess að fleiri íslensk fyrirtæki komi
til greina er heimitt skv. islenskum
staðli nr. 30 að bæta fleiri bjóðend-
um við.
Til eru íslensk fyrirtæki sem
framleiða bókahillur. Til þess að
mynda þá heildarmynd, sem nauð-
synleg er í bókasafni eins og Gerðu-
bergi telur hönnuður hússins að
ekki sé framkvæmanlegt að nota
slíkar hillur sakir þess að í þær
vantar hluti, sem nauðsynlegir eru
og við þær er ekki hægt að tengja
ýmiss konar aukabúnað, sem nauð-
synlegur er.
I»kaathugasemdir
Þess má geta að fyrri hluti út-
boðsins hefur þegar verið afgreidd-
ur á þann veg, að ákveðið hefur ver-
ið að kaupa skrifstofuhúsgögnin í
safnið frá íslenskum aðila.
Vegna athugasemda formanns
Félags íslenskra iðnrekenda (FÍI)
var mál þetta tekið upp á stjórnar-
fundi í ISR mánudaginn 3. desember
1984 og samþykkt að óska eftir
ábendingum frá FÍI um fleiri inn-
Menningarmiðstöðin við Gerðuberg.
ins, en bjóðendum er frjálst að
reikna með öðru enda eru gæðin
jafngóð og hvílir sönnunarskylda á
bjóðendum".
Ofangreind útskýring þótti ekki
nægilega góð að áliti efnissala o.fl.
aðila og var henni þá breytt á þann
hátt að eftir slíkum tilvitnunum í
útboðsgögnum var sett „eða annað
sambærilegt", og á það við í þessu
máli. Gildi þessarar innskotssetn-
ingar er að bjóðanda er heimilt að
bjóða aðra vöru en teikningar og
verklýsingar kveða á um og leggur
hann jafnframt fram nákvæmar
upplýsingar um gæði og verð. Síðan
gerir verkkaupi samanburð á frá-
vikum með tilliti til verðs og gæða-
mismunar og hefur úrslitaákvörð-
unarrétt m.t.t. þess hvaða vara
verður endanlega valin.
Við sem berum ábyrgð á verk-
framkvæmdum og þar með gerð út-
boðsgagna værum þakklát, ef hægt
væri að finna önnur ráð en að til-
greina tegundir. Staðlar hjálpa mik-
ið en ekki alltaf.
2. Að íslenskum framleiðendum hafi
ekki verið gefið tækifæri til að bjóða í
húsgögnin
Upphaflega var stefnt að því að
bjóða út skrifstofu- og bókasafns-
húsgögn í einu útboði. Frá því var
horfið og útboðinu skipt í a) skrif-
stofuhúsgögn b) bókasafnshúsgögn,
beinlínis til að gefa íslenskum fram-
leiðendum tækifæri til að bjóða sína
framleiðslu. Bókasafnshúsgögn eru
mjög sérstök og er þessi sérhannaða
vara framleidd af nokkrum fyrir-
tækjum í heiminum til að mæta
þorfum safna. Erlend fyrirtæki hafa
sum hver um áratuga skeið 'þróað
þessar innréttiqggr. ■' >
Eina ísle/iská. fyrirtælciuií sem
Jértgist hefur Víð at> séehanriíCbóká--
safþshúsgögn ’ vóru sérírt 'útbdðs-.’
gognin/Það er því ekki eftt ítíHnlfnr-.
’ - ' ' • •
lenda framleiðendur sem til greina
kunna að koma vegna útboðs á
bókasafnshúsgögnum. Þar sem opna
á tilboðin þann 11. desember næst-
komandi þarf að senda ábendingar
skriflega til ISR eigi síðar en 4 dög-
um fyrir opnun. Einnig kemur til
greina að fresta opnun tilboða um
ákveðinn tíma.
Reykjavík, 3. des. 1984
F.h. Borgarbókasafns
Reykjavíkur,
Elfa Björk Gunnarsdóttir.
F.h. byggingadeildar
borgarverkfræðings,
Guðm. Pálmi Kristinsson.
Upplýsingar
Þjónustumiðstöð bókasafna er um-
boðsaðili fyrir tvö af þeim erlendu
fyrirtækjum sem boðið var að bjóða
lokað í bókasafnshúsgögn.
Þjónustumiðstöð bókasafna er
sjálfseignarstofnun stofnuð af
Bókavarðafélagi íslands og Félagi
bókasafnsfræðinga og á Reykjavík-
urborg ekki aðild að Þjónustumið-
stöðinni. Hvað varðar starf og til-
gang þjónustumiðstöðvar visast til
stjórnar hennar um frekari upplýs-
ingar.
Reykjavfk, 3. des. 1984.
Athugasemd frá I’jónustu-
mióstöó bókasafna vegna
ummæla Víglundar Uor-
steinssonar
Vegna ummæla Víglundar um
Þjóriustumiðstöð bókasafna vill
stjórn taká eftirfarandi fram: Þjón-
ustumiðNtoð-bókasaffm er þjónustu-
aðili og npþlýsingártiíðstöð fyrir
söfnSrm allt land 'ogfnrifhitningur át
bókasáfnsbúnaðí er eipungjs efrqp,
íiéur í starfsemt heqnar. Ráðfgö'f
um bókasafnsfræðileg atriði s.s.
skráningu bóka, útlánskerfi, frá-
gang bóka og framleiðsla á
spjaldskrárspjöldum o.fl. eru megin
verkefni Þjónustumiðstöðvarinnar.
f skipulagsskrá segir:
Markmið stofnunarinnar er að
bæta bókasafnsþjónustu á íslandi.
Skal það gert m.a. á eftirfarandi
hátt:
A Að vinna að miðskráningu bóka.
B Að gefa út alls konar bókfræðileg
gögn, t.d. spjaldskrárspjöld, sam-
skrár, bókaskrár, bókfræðilykla,
upplýsingarit um nýjar útgáfur
bóka, platna og snælda.
C Að gefa út rit, sem varða starf-
semi bókasafna, t.d. leiðbein-
ingarbækur fyrir bókaverði og rit
varðandi stefnur í bókasafnsmál-
um almennt.
D Að annast sameiginleg innkaup
bókasafna á safnkosti og sjá um
band og frágang bóka til útlána.
E Að framleiða ýmiss konar bóka-
safnsvörur og dreifa þeim til
safna.
F Að veita sérfræðilega aðstoð og
ráðgjöf, sem horfir til heilla í ís-
lenskum bókasöfnum.
í þeim löndum, sem lengst eru á
veg kominn í bókasafnsmálum hafa
risið upp hliðstæðar þjónustustofn-
anir, sem eru í eigu bókavarðafélaga
og opinberra aðila. Á hinum Norð-
urlöndunum hafa slíkar miðstöðvar
starfað um áratuga skeið og aflað
sér gífurlegrar reynslu og þekk-
ingar. Það er almennt álit þeirra,
sem bókasafnsmál þekkja, að slík
fyrirtæki séu nauðsynlegur grund-
völlur fyrir skipulega uppbyggingu
bókasafna.
Þjónustumiðstöð bókasafna var
stofnuð í ágúst 1978 af Bókavarðafé-
lagi íslands og Félagi bókasafns-
fræðinga. Aðdragandinn var sá að
lftill hópur bókasafnsfólks vann að
því í frístundum sínum að koma út
skrá yfir íslenskar bækur gefnar út
á tímabilinu 1944—1973 og koma á
fót framleiðslu spjaldskrárspjalda,
sem mikil þörf var fyrir söfnin að
fá.
Fyrirtækið hefur verið smátt í
sniðum og fram að þessu byggt aö
verulegu leyti á sjáifboðaliðastarfi.
Nú starfa þar 4 starfsmenn í 3'A
stöðugildi.
Þjónustumiðstöð bókasafna á
mikið samstarf og viðskipti við
hliðstæð fyrirtæki á Norðurlöndum
og víðar, en jafnframt við fjölda
innlendra fyrirtækja.
Vegna útboðs í hluta af innrétt-
ingum í útibú Borgarbókasafns í
Gerðubergi vill Þjónustumiðstöð
bókasafna taka eftirfarandi fram:
Þjónustumiðstöð bókasafna var
einn þeirra aðila, sem Innkaupa-
stofnun Reykjavíkurborgar bauð að
taka þátt í útboði sérhannaðs bóka-
safnsbúnaðar fyrir Gerðuberg. Út-
boðið var að öllu leyti unnið af borg-
aryfirvöldum og ákvörðun um
hverjir fengju að taka þátt í útboð-
inu að öllu leyti í þeirra höndum.
Reykjavík 3. des. 1984,
f.h. stjórnar Þjónustu-
miðstöðvar bókasafna,
Erla Kristín Jónasdóttir.
Tilman Hoppstock, gítarleikari.
Kammer-
hljómsveitin
frá Heidelberg
í Áskirkju
Kammerhljómsveitin frá
Heidelberg heldur tónleika í Ás-
kirkju annað kvöld, 6. desember
klukkan 21. Hljómsveitin var
stofnuð árið 1960 og hefur ferðast
víða um heim. Plötur sveitarinnar
eru orðnar 60 talsins. í Kamm-
ersveitinni frá Heidelberg eru
Paul Collins, Johann Reinfeld, Til-
mann Hoppstock og Reinhard
Sunnus. Hingað kemur sveitin frá
Skotlandi á leið til Bandaríkjanna.
EGG-leikhúsið:
Aukasýningar
og bókaútgáfa
EGG-leikhúsið verður með aukasýn-
ingar á leikriti Árna íbsen „Skjald-
bakan kemst þangað líka“ í Nýiista-
safninu í kvöld, miðvikudagskvöld,
fimmtudag, lostudag og sunnudag.
Þá hefur Egg-leikhúsið gefið leikrit-
ið út í bók.
Leikritið segir frá samskiptum
bandarísku skáldanna Ezra Pound
og William Carlos. Með hlutverkin
fara Viðar Eggertsson og Arnór
Benónýsson og höfundur er leik-
stjóri.
Bókin er 72 blaðsíður, fjölrituð
hjá Fjölritunarstofu Daníels Hall-
dórssonar.
Arinbjöm RE
seldi í Cuxhaven
ARINBJÖRN RE seldi í gær afla
sinn í Cuxhaven og fékk mjög gott
verð fyrir.
Arinbjörn seldi samtals 118,7
lestir, aðallega karfa að verðmæti
3.933.200 krónur. Meðalverð var
33,11.
Vignir ekki Vidar
f SUNNUDAGSBLAÐI Mbl. mis-
ritaðist nafn sigurvegara í
„Diskó-freestyle“ danskeppni.
Hann heitir Rúrik Vignir Vatn-
arsson, en ekki Rúrik Viðar Vatn-
arsson, eins og sagt var. Eru við-
komandi beðnir velvirðingar á
misrituninni.
Loðnuaflinn orðinn
350.000 lestir ails
VEGNA helgarfría voru fremur fá
skip á loðnumiðunum fyrir austan
um helgina og á mánudag, en afli
þeirra, sem að veiðum voru, var góð-
ur. Fylla flest skipin sig yfir nóttina.
Heildaraflinn er nú orðinn um
350.000 lestir.
Á sunnudag tilkynntu eftirtalin
11 skip um afla, samtals 6.110 lest-
ir: Jón Finnsson RE, 590, Skarðs-
vík SH, 600, Guðmundur ólafur
ÓF, 590, Magnús NK, 530, Hilmir
■II SÚ.550. HúnaröstAR, 610, .Vjk-
urbérg GKr560, Örn KE; 580,-Jöf-'
•rir-Kíl, 460, BérJjur VÉ, 520’og
IIelg.1 ll RE,i>20 lestir -
t. márii/dag tilkyirntu eftfrtalin*
9 skip um afla samtals 8.790 lestir:
Ljósfari RE, 530, Fífill GK, 630,
Höfrungur AK, 880, Hrafn GK,
650, Eldborg HF, 1.400, Bjarni
Ólafsson AK, 1.150, Hilmir SU,
1.320, Hákon ÞH, 830 og Sigurður
RE 1.400 lestir.
Veiðin til klukkan 17 í gær nam
alls 7.950 lestum af 14 skipum.
Þau eru: Heimaey VE, 250, Rauðs-
ey AK, 600, Albert GK, 600, Gísli
Árni RE, 600, Þórður Jónasson
EA, 500, Jðfur KE, 540, Magnús
NK, 530, Víkurberg GK, 500, Dag-
farj J*H, 520,,Er!ing KÉ,'400„ Jón
'Éinnsson RE* 6Ó0, Skarðsyík ÉH,
‘60Ö,'Jíán(afðst ÁR. 610*og>Griud-
Á'íkimíúr GK,.ljl'pO lestír i> i' <