Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 Frá aðalfundi Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldinn var í Gagnfræðaskólanum á ísafirði. Fjórðungsþing Vestfírðinga: Jarðgöng milli fjarða grund- völlur byggðar á Vestfjörðum — Sjö prósent brottflutningur á ári að meðaltali frá þéttbýlisstöðunum sl. 12 ár Fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið á ísafirði dagana 9. og 10. september sl. Aðalmál þingsins var frumvarp að nýjum sveitarstjórnarlögum. Félagsmálaráðherra Alexander Stefánsson flutti framsöguræðu. Þingstörf snérust að mestu um sveitarstjórnarlögin, en í skýrslu framkvæmdastjóra fjórðungssam- bandsins komu fram svo uggvæn- legar upplýsingar um íbúaþróun í fjórðungnum, að öll önnur mál hljóta að falla í skuggann. Jóhann T. Bjarnason fram- kvæmdastjóri fjórðungssam- bands Vestfirðinga flutti í upp- hafi þingsins ítarlega ræðu um málefni fjórðungsins. Þar kom fram að á árunum 1970—1982 hafa að meðaltali 6—7% íbú- anna flutt burtu árlega af öllum þéttbýlissvæðunum á Vestfjörð- um. A móti kemur aðflutningur fólks, sem er á flestum stöðum nokkuð minni. Mest hlutfallsleg fækkun varð í Gufudalshreppi, þar fækkaði um 38,6% á þessum tólf árum og eru nú taldir þar 43 íbúar, í Múlahreppi fækkaði um 36,7% í 14 manns og í Hróf- bergshreppi um 34% í 31. Þrjú byggðarlög skera sig hinsvegar áberandi úr með fjölgun. I Tálknafjarðarhreppi fjölgaði íbúum um 45,5% í 355, í Bolung- arvík fjölgaði um 33,4% í 1287 og í Hólmavíkurhreppi um 28,4% í 397. Hreyfing fólks til og frá byggðarlögunum er með ólíkindum. Þar sem staðfestan er mest í Fellshreppi fluttu 37% árlegs íbúafjölda úr hreppnum á árunum 1970—1982 en 16% fluttu í hreppinn. Þar sem óróinn var mestur í Auðkúlu- hreppi fluttu 169% árlegs íbúa- fjölda úr hreppnum á þessum 12 árum, en 111% fluttu í hrepp- inn. Á ísafirði fluttu 78% íbú- anna burt, en 74% að, í Bolung- arvík fluttu 74% burt, en 79% að. Fækkaði um 20 % Fráiárinu 1930—1982 fækkáði Jóhann T. Bjarnason framkvæmda- stjóri F’órðungssambands Vest- fjarða. Alexander Stefánsson féiagsmála- ráðherra flytur framsöguerindi sitt um ný sveitarstjórnarlög. Guðmundur H. Ingólfsson fráfar- andi formaður fjórðungssambands- ins flytur skýrslu stjórnar. Vestfirðingum um 20%, á sama tíma fjölgaði íslendingum um 110%. Vestfirðingum fækkaði úr 13.071 í 10.452, en íslending- um fjölgaði úr 109 þúsund í 235 þúsund. Vestfirðir eru eini landshlutinn þar sem fækkun hefur orðið síðan 1930. Sjávarútvegur og fiskvinnsla eru langstærstu atvinnuþætt- irnir á Vestfjörðum og hefur framlegð hvers íbúa verið þrisv- ar sinnum hærri en landsmeð- altal í þeim atvinnugreinum. Þetta hlutfall kann nú að rask- ast verulega vegna samdráttar í bolfiskveiðum. Grundvallar- atriði í styrkingu byggðar á Vestfjörðum eru bættar sam- göngur sagði Jóhann T. Bjarna- son í ræðu sinni. Því þær einar geta tryggt minni byggðarlög- unum og sveitunum eðlilega þjónustu s.s. á sviði heilbrigð- ismála, skólamála og menning- armála, auk þess sem starfsemi atvinnufyrirtækja styrkist og möguleikar gefast á samstarfi. Hann sagði að jarðgangna- gerð í gegn um erfiðustu fjöllin væri eina raunhæfa lausnin til að tryggja varanlegar samgöng- ur milli mikilvægustu byggða- svæðanna í fjórðungnum. Má búast við hruni sumra byggðarlaga Mestur tími þingsins fór í um- ræður um frumvarp að nýjum sveitarstjórnarlögum, eins og áður var getið. Álexan'der Stef- ánsson félagsmálaráðherra gat þess í framsöguræðu sinni, að i stefnuyfirlýsingu núverandi rík- isstjórnar væru ákvæði um að draga verulega úr ríkisafskipt- um og færa verkefni til sveitar- félaga. Reynt verður að.fá fram skarpari skil milli verkefna Drög úr ályktun Fjórðungsþings Vestfirðinga um ný sveitarstjórnarlög Fjórðungsþing lýsir fullum stuðningi við megintilgang og markmið tillögu endurskoðunar- nefndar, þ.e. að sjálfstjórn sveit- arfélaga verði aukin, að réttar- staða sveitarfélaga eigi að vera sem líkust, að stuðla að vald- dreifingu, að frelsi sveitarfélaga um stjórn og verkefnaval verði aukið, að framkvæmd og fjár- hagsleg ábyrgð fari saman, að efla og stækka sveitarfélögin og að stuðla að lýðræðislegum stjórnarháttum í sveitarstjórn- armálum. Fjórðungsþing metur það til ávinnings ef tekst að sameina sveitarfélögin í stærri heildir, en telur að forsendur sameiningar verði að landfræðilegar, við- skiptalegar og félagslegar heild- ir geti myndast. Þingið bendir á þá reynslu sem fengist hefur af frjálsu samstarfi smæstu sveit- arfélaganna í landshlutasamtök- unum. Þingið lýsir stuðningi við sjálfsákvörðunarrétt sveitarfé- laga um gjaldskrár eigin fyrir- tækja. Þingið mótmælir lögbind- ingu um 5 ára áætlunargerðir sveitarfélaga. Þingið bendir á að eftir áratugastarf frjálsra fjórð- ungssambanda er ástæða til að sá vettvangur verði lagður til grundvallar nýbreytni í sam- starfi sveitarfélaga. Fjórðungs- þingið getur ekki fallist á að svipta smæstu einingar sveitar- stjórnarstigsins tillögu og ákvörðunarrétti í samstarfi sveitarfélaga. Fjórðungsþing leggur til að allir kjörnir sveit- arstjórnarmenn og varamenn þeirra verði kjörgengir til full- trúaráða héraðasamtaka. Fjórð- ungsþing telur að samvinna sveitarfélaga innan sýslunefnda hafi verulegt hagnýtt og félags- legt gildi. Verði stofnað til hér- aðsþinga, bendir fjórðungsþingið á, að innan samtakanna verði viðurkenndar einingar s.s. odd- vitafundir. Kostnaður af störf- um héraðsþinga vill fjórðungs- þingið að verði borinn uppi af framlagi jöfnunarsjóðs og byggðasjóðs og að framlögin verði ekki skert frá því sem nú er. Fjórðungsþingið lýsir ánægju sinni með gerð samstarfssátt- mála ríkisstjórnarinnar og Sam- leggur mikla áherslu á að sam- starfið fjalli um stjórnunarlegt og fjárhagslegt sjálfstæði sveit- arfélaganna. f lokaorðum segir að Fjórð- ungsþing Vestfirðinga telji mjög tímabært, að ný sveitarstjórn- arlög verði sett og telur mikil- vægast að eðlileg framþróun sveitarstjórnarmála sé þar mörkuð. Þingið áréttar, að ný- skipan sveitarstjórnarmála verði grundvölluð á fjórðungs- samböndum sem þróast hafa í áraraðir án afskipta ríkisvalds- ins og að séð verði til þess að hin nýja skipan kippi ekki sam- starfsvettvangi smæstu sveitar- félaganna, þ.e. sýslunefndar- fundunum, burt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.