Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 Ævisaga Eysteins Bækur Björn Bjarnason Eysteinn í baráttu og starfi, Vilhjálmur Hjálmarsson skráði, 334 bls. með mannanafnaskrá og Ijósmyndum. Utgefandi Vaka, 1984. í þessu öðru bindi af ævisögu Eysteins Jónssonar, fyrrum ráð- herra, alþingismanns og formanns Pramsóknarflokksins, lýsir Vil- hjálmur Hjálmarsson, flokksbróð- ir Eysteins og þingbróðir frá Austfjörðum, störfum og lífi sögu- hetjunnar frá 1942 fram undir 1956. Vilhjálmur leitar einkum fanga í fundargerðum stofnana Framsóknarflokksins, ræðum söguhetjunnar og frásögnum Eysteins. Við ritun bókarinnar er þeirri aðferð gjarnan beitt að skýrt er frá einstökum atvikum og síðan er Eysteinn beðinn að líta yfir farinn veg og segja álit sitt á málum eins og þau horfa við hon- um nú á tímum. í fyrsta bindinu var sagt skilið við stjórnmálasöguna þegar þjóð- stjórnin undir forystu Hermanns Jónassonar klofnaði fyrst þegar alþýðuflokksmenn fóru úr henni vegna gerðardómslaganna og sið- ar vegna þess að sjálfstæðismenn lýstu yfir stuðningi við frumvarp Alþýðuflokksins um breytingu á kjördæmaskipuninni. í raun var þar um gamlar hugmyndir sjálf- stæðismanna sjálfra að ræða. Framsóknarmenn töldu þennan stuðning sjálfstæðismanna við eigin hugmyndir neiðrof“. Deilurn- ar vegna „eiðrofsmálsins" áttu eftir að hafa langvarandi áhrif, einkum í samskiptum þeirra Her- manns Jónassonar, sem varð for- maður Framsóknarflokksins 1944, og Ólafs Thors, formanns Sjálfst- æðisflokksins. Setur sú deila veru- legan svip á stjórnmálasöguna eins og henni er lýst í öðru bindi ævisögu Eysteins Jónssonar. Okkur finnst nóg um átökin í stjórnmálum nú á tímum en þau voru síst minni á þessum árum bæði milli flokka og innan þeirra. Árið 1944 var Jónasi Jónssyni frá Hriflu velt úr formannssæti í Framsóknarflokknum af þeim Hermanni Jónassyni, sem tók við formennskunni, og Eysteini Jóns- syni. En Jónas var pólitískur „guð- faðir“ þeirra beggja og tuttugu ár- um eldri en Eysteinn sem Jónas kallaði sér til aðstoðar í stjórnar- ráðinu 1927. Tíu árum síðar, 1937, kom það í hlut Eysteins að segja Jónasi afdráttarlaust að hann gæti ekki orðið forsætisráðherra i stað Hermanns. Eftir það kólnaði á milli þeirra. Jónas sat þó áfram sem flokksformaður í 7 ár, þar til hann var felldur í kjöri í mið- stjórn flokksins en þá var hann 58 ára. Síðan kom það í hlut Eysteins 1946 að fara í kosningaferð á veg- um Framsóknarflokksins í Suð- ur-Þingeyjarsýslu í því skyni „að styðja máistað Framsóknar- flokksins gegn áróðri Jónasar um það að flokknum væri ekki treyst- andi lengur, forystan gegnsýrð af viðhorfum kommúnista og líkleg til þess að láta þá ráða yfir sér“. Eysteinn telur að það hljóti að hafa orðið Jónasi Jónssyni mikil vonbrigði þegar ólafur Thors myndaði nýsköpunarstjórnina með þátttöku alþýðuflokksmanna og kommúnista 1944. Meiri hljóta þó vonbrigði þeirra Hermanns og Eysteins að hafa orðið eftir hin miklu átök sem urðu á milli hægri og vinstri innan Framsóknar- flokksins, þar sem vinstrisinnar urðu sigurvegarar en lentu síðan utan stjórnar. í trúnaðarbréfi til flokksmanna sem þeir Hermann og Eysteinn sendu frá sér tveimur dögum eftir að nýsköpunarstjórn- in var mynduð segir meðal annars: „Er þetta framhald af þeirri stefnu undanfarinna ára að efla kommúnistana til þess að veikja með því Alþýðuflokkinn og forðast þannig að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn yrðu nógu sterkir til þess að koma upp raunverulegri umbótastjórn í landinu." Tæpum þremur árum eftir að Hermann Jónasson náði kjöri sem formaður Framsóknarflokksins beitti Eysteinn Jónsson sér fyrir myndun stjórnar með samstarfi við Alþýðuflokk og Sjálfstæðis- flokk í andstöðu við Hermann. Eysteinn telur að klofningurinn í nýsköpunarstjórninni út af Kefla- víkursamningnum haustið 1946 hefði ekki orðið því til fyrirstöðu að kommúnistar héldu áfram samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, efnahagsvandræðin hafi ráðið mestu um að þráðurinn var ekki tekinn upp að nýju. Innan Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks voru margir því ákaflega andvígir að haida áfram samstarfi við komm- únista. Hitt er sérkennilegt að bæði Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Hermann Jónasson, .formaður Framsóknar- flokksins, voru á móti því að þriggja flokka stjórnin undir for- sæti Stefáns Jóh. Stefánssonar, Stefanía, var mynduð 1947, tók hvorugur þeirra setu í henni og töldu þeir hana skammlífa. Þessi stjórn er helst í minnum höfð fyrir það, að í tíð hennar, 4. apríl 1949, gerðist ísland aðili að Atl- antshafsbandalaginu gegn harðri andstöðu kommúnista. Eysteinn Jónsson var og er eindreginn stuðningsmaður aðildarinnar en Hermann Jónasson hallaði sér til vinstri í málinu og einnig í afstöð- unni til Marshall-aðstoðarinnar sem kommúnistar töldu líka af hinu illa. Nú þegar tekið er til við það enn einu sinni að ræða samstarf fé- lagshyggjufólks væntanlega í því skyni að mynda „breiða" samstöðu gegn Sjálfstæðisflokknum og skapa nýjan kost við stjórnar- myndanir ættu þeir sem að þeim tilraunum standa að kynna sér umræðurnar um „miðfylkinguna" í bókinni um Eystein. Á meðan hann situr i Stefaníu lýsir Her- mann Jónasson því yfir á mið- stjórnarfundi í Framsóknar- flokknum að honum líki ekki „örð- ug sarnbúð" við Alþýðuflokkinn. „Við höfum jafnvel fundið frá þeim kuldann til samvinnufélag- anna,“ er haft eftir Hermanni og jafnframt gefið til kynna að meiri óvild sé tæplega unnt að sýna framsóknarmönnum. Hermann telur úrræðin ekki góð ef Alþýðuflokkurinn verði einskonar undirdeild í Sjálfstæð- isflokknum og ekki sé önnur fram- tíð en að vinna með þessari undir- deild og Sjálfstæðisflokknum. „Það gæti komið upp nýr flokkur og við yrðum þá að stuðla að því,“ segir Hermann og síðar að náist ekki viðunandi samstarf við Al- þýðuflokkinn „þyrfti að stefna að því að fá stofnaðan jafnaðar- mannaflokk sem aðhyllist m.a. úr- ræði samvinnuskipulagsins". Vilhjálmur Hjálmarsson segir að á þessum misserum hafi menn tal- ið að Hermann ætti í viðræðum við þá bræður Finnboga Rút Valdimarsson og Hannibal, en ár- ið 1952 á meðan Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur sátu saman í stjórn felldi Hannibal Stefán Jóhann Stefánsson í for- mannskosningum í Alþýðuflokkn- um. Sat Hannibal þar í tvö ár en 1956 varð hann formaður nýs flokks, Alþýðubandalagsins, sem tók þátt í stjórn undir forsæti Hermanns það sama ár, en til kosninga þá um vorið gengu Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur í kosningabandalagi, „hræðslubandalaginu". Vilhjálmur Hjálmarsson tekur það fram með skáletri, að Ey- steinn hafi ekki átt neinn þátt í þeim „bollaleggingum" um nýjan flokk sem voru á döfinni 1948 en hins vegar hafi hann verið ein- dreginn talsmaður kosninga- bandalagsins við Alþýðuflokkinn 1956. Ólafur Thors og Hermann Jónasson sátu saman í stjórn und- ir forsæti Steingríms Steinþórs- sonar 1950 til 1953, en þá varð Ólafur forsætisráðherra og Her- mann hvarf úr stjórninni. Þegar Hermann myndaði svo vinstri stjórnina 1956 átti að ýta Sjálf- stæðisflokknum til hliðar í ís- lenskum stjórnmálum um ókomin ár, en frá þeim ráðagerðum öllum verður væntanlega greint í næsta bindi ævisögu Eysteins Jónssonar. Þegar þeir Jónas Jónsson, Her- mann og Eysteinn leggja á ráðin um meginstefnuna í stjórnmálun- um haustið 1942 og löngu forystu- tímabili Framsóknarflokksins er að ljúka, segir Eysteinn: „Tel rétt að við höldum fram að við vinnum eftir málefnum." Ævisögu hans ritar Vilhjálmur Hjálmarsson í þessum anda. Leitast er við að skýra allar niðurstöður með tiiliti til málefna. Persónulýsingar eru ekki miklar í þessu bindi frekar en hinu fyrra. Frásögnin ber þess merki að tveir framsóknarmenn eru að verki. Fyrir þann sem á Ólafssögu Thors og æviminningar Stefáns Jóh. Stefánssonar er fróð- Iegt að bera þeirra frásögn saman við það sem hér er sagt. Ólafur lýsir til að mynda hiut Eysteins með öðrum hætti en Vilhjálmur þegar skýrt er frá viðræðunum sem leiddu til þess að stjórnin Stefanía var mynduð 1947. Þar styðst Matthías Johannesson höf- undur Ólafssögu við minnisblöð Ólafs sjálfs. Oftar en einu sinni hefur Ey- steinn Jónsson tekið að sér að ganga á milli manna og sætta sjónarmið hafi sættir verið tiltæk- ar. En hann er einnig ótrauður baráttumaður þegar því er að skipta og hikar ekki við að fylgja fram sannfæringu sinni þótt við öfluga andstæðinga sé að etja. Á einum stað varð ég þess var, að farið væri mannavillt í frá- sögninni, þegar skýrt er frá því að Stefán Jóh. Stefánsson hafi farið með þeim Eysteini og Bjarna Benediktssyni út til Washington til að ræða um aðildina að Atl- antshafsbandalaginu, það var Emil Jónsson sem fór fyrir Al- þýðuflokkinn. Reykjavík fyrri tíma Bókmenntir Sigurjón Björnsson Árni Óla: Reykjavík fyrri tíma. Sögu- kaflar. Fyrsta bindi. Skuggsjá. Bók- abúð Olivers Steins. 1984. 577 bls. Árni Óla, rithöfundur og blaða- maður, lifði langa og athafnaríka ævi. Fæddur var hann að Víkinga- vatni í Kelduhverfi 2. des. 1888 og andaðist í Reykjavík 5. júní 1979. Hann ritaði hátt á fjórða tug bóka, auk margra sem hann þýddi. Jafnan er hann talinn fyrsti ís- lenski blaðamaðurinn og jafn- framt sá, sem lengst hefur starfað að blaðamennsku. Hann hóf störf við Morgunblaðið, þegar það hóf göngu sína, 2. nóvember 1913 og starfaði þar til dánardægurs að undanskildum sex árum. I nálega aldarfjórðung ritstýrði hann Lesbók Morgunblaðsins. Flestar bóka Árna Óla fjölluðu um bjóðleg fræði, sem svo eru nefr f jæim flokki ber hátt Reykjavíkurbækur hans. En þær fjalla allar um Reykjavík og Reykvíkinga fyrr á tíð. Bækur þessar eru venjulegast taldar sex: Fortíð Reykjavíkur (1950), Gamla Reykjavík (1954), Skuggsjá Reykja- víkur (1961), Horft á Reykjavík (1964), Sagt frá Reykjavík (1966) og Svipur Reykjavíkur (1968). Stund- um er raunar sú sjöunda talin í þessum flokki: Erill og ferill blaða- manns (1963). Flestar þessara bóka eru nú uppseldar, sumar fyrir löngu. Nú hefur Skuggsjá haft forgöngu um endurútgáfu á Reykjavíkurbókunum sex. Verða þær gefnar út í þremur bindum, tvær og tvær bækur saman, og er ráð fyrir því gert að síðasta bindið komi út haustið 1986 á 200 ára afmæli Reykjavíkur. Er það vissu- lega vel til fallið. Fyrsta bindi þessarar útgáfu er nú nýútkomið. Hefur það að geyma 49 sjálfstæða sagnaþætti frá ýmsum tímum í sögu Reykja- víkur og um hin margvíslegustu efni. Sögusvið langflestra þátt- anna er 19. öldin. Einn þáttur fjallar um smákúnstugan atburð er gerðist 1729 (Lönguhausinn í Ánanaustum) og tveir eru frá fyrsta tug þessarar aldar (Ing- varsslysið. Gull í Vatnsmýrinni). Þá spanna allmargir þættir löng tímabil. Margir þættir eru e.k. söguleg yfirlit, t.a.m. einstakra bygginga eða byggingarsögu (Skólavarðan. Gamla pósthúsið. Kirkjan margvígða. Gamla kirkj- an í Aðalstræti. Alþingishúsið), bæjarhluta eða svæða (Úr sögu Laugarness. Víggirðingar Reykja- víkur. Úr sögu Hlíðarhúsa. Merkasti bletturinn í Reykjavík. Reykjavík var torfbæjaborg. Austurvöllur). Þá eru þættir úr verslunarsögu (Kaupmenn í Grófinni. Enska verslunin og fyrsti konsúll Breta. Brautryðjandi íslenskrar verslun- ar. Hólmskaupstaður). Aðrir greina frá stjórnarfari og einstök- um dómsmálum o.þ.h. (Útilegu- maður í Óskjuhlíð. Kaflar úr sögu Hegningarhússins. Hæstaréttar- mál út af línlaki. Elliðaármálin. Mykjuhaugurinn í Hafnarstræti. Danskir lögregluþjónar í Reykja- vík. Lönguhausinn í Ánanaustum. Helgidagsbrot. Billenberg skóari. Vinnukona heimtir rétt sinn. Draugsmál Sigurðar Breiðfjörðs. Opinber hýðing á Austurvelli). Vikið er að mennta- og menning- armálum (Maðurinn, sem íslensk- aði Reykjavík. Barnaskólinn í Reykjavík. Hólavallaskóli). Frá- sagnir eru af slysum (Ingvarsslys- ið. Fjórir kaupmenn farast). Ýmis bæjarmálefni eru reifuð (Vátrygg- ing húsa í Reykjavík. Forsaga slökkviliðsins. Fyrsta kosninga- Arni Óla hríðin í Reykjavík). Þá segir frá kalknámi í Esjunni og kalk- brennslu, gullfundi í Vatns- mýrinni, fyrsta íþróttafélaginu í Reykjavík (Skotfélaginu), stofnun Fríkirkjusafnaðarins, skilnaði Reykjavíkur og Seltjarnarnes- hrepps og aðdraganda þess. Sér- kennileg var deilan um hinn svonefnda „spítalafisk", sem segir frá í skemmtilegum þætti. Rifjað er upp gamalt hneykslismál (Hneykslið í Dómkirkjunni). Þátt- ur er af Baróninum á Hvítárvöll- um, heimsókn Friðriks Dansprins. Drepsóttin mikla í Reykjavík 1882 er viðfangsefni eins þáttar og ann- ar lýsir siðvenjum í sambandi við föstuinngang. Loks eru svo tvær greinar, sem raunar varða lítið Reykjavíkursögu (Fyrsta síma- málið og Frændi Thorvaldsens). Eins og af þessu yfirliti sést er efnið ákaflega fjölskrúðugt. Sund- urleitt myndu e.t.v. sumir segja. En þá er þess að geta, að Árni Ola mun ekki hafa litið á sig sem sagn- eða þjóðfræðing, heldur sem blaðamann með allmikla slagsiðu í þessa átt. Þættir hans eru sjálfstæðir, og flestir, ef ekki aliir, munu þeir hafa birst í Lesbók Morgunblaðsins á nokkuð löngum tíma. Af hógværð sinni ætlaði hann skrifum sínum „ekki hærri sess en meðal alþýðlegra fræðslu- rita“, eins og hann segir í eftir- mála að fyrstu Reykjavíkurbók- inni. Þeirri bók er ætlað að vera fræðsla fyrir þá, sem flytja úr ókunnugu umhverfi til Reykjavík- ur svo að þeir öðlist næmari skiln- ing á því heimkynni, sem þeir ætla sér að setjast að í. Ég hygg að Árni óla hafi farið vönduglega með heimildir, þó að ég hafi að sjálfsögðu ekki getað sannreynt það. Og sem blaðamað- ur var hann einstaklega naskur á athyglisverð söguefni. í sjálfu sér voru þau að vísu ekki ávallt ýkja merkileg eða mikið framlag til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.