Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 41 Maður, nú er það svart - eftir Ingjald Tómasson Það væri synd að segja að bjartsýni gæti í tali og tónum hjá ráðamönnum og fjölmiðlum þjóð- arinnar. En þó er ekki annað að sjá en stór hluti þjóðarinnar hafi morð fjár til ráðstöfunar. Lítum fyrst á verzlunarbáknið, sem nú virðist standa með því mesta blómskrúði, sem nokkurn tíma hefir sézt á landi hér. Hvert geysi- stórhýsið eftir annað rís af grunni á vegum verzlunarinnar. Segja má að í hverju horni sé einhvers kon- ar verzlun eða sala og benda má á veitinga- og skemmtistaðina, sem virðast blómstra eins og fífill í túni. Það er mikið talað um veldi Sambands ísl. samvinnufélaga og ekki skal því neitað að í það sé hlaupinn skrifstofuveldisofvöxtur. En þeir hafa þó sína gjaldeyrisöfl- un og sölu afurða erlendis. En hvar fá heildsalaveldið og kaup- menn gjaldeyri fyrir bæði nauð- synjar og allt hið gífurlega al- óþarfa skran sem hrúgað er inn í landið og alis staðar blasir við. Gjaldeyririnn er fenginn að láni frá þeim starfsstéttum sem ýmsir forustumenn vissra dagblaða og ótrúlega margra hinna hærra settu í þjóðfélaginu telja að séu að setja þjóðina á höfuðið. Svo þegar gjaldeyrisöflunin dugar ekki til í alla innflutningsbotnleysuna þá er gripið til erlendra lána, lagst á kviðinn fyrir framan erlent auð- vald og beðið um lán, með öðru til að greiða vexti af eldri lánum. Svo tönnlast málsvarar innflytjenda á því að þeir sem afla gjaldeyrisins fyrir þá séu aðalskaðvaldar í efna- hag þjóðarinnar. Þeir sem afla gjaldeyrisins ættu að hafa algeran forgang um ráðstöfun hans. Eitt stærsta gjaldeyrisöflunarfyrir- tæki þjóðarinnar, álverið í Straumsvík, má segja að hafi ver- ið hundelt frá byrjun af auvirð- ilegum bolbítum, sem berjast með kjafti og klóm gegn því að þjóðin geti notið góðs af hinum miklu auðæfum sem við eigum í óvirkj- uðum fallvötnum og jarðhita. í þættinum „Það var og“, í út- varpi 26. ágúst, var ráðist heiftarl- ega á álverið, sagt var að þar væri vinnuaðstaða og kjör hin verstu og álbræðslunni líkt við logandi hel- víti. Svo eru opinberir snuðrarar nær stöðugt við mengunarmæl- ingar í leit að einhverjum meng- unaráhrifum, sem hægt er að kenna um ef verkamenn fá ein- hverja kvefpest eða kveisusting. En það er minna talað um hina gífurlegu mengun sem fylgir þéttbýlinu hér á Faxaflóasvæðinu og víðar. Skólpi og eiturefnum frá verksmiðjum er veitt í stórum stíl óhreinsuðu í hafið umhverfis. Og ekki virðast ráðamenn borgarinn- ar hafa mikinn áhuga á því að koma á fullkominni sorpeyðingu fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið. Öllu sorpinu er nú hrúgað upp inn undir Gufunesi og pressað þar niður. Auðvitað eru þarna með eit- urefni auk alls plastmagnsins, sem aldrei eyðist. Svo streymir vatn gegnum allt gumsið, sem ber með sér óþverrann sem úr þessu Ingjaldur Tómasson „Það er sannarlega lærdómsríkt að hlusta á hina hámenntuðu fjöl- miðlapésa þegar þeir eru að tala við stjórn- málaleiðtoga og forystu- menn launþega.“ pressast, sömu leið og skolp- rennslið, í grunnsævið kringum okkur. Og ekki kæmi mér á óvart þótt það uppgötvaðist einn góðan dag að súrt regn bæði frá Evrópu og frá okkar eigin bifreiðaskara væri á leið að eyðileggja skóglendi Reykjavíkursvæðisins. Ráðstefnan, sem haldin var hér um mengunardauðann í Evrópu, benti til þess að augu manna séu nú loks að sjá mengunarhættuna. En er það ekki nú þegar of seint séð? í sambandi við efnahagsmálin verð ég aðeins að minnast á hið tröllaukna efnahagsundur, sem ríkisbákn nefnist. Það er sannar- lega lærdómsríkt að hlusta á hina hámenntuðu fjölmiðlapésa þegar þeir eru að tala við stjórnmála- leiðtoga og forustumenn launþega. Þegar forustumenn lýsa ástandinu eins og það raunverulega er, rýkur fjölmiðlaliðið og launþegaforustan upp á nef sér og telur að rétt lýs- ing á ástandinu séu hótanir í garð vinnandi manna. Ennþá einu sinni ætlar launþegaforustan að leika hinn gamla hefðbundna leik, að öll laun hækki um sama prósentustig, sem virkar þannig að hæstu laun hækka mest. Sem sagt: Hvað get ég svælt mikið handa mér og mín- um líkum hátekjumönnum út úr okkar skuldum vafða þjóðfélagi. Og svo náttúrulega að komast í stjórnaraðstöðu. Þetta er hinn harði sannleikur um þessa bless- aða forustufugla sem nú eru með launahæstu mönnum landsins. Það sannast hér sem fyrr, að mik- ið vill alltaf meira og að ágrind vex með eyri hverjum. Og svo er það opinbera báknið, sem er að kollsigla þjóðarskútunni. Alls Fjárlagafrumvarp: • • Onnur umræða í næstu viku Stefnt er ad annari umræðu um fjárlagafrumvarp fimmtudaginn 13. desember nk. Fjárveitinganefnd Sameinaðs þings vinnur nú dag hvern að at- hugun fjárlagafrumvarps og má búast við breytingartillögum frá nefndinni í heild og einstökum nefndarmönnum. Þá er og venjan að þingmenn flytja breytingartil- lögur um einstök áhugamál. Þingflokkar stjórnarflokkanna þinga væntanlega um tillögur fjármálaráðherra, hvern vegn skuli mæta fjárlagahalla, sem frumvarpið, eins og það var lagt fram, speglar. staðar má sjá hin opinberu stór- hýsi rísa og í staðinn fyrir að leggja þessar stofnanir niður eða afhenda þær starfsliðinu fer þeim sífellt fjölgandi og sama er að segja um starfsfólkið, því fjölgar stöðugt. Foringi opinberra starfsmanna kvartaði sáran yfir því í sjónvarpi, að ekki væri fjölgað hinu opinbera liði við stofnanirnar. Ég held að ég hafi tekið rétt eftir, að nú stæði til að starfslið Þjóðleikhússins yrði í vetur um 300 manns (bið afsökun- ar ef skakkt er með farið). Og vit- að er að útvarp og sjónvarp færa stöðugt út kvíarnar með stórvax- andi kostnaði og auknu starfsliði. Sjaldan hefur syrt eins í álinn hvað varðar fiskveiðar og sölu er- lendis. Þorskur er orðinn minni- hluti aflans. Og þá er reynt að veiða aðrar tegundir, til dæmis ufsa og karfarusl. Ufsinn er nú nær óseljanlegur vegna offram- boðs. Og hver hefði trúað því á síldarárunum að stór hluti flotans færi að elta rækju (kampalampa) út um allan sjó. Svo eru stórir flotar skafandi upp krabba og skeljategundir. Söluhorfur á haustsíld eru nánast engar, eina vonin er að elskulegu Rússarnir okkar aumki sig yfir okkur og kaupi einhvern slatta. Og þannig mætti lengi lýsa hinu dökka útliti sem nú blasir við og hver íslend- ingur með fullu viti ætti að sjá. Það er sannarlega ömurleg stað- reynd að nú þegar þjóðin er að verða hámenntuð eftir áratuga skólagöngu, skuli þjóðfélagið ramba á gjaldþrotsbarmi. Og svo er bara heimtað meira og meira handa mér og ekkert tillit tekið til þess þótt tekjur þjóðarinnar séu í algjöru lágmarki. Fjölmargt þessu tengt er ótalið, til dæmis skólam- álin og öll tónólistin sem dembt er yfir þjóðina, sem ekki er annað en vitfirringslegur skakstur, öskur og ærandi hávaði. Ef til vill verður það gert við tækifæri. Að lokum vísa sem á vel við þjóðarástandið nú. Höfundur vís- unnar er mér ókunnur: Verst af öllu er villa sú vonar og kærleikslaust. A engu að hafa æðra trú og allt í heimi traust. Fyrir sálina setja lás og safna magakeis. Inni a veltyrfðum bundinn bás baula eftir töðumeis. Ingjaldur Tómasson er rerkamað- in í Reykjarík. Þessi grein var skrifuð fyrir verkfall. I.T. q l Jkólar í ^Pjjnglandi Meads School í Eastbourne. Frábær skóli við suður- ströndina. Námskeið hefjast 7. janúar, 25. marz og 28. júní. Bessíe, Sólvallagata 28, s. 25149. Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Ljós og afköst. Ledu skrifstofulampinn hefur hlotið viðurkenningu fyrír fallega hönnun og notagildi. Lampinn hentar hvaða vinnuaðstæðum sem er en nýtur sín tþarsemerfitteraðkomagóðri lýsinguvii Ledu skrifstofulampinn hefur a.m.k. 11 kosti fram yfir venjulega rðslampa. Kynntu þér | ilýsing-aukin; Rafkaup Suðurlandsbraut 4 - Sími 81518 Umboðsmenn. Stapafell hf. Keflavik - Raftækjaverslun Sigurðar Ingvarssonar Garði - Kjarni hf. Vestmannaeyjum - Kristall hf. Höfn Hornafirði - Verslun Sveins Guðmundssonar Egilsstöðum - Raforka hf. Akureyri - Póllinn hf. Isafirði - Ljósvak- inn Bolungarvik - Húspryði hf. Borgarnesi - Rafþjonusta Sigurdórs Jóhannssonar Akranesi - Lærið Byggingarfræðingur Iðnfræðingur Skráning fer fram í skólanum. Hringið í síma 05-625088, eða fylliö út miöan hér að neöan og fáið sendan bæklinginn „Information Byggetekniker — Byggekonstruktor". Kennsla hefst 7. janúar 1985. Byggeteknisk Höjskole Slotsgade 11 — 8700 Horsens, Danmark. Sendiö mór bækiinginn „Information Byggetekniker — Byggekonstruktor'. Nafn: Heimili:. Póstnúmer: Borg/Land: ^ örkin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.