Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 Nauðsyn auðlindarann- sókna á landgrunninu Erlend félög sýna áhuga A kortinu sést Jameson-land á austurströnd Grænlands milli Islands og Jan Mayen. A hafsvæðinu utan þess er nú að hefjast umfangsmikil leit að olíu og gaslindum. — Hvenær ætla íslendingar að hefjast handa í þessum efnum? Erlend leitar- og olíufélög hafa þegar boðið upp í samvinnu á þessu sviði. eftir Gunnar G. Schram Fyrir skömmu var greint frá því i fréttum að bandaríska olíufélag- ið Atlantic Richfield Co. (ARCO) hefði gert samning við dönsk og grænlensk stjórnvöld um að hefja leit að olíu og gasi undan strönd Austur-Grænlands. Nánar tiltekið er þetta á svæðinu út af Jameson- landi sem er á milli íslands og Jan Mayen. Samningurinn verður lagður fyrir grænlenska landsþingið og danska þjóðþingið til staðfest- ingar áður en hann verður undir- ritaður síðar á þessu ári. Banda- ríska fyrirtækið mun eiga 62% í því fyrirtæki sem stofnað verður, en jafnframt verður sett á fót nýtt fyrirtæki á vegum danskra og grænlenskra stjórnvalda og á hlutdeild þess í leitarfyrirtækinu að vera 25%. Sú hlutdeild getur aukist upp í helming ef þess er óskað eftir að leit er hafin. Gert er ráð fyrir að boranir á landgrunni Grænlands hefjist árið 1986 eða 1987. Svæðið skammt frá íslandi Það er eðlilegt að þessar fréttir hafi vakið talsverða athygli hér á landi. Nýja olíuleitarsvæðið er skammt fyrir utan íslensku efna- hagslögsöguna. Þegar af þeirri ástæðu er eðlilegt að íslendingar vilji fylgjast grannt með því sem þarna er í undirbúningi. En hitt er mikilvægara að þetta framtak Grænlendinga og Dana til olíu- og gasleitar leiðir hugann að því hversvegna við íslendingar sitjum næsta aðgerðarlausir í þessum efnum. Alls ekki er útilok- að að olíu- og gaslindir kynnu að finnast á íslensku yfirráðasvæði, en um það fæst vitanlega engin vitneskja nema hafist sé handa um rannsóknir í þessum efnum. Þess vegna má spyrja: Er ekki orðið tímabært að hefjast handa, líkt og Grænlendingar og Danir, og kanna ítarlega hvort hér er um nýtanlegar auðlindir að ræða? Það sýnist liggja beint við, ekki síst með það í huga að allnokkur er- lend olíufélög hafa fyrir löngu snúið sér til íslenskra stjórnvalda og lýst áhuga sínum á því að fá að hefja leit að olíu og gaslindum innan íslensku efnahagslögsög- unnar. Slíkar rannsóknir myndu vera kostaðar af hinum erlendu aðilum svo ekki sýnist ástæða af þeim sökum að sitja með hendur í skauti. Ekki þarf að lýsa nauðsyn þess að efla alla þá þætti sem skotið geta nýjum stoðum undir þjóðarbúskap íslendinga. Þess vegna sýnist sjálfsagt að kanna alla þá möguleika sem fyrir hendi eru á þessu sviði. Það sýnir fram- tak Grænlendinga og raunar Norðmanna einnig á þessum nýja og mikilvæga vettvangi. Það eina sem í þessum málum hefur gerst hér á landi er að bandarísku félagi var heimilað að kanna landgrunnið út af Norður- landi árið 1978. Þar fundust þá allþykk setlög, allt að 2 km á þykkt, en tilvist slíkra setlaga er frumforsenda fyrir olíu- og gas- lindum. í framhaldi af því fóru fram tilraunaboranir í Flatey á Skjálfanda, en þær gengu alltof skammt til að gefa von um árang- ur og hefur ekki verið haldið áfram. í öðru lagi eru áform um fram- kvæmd setlagaþykktarmælinga á Jan Mayenhryggnum milli íslands og eyjarinnar á næsta ári og munu Norðmenn standa að þeim mæl- ingum samkvæmt samningi um landgrunnið á þessu svæði sem gekk í gildi 1982. Önnur áform eru ekki uppi í þessum mikilvægu „Landgrunn íslands innan 200 sjómflna markanna er sjö sinnum stærra en landið sjálft og full ástæða til þess að kanna sem fyrst hvaða auðlindir þar kunna að leynast.“ málum og er vissulega orðið tíma- bært að um stefnubreytingu verði hér að ræða. Tillaga um auðlinda- rannsóknir Skömmu eftir að Alþingi hófst í haust var þar borin fram tillaga til þingsályktunar um auðlinda- rannsóknir á landgrunni fslands, sem undirritaður flutti. Er í til- lögunni skorað á ríkisstjórnina að efla og hraða rannsóknum á land- grunni íslands, jafnt innan sem utan 200 sjómílna efnahagslögsög- unnar, með sérstöku tilliti til auð- linda sem þar kunna að finnast. Þess er að vænta að Alþingi veiti þessari tillögu brautargengi og ríkisstjórnin taki málið til fram- kvæmda, ekki síst í ljósi áforma grannþjóðanna sem að framan var lýst. Við íslendingar höfum þegar undirritað Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og munum fullgilda hann nú í vetur. Með sáttmála þessum er stað- festur yfirráðaréttur strandríkja sem fslands til landgrunnsins og hafsbotnsins innan 200 mílna efnahagslögsögunnar. Þar að auki getur verið um að ræða réttindi ríkja utan við þau mörk allt út að 350 sjómílna mörkunum eða jafn- vel enn lengra. Byggist það á jarðfræðilegu framhaldi landsins og öðrum jarðfræðilegum þáttum landgrunns og hafsbotns. Af þess- um sökum er hin mesta nauðsyn á því að aflað sé sem gleggstrar vitneskju um landgrunnið og hafs- botninn umhverfis fsland svo að unnt sé að styðja kröfur um land- grunnsréttindi utan 200 sjómílna markanna, en þar er m.a. um að ræða hafsbotnssvæðin í suðaust- urátt. Hér er um grundvallarrann- sóknir að ræða sem hverri þjóð er nauðsynlegt að framkvæma, og þá ekki síst íslendingum sem eiga hér verulegra hagsmuna að gæta. Slíkar rannsóknir á íslenska land- grunninu hafa til þessa aðeins átt sér stað í takmörkuðum mæli. Nauðsyn er því á að gerð verði rannsóknaáætlun til nokkurra ára þar sem fjallað verður um öflun aukinnar almennrar grundvallar- þekkingar á landgrunninu og hafsbotninum umhverfis landið og þá jafnt utan 200 sjómílna mark- anna sem innan þeirra. Er eðlilegt að leitað verði samvinnu við er- lendar vísindastofnanir um slíkar rannsóknir en alþjóðasamvinna á þessum vettvangi hefur farið mjög vaxandi hin síðari ár. í öðru lagi er hin mesta nauðsyn á því að efla og hraða rannsóknum á landgrunni íslands svo að unnt verði að ganga úr skugga um það hvaða auðlindir kunna að finnast þar. Slíkar rannsóknir hafa fram til þessa verið af mjög skornum skammti og hefur þar fyrst og fremst hamlað skortur á fjár- magni og tækjakosti. Einn helsti áfanginn er þó könnun sem banda- ríska fyrirtækið Western Geo- physical Co. of America gerði á setlögum fyrir norðan fsland árið 1978, svo sem áður sagði. Niðurstöður rannsókna hins bandaríska fyrirtækis voru þær að um veruleg setlög væri að ræða fyrir Eyjafirði og Skjálfanda, en tilvist setlaga er forsenda þess að um olíu eða jarðgas geti verið að ræða. Mælingar þessar voru hins vegar frummælingar og þarf að gera mun ítarlegri rannsóknir og tilraunaboranir til þess að unnt sé að segja fyrir um það með nokk- urri vissu hvort horfur séu á að olía finnist á þessu svæði. Tilraunaboranir fóru í fram- haldi af þessu fram í Flatey á Skjálfanda árið 1982 á vegum Orkustofnunar. Staðfestu þær að allþykk setlög er að finna undir eynni, en borholan var hins vegar langt frá því að vera nógu djúp til þess að unnt væri að ganga úr skugga um heildarþykkt setlag- anna. Um framkvæmd annarra hag- nýtra hafsbotnsrannsókna við fs- land hefur vart verið að ræða á síðustu árum. Þó hefur nefnd um hagnýtar hafsbotnsrannsóknir, sem skipuð var 1980 af þáverandi iðnaðarráðherra, gert áætlanir um slíkar rannsóknir. Hún hefur látið af störfum og ný nefnd tekið við þessu verkefni. Vísindaþekking þegar til staöar Meginatriði þessa máls er það að hagnýtar auðlindarannsóknir á landgrunninu hafa til þessa verið af mjög skornum skammti. Mál er að á því verði breyting og þessum málum miklu meiri gaumur gef- inn af stjórnvöldum. Hér á landi starfa allmargir vísindamenn sem menntun hafa til slíkra rann- sókna, en þá hefur til þessa skort starfsaðstöðu, rannsóknartæki og fjármagn til starfa á þessu sviði. Þá er og sjálfsagt að hefja nýja og nánari samvinnu við erlenda rannsóknaraðila við auðlindaleit hér við land auk Norðmanna. Landgrunn íslands innan 200 sjómílna markanna er sjö sinnum stærra en landið sjálft og full ástæða til þess að kanna sem fyrst hvaða auðlindir þar kunna að leynast. Eins og sakir standa er ekki um að ræða skipulagt starf á þessu sviði, né mótaðar rannsókn- aráætlanir. Á þessu þarf að verða breyting og það hið fyrsta. Dr. (iunnar G. Schram er próíessor við Háskóla íslands og þingmaður Sjálfstæðisílokksins. Starfsstúlkur Meðferðarheimilisins. Margir gestir heimsóttu Meðferðarheimilið í Lambhaga og þáðu kaffí og kökur. Meðferðarheimilið Lambhagi á Selfossi 10 ára HÉK á Selfossi hefur í 10 ár verið starfrækt stofnun fyrir fötluð eða þroskaheft börn, Meðferðarheimil- ið Lambhagi, f Lambhaga 48 hér í bæ. Föstudaginn 23. nóvember sl. var haldið upp á þessi tímamót og boðið upp á kaffí og kökur. Það voru foreldrar þroska- heftra barna sem voru upp- hafsmenn stofnunarinnar og ráku hana í 9 ár, en laun starfs- fólks voru greidd af ríkinu. Fyrst um sinn var heimilið rekið sem þjálfunardagheimili og leikskóli en síðar var reglulegt skólastarf þar aukið. Um áramótin 1984 yf- irtók félagsmálaráðuneytið rekstur stofnunarinnar og síðan hefur það verið rekið sem með- ferðarheimili á vegum Svæðis- stjórnar Suðurlands um málefni fatlaðra og á heimilið að þjóna öllu Suðurlandssvæðinu, en skól- inn sem slíkur varð þjálfunar- deild í grunnskóla Selfoss. Á Meðferðarheimilinu eru núna 4 sólarhringspláss og 5 dagvistunarpláss. Heimilið er ætlað börnum á aldrinum 0—18 ára og er opið frá mánudags- morgni til föstudagskvölds en jafnframt er vistun yfir helgar þegar þess gerist þörf. Stöðugildi við stofnunina eru 5 og skipta þeim með sér tveir uppeldis- fulltrúar og fjórir þroskaþjálfar. Markmið Meðferðarheimilis- ins er og hefur alltaf verið að styðja foreldra fatlaðra/þroska- heftra barna í því að hafa börn sín eins lengi heimavið og unnt er og eðlilegt þykir. Jafnframt að hvert barn fái kennslu og þjálfun við sitt hæfi sem stuðli að því að hver einstaklingur verði sem best búinn undir að mæta kröfum samfélagsins. Til að náigast þetta markmið er gerð meðferðaráætlun fyrir hvern einstakling í samvinnu við greiningarstöð foreldra og kenn- ara. Áætlunin er framkvæmd á heimilinu og jafnframt reynt að fylgja eftir heima fyrir og í skóla. Endurmat er svo gert með vissu millibili eftir því sem þurfa þykir. Hjá starfsfólki Meðferðar- heimilisins er lögð áhersla á mikilvægi þess að fötluð eða þroskaheft börn fái sem mesta og besta örvun, þjálfun og kennslu sem fyrst á lífsleiðinni. sig.jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.