Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984
Kirkjubæjarklaustur:
Heilsuræktarstöðin
TJndraland opnuð
Kirkjubæjarkl&ustri, 27. nóvember.
I SÍÐASTA mánuði tók til starfa á
Kirkjubæjarklaustri heilsuræktar-
stöðin „Undraland". Það eru tvenn
hjón sem að fyrirtækinu standa, þau
Matthildur Pálsdóttir og Vigfús
Helgason og Soffía Ragnarsdóttir og
Valgeir Ingi Ólafsson.
Auk fullkomins ljósalampa —
samloku — er einnig boðið upp á
böð, sauna og þrekþjálfunartæki.
Þá er einnig aðstaða til iðkunar á
badminton, minitennis og borð-
tennis. í tengslum við stöðina eru
einnig námskeið, bæði hress-
ingarleikfimi og heiisuræktar-
námskeið í umsjón sérþjálfaðs
starfsfólks, íþróttakennara og
hjúkrunarfræðings.
Eftir aðsókninni að dæma kann
fólk greinilega vel að meta aðstöð-
una. í byrjun var aðeins gert ráð
fyrir að hafa opið 3 daga vikunn-
ar, en nú er svo komið að opið er 6
daga vikunnar. — HSH
MEÐ VALDIMARIORNOLFSSYNI,
_______en adeinsein!____
05 að Saalbach
En þú verður að hafa hraðann á. Þátttaka er takmörkuð við 40 manns.
„Saalbach er frábær staður,“ segir Helmut Maier, skíðakappi og
kennari í Kerlingarfjöllum.
• Afbragðs hótel
• Aðgangur að sundlaug og
gufuböðum
• Yfir 50 skíðalyftur
• Skíðafæri heim að hóteli og skíða-
lyftur við dyrnar
• Stutt á Kaprínarjökul (skíðalyftur í
2.800 metra hæð)
• Stutt í hljómleikahallirnar í Salzburg
Beint flug til Innsbruck með Flugleiðum.
Flogið heim frá Munchen um Kaup-
Verð (í tvíbýli m/hálfu fæði)
kr. 33.800,-
Tökum nú þegar við pöntunum.
POLARIS
POLAFHS FERÐASKFIIFSTOFA BANKASTRÆTI 8, SÍMI 28622
Kirkjuvígsla
Langholtssafnaðar
Langholt — Hálogaland.
Tvö orð. Hornsteinar hárra
sala. Tvær hugsjónir saman-
stungnar.
Hversdagsbaráttan, með allar
sínar fórnir, óskir og bænir, dug
og dáðir, eyri ekkjunnar, rausn
hins ríka — Langholt.
Hugsjónirnir, helgidómurinn,
með allar sínar stjörnur og norð-
urljós, sólaruppkomu og sólar-
lag, söngva og dýrð, himinn
Guðs — Hálogaland.
Hið smáa stórt — hið lága
hátt.
Jörð og himinn fallast í faðma.
Kirkja. Musteri við Sólheima á
vegum Guðs ríkis á íslandi.
Hvað er hér smátt og hvað er
stórt?
Sjálfur Jesús, meistarinn
mikli frá Nazaret, frumherjinn á
vegum friðar, frelsis og kær-
leika, fæddist sem útlagi mann-
heima í asnastalli.
Langholtskirkja í dag, hún
fæddist sem hugsjón í fyrirlitn-
um hermannabragga innst í
hæðinni og holtinu við alfaraveg
borgar og sveitar.
Fátt gat sýnzt lægra í fljótu
bragði litið.
En líkt og ósjálfrátt var hús
þetta kennt við Hálogaland, eina
æðstu hugsjón á vegum stjarna
og norðurljósa, eitt fegursta orð
og nafn norrænna tungumála.
Samt án alls hroka, likt og við
handleiðslu Guðs til að minna á
hið mikla takmark þjóða, krist-
indóm í verki og sannleika, ofar
öllum orðum og erfikenningum.
Ríki réttlætis, friðar og gleði,
ríki Guðs á jörðu.
Og þessi lági helgidómur varð
upphafið. Þar fæddust allar þær
óskir og bænir, sem hér sjást í
dag í línum og litum, heyrast í
orðum og ómum bylgjandi tón-
listar.
Hann varð með litla orgelinu
sínu upphaf þessarar messu,
þessarar vígslu.
Þetta Langholt og Hálogaland
varð ósjálfrátt tákn um ennþá
meira af æðstu hugsjón og iífs-
von alls mannkyns í dag.
Þar blikaði sólris yfir fyrsta
kirkjudegi Langholtssafnaðar
1954, þegar ungur prófessor
flutti ræðuna: „Kirkja fyrir-
finnst engin." En „bragginn" var
tákn, talandi tákn hins lága og
smáa.
Undir hans þaki höfðu, án
þess nokkur veitti því hugsun,
mætzt tvær þjóðir heims hin
mesta og minnsta, herþjóð og
friðarþjóð í sömu leit að sólskini
friðar og bræðralags. Svo komu
jólin það sama ár fyrir 30 árum.
Aldrei fleiri börn í einum hópi
við æskulýðssamkomu í Reykja-
vík.
Allt átti þetta að tákni og
takmarki hinn starfandi krist-
indóm.
Vakandi vonir á síðsumardýrð
kirkjudagsins fyrsta, þegar bisk-
up íslands, faðir biskupsins í
dag, signdi holtið og hæðina úr
flugvél, komandi að norðan, með
bæn og blessun, brosi gegnum
tár.
Og húsameistarinn tók til að
teikna og hanna það musteri
sem hér skyldi rísa. Hann tók
með ljúflyndi og lítillæti þeim
hugmyndum, sem formaður og
prestur safnaðarins fluttu hon-
um.
Kirkjan, hið komandi guðshús
hér fyrir „20 þúsund manna
söfnuð í framtíðinni", skyldi
mótast hinum sýnilega heimi
sem þrenns konar tákn á vegum
guðsríkis:
1. Sem tjaldbúd — hið fyrsta
guðshús eyðimerkurfara á
leið frá Egyptalandi spekinn-
Norðurlöndin eru
mikilvægust fyrir
sænskan útflutning
Fri Magnúsi Brynjóirssyni, fréttar. Mbl. i
IJppsölnni, SríþjóA.
Norðurlöndin eru mikilvægari
fyrir sænskan iðnað en nokkur
annar markaður í heiminum.
Um 25 prósent af sænskum út-
flutningi fer til hinna Norðurland-
anna og um 110.000 störf eru í bein-
um tengslum við útflutninginn til
Noregs, Danmerkur, Finnlands og
íslands.
Af heildarútflutningi 1983, sem
var 210,3 milljarðar s.kr., seldist
fyrir 51,3 milljarða til Noregs,
Danmerkur og Finnlands. Island
keypti fyrir um hálfan milljarð
s.kr.
í ár, þ.e. frá janúar og fram í
maí, lítur dæmið svona út: Noregur
keypti fyrir 9,4 milljarða s.kr. Það
svarar til 9,2 prósenta af heildarút-
flutningi Svía, sem eru 102 millj-
arðar það sem af er árinu. Dan-
mörk keypti fyrir 8,9 milljarða,
sem eru 8,7 prósent af heildarút-
flutningnum á ofangreindu tíma-
bili. Finnland verslaði fyrir 6,1
milljarð, sem eru 5,9 prósent af
heildarútflutningnum á sama
tímabili.
Hér er um að ræða verslun, sem
sýnir greinilega mun hagstæðari
sænskan viðskiptajöfnuð en árið á
undan.
Bæði Noregur og Danmörk eru
ofarlega á blaði yfir þau lönd þar
sem Svíþjóð hefur mun betri við-
skiptajöfnuð en áður. Á árinu 1983
var um að ræða 6,6 milljarða á
móti 5,4 milljörðum, sem Svíþjóð
steig fram úr þessum löndum i
bættum viðskiptajöfnuði, eða sem
nemur 1,2 milljörðum í mismun.
Viðskiptajöfnuðurinn við Finnland
er heldur minni miðað við hin lönd-
in, eða sem nemur hálfum millj-
arði.
Þessar tölur sýna aðeins eina
hlið á málinu. Hin hliðin er sú að
þessar staðreyndir sýna svo ekki
verður um villst hversu sterk staða
sænsks iðnaðar er í öllu norrænu
efnahagslífi. Sérstaklega á þetta
við um Noreg, þar sem sænskur
iðnaður hefur verið í fararbroddi
frá áttunda áratugnum og fram á
þennan dag.
í dag eru um 400 sænsk dóttur-
fyrirtæki í Noregi með um samtals
20.000 starfsmenn. Ástandið er
svipað í Danmörku og Finnlandi.
Staða sænska iðnaðarins verður
einnig greinilegri innan Norður-
landanna þegar horft er á hvernig
efnahagsþróunin í Svíþjóð hefur
stjórnað og stýrt hinni samnor-
rænu verslun.
Norðurlöndin stökkpallur
inn á aðra stærri og
fjarlægari markaði
Eftir hina gífurlegu þenslu í
efnahagsþróuninni á sjöunda ára-
tugnum og fyrri hluta áttunda
áratugarins stöðvaðist þenslan
næstum alveg í olíukreppunni á
miðjum áttunda áratugnum.
Norðurlöndin eru mjög mikil-
væg fyrir sænskan iðnað út frá