Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 Ósk og Atli við vinnuna. Morgunblaðið/Sigurgeir. Doddi vinnur sitt verk þó blindur sé af ótrúlegri lagni, en þarna er hann að þræða kveikinn, sem vaxið hleðst síðan utan á. Vestmannaeyjar: Framleiða 6 þúsund kerti á dag á vernduðum vinnustað V eHtmannaeyjum, 20. nóvember. f SEPTEMBERMÁNUÐI sl. tók hér til starfa kertaverksmiðja sem hlaut nafnið Heimaey og er framleiðsla verksmiðjunnar seld undir því vöruheiti. Verksmiðja þessi er svokallaður verndaður vinnustaður sem hefur það að markmiði að gefa því fólki kost á atvinnu sem ekki er samkeppnisfært á hinum almenna vinnumarkaði vegna fótlunar. Verksmiðjan er til húsa í nýju 500 fm húsi við Faxastíg og var húsið byggt að raestu fyrir gjafafé frá fjölmörgura einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum í Eyjum, auk þess sem Framkvæmdasjóður fatlaðra hefur lagt fé í fyrirtækið. Morgunblaðsmenn heimsóttu kertaverksmiðjuna Heimaey á dögunum og ræddu þar stuttlega við forstöðumann verksmiðjunn- ar, Bjarna Jónasson. Auk Bjarna starfar Vilhjálmur Árnason hjá verksmiðjunni sem verkstjóri svo og 15 manns á tvískiptum vöktum. „Fólk þetta flest býr við skerta starfsorku og átti fárra kosta völ á starfi við sitt hæfi áður en þessi verndaði vinnustaður komst í gagnið. Fólkið vinnur mjög vel, af- kastar miklu og ég hef orðið var við það að það er ánægt hérna,“ sagði Bjarni Jónasson. Bjarni sagði einnig að vélakostur verk- smiðjunnar hefði verið keyptur frá Danmörku og væri ein dýf- ingavél komin í gagnið og unnið væri að uppsetningu á frekari vélakosti. Á næstunni verður haf- in framleiðsla á steyptum kertum og einnig sérlega útbúnum útiljós- um sem Bjarni taldi henta vel til skreytinga á leiðum og um jól og áramót. Kerti frá Heimaey hafa líkað vel og sem dæmi um góðar undir- tektir Vestmanneyinga við þessari framleiðslu má geta þess að JC-fé- lagar í Eyjum gengust á dögunum fyrir sölukynningu á kertunum eina helgi og seldust 10.000 kerti. Aðaláherslan til að byrja með hef- ur verið lögð á dýfð kerti og er dýfingin framkvæmd með tölvu- stýrðri vél og þykir þessi aðferð mjög góð, að sögn Bjarna Jónas- sonar. „Dýfð kerti eru mjög góð,“ sagði Bjarni, „þau eru lengur að brenna, renna ekki né sóta og því tel ég vera betri kaup í dýfðum kertum en öðrum. Við höfum framleitt um 6.000 kerti á dag að undanförnu og gerum ráð fyrir að framleiða á ári um 75 tonn af kertum, mest höfum við framleitt af aðventu- og veislukertum, en við bjóðum 5 tegundir af dýfðum kertum í 20 litatilbrigðum. Varan hefur ekki staðið við hjá okkur, við getum tæplega annað eftir- spurninni og alls ekki núna á þess- um mesta annatíma ársins fyrir jólin.“ Það kom fram í máli Bjarna að versmiðjan væri þegar komin í út- flutning á kertum og rétt fyrir verkfallið stóra hefði farið stór pöntun til Svíþjóðar. Verksmiðjan hefur viðskiptasambönd við aðila í Danmörku sem annast sölu fyrir verksmiðjuna á Norðurlöndunum og þá sagðist Bjarni vera að vinna að því nú að komast í samband við söluaðila í Seattle í Bandaríkjun- um, þar væri stór markaður og von um gott verð. Aðspurður um verð á kertum frá Heimaey sagði Bjarni að þeirra verð væri ósköp svipað og hjá öðrum og sennilega eilítið lægra en á innfluttum kert- um. Að lokum var Bjarni Jónasson inntur eftir framtíðarmöguleikum þessa nýja fyrirtækis. „Eftir þeim viðtökum sem framleiðsluvara okkar hefur fengið tel ég ástæðu til þess að vera bjartsýnn á að þessu fyrirtæki farnist vel í fram- tíðinni. Við teljum þennan stað hafa komið að þeim notum sem stefnt var að og virðist hafa bætt úr brýnni þörf. Það fólk sem hér hefur starfað unir sér vel.“ —hkj. Bjarni Jónasson við vaxpottinn, sjá má að kerti eru farin að myndast á grindunum, sem sjást. VI. Flugleiðaskákmótið: Búnaðarbank- inn sigraði Sveitir Útvegsbanka og Flugleiða eigast við. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Gunnar Gunnarsson, (fremst), Björn Þorsteinsson, Elvar Guðmundsson og Björn Theodórsson. SÍÐASTA laugardag og sunnudag 24. og 25.11. 1984 fór fram á Hótel Loftleiðum VI. Flugleiðaskákmót- ið. í mótinu tóku þátt 24 þriggja manna sveitir frá fyrirtækjum og taflfélögum, og var helmingur þátttökusveita utan af landsbyggð- inni. Teflt var í einum flokki, 23 umferðir, þannig að dagskráin var erfið, teflt frá kl. 9—18 báða dag- ana, með matar- og kaffihléum. Mótshald þetta er Flugleiðum hf. til mikils sóma, en skipulag og framkvæmd var að vanda í hönd- um Hálfdáns Hermannssonar og Andra Hrólfssonar. Skákmenn þeir, sem þátt hafa tekið í þessum mótum, eru á einu máli um að aldrei hafi þeir tekið þátt í skák- móti, sem er eins vel að staðið og Flugleiðaskákmótið. Mótið nú var ekki eins spenn- andi og undanfarin ár og lauk með öruggum sigri sveitar Bún- aðarbanka íslands. Þetta er í fjórða skiptið, sem Búnaðar- bankinn vinnur Flugleiðaskák- mót, en aldrei hefir sigurinn ver- ið eins öruggur og nú. Sveitin hélt forystunni frá 8. umferð og til loka og hafði þá sex vinninga forskot. Sveitina skipuðu: Bragi Kristjánsson, Hilmar S. Karls- son, Guðmundur Halldórsson og Stefán Þormar Guðmundsson. I öðru sæti varð sveit Skákfélags Akureyrar, en í þeirri sveit telfdu: Gylfi Þórhallsson, Pálmi R. Pétursson, Jón G. Viðarsson og Jakob Kristinsson. Akureyr- ingarnir voru nokkuð mistækir, en undir lokin náðu þeir sér á strik og unnu þá m.a. öruggan sigur á Búnaðarbankanum, 3—0. í þriðja sæti kom sigursveitin frá síðasta ári, Einar Guðfinns- son hf. Bolungarvík, en í þeirri sveit tefldu: Halldór G. Einars- son, Ágúst S. Karlsson, Daði Guðmundsson og Sæbjörn Guð- finnsson. Bolvíkingarnir náðu sér aldrei nógu vel á strik t,il að endurtaka glæsilega frammi- stöðu í fyrra, en þeir sýndu þó, að sigurinn þá var engin tilvilj- un. Heildarúrslitin urðu: (Vinn- ingar af 69 mögulegum): 1. BúnaAabanki Islands 54 ▼. 2. Skákfélag Akureyrar 48 ▼. 3. Kinar (iudHnnsson hf. 47Ví ▼. 4. íslenaka járnblendifélagið hf. í&Zt ▼. 5.-6. Flugleiéir hf. 45 ▼. 5.-6. VerkamannabÚMtaóir 45 ▼. 7.-8. Dagblaóió og Vfair 43'/i ▼. 7.-8. CtvegHbanki íslands 43Vi ▼. 9. liógmenn Kánargdtu 43 ▼. 10. Kíkfaspítalar 42 ▼. 11. Taflfélag Garúabcjar 41'/i ▼. 12. Landsbanki íalands'/ib.éO1/! ▼. 13. Jón FriAgeir Einaraaon 38 ▼. 14. FjöIbrautankóli SuAurnenja 34*/* ▼. 15. Taflfélag Nordfjarðar 33 ▼. 'B. Taflfélag faafjardar 31 ▼. 17. Veduretofan 30*/i ▼. 18. Skákklúbbur KEA 28*/i ▼. 19. SolumkWstöó hraófrystihúsanna 24*/i ▼. 20. Skákfélag SauóárkrókH 22V: ▼. 21. Póotur og HÍmi 17*A ▼. 22. ÍSAL 16 ▼. 23. Taflfélag Vestmannaeyja 10 ▼. 24. Trauati 3*/i ▼. Verðlaunin á móti þessu eru glæsileg. Sigursveitin fær veg- legan farandgrip og helgarferð til Akureyrar, önnur verðlaun eru flugfarseðlar innanlands, og þriðju verðlaun eru kalda borðið á Hótel Loftleiðum. Flugleiða- menn hafa að auki verðlaun fyrir besta árangur á hverju borði, og til að auka spennuna eru þau verðlaun betri en verð- laun sigursveitarinnar, þ.e. flugfarseðill á einhverri flugleið félagsins erlendis. Þetta finnst mörgum einkennilegt þar eð mótið er sveitakeppni en óneitanlega eyk- ur þetta spennuna mikið. Besti árangur á 1. borði: 1. Elvar Guðmundsson Flugleið- um hf., 18 lÁ v. 2. Ásgeir Þ. Árnason Lögmenn Ránargötu, 17% v. 3. Jóhannes Gísli Jónsson Verkamannabústöðum, 17 v. Elvar er starfsmaður Flug- leiða og afhenti því Ásgeiri Þ. verðlaunin. Besti árangur á 2. borði: 1. Ágúst Karlsson, Einar Guð- finnsson hf., 20 v. 2. Tómas Björnsson DV, 17 v. 3. Hilmar Karlsson Búnaðar- banka íslands, 16% v. (af 22). Besti árangur á 3. borði: 1. Jón Garðar Viðarsson Skákfé- lagi Akureyrar, 20% v. 2. Guðmundur Halldórsson Búnaðarbanka íslands, 20 v. 3. Þráinn Sigurðsson ísl. járn- blendifélaginu hf., 17 v. Allir verðlaunahafarnir eru ungir menn í fullri þjálfun nema Þráinn Sigurðsson. Það er stórglæsilegt afrek hjá honum að ná þriðja besta árangri á 3. borði 72 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.