Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 21 Einsemd Bókmenntir Jenna Jensdóttir Erlendur Jónsson. Laufið grænt. Bókaútgáfan Örn og Örlygur. 1984. Höfundur sem fyrst og fremst er leikrita- og ljóðskáld bregður sér hér inn á svið skáldsögunnar. Ellefu ára drengurinn Ingi- mundur er höfuðpersóna sög- unnar. Hann er sonur einstæðr- ar móður í Vesturbænum í Reykjavík. Hún er sjúkraliði um þrítugt. Drengurinn Ingimundur er „ég“ í sögunni. Öryggislaus, ástríkislaus drengur, sem raun- ar er ofaukið í lífi móður sinn- ar. drengnum, þegar hann fær henni peninga frá móðurinni — meðlag sitt. Drengurinn Baldur er í sjálfu sér ágætur, sjálfstæður og raunsær. En tilfinningalega ná þeir ekki saman og því myndast engin vináttutengsl milli þeirra. Höfundur ætlar lesanda að raða saman brotum úr orðum og gerðum annarra persóna á bænum og fá úr þeim heildar- myndir — veikar og sterkar eftir aðstæðum. Þetta tekst honum. Svo er einnig um gesti í umhverfinu — og þá er að garði ber. í friðsæld og fegurð náttúr- unnar flækjast misgengir menn fyrir drengnum. Og næstum vondir menn og „asnar". Hið skuggalega mannlíf sem jafnan birtist í miklum átökum í ná- grenni við drenginn er stundum hrollvekjandi fyrir litla' ein- mana sál. Einn er þó öðruvísi en aðrir. Stóri maðurinn með jarpa skeggið. Maðurinn sem hús- freyjan bauð ekki inn. Sem bað húsfreyju leyfis að láta „dreng- inn“ fylgja sér út að hliði. Á örstuttri leið getur lítill drengur úthellt hjarta sínu fyrir hlýrri og skilningsríkri sál. Og séra Sigurjón á Kirkju- bæ gefur drengnum heilræði sem lesanda býður grun í að seinna ráði gerðum drengsins: „Láttu ekki brjóta þig niður." Höfundur er óvæginn. Hann leiðir drenginn á barm hyldýpis örvæntingarinnar, þegar hús- freyjan sýnir honum svo and- legt ofbeldi að hann sleppir sér. Eftir það á hann einskis úr- kosta nema strjúka. Einnig í Erlendur Jónsson þeirri ferð er að honum þrengt. Heima fyrir bíður hans tómt hús — hann á hvergi athvarf. En það eru til manneskjur sem Hún á sér ástmann — ráð- herra, sem hún ætlar með til Spánar. Á meðan á drengurinn hvergi afdrep og hann er send- ur í sumardvöl á bæ fyrir aust- an Hreppa. Höfundur er nærfærinn í lýs- ingum sínum á náttúrunni. Stuttar setningar hans, sem oft minna á ljóðlínur, snerta les- anda þar og litríkt, stórbrotið landið færist nær honum. Þessar stuttu setningar verða hins vegar áreitnar í eðli sínu, þegar þær birta mannlífið í sveitinni í allri sinni nekt. Mis- kunnarlaust sker höfundur upp tilfinningalíf þeirra er dreng- urinn kynnist og umgengst. Hann gerir lesanda uggandi um hag lítils, einmana drengs sem er bara til og reynir að gera sitt besta. Húsfreyjan á bænum er haf- gleypa og talandi dæmi um hið gamla snobb er var svo nær- tækt í fámenninu áður fyrr. Hún kynnir ávallt drengina á bænum með þessum orðum: „Baldur, sonur séra Páls bróður míns á Blönduósi. Þetta er drengur úr Reykjavík." í eitt skipti er framkoma hennar mannleg gagnvart eru góðar í sér — sýna öðrum kærleika og góðvild án orsaka. Þegar drengurinn ber dyra þar sem hann hefur einu sinni áður komið, er hann þegar kominn í hlýtt og vinsamlegt umhverfi. Hugsanirnar sem þá flæða um hug drengsins og tár- in sem flæða af hvörmum hans orka sterkt á lesandann. En gegnum það birtist fyrirheit um framtíðaröryggi og hjálp- semi góðviljaðrar fjölskyldu. í sögunni þræðir höfundur myrkvuð einstigi sálarlífs per- sónanna og stundum verður úr slæmt fólk. Hann sýnir því enga vorkunn og teflir sjálfum sér jafnvel í tvísýnu. Sagan er hrikaleg og í henni ríkir viss spenna. Mörg högg eru slegin og eflaust hitta þau flest í vaxandi ógn örvilnaðs samfélags. Kápumynd er skemmtileg. Og barnsmynd af höfundi sjálf- um setur spurningamerki í hug lesandans. sögu Reykjavíkur. En Árni Óla kunni þá list að fjalla um hvert efni af þeim næmleika að úr varð holl og eftirminnileg lesning. Því olli hinn mikli húmanismi hans, næm réttlætiskennd og samkennd með þeim sem minna máttu sín. Það fer því ekki á milli mála að lestur þessara þátta veitir undra góða innsýn í mannlíf í Reykjavík fyrr á tímum og sýnir vel úr hvaða jarðvegi Reykjavík nútímans er sprottin. Þá má það ekki gleymast, að Árni óla er frumkvöðull að þessari tegund þjóðlegrar blaða- mennsku. Margir hafa síðan fetað í fótspor hans og þegar vel hefur tekist til, hafa þeir séð þjóðinni fyrir góðu og menningarlegu lestr- arefni. Útgáfa þessi birtir þætti tveggja fyrstu Reykjavíkurbók- anna óbreytta og í sömu röð og þeir birtust upphaflega. Við bæt- ist einungis ágætur inngangur um Árna Óla, sem Sigurður Bjarna- son frá Vigur hefur ritað. Að út- gáfunni er myndarlega og smekk- lega staðið. Get ég ekki að henni fundið annað en það, að æskilegt er að nafnaskrá fylgi riti sem þessu. Ég trúi ekki öðru en því að Reykjavíkurþættir Árna óla eigi eftir að verða heimilisvinir víða, í þessum nýja og myndarlega bún- ingi, heimilisvinir, sem halda áfram að fræða og gleðja í stað þess að gleymast í bókahillum sem stofustáss. PAD ÞARF ENGIN .. BELLI BRC>GÐ TIL PESS AD FÁ ÓDÝRARA FARGJALD INNANLANDS FYRIR FJÖLSKYLDUNA MEÐ FLUGLEIDUM FLUGLEIDIR jSt í wmmfrnm , --------
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.