Morgunblaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 72
OPIÐALLA DAGA FRÁ
KL. 11.45-23.30
AUSTURSTRÆTI22
INNSTRÆTI, SiMI 11633
BTT KDRT AilS SIIUMLR
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Reyktir
sviða-
kjammar
á markað
NÝLEGA komu reyktir sviða-
kjammar á markaðinn frá kjöt-
iðnaðarstöð Sambandsins. Kjöt-
iðnaðarstöðin hefur að undan-
foru sent frá sér ýmsar aðrar ný-
stárlegar vörutegundir, svo sem
nautaskinku, graflamb og
Reykjavíkurpylsu, og á næstunni
kemur á markaðinn söltuð nauta-
skinka.
* Magnús Friðgeirsson, fram-
kyæmdastjóri búvörudeildar
SÍS, sagði í samtali við Mbl. að
það hefði ekki þekkst áður að
seld væru reykt svið en þetta
væri þó ævagamall matur sem
nú væri verið að bjóða fólki að
nýju. Reyktu sviðin eru ekki
ósvipuð hangikjöti á bragðið, þó
með nokkuð sérstöku bragði.
Niðurstaða nefndar um ratsjárstöðvar á Vestfjörðum og á Langanesi:
Morgunblaðið/Júlfus.
Mörg slys í hálkunni
MJÖG harður árekstur varð á mótum Breiðholts- reiðir, með þeim afleiðingum að ökumenn beggja bif-
brautar og Stekkjarbakka um klukkan 21.00 í gær- reiða svo og farþegi í öðrum bnnum voru fluttir á
kvöldi. Þar rákust saman Toyota- og Lada-fólksbif- slysadeild. Sjá nánar frétt um slys og árekstra á bls. 2.
Öryggi flugumferðar yfir
íslandi mun stóraukast
„RÍKISSTJÓRN íslands tekur afstöðu í byrjun næsU árs til beiðni
varnarliðsins um að reisa tvær ratsjárstöðvar tií viðbótar við þær sem nú
eru,“ sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, á fundi í gær, þar sem
blaðamönnum var kynnt ný skýrsla um endurnýjun á ratsjárkerfi varn-
arliðsins.
í upphafi fundarins sagði Geir
Hallgrímsson, að enn hefði ekki
borist formleg beiðni frá varnar-
liðinu um að reisa ratsjárstöðvar
á Vestfjörðum og á norðaustur-
horni landsins, enda hefðu íslend-
ingar óskað eftir að fá tíma til að
kynna sér þetta mál vandlega
fyrst. „Ég tel þessar stöðvar vera
nauðsynlegar öryggi landsins
enda er augljóst hvert varnarhlut-
verk þeirra er. Þeir sem með friði
fara hafa auðvitað ekkert að
óttast, en það er skylda okkar ís-
iendinga, fyrst við erum í varnar-
samstarfi við aðrar þjóðir, að hafa
tryggar varnir í samræmi við
kröfur tímans. Þessar stöðvar
koma til með að þjóna íslandi
fyrst og fremst, en þær koma
einnig samstarfsþjóðum okkar til
góða,“ sagði utanríkisráðherra.
Þorgeir Pálsson, dósent, sem á
sæti í ratsjárnefnd varnarmála-
deildar utanríkisráðuneytisins,
kynnti síðan niðurstöður nefndar-
innar. Hann sagði m.a. að ef rat-
sjárstöðvar yrðu reistar á Vest-
fjörðum og á Langanesi myndi
öryggi flugumferðar stóraukast.
„Þær stöðvar, sem fyrir eru á
Miðnesheiði og á Stokksnesi hafa
ekki nægjanlegt sjónsvið til að
geta sinnt flugumferð, og öryggi
mun aukast með þessum nýju
stöðvum," sagði Þorgeir. „íslend-
ingar gætu sjálfir sinnt allri
starfsemi þessara stöðva. Það er
einnig reiknað með að eftirlitsstöð
fyrir þessar fjórar ratsjárstöðvar
yrði aðeins ein og það væri mikil
hagræðíng að því, en nú er ein slík
eftirlitsstöð við hvora ratsjárstöð
um sig.“
Það kom einnig fram á fundi
þessum, að þrátt fyrir að gervi-
hnettir væru nú að ryðja sér til
rúms við flugumferðarstjórn, þá
hafa ratsjárstöðvar þessar yfir-
burði hvað nákvæmi snertir.
Sjá nánar skýrslu ratsjárnefndar á
miðopnu.
Olympíuskákmótinu lokið:
íslendingar urðu efstir
Norðurlandaþjóða
Saloniki, Crikklandi, frá Áskeli Krni Kárasyni, frétUritara MorgunhlaAsins.
ÍSLAND sigraði Ítalíu með 2'A vinningi gegn VA í 14. og síðustu
umferð Ólympíuskákmótsins í Saloniki í Grikklandi í gær. íslenzka
karlasveitin hlaut þar með 3VA vinning og varð í 11. til 15. sæti.
íslendingar urðu efstir Norðurlandaþjóða og hefur það ekki gerst
fyrr í sögu Ólympíumótanna. Danir og Svíar voru einum vinningi á
eftir okkur. Sovétmenn sigruðu með yfirburðum í karla- og kvenna-
flokkum.
Úrslit einstakra skáka í
gærkvöldi urðu þau að Helgi
Ólafsson og Margeir Pétursson
unnu báðir skákir sínar, Jón L.
Árnason gerði jafntefli en Jó-
hann Hjartarson tapaði. Jó-
hann hafnaði jafnteflisboði en
missti siðan þráðinn. Jón
reyndi í 86 leiki að ná fram
vinningi en tókst ekki. Hálfur
vinningur í viðbót hefði fært
íslandi sjötta sætið. íslenzka
kvennasveitin tapaði í gær
fyrir þeirri indversku 2'A:'A og
hafnaði í miðjum hópi 50 þjóða
með 21 vinning.
Árangur einstakra manna
varð sá í mótinu að Helgi
Ólafsson hlaut 5 vinninga af 10
mögulegum eða 50% vinnings-
hlutfall, Margeir Pétursson
hlaut l'A af 12 mögulegum eða
62,5%, Jóhann Hjartarson 8
vinninga af 14 mögulegum eða
57% og Jón L. Árnason 7'/2 af
10 eða 75%.
Sovétmenn sigruðu Vestur-
Þjóðverja með 2'k vinningi
gegn 1 'h og hlutu alls 41 vinn-
ing, England vann Filippseyjar
3:1 og varð í öðru sæti með 37
vinninga og Bandaríkjamenn
unnu Filippseyjar 2'k:\'k og
urðu í þriðja sæti með 35 'k
vinning.
Einhver
skip fara
á uppboð
— segir Halldór Ásgríms-
son um þau skip, sem
ekki ná skuldbreytingu
„ÞAÐ ERU horfur á því að einhver
þessara skipa fari á uppboð. Ég get
ekki sagt til um það hve mörg þau
verða. Stjórnvöld eru búin að gera
mikið til að létta greiðslubyrðina, en
það sem eftir stendur er þannig í
mjög mörgum tilfellum, að það er
engin leið að standa við þær greiðsl-
ur af skuldum skipanna, hversu góð-
ur sem rekstur þeirra er. Hann er
góður í flestum tilfellum, en skuldir
hafa hlaðizt upp af öðrum orsökum,
þannig að þau dæmi eru orðin óvið-
ráðanleg,“ sagði sjávarútvegsráð-
herra, Halldór Asgrímsson, er Morg-
unblaðið bar undir hann vanda
þeirra skipa, sem ekki ná skuld-
breytingu.
„Það er búið að gera mikla hluti,
sem sést bezt á því að greiðslu-
byrði skipa hjá Fiskveiðasjóði hef-
ur verið dreift og hún létt í sam-
ræmi við getu þeirra. Að öllu
óbreyttu hefðu fallið í gjalddaga
hjá sjóðnum 2,6 milljarðar á
næsta ári, en nú verður það aðeins
1,1 milljarður. Því hefur þarna átt
sér stað gífurleg fjárhagsleg
endurskipulagning, meira verður
varla að gert,“ sagði Halldór.
Sjá nánar á bls. 4.
ÍSAL byrjar að greida
hærra orkuverð:
Tekjuaukinn
900 þúsund
dag hvern
RAFORKUVERÐ til íslenzka
álfélagsins hf. í Straumsvík
hækkaði frá og með síðasta
fostudegi, er forseti íslands
staðfesti með undirskrift sam-
þykki Alþingis á samkomulagi
ISAL og Landsvirkjunar.
Raforkuverðið hækkaði frá
siðastgildandi samningi úr
rúmlega 6,4 mill í 12,5—13
mill, sem þýðir 900 þúsund
króna tekjuauka fyrir Lands-
virkjun dag hvern. Ef miðað er
við bráðabirgðasamkomulagið
frá september 1983 hækkar
orkuverðið úr 9,5 mill og er
það 450 þúsund króna tekju-
auki á dag. Samkvæmt áætl-
unum munu tekjur Lands-
virkjunar vegna samningsins
aukast um 64 milljónir dollara
næstu 5 árin eða 2.560 milljón-
ir króna miðað við núverandi
gengi.
Búist er við hækkun raf-
orkuverðs á næstunni, enda
hefur skráð verð á álmörkuð-
um hækkað úr 1.000 dollurum
tonnið í um 1.250 dollara síðan
í september.