Morgunblaðið - 05.12.1984, Síða 56

Morgunblaðið - 05.12.1984, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 Frá aðalfundi Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldinn var í Gagnfræðaskólanum á ísafirði. Fjórðungsþing Vestfírðinga: Jarðgöng milli fjarða grund- völlur byggðar á Vestfjörðum — Sjö prósent brottflutningur á ári að meðaltali frá þéttbýlisstöðunum sl. 12 ár Fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið á ísafirði dagana 9. og 10. september sl. Aðalmál þingsins var frumvarp að nýjum sveitarstjórnarlögum. Félagsmálaráðherra Alexander Stefánsson flutti framsöguræðu. Þingstörf snérust að mestu um sveitarstjórnarlögin, en í skýrslu framkvæmdastjóra fjórðungssam- bandsins komu fram svo uggvæn- legar upplýsingar um íbúaþróun í fjórðungnum, að öll önnur mál hljóta að falla í skuggann. Jóhann T. Bjarnason fram- kvæmdastjóri fjórðungssam- bands Vestfirðinga flutti í upp- hafi þingsins ítarlega ræðu um málefni fjórðungsins. Þar kom fram að á árunum 1970—1982 hafa að meðaltali 6—7% íbú- anna flutt burtu árlega af öllum þéttbýlissvæðunum á Vestfjörð- um. A móti kemur aðflutningur fólks, sem er á flestum stöðum nokkuð minni. Mest hlutfallsleg fækkun varð í Gufudalshreppi, þar fækkaði um 38,6% á þessum tólf árum og eru nú taldir þar 43 íbúar, í Múlahreppi fækkaði um 36,7% í 14 manns og í Hróf- bergshreppi um 34% í 31. Þrjú byggðarlög skera sig hinsvegar áberandi úr með fjölgun. I Tálknafjarðarhreppi fjölgaði íbúum um 45,5% í 355, í Bolung- arvík fjölgaði um 33,4% í 1287 og í Hólmavíkurhreppi um 28,4% í 397. Hreyfing fólks til og frá byggðarlögunum er með ólíkindum. Þar sem staðfestan er mest í Fellshreppi fluttu 37% árlegs íbúafjölda úr hreppnum á árunum 1970—1982 en 16% fluttu í hreppinn. Þar sem óróinn var mestur í Auðkúlu- hreppi fluttu 169% árlegs íbúa- fjölda úr hreppnum á þessum 12 árum, en 111% fluttu í hrepp- inn. Á ísafirði fluttu 78% íbú- anna burt, en 74% að, í Bolung- arvík fluttu 74% burt, en 79% að. Fækkaði um 20 % Fráiárinu 1930—1982 fækkáði Jóhann T. Bjarnason framkvæmda- stjóri F’órðungssambands Vest- fjarða. Alexander Stefánsson féiagsmála- ráðherra flytur framsöguerindi sitt um ný sveitarstjórnarlög. Guðmundur H. Ingólfsson fráfar- andi formaður fjórðungssambands- ins flytur skýrslu stjórnar. Vestfirðingum um 20%, á sama tíma fjölgaði íslendingum um 110%. Vestfirðingum fækkaði úr 13.071 í 10.452, en íslending- um fjölgaði úr 109 þúsund í 235 þúsund. Vestfirðir eru eini landshlutinn þar sem fækkun hefur orðið síðan 1930. Sjávarútvegur og fiskvinnsla eru langstærstu atvinnuþætt- irnir á Vestfjörðum og hefur framlegð hvers íbúa verið þrisv- ar sinnum hærri en landsmeð- altal í þeim atvinnugreinum. Þetta hlutfall kann nú að rask- ast verulega vegna samdráttar í bolfiskveiðum. Grundvallar- atriði í styrkingu byggðar á Vestfjörðum eru bættar sam- göngur sagði Jóhann T. Bjarna- son í ræðu sinni. Því þær einar geta tryggt minni byggðarlög- unum og sveitunum eðlilega þjónustu s.s. á sviði heilbrigð- ismála, skólamála og menning- armála, auk þess sem starfsemi atvinnufyrirtækja styrkist og möguleikar gefast á samstarfi. Hann sagði að jarðgangna- gerð í gegn um erfiðustu fjöllin væri eina raunhæfa lausnin til að tryggja varanlegar samgöng- ur milli mikilvægustu byggða- svæðanna í fjórðungnum. Má búast við hruni sumra byggðarlaga Mestur tími þingsins fór í um- ræður um frumvarp að nýjum sveitarstjórnarlögum, eins og áður var getið. Álexan'der Stef- ánsson félagsmálaráðherra gat þess í framsöguræðu sinni, að i stefnuyfirlýsingu núverandi rík- isstjórnar væru ákvæði um að draga verulega úr ríkisafskipt- um og færa verkefni til sveitar- félaga. Reynt verður að.fá fram skarpari skil milli verkefna Drög úr ályktun Fjórðungsþings Vestfirðinga um ný sveitarstjórnarlög Fjórðungsþing lýsir fullum stuðningi við megintilgang og markmið tillögu endurskoðunar- nefndar, þ.e. að sjálfstjórn sveit- arfélaga verði aukin, að réttar- staða sveitarfélaga eigi að vera sem líkust, að stuðla að vald- dreifingu, að frelsi sveitarfélaga um stjórn og verkefnaval verði aukið, að framkvæmd og fjár- hagsleg ábyrgð fari saman, að efla og stækka sveitarfélögin og að stuðla að lýðræðislegum stjórnarháttum í sveitarstjórn- armálum. Fjórðungsþing metur það til ávinnings ef tekst að sameina sveitarfélögin í stærri heildir, en telur að forsendur sameiningar verði að landfræðilegar, við- skiptalegar og félagslegar heild- ir geti myndast. Þingið bendir á þá reynslu sem fengist hefur af frjálsu samstarfi smæstu sveit- arfélaganna í landshlutasamtök- unum. Þingið lýsir stuðningi við sjálfsákvörðunarrétt sveitarfé- laga um gjaldskrár eigin fyrir- tækja. Þingið mótmælir lögbind- ingu um 5 ára áætlunargerðir sveitarfélaga. Þingið bendir á að eftir áratugastarf frjálsra fjórð- ungssambanda er ástæða til að sá vettvangur verði lagður til grundvallar nýbreytni í sam- starfi sveitarfélaga. Fjórðungs- þingið getur ekki fallist á að svipta smæstu einingar sveitar- stjórnarstigsins tillögu og ákvörðunarrétti í samstarfi sveitarfélaga. Fjórðungsþing leggur til að allir kjörnir sveit- arstjórnarmenn og varamenn þeirra verði kjörgengir til full- trúaráða héraðasamtaka. Fjórð- ungsþing telur að samvinna sveitarfélaga innan sýslunefnda hafi verulegt hagnýtt og félags- legt gildi. Verði stofnað til hér- aðsþinga, bendir fjórðungsþingið á, að innan samtakanna verði viðurkenndar einingar s.s. odd- vitafundir. Kostnaður af störf- um héraðsþinga vill fjórðungs- þingið að verði borinn uppi af framlagi jöfnunarsjóðs og byggðasjóðs og að framlögin verði ekki skert frá því sem nú er. Fjórðungsþingið lýsir ánægju sinni með gerð samstarfssátt- mála ríkisstjórnarinnar og Sam- leggur mikla áherslu á að sam- starfið fjalli um stjórnunarlegt og fjárhagslegt sjálfstæði sveit- arfélaganna. f lokaorðum segir að Fjórð- ungsþing Vestfirðinga telji mjög tímabært, að ný sveitarstjórn- arlög verði sett og telur mikil- vægast að eðlileg framþróun sveitarstjórnarmála sé þar mörkuð. Þingið áréttar, að ný- skipan sveitarstjórnarmála verði grundvölluð á fjórðungs- samböndum sem þróast hafa í áraraðir án afskipta ríkisvalds- ins og að séð verði til þess að hin nýja skipan kippi ekki sam- starfsvettvangi smæstu sveitar- félaganna, þ.e. sýslunefndar- fundunum, burt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.