Morgunblaðið - 05.12.1984, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984
Islenskur fískur
seldur í Bretlandi
Plastpoki utan um hágæda-rækjur. Vörumerkid „Iceland" efst á pokanum er
ekki eign íslensks fyrirtækis heldur Iceland Frozen Food, sem tveir ungir
Bretar stofnuðu fyrir nokkrum árum og er nú í hópi helstu viðskiptavina SH
í Bretlandi.
Nýtt hús Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Grimsby. Þar eru fiskréttaverksmiðja, frystigeymsla og skrifstofur.
Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna hefur nú formlega tekið í
notkun fiskréttaverksmiðju í
Grimsby í Englandi. Þar með
hafa íslendingar haslað sér
nýjan völl í hinum gamla fisk-
veiðibæ sem nú er ekki nema
svipur hjá sjón eftir að togara-
útgerð er þar svo að segja úr
sögunni. Má ekki síst rekja
hvarf togaranna til útfærslu ís-
lensku fiskveiðilögsögunnar í
200 sjómflur 1975 en sam-
kvæmt samningi sem gerður
var í lok maí 1976, Oslóar-
samkomulaginu svonefnda,
hurfu allir breskir togarar úr
íslenskri lögsögu 1. desember
1976. Nú gera Bretar aðeins út
nokkra frystitogara.
íslendingum er síður en svo illa
tekið í Grimsby, þvert á móti má
segja að ráðamenn í þessum bæ
sem er álíka fjölmennur og
Reykjavík sækist eftir nánum
samskiptum við íslendinga og
fiskviðskiptum.
Að sögn Ólafs Guðmundssonar,
forstjóra verksmiðjunnar í
Grimsby, komu mörg atriði til
eftir Björn Bjarnason
álita, þegar hinni nýiu verksmiðju
var valinn staður. I Grimsby er
hún vel í sveit sett bæði að því er
varðar samgöngur og tengsl við
helstu markaðssvæði í Bretlandi
og á meginlandi Evrópu sem verk-
smiðjan á að þjóna þegar fram
líða stundir. Þá eru íbúar Grimsby
vanir því frá aldaöðli að fást við
fisk. Starfsfólk setur lyktina ekki
fyrir sig frekar en annað sem fisk-
inn varðar. Þá réð hitt ekki litlu
að yfirvöld í Grimsby létu fyrir-
tækinu Icelandic Freezing Plants
Ltd. (IFP) í té góða lóð rétt við
hraðbraut á einstaklega hag-
stæðum kjörum. Lóðin er leigð til
125 ára fyrir 150 þúsund punda
(7,2 millj. króna) upphafsgreiðslu
og síðan 100 pund á ári. Humb-
erside-svæðið sem nær yfir
Grimsby og Hull er auk þess eitt
af þeim svæðum þar sem opinber-
ir styrkir eru veittir þeim sem
reisa þar ný fyrirtæki. Af þeim
sökum fengu eigendur nýju verk-
smiðjunnar í Grimsby um 300 þús-
und pund eða um 14,4 milljónir
króna í styrk úr breskum byggða-
sjóði. Heildarkostnaður við smíði
verksmiðjunnar og vélar hennar
nemur nú um 4 milljónum punda
eða 182 milljónum króna.
Jón Ingvarsson, stjórnarfor-
maður Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna (SH), ávarpaði gesti sem
fyrirtækið bauð nú nýlega til
Grimsby til að kynnast starfsem-
inni þar. Jón sagöi meðal annars:
„Þótt erfiðlega ári nú í sölu
frystra sjávarafurða í Vestur-
Evrópu, fyrst og fremst vegna
veikrar stöðu gjaldmiðla helstu
Evrópulanda gagnvart dollara, þá
skulum við hafa það í huga, að
ýmsar blikur eru á lofti í Banda-
ríkjunum. Hinn sterki dollari hef-
ur stóraukið framboð á fiski þar
frá ýmsum löndum, einkum Kan-
ada, en Kanadamenn eru okkar
skæðustu keppinautar. Því er mik-
ilvægt fyrir íslendinga að hafa
komið sér vel fyrir innan Efna-
hagsbandalagsins, einkum í Bret-
landi.
Innan Efnahagsbandalagsins
eru tæpar 300 milljónir íbúa. Fisk-
neysla er mikil á þessu svæði. Við
gerum okkur vonir um, að íslend-
ingar geti aukið hlutdeild sína á
þessum stóra markaði.
Bygging verksmiðjunnar í
Grimsby, auk frystigeymslu og
söluskrifstofu, er mikilvægur
áfangi að þessu markmiði og
okkur því fagnaðarefni.
Ánægjan er þó ekki óblandin.
íslenskur sjávarútvegur stendur
um þessar mundir í mesta öldudal
um áratuga skeið. Þorskafli er nú
hinn minnsti í 35 ár og hefur dreg-
ist saman úr 460 þúsund tonnum
árið 1981 í 250 þúsund tonn á
þessu ári. Samkeppni við ríkis-
styrktan sjávarútveg annarra
ríkja veldur miklum erfiðleikum á
okkar helstu mörkuðum. Eftir
langvarandi hallarekstur útgerðar
og fiskvinnslu hafa skuldir hrann-
ast upp og greiðslustaðan er víða
með þeim hætti að gjaldþrot blas-
ir við mörgum útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækjum."
Löng reynsla í
Bretlandi
Sölumiðstöðin hefur langa
reynslu af því að starfa á breskum
fiskmarkaði, þótt ekki hafi hún
staðið þar fyrir verksmiðjurekstri
fyrr en nú. Árið 1956 eignaðist SH
fyrirtækið Snax (Ross) Ltd. í
Englandi. Á þess vegum voru
reknir fiskveitingasölustaðir „fish
& chips“-staðir í London allt fram
á þetta ár. Nálguðust þeir þriðja
tuginn er þeir voru flestir. Fyrir
andvirði þessara fisksölustaða gat
SH lagt fram 20% af stofnkostn-
aði við verksmiðjuna í Grimsby.
Rekstur þessara staða gaf mjög
góða raun á þeim árum þegar fisk-
sölur til Bretlands lágu niðri
vegna landhelgisdeilna eða
þorskastríða. Eftir útfærsluna í
200 sjómílur við ísland fór SH að
huga að nýrri stefnumótun á Bret-
landsmarkaði og á mörkuðum i
aðildarlöndum Evrópubandalags-
ins (Efnahagsbandalags Evrópu).
Á aðalfundi SH árið 1979 var sam-
þykkt að lögð skyldi sérstök rækt
við að þróa markaðinn í Evrópu og
þá sérstaklega Bretlandi. Haustið
1981 fékkst síðan vilyrði hjá bæj-
aryfirvöldum í Grimsby fyrir lóð
undir nýtt hús sem rúma skyldi
söluskrifstofu SH, frystigeymslur
og verksmiðju til framleiðslu á
fiskréttum. í febrúar 1982 var
fyrsta skóflustungan tekin en í
október sama ár var frystigeymsl-
an tekin í notkun. í júlí í ár var
svo vinnsla hafin í verksmiðju-
salnum sjálfum. Þar eru nú fjórar
vinnslurásir en geta orðið sex eða
sjö, í minni sal er rými fyrir tvær
til þrjár rásir. Starfsmenn eru
170, þar af þrír íslendingar: ólaf-
ur Guðmundsson forstjóri sem
verið hefur fulltrúi SH í Bretlandi
í 18 ár, Sturlaugur Daðason verk-
smiðjustjóri og Guðmundur Ólafs-
son skrifstofustjóri.
Samhliða því sem ákveðið var
að ráðast í smíði verksmiðjunnar
stofnaði SH félag til að eiga hana
og reka og heitir það Icelandic
Freezing Plants Ltd. (IFP Ltd.). í
stjórn þess sitja R. Storry Deans
lögfræðingur formaður, Eyjólfur
fsfeld Eyjólfsson forstjóri, Jón
Páll Halldórsson framkvstj., Ólaf-
ur Guðmundsson framkvstj. og
Ólafur Gunnarsson framkvstj.
Síðustu þrjú ár hefur fyrirtækið
selt fyrir 334,6 millj. króna 1981,
440,3 millj. kr. 1982 og 690,7 millj.
kr. 1983. A árinu 1983 var heildar-
verðmæti útflutnings á vegum SH
4563,8 millj. króna. (Tölurnar eru
frá því fyrir gengisbreytingu.) Á
síðasta ári skilaði fyrirtækið f
Bretlandi þannig um 15% af sölu-
verðmæti afurða hjá SH.
Markaðsþróun og gengi
Breska sterlingspundið hefur
Ólafur Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri SH í Bretlandi.
Jón Ingvarsson, stjórnarformaður
SH.
veikst mjög í samanburði við doll-
arann á undanförnum mánuðum.
Þetta setur mikinn svip á þróun
fisksölu til Bretlands. Á árinu
1980 þegar unnið var að áætlana-
gerð vegna verksmiðjunnar í
Grimsby voru 2,44 dollarar í einu
pundi. Nú að undanförnu hafa
verið innan við 1,30 dollarar í
pundinu. Þetta veikir mjög sam-
keppnisaðstöðu fiskkaupenda í
Bretlandi gagnvart þeim sem
flytja inn fisk til Bandaríkjanna.
Áhrifin sjást greinilega þegar
bornar eru saman tölur um út-
flutning SH til Bandaríkjanna
annars vegar og Bretlands hins
vegar.
A árinu 1981 seldi SH 39.753
tonn af frystum fiski í Bandaríkj-
unum (45% af heildarmagni út-