Morgunblaðið - 05.12.1984, Page 47

Morgunblaðið - 05.12.1984, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1984 47 Starfsemi Alcan og dótturfyrirtækjanna er dreifð um 33 lönd í sex heimsálfum, eins og þetta kort ber meó sér. Innrömmuðu svæóin á heimskortinu vísa til kortanna fimm hægra megin við heimskortið. Alcan-samsteypan ein sú stærsta f áliðnaði: 70 framleiðslufyrirtæki í 33 löndum er veita um 70 þúsund manns atvinnu Kanadíska álfyrirtækiö Alcan, sem er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar og aðili að álverksmiðjum og skyldum iðnaði í nær öllum heimshornum, hefur verið í fréttum hér á landi vegna hugsanlegrar aðildar þess að álveri viö Eyjafjörð. Fyrsta álver Alcan í smíðura. Það var reist árið 1900 og hófst þar framleiösla haustið 1901. Eins og svo mörg önnur stór- fyrirtæki vorra daga byrjaði Al- can í smáum stíl rétt fyrir síð- ustu aldamót. En mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Alcan, þá undir öðru nafni, hóf álframleiðslu í litlu þorpi í Que- bec-fylki, Shawinigan, 22. októ- ber árið 1901, þar sem fyrirtækið reisti litla álbræðslu í nágrenni orkuvers í St. Maurice ánni, sem þá sá Montreal fyrir rafmagni. Verksmiðjan framleiddi tonn af áli á dag til að byrja með, og fékk fyrirtækið á sig alþjóðlegan blæ þegar í öndverðu, því fyrsta pöntunin kom frá Japan og hljóðaði hún upp á 30 tonn. 1 kjölfarið komu tvær pantanir frá Bandaríkjunum og þrjár frá Evrópu. Magntölurnar voru litl- ar til að byrja með, en allt frá byrjun hefur Alcan vaxið og dafnað og veitir samsteypan nú yfir 70 þúsund manns atvinnu i öllum heimshornum, auk þess sem umsvif fyrirtækja Alcan hafa því til viðbótar skapað hundruð þúsunda annarra at- vinnutækifæra. í fæðingarbæ fyrirtækisins er í dag álver svip- að álverinu í Straumsvík að stærð, framleiðslugetan 84 þús- und lestir og starfsmennirnir 725. Litla álverið í Shawinigan hafði ekki starfað lengi er eftir- spurn eftir þessum nýja og fjöl- hæfa málmi jókst stórum. Reyndist því fljótlega nauðsyn- legt að stórauka framleiðsluna. Réðst Alcan því árið 1925 í bygg- ingu álvers og stofnun borgar- innar Arvida í nágrenni Sagu- enay-árinnar í Quebec-fylki, þar sem gífurlegir möguleikar voru til raforkuframleiðslu. Snemma á fimmta áratugnum reisti fyrirtækið tvær álbræðsl- ur til viðbótar í Quebec í Alma og Beauharnois, og 1982 tók til starfa álver í Grand Baie, í 30 km fjarlægð frá Arvida-verk- smiðjunum. Stærsta álver í heimi Arvida-verksmiðjurnar eru nú stærstar sinnar tegundar í heimi, en auk álvers, sem fram- leitt getur 432 þúsund tonn af áli árlega, er þar að finna úr- vinnslustöðvar og efnaverk- smiðjur. Starfa þar um 8.000 manns. Til að gefa hugmynd um stærð álversins í Arvida eru í kerskálum þess 2.700 bræðslu- ker. Borgarsvæðið, sem verksmiðjurnar er að finna á, er nú nefnt Jonquiére. Af álverum Alcan í Quebec kemur Grand Baie-álverið næst Arvida að stærð, en það getur framleitt 171 þúsund lestir af áli á ári. Þar er beitt nýjustu tækni og starfsmenn aðeins 700 talsins, eða álíka margir og í Shawinig- an (725) og Alma, en í hinu síð- í kerskálum álvers Alcan í Arvida, sem er hið stærsta í heimi, er að finna um 2.700 bræðsluker. arnefnda starfa 675 manns og framleiðslugetan er 73 þúsund tonn. Samtals er framleiðslugeta sex álvera Alcan í Kanada 1,1 milljónir tonna, þegar álverið í Kitimat er talið með, en fram- leiðslugeta þess er 268 þúsund tonn. „ Á sjötta áratugnum réðst Al- can-fyrirtækið í miklar stór- framkvæmdir með því að reisa stórt vatnsorkuver, þar sem nú heitir Kemano í British Col- umbia, og álbræðslu og viðeig- andi hafnarmannvirki í Kitimat við Kyrrahafsströnd sama fylk- is. í Kitimat starfa nú 2.400 manns og framleiðslan 268 þús- und lestir áls á ári. Samtals er framleiðslugeta ál- vera, sem eru að öllu leyti eða hluta til í eigu Alcan-samsteyp- unnar, röskar tvær milljónir tonna á ári. Þá stendur til að Alcan yfirtaki álframleiðslu og áliðnað Atlantic Richfield- samsteypunnar bandarísku, en við það ykjust umsvif Alcan á álmarkaðinum. Setti Alcan framleiðslumet á sl. ári, er fram- leidd voru samtals 1,9 milljónir lesta af áli af öllum gerðum, og búast forráðamenn fyrirtækis- ins við framleiðsluaukningu á þessu ári. Til samanburðar má geta þess að samtals er fram- leiðslugeta álvera í heiminum um 14,1 milljón lesta við síðustu áramót og framleiðslugeta ís- lenzka álversins er um eitt- hundrað þúsund smálestir. 21 álver Auk álveranna sex í Kanada, á Alcan að öllu leyti þrjú álver í Bretlandi, tvö í Brazilíu, og eitt í V-Þýzkalandi. Þá á Alcan meirihluta í þremur álverum á Indlandi og einu í Ástralíu. Sam- tals er framleiðslugeta þessara álvera rúmlega 1,6 milljónir lesta. Auk þessa eiga dótturfyr- irtæki Alcan tvö álver í Japan og þrjú á Spáni, og er framleiðslu- geta þeirra 504 þúsund lestir. Þá á fyrirtækið eða rekur box- ítnámur á Jamaíka, Gíneu, Frakklandi, Malaysíu, Brazilíu, á Indlandi og í Ástralíu, auk þess súrálsvinnslur í flestum þessara landa svo og í Kanada, Japan, á Spáni og írlandi. Álver og aðrar verksmiðjur Alcan í Kanada fá raforku frá eigin orkuverum samsteypunn- ar, sem framleiða um 3,6 millj- ónir kílówattstunda. Utan Kan- ada kemur um helmingur orku- notkunar álvera Alcan og dótturfyrirtækja frá eigin orkuverum. Úrvinnslufyrirtæki Alcan í Kanada og Bandaríkjunum nota stærstan hluta álframleiðslu fyrirtækisins, en mikið magn af álstöngum er þó einnig selt óháðum og óskyldum fyrirtækj- um í Bandaríkjunum og víðar. Stærsti markaður fyrir ál og ál- afurðir er í Bandaríkjunum, en þar næst kemur Japan. 70 fyrirtæki í 33 löndum Láta mun nærri að til Alcan- samsteypunnar heyri 70 fyrir- tæki í 33 löndum í sex heimsálf- um, en söluskrifstofur er að finna í yfir 100 löndum. Á Alcan langflest þeirra að öllu eða miklu leyti, í 16 þeirra á sam- steypan minnihluta og níu fyrir- tæki á Alcan að 50%. Fyrirtækin eru misjafnlega umsvifamikil, allt frá því að reka margar og stórar verksmiðjur niður í lítil og mjög sérhæfð framleiðslufyr- irtæki. Hjá Alcan og dótturfyrirtækj- unum starfa rúmlega 70 þúsund manns. í fyrra nam velta Alcan rúmlega 5,2 milljörðum Banda- ríkjadala, eða jafnvirði um 180 millj arða króna. Samsteypan er í eigu um 35 þúsund manna, stofnana og fyrirtækja. Eigur Alcan eru við síðustu áramót metnar á 6,6 milljarða dollara, eða um 225 milljarða króna. Alcan ræður yfir og hefur að- gang að boxíti er duga mun fyrirtækinu um langa framtíð. Hins vegar beinast rannsóknir á vegum Alcan að því að finna leiðir til að vinna súrál með Öðr- um hætti. Þá beinast rannsóknir að nýjum og öðrum sviðum en nú er starfað á, og áætla forráða- menn Alcan að á næsta áratug komi fjórðungur tekna sam- steypunnar af álafurðum, sem eigi eru framleiddar í dag. Yrði það í samræmi við þá þróun, sem Alcan-samsteypan og fyrirtæki hennar hafa gengið í gegnum, en hún hefur einkennzt af örum vexti undirstöðugreinanna og viðgangi nýrra framleiðsluþátta. — ágás. Álverksmiöjur Alcan í Kanada, sex að tölu, fá alla sína raforku frá jafnmörgum orkuverum, sem öll eru reist af Alcan og í eigu samsteypunn- ar. Álvar Aican og dótturfyrirtækja annars staðar í veröldinni fá um helming raforku sinnar frá orkuverum í eigu Alcan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.