Morgunblaðið - 10.01.1985, Page 7

Morgunblaðið - 10.01.1985, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 7 3 -í TERŒU í tilefni þess að gengið er í gildi reykingabann á opinberum stöðum sameinuðust bifreiðastjórar á BSR um að hætta að reykja á vinnustað. Allir öskubakkar í starfsmannaherbergi BSR voru því teknir af borðun- um á fyrsta degi reykingabannsins. Bandalag jafnaðarmannæ Landsfundur 1.—3. febrúar nk. Guðrún B. Daníelsdóttir verður 100 ára á föstudaginn. 100 ára á morgun Toyota Tercel 4WD er framúrskarandi stationvagn sem sannaraðfjórhjóladrifnir bílar geta verið þægilegir. Hvort heldur á hann er litið eða í honum eins og aðrir stationbílar - hann fer þar sem aðrir sitja fastir. Tercel 4WD er sparneytinn og ör- uggur svo sem við er að búastfrá Toyota. Þægindi fólksbifreiðarinnar, seigla og styrkur bíls með drifi á öllum hjólum sameinast í Tercel station. Harðger 1,5 lítra bensínvél sinniraf samaöryggi 2 og4 hjóla drifunum. Landsfundur Bandalags jafnaðarmanna verður hald- inn í Reykjavík 1.—3. febrú- ar nk. Fundurinn verður öll- um opinn og þeir sem til- kynna þátttöku fyrir 21. janú- ar nk. njóta málfrelsis, kjör- gengis, tillögu- og kosninga- réttar að sögn Guðmundar Einarssonar formanns þing- flokks Bandalags jafnaðar- manna. Að hans sögn skiptir ekki máli hvort menn eru flokksbundnir í öðrum flokk- um, öllum er frjáls þátttaka. „Við lítum á fundinn sem póli- tískt torg, þar sem opin stjórn- málaumræða á sér stað,“ sagði Guðmundur Einarsson um landsfundinn. Hann sagði, að auk hefðbundinnar stjórnmála- umræðu væri viðbúið að skipu- lagsmál Bandalags jafnaðar- manna yrðu nokkuð til umræðu, en á síðasta landsfundi var frestað ákvarðanatöku um skipulagsmál. Guðmundur sagði ennfremur, að þeir sem vildu koma á fram- færi tillögum um umræðuefni eða drögum að ályktunum yrðu að sjá til þess að þær bærust fyrir 20. janúar nk. Full fund- arréttindi hafa þeir sem til- kynna þátttöku fyrir 21. janúar nk., eins og að framan greinir, en auk þess hafa aðrir, á meðan húsrúm leyfir, rétt til fundar- setu með áheyrnar- og málfrelsi og fá fundargögn. Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleið- um. Guðrún B. Daníelsdóttir frá Hvammstanga verður 100 ára á morgun, föstudaginn 11. janúar. Guðrún er ekkja, hún eignaðist fjögur börn og er eitt þeirra á lífi nú. Guðrún er nú til heimilis að Dalbraut 27 í Reykjavík og mun hún taka á móti gestum á afmælisdaginn, eftir klukkan 16, á heimili dóttursonar síns, Hjálmtýs Guðmundssonar, Kríunesi 8, Garðabæ. Guðjón Ármann Eyjólfsson skóla- stjóri. Guðjón Ármann fimmtugur GUÐJÓN Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík, verður fimmtíu ára í dag. Guðjón Ármann er sjóliðs- foringi frá danska sjóhernum og bjargveiðimaður úr Bjarnarev í Vestmannaeyjum. Guðjón Ár- mann var fyrsti skólastjóri Stýrimannaskólans í Vest- mannaeyjum, síðan kennari og skólastjori við Stýrimannaskól- ann í Reykjavík. Að sið Úteyinga er Guðjón Ármann heima á af- mælinu og tekur á móti gestum í dag og næstu daga. TOYOTA Nybýlavegi 8 200Kópavogi S 91-44144

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.