Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANtJAR 1985 Heimsmeistara- einvígið Skák Gunnar Gunnarsson HeimsmeisUraeinvígid í skák, sem farið hefur fram síðan 10. sept á síðasU ári í Moskvu hefur orðið skákáhugamönnum svo og öðrum þeim sem ekki komast hjá að heyra fréttir af þessu einvígi mikið undr- unarefni og valdið mörgum von- brigðum af mörgum ástaeðum. Fyrir keppnina fögnuðu skákáhugamenn um allan heim þessu einvígi, því öll- um ber enn saman um að þarna eig- ist við tveir af bestu skákmönnum heimsins. En öll framvinda þessa einvígis stingur í stúf við önnur heimsmeisUraeinvígi og það á mörg- um sviðum. Áskorandinn Áskorandinn, Gary Kasparov er aðeins 21 árs gamall, en þegar hann var aðeins 14 ára gamall voru menn farnir að spá honum miklum frama og 17 ára gamall varð hann stórmeistari. Fyrir ein- vígið voru bæði sovéskir og aðrir skáksérfræðingar víðsvegar i heiminum sammála um að nú væri að hefjast spennandi einvígi og tvísýnt þar sem mættust tveir af bestu skákmönnum heimsins i dag. Sovéskir skáksérfræðingar, stórmeistarar, skákþjálfarar svo og ýmsir skákblaðamenn sem skrifuðu um skák í sovésk blöð töldu allir að þeir Karpov og Kasparov hefðu jafna möguleika á heimsmeistaratitlinum, utan einn. Binungis stórmeistarinn Viktor Kupréjstik taldi líkurnar vera 60 á móti 40 Karpov í hag vegna þess að hann Uldi Karpov vera Uuga- sterkari heldur en Kasparov, þó svo Kasparov væri ekkert verri skák- maður en Karpov. Kasparov hefur á sínum stutta ferli þróað með sér ákaflega djarfan sóknarstíl og unnið margar af sínum skákum með leiftrandi fórnum og fléttum. Hann hefur náð gífurlegu valdi á öllum þáttum skákarinnar, en þó hefur byrjanaþekking hans verið afburða góð og oft hefur hann náð yfirburðastöðu tiltölulega snemma í skákinni. í þessu einvígi hefur honum ekki tekist eins vel að notfæra sér þessa yfirgrips- miklu þekkingu sína i byrjana- fræðunum vegna þess að nú loks- ins hefur hann fundið jafningja sinn á því sviði. Heimsmeistarinn Heimsmeistarinn, Anatoly Karpov er ekki orðinn gamall að árum þó hann sé bráðum búinn að vera heimsmeistari í 10 ár, en hann er „aðeins" 33 ára gamall. Hann hefur ekki einungis haldið heimsmeistaratitlinum í tveimur einvígjum við Kortsnoj, heldur hefur hann staðið í fylkingar- brjósti á meðal bestu skákmanna heims og unnið í næstum hverri einustu keppni sem hann hefur tekið þátt í. Slíkir hafa yfirburðir hans verið að það heyrir til algjörra undantekninga ef hann tapar skák. Hann hefur því fyllilega staðið undir nafni sem heimsmeistari og það með miklum sóma. Karpov ákvað það strax eftir að hann varð heimsmeistari að setjast ekki i helgan stein og halda að sér hönd- um, heldur hóf að tefla í stór- meistaramótum af miklum krafti. Hann leit á það sem skyldu sína að tefla mikið, andstætt fyrrverandi heimsmeistara, Michael Botwinn- ik, sem var á allt annarri skoðun og taldi heimsmeistarann eiga að rannsaka meira skákir og lfta meira á stöðu sína sem vísinda- iðkun. Hvað segja sérfræð- ingar um heimsmeist- araeinvígið? Stórmeistarinn Adorjan frá Ung- verjalandi: Karpov er atvinnumaður á heimsmælikvarða, en það er leiði- gjarnt að horfa á hann tefla. Hann forðast að taka nokkra áhættu og þegar hann teflir með svörtu er hann næstum því alltaf sáttur með jafntefli. 1 þessu einvígi, a.m.k. i fyrstu, beið hann þess að Kasparov léti til skarar skríða. Best hefði verið í þágu skáklistar- innar að Kasparov ynni þetta ein- vígi, en hann er ennþá ungur og óreyndur. Eftir nokkur mistök í byrjun einvígisins virðist eins og hann hafi misst baráttuviljann, en ég vona að hann hafi lært mikið á þessu einvígi. Stórmeistarinn Bagirov frá Sov- étríkjunum: Karpov er betur undir keppnina búinn, og tilraunir Kasparovs til að ráðast gegn grundvallarlögmál- um skákarinnar hafa orðið honum dýrkeyptar. Nú hefur hann (Kasp- arov) tekið þá ákvörðun að nota þá herstjórnarlist sem honum býðst: að bíða. En af því hann er í eðli sínu tækifærissinni (og mikill bar- áttumaður) á hann mjög erfitt með að bíða. Því hefur verið fleygt að Kasparov hafi vanmetið Karpov og það getur verið rétt. Stórmeistarinn Matanovic frá Júgóslavíu: An nokkurs vafa eru hér tveir af bestu skákmönnum heims að kljást og það eru ekki í sjónmáli neinir sem komast i samjöfnuð við þá. Vissulega teflir Kasparov ekki eins glæsilega eins og hann er vanur, en það er ekki nein tilvilj- un. Karpov er svo alhliða skák- maður að þar kemst enginn í sam- jöfnuð í heiminum. Karpov teflir alltaf af allra besta gæðaflokki. Taka má sem dæmi byrjanaval hans þegar hann hefur hvítt. Hann teflir jöfnum höndum byrj- anir sem byrja á leikjunum 1. e4, 1. d4, eða 1. Rf3 og á aldrei í vand- ræðum með að ná yfirburðum á miðborðinu. Skákmenn ættu að athuga hversu örugglega hann nýtir það frumkvæði sem hann fær og hefur mikinn skilning á að breyta til um bardagaaðferðir eft- ir stöðunni og eftir því hver and- stæðingurinn er. Karpov er sér- lega fær um að verjast í erfiðum stöðum og sá eiginleiki hefur kom- ið honum vel í þessu einvígi við Kasparov. Stórmeistarinn Rauzvajev, Sovét- ríkjunum: Það má fullyrða að enginn skák- maður í heiminum í dag sem teflir við Kasparov og lendir í þeirri ógæfu að vera í vörn, eða vera undir að einhverju leyti, komist frá því óskaddaður. En verst af öllu fyrir skákmann sem teflir við Kasparov, er að vera hræddur við hann og hafa ekki trú á sínum eig- in styrk. Þó ég vilji ekki særa Kasparov langar mig að líkja hon- um við hákarl: Þegar hákarl finn- ur lykt af blóði getur ekkert stöðv- að hann. Á hinn bóginn getur vilja- sterkur, ákveðinn og sjálfsöruggur andstæðingur, sem teflir án nokkurs ótta, þvingað hann í stöðu hins sigraða. Alla þessa fyrrnefndu eiginleika hefur einmitt núverandi andstæðingur hans: Karpov. Stórmeistarinn Averbach frá Sov- étríkjunum: Það eru uppi margar kenningar um ástæðurnar fyrir framvindu þessa heimsmeistaraeinvígis og allir hafa sínar skýringar á hlut- unum. Sumir halda að jafntefli þau sem Kasparov hefur gert sig ánægðan með séu gerð í þeim til- gangi að lengja einvígið sem mest, til þess að menn minnist ekki þessa einvigis sem hins styzta sem teflt hefur verið og Kasparovs í hlutverki hins sigraða. Ekki hef ég þó trú á því að Kasparov hafi áhyggjur af dómi sögunnar, en frá mínum bæjardyrum séð er sjón- armið Kasparovs einhvernveginn á þessa lund: „Nú þegar svo virðist sem sigurinn blasir við þér, er það miklu frekar vegna minna mis- taka heldur en vegna styrkleika þíns. Ég hef reynt að vinna og tek- ið of mikla áhættu. Nú skalt þú reyna að vinna, þegar ég ætla ekki að gera neinar tilraunir til að fá meira út úr stöðunni hverju sinni heldur en hún hefur upp á að bjóða.“ Öll jafnteflin í þessu ein- vígi gætu virst sem nokkurskonar uppreisn æni fyrir Kasparov og til þess gerð að réttlæta sig fyrir hin- um opinberu aðilum. Palatnik, stórmeistari frá Sovét- ríkjunum: Auðvitað var Kasparov það ljóst að hann gat ekki unnið Karpov með leikfléttum, sókn og fífldjörf- um leikjum. Þess vegna hafði hann reynt í undirbúningsskyni að stýra þeim skákum sem hann tefldi í áskorendaeinvígjunum á móti Kortsnoj og Smyslov inn á brautir hinnar stöðulegu baráttu. En á þessu sviði er hann ekki enn- þá jafnvígur Karpov. Núverandi heimsmeistari hefur undirbúið sig fyrir þetta einvígi af mikilli kost- gæfni og í upphafi hverrar skákar er hann vel með á nótunum hverj- ar eru ráðagerðir áskorandans. Kasparov hefði átt frekar að hefja einvígið með meiri ró í staðinn fyrir að ætla sér að útkljá einvígið fyrirvaralaust til þess að venjast því andrúmslofti sem ríkir í heimsmeistarakeppni. Þó þessi bardagaaðferð hans nú með öllum þessum jafnteflum komi full seint, er þaó þó það eina rétta sem hann gerir. Mjólkurstöðin flutt á Bitruháls í apríl á næsta ári — Gamla mjólkurstöðin komin á sölu UM ÁRAMÓTIN var búið að leggja 200 milljónir kr. í nýbyggingu Mjólkursamsölunnar í Reykjavík á Bitruhálsi, og er þá búið að færa kostnað- inn til núgildandi verðlags. Sjálf mjólkurstöðin og skrifstofubygging voru gerðar fokheldar í haust og er nú verið að vinna að múrverki, pípulögnum og raflögnum, að sögn Péturs Sigurðssonar, formanns byggingarnefndar. í næsta mánuði verður byrjað á að setja upp mjólkurvinnsluvél- arnar sem þegar eru komnar til landsins. Tekur um 8 mánuði að setja þær upp, að sögn Péturs, og 3—4 mánuði að reynslukeyra þær. Stefnt er að því að flytja starf- semina í nýja húsið í apríl á næsta ári. Að sögn Péturs er nú verið að kanna sölumöguleika á gömlu mjólkurstöðinni, Laugavegi 162. Sagði Pétur að fasteignin væri á söluskrá hjá fasteignasala og hefðu nokkrir aðilar spurst fyrir um hana. MorgunblaðiS/FriAþjófur Mjólkursamsöluhúsið á Bitruhálsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.