Morgunblaðið - 10.01.1985, Page 23
23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985
miður voru saggasöm og lítil. I
skýrslu fyrir árið 1894—1895 segir
Benedikt Gröndal, að ómögulegt
sé að hleypa almenningi inn, „því
engu verður komið fyrir svo laglega
fari á, en allt er og hlýtur að vera í
óreglu eins og í lélegu geymsluhúsi;
hleypi maður nokkuð mörgum inn,
eins og ég hef fáeinum sinnum gjört,
þá er allt í veði, því þá er húsfyllir og
troðningur innan um glös og gler-
skápa og margt, sem stendur óvar-
ið.“ Þessu næst var safnið, sem nú
var allnokkuð að vöxtum, flutt í
„Glasgow“ síðsumars 1895, en þar
fékkst stór salur og minna her-
bergi við hliðina. Ekki liðu nema
fá ár þar til pakka varð öllu sam-
an á ný, því að um vorið 1899 varð
það að víkja og nú í gamla stýri-
mannaskólann (Doktorshúsið), og
þar var það geymt til í maí 1903.
Þaðan var það flutt á Vesturgötu
10 í nýtt hús, sem Geir Zoéga lét
byggja. Þar voru tvær allstórar
stofur og eitt lítið herbergi og að
auki nokkurt geymslurúm.
Haustið 1908 verða þáttaskil í
sögu safnsins, þá er það fær inni í
Landsbókasafnshúsinu við Hverf-
isgötu. Segja má, að nú væri safn-
ið komið í viðunandi húsnæði, sé
miðað við þeirra tíma þarfir. Þar
fékkst stór salur að viðbættum út-
skotum til beggja enda ásamt
kjallaraplássi. Nú óx það hröðum
skrefum bæði af innlendum og er-
lendum munura. Aðsókn var jafn-
an mjög góð og fór hún vaxandi
með hverju ári. Flestir Reykvík-
ingar komnir um miðjan aldur
muna ugglaust eftir salar-
kynnunum, mörgum sýningar-
skápum með forvitnilegum, upp-
stoppuðum dýrum og ekki síst
leiðsögn Bjarna Sæmundssonar,
sem var óþreytandi að fræða
safngesti alla sunnudaga árið um
kring. í þessu húsnæði var safnið í
tæpa hálfa öld, þó að því hafði
ekki verið ætlaður þar staður
nema í tíu ár.
Allt frá 1917 var safninu sagt
upp húsnæðinu margsinnis og svo
fór 1960 að það varð að fara úr
Landsbókasafninu. Þótt safnið
væri þá orðið eign ríkisins, átti
það ekki í neitt hús að venda, svo
að því var lokað. Safnið var ekki
opnað aftur fyrr en sjö árum síðar
í bráðabirgðasai, sem er aðeins 90
fermetrar. Allur aðbúnaður og
fyrirkomulag á lítið skylt við það
sem kallast getur náttúrugripa-
safn, enda stóð aldrei til að hýsa
safnið lengi á þessum stað. Við
það situr þó enn og ekki bólar á
nýju húsnæði.
„Falið í tröllahöndum“
í fyrstu lögum Hins íslenska
náttúrufræðifélags sagði, að aðal-
tilgangur með stofnuninni væri sá
að koma upp sem fullkomnustu
náttúrugripasafni á Islandi, sem
sé eign landsins og geymt í
Reykjavík. Að þessu markmiði var
ötullega unnið og árangur mikill,
en eins og auðsætt er af því, sem
rekið er hér á undan, hafa hús-
næðisvandræði stöðugt staðið
Náttúrugripasafninu fyrir þrifum.
Allt frá fyrstu tíð hefur stjórn
félagsins reynt að vekja athygli á
þessu ófremdarástandi; á stundum
hefur málið komist á nokkurn
rekspöl en strandað síðan af
ástæðum, sem ekki er vert að tí-
unda. Nokkrum sinnum hefur ver-
ið ráðist i að teikna hús handa
safninu og því valinn staður, en
svo ekki söguna meir. Mála sann-
ast er þetta löng raunasaga, sem
ekki sér fyrir endann á.
Fram til ársins 1947 var Nátt-
úrugripasafnið einkafyrirtæki
Hins íslenska náttúrufræðifélags.
Meðal annars með tilliti til þeirra
miklu verðmæta úr ríki íslenskrar
náttúru, sem safnið geymir, er
ekki annað sæmandi en það sé
sameign þjóðarinnar, svo að fram-
tíð þess sé tryggð. Það var því í
hæsta máta eðlileg ráðstöfun, að
ákveðið var á aðalfundi 1947 að
færa ríkinu það að gjöf ásamt
byggingarsjóði félagsins að upp-
hæð tæpar kr. 83.000. Mörgum fé-
lagsmanninum var eftirsjá að
safninu en lét kyrrt liggja vegna
þess, að hið opinbera hét því á
móti að reisa nýtt og veglegt
safnahús. Öllum undirbúningi var
lokið, uppdrættir höfðu verið sam-
þykktir og happdrættisleyfi Há-
skóla íslands var framlengt gegn
loforði um að byggja yfir safnið.
Því miður auðnaðist mönnum ekki
að standa saman þegar á reyndi og
ekkert varð úr fyrirhuguðu safna-
húsi. Náttúrugripasafnið er því
„nær horfið sjónum, falið í trölla-
höndum svo áratugum skiptir," eins
og Sigurður Pétursson, gerla-
fræðingur, kemst að orði í grein í
Náttúrufræðingnum fyrir nokkr-
um árum.
Þó að Náttúrugripasafnið sé
ekki lengur einkaeign Hins ís-
lenska náttúrufræðifélags hefur
stjórn þess engu að síður ákveðið
að beita sér fyrir málefninu. Hún
heitir á stuðning almennings með
skírskotun til vinsælda safnsins
meðan það var í húsi Landsbóka-
safnsins og væntir liðsinnis
menntastofnana, ríkisstjórnar og
ekki síst borgarstjórnar Reykja-
víkur. Við skulum hafa það í huga,
að sú kynslóð, sem nú vex úr grasi
í Reykjavík, hefur aldrei átt að-
gang að fullkomnu náttúrugripa-
safni. Hins vegar hafa nokkur
bæjarfélög út um land séð sóma
sinn í því að hlúa að litlum en
snotrum náttúrugripasöfnum eins
og á Akureyri, í Vestmannaeyjum
og Kópavogi.
Verði ekkert að gert innan fárra
ára, stækkar sá hópur óðfluga,
sem hefur aldrei kynnst þeirri
uppsprettu til fróðleiks og
skemmtunar sem auðugt náttúru-
gripasafn er. Því mun fylgja, að
áhugi og skilningur á ríki náttúr-
unnar fer þverrandi, sem leiðir til
hirðuleysis í sambýli manns og
lands. Við því megum við síst af
öllu í landi hér.
Ágúst H. Bjarnason, grasaíræðing-
ur, er íormaður Hins íslenska nátt-
úrufræðiféiags.
Norræn jól
komin út
Reykjavíkurdeild Norræna félags-
ins hefur sent frá sér ársrit sitt, sem
beri yfirskriftina „Norræn jól 1984“.
Gylfi Þ. Gíslason, formaður félags-
stjórnar ritar formála og segir m.a.:
„I þriðja skipti sendir Reykjavíkur-
deild Norræna félagsins frá sér jóla-
kveðju. Norrænum jólum er ætlað
að tengja okkur öll, sem unnum
norrænu samstarfi, traustum bönd-
um á jólahátíðinni ... Þjóðir Norð-
urlanda eiga sér allar sömu vonina
um frið á jörðu, sömu óskina um að
vinátta móti samskipti þjóða og kær-
leikur allt líf í mannheimi."
f ritinu er kveðja frá forsætis-
ráðherra Dana, Poul Schlúter, og
minningagrein eftir Gylfa Þ.
Gíslason um Hjálmar Olafsson
sem lézt á síðastliðnu ári, en hann
lét norræn mál mjög til sín taka.
Þá er grein eftir Tove Ditlevsen og
viðtal við Ann Sandelin fyrrver-
andi forstjóra Norræna hússins og
annað við nýjan forstjóra, Knut
Odegárd, þá er einnig viðtal við
Matthías Á. Mathiesen formann
Ráðherranefndar Norðurlanda.
f ritinu eru birt ljóð eftir skáld-
in Hannes Pétursson og Matthías
Johannessen. Grein er um fyrsta
hringinn eftir Olof Lagercrantz
eftir Hólmfríði Gunnarsdóttur og
Johan Borgen skrifar grein, sem
ber yfirskriftina „Veður og vind-
ur“. í ritinu er sérstakur þáttur,
sem heitir „Úr albúminu" og eru
þar birtar myndir af frægum
heimsóknum manna frá Norður-
löndum til fslands. Þá er birtur
kafli úr sjálfsævisögu Ivar Lo Jo-
hansson, sem heitir „Smáfólk og
fyrirfólk", frásögn, sem skráð var
1844 af brúðkaupi á Upplandi,
grein er um Göran Tunström,
sænska ljóðskáldið og rithöfund-
inn, sem hlaut bókmenntaverð-
n 1984
0
Forsíða Norrænna jóla.
laun Norðurlandaráðs 1984. Loks
er grein um myntsláttu fyrr á öld-
um og grein um bjargtekju í Fær-
eyjum eftir Jóhannes Patursson.
í ritinu eru litmyndir og það er
rúmlega 40 blaðsíður.
reglulega af
ölmm
. fjöldanum!
1« PUNKTAR UM
BÓLING = KEILU
í ÖSKJUHLÍÐ
*
Keiluíþróttin er einstök að því leyti,
að nánast allir geta iðkað hana
óháð aldri eða líkamsburðum.
Keila er leikin í 4 eða 5 manna
liðum, sem hittast reglulega einu
sinni í viku í ca. 2-2V2 klst.
Keila er einnig leikin sem opin
keila. Þá geta verið einn eða fleiri
á braut, hægt er að hafa fasta tíma
í opinni keilu eða bara líta við og
sjá hvort braut er laus.
Keila er mjög félagsleg íþrótt, sem
eykur samkennd og samvinnu inn-
an félagshópa, fyrirtækja og fjöl-
skyldna.
Keilusalurinn í Öskjuhlíð mun
kappkosta að sinna bæði liðakeilu
og opinni keilu, þannig að sem
flestir fái notið íbróttarinnar.
Fyrst um sinn mun keilusalurinn í
Öskjuhlíð verða opinn:
mánud.-fimmtud. 1000 - OO30
Föstud. 1000 - 02°°
Laugard. 09°° - 02°°
Sunnud. 09°° - 02°°
• Liða- og deildakeila verður aðal-
lega á virkum dögum frá kl. 1800 -
OO30.
• Laugardagar og sunnudagar frá
kl. 09°° - 1830 verða aðallega
helgaðir fjölskyldunni.
6
Opin keila verður á öllum öðrum
tímum.
Keilusalurinn í Öskjuhlíð er í vest-
anverðri Öskjuhlíð og leið 17
stansar rétt fyrir neðan húsið.
Opnum um mánaðarmótin!
Tímapantanir í síma 11630.