Morgunblaðið - 10.01.1985, Side 24

Morgunblaðið - 10.01.1985, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 Dómur reynslunnar eftir Sigurð H. Friðjónsson í fyrri grein hér í blaðinu (laug- ardaginn 5.1. sl.) voru raktir nokkrir þættir úr skrifum séra Gunnars Kristjánssonar í Morg- unblaðið þ. 14. nóv. sl., þar sem hann freistaði þess að svara grein- um dr. Arnórs Hannibalssonar frá 5., 6. og 7. september sl. Spurningu dr. Arnórs til séra Gunnars og skoðanabræðra hans hvort þeir gætu samþykkt, að hernaðar- umsvif Sovétríkjanna séu höfuð- uppspretta spennu í alþjóða- stjórnmálum í dag, svaraði séra Gunnar efnislega á þann veg, að hann teldi meginorsök spennu vera skiptingu heimsins í áhrifa- svæði, sem risaveldin vildu stækka, og hvað aðferðir snerti líktust þau „ótrúlega náið hvort öðru“. Um þessa afstöðu séra Gunnars get ég aðeins sagt, að ég harma þá skammsýni og þá sið- ferðilegu uppgjöf, sem gerir krossförum svokallaðra „friðar- hreyfinga" okkar daga mögulegt að neita að horfast í augu við veruleika kommúnísks alræðis. Lykilatriði þessarar siðferðilegu uppgjafar er einmitt sú afstaða, að hvað aðferðir snertir líkist risaveldin „ótrúlega náið hvort öðru“. Ég benti á það í fyrri grein, að í slíkum málum hlýtur traust- asta viðmiðunin að vera dómur reynslunnar. Dómur reynslunnar hefur þegar fallið og ekki aðeins einu sinni heldur margsinnis í mörgum löndum og þjóðfélögum. Það dæmi, sem ég hér vil taka, er Indó-Kína, þessi heimshluti, sem blés ótölulegum fjölda „friðar- sinna“ á Vesturlöndum eldmóði í brjóst á árunum 1965—75. Það er mér auðvelt að vísa til þess hver dómur reynslunnar hefur orðið í þessum heimshluta, vegna þess að svo vel vill til að í öðru hefti Frels- isins ’84 er fjallað um stöðu mála í Víetnam frá falli Saigon-borgar 1975 í afar athyglisverðri grein eftir dr. Þór Whitehead. Um lýðræði og styrjaldir Styrjaldir hafa fylgt mannkyn- inu frá upphafi vega, en bæði vopn og aðferðir hafa tekið stöðugum breytingum samhliða vaxandi skilningi á náttúrulögmálum og tæknilegri getu. Víetnamstríðið var í ýmsum skilningi ný tegund af striði — skæruhernaður háður án fastra víglína og með nýtízku vopnum. Stríð hafa alltaf verið grimmileg, en orðið jafnt og þétt verri og verri með stöðugt stór- virkari vopnum. Þau vopn, sem mestu réðu um niðurstöðu stríðs- ins í Víetnam, voru þó annars eðlis og létu heldur litið yfir sér við fyrstu sýn — það voru sjónvarps- og kvikmyndatökuvélar í höndum heilla herja fréttamanna frá vest- rænum löndum. Bandaríkin eru raunverulega opið þjóðfélag ekki aðeins í orði heldur líka á borði. Þessi staðreynd ásamt tækni- legum framförum fól það í sér, að í Víetnam var almennum borgur- um í fyrsta skipti leyft að fylgjast með því beint hvað nútímahernað- ur táknar. Hörmungar styrjaldar, tortíming og dauði var sýnt beint á skjánum um heimsbyggðina alla. Svo sem við var að búast urðu viðbrögð með ýmsum hætti. Mörg- um ofbauð. Fólk spurði sjálft sig hvort þetta gæti verið rétt stefna, og efasemdir og klofningur inn- anlands jukust. Jafnvel hin full- komnustu vopn reynast gagnslaus, ef viljinn er veikur að beita þeim. f stríði getur lýðræðisríki staðið andspænis óþægilegum valkost- um, sem alræðisríki sleppur und- an. Til þess að lýðræðisríki geti beitt sér af alefli í styrjöld þarf fyrst að ná samstöðu yfirgnæfandi meirihluta þegnanna um markmið styrjaldarinnar og réttmæti henn- ar. Arás Japana á aðal-Kyrrahafs- flotastöð Bandaríkjamanna í Per- luhöfn á Hawaii-eyjum í desember 1941 skapaði slíkan einhug band- arísku þjóðarinnar og gerði Bandaríkjamenn að beinum styrj- aldaraðila í heimsstyrjöldinni síð- ari. Það liggur í hlutarins eðli, að slíkum einhug er erfitt að ná nema við alveg sérstakar aðstæð- ur og enn erfiðara að varðveita í langan tíma sérstaklega andspæn- is hinum grimmilegu staðreynd- um styrjaldarrekstrar. í lýðræð- isríki geta á stríðstímum einmitt þeir sömu eiginleikar, sem á frið- artímum gefa lífi einstaklinganna gildi og samfélaginu styrk, fjöl- breytileikinn í viðhorfum, gagn- rýnin og efinn, orðið að veikleika. Innbyrðis deilur og sundurlyndi er munaður, sem á stríðstímum get- ur reynzt lýðræðisríki dýrkeyptur. Niðurstaða hinnar bandarísku íhlutunar í Indó-Kína var fyrst og fremst ráðin af því, að samstaða þjóðarinnar rofnaði í málinu. Þessi innanlandssundrung er söguleg staðreynd. Hvers vegna, hvernig og sérstaklega hlutur áróðurs og villandi upplýsinga frá aust á friður í þessum hrjáða heimshluta og ráðstjórnin glataði ítökum sinum í Hanoi. Allir, sem ekki væru á bandi amerískra heimsvaldasinna, ættu að styðja „þjóðfrelsisöflin" til sigurs." (Sama heimild). Reynslan varð önnur. Þjóðarmorð á allt að helm- ingi íbúa Kampútseu, um þremur milljónum karla, kvenna, barna og gamalmenna — verknaður í flokki með svívirðilegustu glæpum ger- vallrar mannkynssög- unnar. Slík varð í reynd „frelsun" hinna Rauðu Khmera undir stjórn Pols Pot á ættjörð sinni. Eins og dr. Þór segir réttilega í grein sinni í Frelsinu: „Það má aldrei gleym- ast, að Pol Pot og félagar voru í fremstu röð hinnar dáðu „þjóð- frelsishreyfingar" Suðaustur- Asíu, og völdin yfir þjóð sinni áttu þeir að nokkru að þakka stuðningi Vesturlandamanna eins og bylt- ingarstjórnin í Suður-Víetnam.“ Um hið „frelsaða" Víetnam segir í grein dr. Þórs: „Flóttamenn þessir segja, að strax eftir fall Saigon- stjórnarinnar hafi allt að tvö Erfiðir tímar eru hins vegar ekki nýtt fyrirbrigði í sögunni. f minn- ingarræðu Periklesar um þá Aþeninga, sem urðu fyrstir til að falla í Peloponnesíska stríðinu, eru eftirfarandi setningar: „ Verið þess fullviss, að hamingjan er komin undir því að vera frjáls, og frelsið er komið undir því að sýna hugrekki. Látið ekki deigan síga þrátt fyrir ógnir styrjaldarinnar.“ Þessi orð eru enn jafn sönn og þegar þau voru sögð fyrir meira en 2.400 árum, þrátt fyrir allar þær tæknibyltingar, sem síðan hafa orðið. Við Vesturlandabúar verðum að læra að meta að verðleikum það þjóðfélag, sem við lifum í. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir máltækið. Gallinn er sá, að um slíka hluti gefst oft ekki nema eitt tækifæri. Bylting í átt til alræðis getur sem bezt orðið varanleg. Jafnvel þótt breyt- ingarnar, sem henni fylgja, séu ótvírætt til hins verra fyrir íbú- ana. Reynsla Austur-Evrópuland- anna frá lokum heimsstyrjaldar- í þrælabúðum þýskra þjóðernissósíalista unnu menn undir kjörorðinu „vinnan gerir yður frjálsan” og í nauðungar- vinnu „þjóðfrelsissinna" í Indó-Kína er starfaö undir kjörorðinu „vinnan er dýrleg“. Sigurður H. Friðjónsson innar síðari ætti að vera víti til varnaðar. Aðvörunarorð dr. Arn- órs Hannibalssonar um mikilvægi íslands i vörnum NATO, vaxandi umsvif sovézka Norður-Atlants- hafsflotans við íslandsstrendur og tilraunir Sovétmanna til íhlutun- ar í íslenzk málefni eru því afar tímabær. Það er mitt álit, að tal um hlutleysi og kjarnorkuvopna- laus svæði séu hættulegar tálsýn- ir. Það er ótvíræður dómur sög- unnar, að sú eina trygging, sem raunverulega er einhvers virði, eru traust vopn og öflugar land- varnir. Slík stefna og slík stefna ein getur tryggt friðinn. Ég vil ljúka þessari grein með því að vitna til lokaorða dr. Arn- órs Hannibalssonar í grein hans í Morgunblaðinu þ. 7. september sl.: „Vilja „friðarsinnar" pax sovietica, frið undir forræði og valdboði Sovétríkjanna (og þar með upp- gjöf fyrir kúgunaröflunum), eða vilja þeir halda fram málstað vestrænnar siðmenningar, sem byggir á virðingu fyrir manninum, rétti hans, og rétti þjóðanna til frelsis og fullveldis? ísland er þannig í sveit sett á hnettinum og meðal þjóðanna, að það getur skipt máli, ekki aðeins fyrir okkur, hvorn kostinn við veljurn." Ég minnist þess ekki að hafa heyrt það skeleggar sagt á öðrum stað, um hvað er raunverulega að tefla í öryggis- og varnarmálum Islend- inga. Ég vil þakka dr. Arnóri Hannibalssyni afbragðsgóðar og tímabærar greinar. Kópavogi, desember 1984. Dr. Sigurdur H. Friðjónsson er lektor í lífeðlisfræði rið læknadeild Háskóla íslands. Norður-Víetnam og Sovétríkjun- um í þessari niðurstöðu eru flókn- ar og margþættar spurningar. Hins vegar getur enginn vafi leik- ið á því, að möguleikinn að not- færa sér vestrænt lýðræði til að skapa innanlandsdeilur og veikja þar með vilja Vesturveldanna til aðgerða, hafi höfðað mjög til sov- ézkra ráðamanna. Það er líklegt að reynslan í Víetnamstríðinu hafi sannfært þessa sömu ráðamenn um það, að þessi möguleiki væri fyllilega raunhæfur. Dómur reynslunnar í Indó-Kína Það er ljóst nú, að sú mynd, sem hinir frjálsu fjölmiðlar Vestur- landa drógu upp af stöðu mála í Víetnam, var í hæsta máta vill- andi og í mörgu tilliti beinlínis röng. „Þjóðfrelsis“-einkenni Viet- cong voru ýkt og eðli „frelsar- anna“ frá Norður-Víetnam var rangt metið. Hvers vegna brugð- ust hinir frjálsu fjölmiðlar Vest- urlanda svo hryggilega á úrslit- astundu? Þetta er margslungin spurning, er kemur fram á afar athyglisverðan hátt í ofannefndri grein dr. Þórs í Frelsinu. Ein hlið þessa máls er sennilega, að hin nærtæka vitund um þær fórnir, sem fylgdu hernaðinum í Suður- Víetnam, hafi hjálpað til að blinda menn fyrir hinum kostinum, margfalt verri hörmungum fyrir íbúa þessara landa, ef hinni erl- endu íhlutun lyki. Fólk vildi trúa því, að „ef Bandaríkjaher hefði sig á brott úr landi, kæmist umsvifal- hundruð þúsund manns verið líf- látin, næstum því jafnmargir og íslendingar eru allir. Aftökur þessar hafi farið fram á laun á afviknum stöðum." Þrælabúðir hinna nýju valdhafa eru enn þann dag í dag taldar geyma 100.000— 126.000 manns. GULAG-kerfið virðist halda sínum sérkennum. í hinu nýja „frelsaða" Víetnam hefur komið upp örvæntingarsvar þegnanna við ríkjandi ástandi — flótti úr landi. „Frá því að þeir sigruðu Saigon hefur einni og hálfri milljón Víetnama tekizt að flýja ógnarstjornina og setjast að erlendis. Þar af hefur rösk hálf milljón manns siglt til annarra landa á alls kyns fleytum." (Sama heimild). Aldrei fyrr þá áratugi, sem barizt hafði verið i landinu, hafði nokkuð hliðstætt gerzt. Bátafólkið, sem flúði þær ógnir, sem ættjörðin undir stjórn hinna nýju herra bjó þeim, tók á sig margs konar skelfingar. Lekar og lélegar fleytur, stormar á úfnu hafi, fyrirsát sjóræningja við strendur Thailands, og loks löng og óviss bið í flóttamannabúðum eftir möguleika til að byrja nýtt líf einhvers staðar fjarri í ókunnu landi. Samt sem áður og þrátt fyrir allt þetta hélt straumurinn áfram. Ég á erfitt með að ímynda mér ótvíræðari vitnisburð um þann veruleika, sem fólst í hinni nýju skipan. Lokaorð Það er oft haft á orði, að við lifum á viðsjárverðum tímum. Fyrirlestur um teiknikennslu BJÖRG Árnadóttir myndmennta- kennari heldur fyrirlestur á veg- um Félags íslenskra mynd- menntakennara laugardaginn 12. janúar kl. 15.00 í Myndlistaskólan- um í Reykjavík. Fyrirlesturinn er fluttur með litskyggnum og fjallar um efnið: „Hvers vegna þarf ég að læra að teikna, ég ætla ekki að verða listamaður?" Fyrirlesturinn var fluttur á NK ’84 og vakti þar mikla athygli, en NK er samtök norrænna myndmenntakennara. Félag íslenskra myndmennta- kennara hefur þann tilgang að gæta stéttarhagsmuna mynd- menntakennara og stuðla að auk- inni myndmenntun í skólum landsins og meðal þjóðarinnar. Formaður félagsins er Björgvin Björgvinsson. Allt áhugafólk um myndlist er velkomið á fyrirlesturinn sem fé- lagið stendur að næstkomandi laugardag. Nýársferð Úti- vistar til Þingvalla SUNNUDAGINN 13. janúar efnir Ferðafélagið (Jtivist til sinnar ár- legu nýárs- og kirkjuferðar. Að þessu sinni verður farið á Þing- velli, en ökufærð þangað er góð um þessar mundir. Efnt verður til sérstakrar helgistundar í Þing- vallakirkju af þessu tilefni sem séra Heimir Steinsson þjóðgarðs- vörður mun sjá um. Hann mun jafnframt fræða um sögu staðar- ins. Einnig verður gengið um þjóð- garðslandið og það skoðað í vetr- arbúningi. Ferðin markar upphaf afmælisárs Útivistar, en félagið er 10 ára í vor. Brottför er frá BSÍ, bensínsölu, kl. 10.30 á sunnudagsmorguninn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.