Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 Fiskiðjuver Bejarútgeróar Hafnarfjaröar sem nýtt hlutafélag um rekstur fyrirtckisins kaupir. Hafnarfjörður: að húsnæðinu á Melabraut, heldur verður það að eignast það í upp- hafi.“ Guðmundur Á. Stefánsson vék einnig að vanda sjávarútvegs á Is- landi, sem hann kvað vera vegna sofandaháttar rikisstjórnarinnar. Hann sagði, að vandi Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar væri ekkert eins- dæmi og breytt rekstrarform væri ekkert lykilhugtak. „Bæjarútgerð skiptir sköpum um örugga atvinnu í bænum, því bæjaryfirvöld geta ekki hlaupist undan merkjum þeg- ar að kreppir," sagði hann. „Mér finnst þvf mikið öryggi í því að bæjarsjóður skuli ætla að eiga meirihluta í hinu nýja félagi, en ítreka þá skoðun mína, að skilyrði til rekstrar félagsins verða að vera sem allra best strax í upphafi." Víðtæk samstaða bæjarfull- trúa um lausn á vanda BÚH BÆJARÚTGERÐ Hafnarfjarðar hefur um árabil átt í rekstrarörðug- leikum og síðasta haust var málum svo komið, að starfsemi fyrirtækis- ins stöðvaðist Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skip- aði starfsnefnd í apríl á sfðasta ári og skyldi nefndin vinna að endur- skoðun á stöðu fyrirtækisins og gera tillögur til úrbóta. Á fundi bæjarstjórnarinnar á þriðjudag var samþykkt tillaga nefndarinnar, þar sem segir, að rnnið skuli að stofnun almenningshlutafélags um rekstur útgerðar og fiskvinnslu i Hafnarfirði og skal félagið taka við rekstri Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar. Gert er ráð fyrir að bæj- arsjóður eigi meirihluta í hlutafé- laginu, sem er heimilað að kaupa togara, fiskiðjuver og aðrar eignir Bæjarútgerðarinnar. Verst að hafast ekkert að Haraldur Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður starfsnefndarinnar, mælti fyrir tillögunni og sagði það hafa verið leiðarljós nefndarinnar við störf, að i Hafnarfirði yrði áfram útgerð og fiskvinnsla, svo atvinnuöryggi bæjarbúa yrði tryggt. Hann flutti ennfremur viðbótartillögu nefndarinnar, þar sem kveðið er á um að væntanlegt hlutafélag skuli eiga forkaupsrétt að Melabraut 18, þar sem fiskverk- un er til húsa, eða að félaginu skuli gefinn kostur á kaupleigusamningi á eigninni. Markús Á. Einarsson, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokks, tók næstur til máls og rakti þróun mála hjá BÚH síðustu fimm árin. Hann benti m.a. á, að bæjarsjóður hefði lagt fram um 78 milljónir til Séð yfir vinnslusal fiskiðjuvers BÚH. fyrirtækisins á þessum árum, en það hefði þó síður en svo dafnað. Á árunum 1980, 1981 og 1982 hefðu eignir BÚH umfram skuldir verið á bilinu 13—22 milljónir, en árið 1983 hefðu skuldir umfram eignir verið 3,5 milljónir. í lok september 1984 hefðu skuldir fyrirtækisins umfram eignir verið 53 milljónir. „Á þessu fimm ára tímabili hefur 8 sinnum komið til uppsagna starfs- fólks og því hefur ekki tekist að halda uppi þeirri grundvallar- hugsjón við stofnun BÚH, að veita örugga atvinnu," sagði Markús. „Það er versta lausnin að gera ekki neitt, því sífellt bætist við tapið. Ég hlýt því að styðja tillöguna, annað er ekki hægt.“ Vandinn er víðar Guðmundur Á. Stefánsson, bæj- arfulltrúi Alþýðuflokksins, kvaðst styðja meginhugmyndina um stofnun almenningshlutafélags, en bar fram tillögu um að nýja félagið skyldi eignast fiskverkunarhúsið að Melabraut 18 og fiskhjalla BÚH. Guðmundur vísaði til álitsgerðar útgerðarráðs BÚH, þar sem kom fram, að það væri skilyrði fyrir því að nýja fyrirtækið gæti dafnað, að það hefði sem bestar aðstæður strax í upphafi. „Það er nauðsyn- legt að skilyrði séu slík, að stjórn- endur fyrirtækisins hafi svigrúm til að skipuleggja fram í tímann," sagði Guðmundur. „Það er því ekki nóg að fyrirtækið hafi forkaupsrétt Frestum ákvörðun Rannveig Traustadóttir, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, tók næst til máls og gagnrýndi harð- lega þann hraða, er hún sagði ein- kenna afgreiðslu þessa máls. „Starfsnefndin var kosin hinn 10. apríl 1984 og átti að skila áliti i júni sama ár,“ sagði Rannveig. „Það heyrðist hins vegar ekkert frá nefndinni þar til í október, að hún sendi frá sér eina blaðsíðu. Hinn 14. desember bárust plögg um rekstrarafkomu BÚH og loks, síð- asta virka dag fyrir jól, kom tillaga nefndarinnar. Nú, sex virkum dög- um síðar, á að afgreiða tillöguna. Mér þykir þetta allt of skammur tími til að afgreiða svo mikilvægt mál og ég efast um að bæjar- fulltrúar hafi fórnað jólahátíðinni til að kynna sér málið, jafnvel þótt þeir séu allir af vilja gerðir til að leysa vanda Bæjarútgerðarinnar." Rannveig sagði ennfremur, að með stofnun hlutafélagsins væri að rætast gamall draumur Sjálfstæð- isflokksins, sem hefði aldrei stutt einhuga að bæjarsjóður stæði að rekstri BÚH. Hún gagnrýndi einn- ig, að tillögunni hefði ekki verið vísað til rétt kjörinnar stjórnar BÚH til formlegrar afgreiðslu og kvað óeðlilegt að afgreiða málið í bæjarstjórn áður en til sameigin- legs fundar starfsmanna BÚH, bæjarstjórnar og verkalýðshreyf- ingar kæmi. Rannveig flutti því til- lögu um að afgreiðslu tillögunnar væri frestað, en ef svo yrði ekki, þá að skýrt skyldi kveðið á um það í samþykkt bæjarstjórnar, að bæj- arsjóður skyldi eiga meirihluta hlutafjár, þar sem ekki væri nægj- anlegt að kveða á um að gert væri ráð fyrir því. Ekki leyst með fögrum oröum Árni Grétar Finnsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar, sagði, að honum kæmi á óvart að heyra tal Rannveigar um frestun. „Staða Bæjarútgerðarinnar ætti ekki að koma neinum bæjarfulltrúa á óvart og það er út í hött að tala um að bæjarfulltrúar hafi ekki átt þess kost að kynna sér þetta stórmál," sagði Árni Grétar. „Það er fárán- legt að tala um frestun málsins þegar ekki er komið með neinar aðrar hugmyndir um lausn. Það er rangt að Sjálfstæðismenn hafi ver- ið andvígir fyrirtækinu og ég tel einsýnt að mál þetta verði að leysa með kjarki, en ekki með fögrum orðum. Bæjarsjóður tekur vissu- lega stórar skuldbindingar á sig, en það eru ekki aðrar hugmyndir uppi, nema þá um frestun. Ég er mjög ánægður með samstöðu bæjar- fulltrúa í þessu mikilvæga máli, það virðist sem 10 bæjarfulltrúar styðji tillöguna og sá 11. að hluta.“ Félagslegur rekstur áfram „Rekstrargrundvöllur Bæjarút- gerðarinnar ætti að vera tryggður a.m.k. næstu tvö árin með þessum ráðstöfunum, ef ástand í málum sjávarútvegs fer ekki enn versn- andi,“ sagði Hörður Zóphaníasson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, sem sæti átti í starfsnefndinni. „Ég tel, að þótt nú verði stofnað almenn- ingshlutafélag um reksturinn, þá sé félagslegum rekstri í raun haldið áfram, því bæjarsjóður mun eiga meirihluta í fyrirtækinu. Með þess- ari tillögu er verið að tryggja at- vinnuöryggi í Hafnarfirði og staða fyrirtækisins er með þeim hætti að ekki er hægt að taka annað til bragðs. Ég bind við það miklar von- ir, að verkalýðshreyfingin og starfsmenn fyrirtækisins eignist hlut í því, líkt og er hjá Bæjarút- gerð Akureyrar," sagöi Hörður. Bolungarvík: Endurbætur á rækjuverksmiðjunni Bohngvr fk, 7. jjrnúar. IJNDANFARNA mánuði hefur verið unnið að miklum endurbót- um á rækjuverksmiðju fshúsfé- lags Bolungarvíkur og var hafin vinnsla þar aftur nú eftir áramót- in. Verksmiðjan er ú búinn hinum fullkomnustu tækjum og aukinni sjálfvirkni. í móttökunni hefur verið komið fyrir færibandi sem skammtar rækjuna inn á pill- unarvélarnar, en áður fer rækj- an í þvottakar og svokallaða grjótskilju. Rækjan fer síðan sjálfvirkt inn á pillunarvélarn- ar. Innan tíðar verða jafnframt settar vogir, sem vikta rækjuna, inná hverja vél fyrir sig. Bætt hefur verið við einni pillunarvél við þær tvær sem fyrir voru og eykst því afkastageta verk- smiðjunnar um þriðjung. Frá pillunarvélunum fer rækjan síðan í svokallaðan hreinsiblásara sem skilur lausa skel frá rækjunni áður en hún fer á færiband þar sem hand- hreinsun fer fram. Þaðan fer rækjan síðan í pæklun, en þar Einar Guðmundsson verkstjóri ásamt Gunnari Halldóri sUrfsmanni í vélasal. Hér fer fram handhreinsun rækjunnar. Svo sem sjá má er aðstaða öll hin snyrtilegasta. gerist tvennt; rækjunni er velt uppúr saltpækli sem er haldið í réttum hlutföllum af sjálfvirku kerfi. Jafnframt er rækjan ger- ilsneydd með sérstökum búnaði. Að loknum þessum þætti fer rækjan síðan í svokallaðan „floofreezer" þar sem hún er lausfryst á nokkrum mínútum, en sá frystibúnaður var tekinn í notkun í verksmiðjunni haustið 1983. Að þessari vinnslurás lokinni er aðeins eftir að vikta og pakka framleiðsluna. í viðtali við fréttaritara Mbl. sagði Guðmundur Páll Einars- son, yfirverkstjóri íshússfélags Bolungarvíkur, að með þessari endurbyggingu verksmiðjunnar ávinnist fyrst og fremst þrennt: í fyrsta lagi aukin afkastageta, í öðru lagi meira öryggi í vöru- vöndun og í þriðja lagi stórbætt vinnuaðstaða. í rækjuvinnslunni starfa nú að jafnaði 10 manns. Verkstjóri er Einar Guðmundsson. Gunnar. Gunnar. Guðmundur Guðfínnsson verk- stjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.