Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 46
.46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 Hrefna Hjörleifs- dóttir - Minning Fndd 26. aprfl 1912. Dáin 29. desember 1984. Tengdamóðir mín, Hrefna Hjörleifsdóttir, lést í Landspítal- anum eftir stutta legu þann 29. desember. Þaö er erfitt að skilja og sætta sig við að hún skuli svo skyndilega kölluð burt úr þessum heimi. Hún sem veitti svo mikla gleði og hlýju. Minningarnar streyma fram i hugann, allt sem við höfum átt saman að sælda í gegnum árin, öll ■•'hollráðin sem ég hef þegið og ferðalögin okkar saman þar sem hún naut sin svo vel. Allar nota- legar stundir á heimili tengdafor- eldra minna sem fjölskylda mín hefur notið í svo ríkum mæli og er þakklát fyrir. Hún hafði sérstakt yndi af að gleðja aðra og láta fólki líða vel. Hrefna var stórbrotin kona, glæsileg og einstakur vinur. Fjöl- skyldan sat ævinlega i fyrirrúmi og fylgdist hún náið með öllum sínum. Minningin um hana yljar og verður áfram gleöigjafi hjá öll- um hennar afkomendum. Tengda- faðir minn hefur misst lífsföru- naut sinn en ég veit að góðar minningar um kæra eiginkonu mun verða honum styrkur. Ég bið góðan guð að styrkja tengdaföður minn og fjölskylduna alla. Blessuð sé minning góðrar konu. Ásgerður Það er alkunn staðreynd, að hverjum þykir sinn fugl fagur. Þekkjum við það vel, þegar for- eldrar sýna leiftrandi aðdáun i augum við að líta börn sín, sem bera af öllum öðrum. En nú lítum við i aðra átt, þegar við erum að kveðja ömmu okkar og segjum, að hún hafi verið bezta amma i heimi. Við ætlum ekki í þarflaus- an meting við aðra vegna þessarar staðhæfingar. En við byggjum á því, að við höfum þekkt svo vel, alveg frá því við vorum pínu- agnar-lítil og hún þurfti að beygja sig næstum niður í gólf til að lyfta okkur upp í faðm sér, þar til við vorum orðin svo stór, að við hefð- um getað klappað á kollinn á henni. Alltaf var hún hin sama, góða amma, sem bjó yfir þeim skilningi, að við fundum jafnt til verndandi samúðar hennar, þegar eitthvað bjátaði á og til uppörv- andi hvatningar, þegar hún herti okkur til átaka. Við erum orðin fimmtán, barna- börnin hennar ömmu á Sjafnó, eins og hún hefur alltaf verið í huga okkar, og auðvitað höfum við þekkt hana misjafnlega lengi, þó söknum við hennar öll jafnmikið núna, þegar hún er ekki lengur til staðar til þess að hlusta á okkur, raða einhverju gómsætu á disk eða taka svo þátt I kjörum, að hún fái jafnmikinn prófskrekk eins og þeir, sem slíkar þrautir þreyta, eða finna til jafnátakanlegs stings eins og við gerðum, þegar „ástar- sorgir" táningsáranna myrkvuðu alla framtíð. Og núna, þegar hin elztu okkar líta lengra til baka, rifjast upp viðmót hennar við okkur í þvf, hvernig hún hefur tekið börnum okkar sjálfra, sem svo fúslega hafa fetað þær slóðir, sem við höf- um gert að gagngötum, heim til ömmu og afa, sem alla okkar ævi hafa átt heima á Sjafnargötunni, og gert hana með þvi að miðborg tilverunnar. Enda var oft gest- kvæmt á Sjafnargötu 10 hjá ömmu, Hrefnu Hjörleifsdóttur og afa, Haraldi Ólafssyni. Og öllum var alltaf fagnað svo sem þar væri sá á ferðinni, sem mest hefði verið beðið eftir. Höfðingsskapurinn réð þar ríkjum og lífsgleði ömmu var svo smitandi, að við fórum af stað heim aftur eftir góða dvöl þar bæði vel södd af góðum réttum og betur undirbúin fyrir hvert það verkefni, sem annars beið. Og þó að hún amma hefði áhuga á svo fjölmörgu, þá leyndi það sér aldr- ei, að það var hin stóra og sam- heldna fjölskylda, sem átti hug hennar allan. Þar skinu bæði sól og tungl og stjörnur tilverunnar Minning: Sveinbjörn Einars- son trésmíðameistari Hann andaðist að Hrafnistu, Hafnarfirði, hinn 13. ágúst, 94 ára gamall. Ég er því nokkuð seinn á mér að skrifa þessi minningarorð, og er ástæðan sumpart sú, að ég taldi, að það yrði gert af einhverj- um, sem á greiðari aðgang að upp- lýsingum varðandi æviferil hans en ég hér í fjarlægðinni. Það var á árinu 1928 að ég kynntist Sveinbirni fyrst. Hann var þá formaður á litlum vélbát I Vestmannaeyjum. Og ég, strákl- ingur, öllu óvanur, fékk að vinna við útgerð þess báts sem beitinga- maður á línuvertíðinni og að henni lokinni á sjónum. Að lokinnni vetrarvertíð sigldi Sveinbjörn bát- um til Siglufjarðar og þar voru stundaðar þorskveiðar um sumar- ið. í Ve8tmannaeyjum hafði ég fengið nóg af sjóveikinni, ég fékk því að vinna í landi I aðgerð um sumarið. Ég held að flestir okkar, sem með Svinbirni unnum þessar vertíðir, hafi haft iitla þjálfun í þessu starfi — og ég enga. En aldrei bar Sveinbjörn okkur dug- U>ysi á brýn og aldrei sá ég hann skipta skapi, þótt á ýmsu gengi með útgerðina. Upp úr þessu fór ég til náms erlendis og dvaldi þar allmörg ár. Á því tímabili fluttist Sveinbjörn og fjölskylda hans frá Vestmanna- eyjum. Þau dvöldust á ýmsum stöðum, m.a. norðanlands um nokkurt skeið. Samtals liðu um 20 ar þar til að við Sveinbjörn höfð- um náin kynni hvor af öðrum á ný. Sveinbjörn var fæddur og upp- alinn í Vestmannaeyjum. Sem ungur maður nam hann trésmíði hjá Magnúsi ísleifssyni og um margra ára skeið voru húsasmíðar aðalstarf hans. Að hann tók að stunda sjómennsku byggðist á því, að hann taldi það skyldu sína að greiða úr vandamálum manna, sem atvinnulausir voru og ganga í útgerðarfélag með þeim. Onnur atvik ollu þvf, að hann síðar gaf sig að sveitabúskap um nokkurt árabil, en með tíð og tíma fluttist fjölskyldan til Reykjavík- ur. Þar byggði Sveinbjörn sér hús, og þarnæst tók hann upp húsbygg- ingar að nýju og var trésmíða- meistari hvers stórhýsisins á fæt- ur öðru svo sem Nýja Bíós í Lækj- argötunni og við stórhýsi Haralds Árnasonar í Ingólfsstræti. Um þessar mundir festu samtök aðventista kaup á tveimur sam- liggjandi jörðum í Ölfusinu, Breiðabólsstað og Vindheimum. Hugmyndin að baki þessum kaup- um var að byggja og stofnsetja heimavistarskóla. Slíkt átak út- heimti að sjálfsögðu trausta for- ystu, dugnað og reynslu. Þótt um ýmsa góða iðnaðarmenn væri að ræða innan safnaðarins var það samróma álit þeirra er málin þekktu, að innan safnaðarins væri Sveinbjörn sá eini, sem treystandi væri til að lyfta því Grettistaki, sem slíkt átak hlyti að verða fyrir og mun því enginn betur rækja skyldur sínar við minningu henn- ar en halda því merki hátt á lofti, sem hún þráði að sjá þar þenjast, fagurt og hrukkulaust og án þess nokkur blettur spillti. En svo sem minningarnar eru bundnar við Sjafnargötuna, þá bregður ekki síður björtum bjarma af öðrum, sem við eignuðumst á ferðalögum með henni ömmu okkar. Þar var annað áhugamál hennar, að fá að ferðast með fólkinu sínu. Þá var nú létt stigið og fljótt að raða í töskur. Hún hafði hugann opinn fyrir öllu nýju, og brást ekki, að hún gat oftsinnis bent okkur á ýmislegt, sem annars hefði farið framhjá okkur. Þannig var hún alltaf að læra og alltaf að miðla öðrum af því, sem hún svo auð- veldlega tileinkaði sér. Þannig var hún félagi okkar, en um leið leið- togi, sem laðaði fram hjá okkur það, sem bezt reyndist. Og nú var hún farin að huga að jólum, þegar hún féll sem hendi væri veifað og var flutt í sjúkra- hús, þar sem hún var leyst frá magnvana líkama sínum. Og þó að okkur sé mikil hryggð í huga vegna dauða hennar, þá erum við ekki svo eigingjörn að hafa viljað binda hana hálfri tilveru, ef hún hefði að einhverju leyti náð sér, en ekki alveg. Hún var ævinlega öll í hverju verki og hverju viðmóti, fámennan hóp með takmörkuð efni. Sveinbjörn var sem sagt ekki á hrakhólum með atvinnu um þess- ar mundir. Sumir þeirra er höfðu haft hann sem yfirsmið sögðust aldrei áður hafa haft slíkan út- sjónar- og afkastamann. Ekki er mér kunnugt um, að það hafi vaf- ist fyrir Sveinbirni að hafna arð- bæru starfi við hagstæð skilyrði I Reykjavík til þess að taka að sér slíkt stórvirki úti í sveit, þar sem flestar nauðsynjar vantaði, svo sem nægilegt rafmagn, nothæfan veg að vinnustað og síma. En Sveinbjörn skorti hvorki kjark né dugnað. Vörubifreið var keypt og vegur lagður frá þjóð- braut að byggingarsvæðinu. Göm- ul en allgóð díselrafstöð var keypt, vinnuflokkur útvegaður, og svo var hafist handa við að grafa fyrir skólahúsinu. Allt var unnið með handafli, þótt hraunklappirnar væru af og til harðar í horn að taka. En Sveinbjörn hafði æfingu í sem kveikti lífsgleði hjá öðrum og kallaði fram bros á hvers manns vör. Og þó að jólin væru ekki kom- in, þegar amma veiktist, þá var allt tilbúið. Hver gjöf komin með réttan miða og í vandlega valdar umbúðir. Allt var ævinlega tilbúið hjá ömmu á Sjafnó, og því ævin- lega nóg pláss fyrir alla og nægar vistir. Þannig trúum við því líka, að hún hafi verið tilbúin í þessa síðustu ferð, þótt enginn hafi átt hennar von. Svo var hún ævinlega fljót að búa sig til farar og aðlaga sig nýju. Við söknum hennar, söknum hennar ömmu okkar sárt og mikið, en erum þó ekki svo eig- ingjörn að hugsa ekki framar öðr- um um hann afa, sem mest hefur misst. En við kveðjum góða ömmu, þá sem ævinlega var bezt, en vitum hana ekki aðeins taka í mót nýju ári eins og við erum nýbúin að gera, heldur nýju lífi, þar sem þessi lífsglaða trú hennar gagnar vafalaust líka vel. Við þökkum fyrir hana og gleymum henni aldrei, og þykir það þó vafalaust einna sárast, að hinir yngri úr hópi okkar að ekki sé talað um langömmubörnin litlu skuli ekki hafa fengið að njóta hennar leng- ur. En minning hennar S huga okkar lifir áfram, eins og hún sjálf gerir. Barnabörn í dag verður kvödd hinstu kveðju Hrefna Hjörleifsdóttir, húsfreyja á Sjafnargötu 10 í Reykjavík. Fráfall hennar bar brátt að. Hinn 20. desember var hún stödd í Bankastræti glöð og reif að vanda er hún hné skyndi- lega niður. Hún var flutt rænulaus á gjörgæsludeild Landspítalans en komst ekki aftur til vitundar og lést þar aðfaranótt 29. desember af völdum heilablæðingar. Þar lauk æviferli mikilhæfrar konu. Hrefna, eða Guðrún Hrefna eins og hún hét fullu nafni, fæddist í Reykjavík 26. apríl 1912. Faðir hennar var Hjörleifur trésmiður Þórðarson hreppstjóra á Neðra- Hálsi i Kjós Guðmundssonar, en móðir hennar var Sigríður Rafns- dóttir skósmiðs í Reykjavík Sig- urðssonar. Þau hjón bjuggu Iengst af við Klapparstíg og hjá foreldr- um sínum ólst Hrefna upp í stór- að vinna á hraungrýtinu í Vest- mannaeyjum, sem var mun harð- ara, svo að hann gat sýnt piltun- um réttu handtökin og talað í þá kjark. Handaflið var einnig notað til að moka steypumöl og sandi á vörubílana. Venjuleg steypuhræri- vél var eina véltæknin, sem notuð var. Sveinbjörn sá um að vinnu- flokkurinn væri hvorki of stór né of lítill. Verkið var þannig skipu- lagt, að allt gekk eins og á færi- bandi, hver maður á sínum stað ómissandi hverja stund. Þrátt fyrir frumstæð skilyrði miðaði verkinu vel áfram. Fyrsta skóflu- stungan var gerð 8. júní 1949, og í byrjun október 1950 var verkið svo langt komið að skólinn gat tekið til starfa. Auk búverka vann Sveinbjörn þá að innréttingu þess hluta byggingarinnar, sem enn var ekki tekin í notkun. Eiginkona Sveinbjörns, Guðbjörg Ingvars- dóttir, var ráðskona skólans, ann- aðist matargerð og sá um heimil- ishald. Meðan á byggingaframkvæmd- unum stóð, hafði ég starf mitt I Reykjavík, en sem aukastarf féll það í minn hlut að sjá um útveg- um byggingarefnis. Og vörubíll skólans var iðulega í pendúlferð milli skólans og Reykjavíkur í efn- isflutningum. Við skiptum við traust og góð fyrirtæki, en ósjald- an bar svo við að eitt og annað, sem nota þurfti, var ófáanlegt eft- ir venjulegum leiðum. Leiðir kunningsskapar og hinnar rómuðu íslensku greiðvikni og hjálpsemi gátu verið seinfarnar, þegar svo bar við að sá, sem e.t.v. gat hjálp- að, var í ferðalagi eða ófinnanleg- ur I svipinn. Hins vegar yrði heill vinnuflokkur verklaus innan fárra klukkustunda ef efnið kæmi ekki. Hér gat verið úr vöndu að ráða, en um systkinahópi, ein sjö systkina. Þetta mannmarga heimili bjó við lítil efni, en þurfti mikils með til þess að sjá sér farborða. Það var þess vegna sjálfgert, eins og reyndar á öðrum alþýðuheimilum á þessum tíma, að börnin væru sett til vinnu strax og þau höfðu aldur og krafta til. Þótt Hrefnu fýsti að afla sér frekari menntun- ar, eftír að skólaskyldu lauk, var þess enginn kostur eins og aðstæð- ur voru. Hún vann næstu árin að ýmsum störfum, sem til féllu, vann meðal annars á netaverk- stæði hér i bænum og í kaupa- vinnu. Hinn 17. júní 1933 giftist Hrefna harðduglegum sjómanni ættuðum austan úr ölfusi, Har- aldi Ólafssyni, sem þá hafði í nær áratug sótt sjóinn héðan frá Reykjavík, lengst af á togaranum Baldri, og unnið við síldarvinnu norður á Siglufirði. Það var tákn- rænt fyrir hjúskaparstöðu og heimilislíf hinnar ungu sjó- mannskonu, að tveim dögum eftir að brúðkaup þeirra var gert, hélt brúðguminn með bv. Gulltoppi til síldveiða fyrir Norðurlandi og kom ekki heim í tvo mánuði. Bar- áttan um daglegt brauð var þá svo hlífðarlaus, að aldrei mátti slaka á. Ungu hjónin hófu búskap á Sjafnargötu 10, sem þau höfðu ný- verið keypt að hluta og var í stórt ráðist af litlum efnum. Þar stóð heimili þeirra upp frá því, enda festu þau mikið yndi á þessum stað, sem varð er fram liðu stund- ir, í einu þokkafyllsta hverfi Reykjavíkur. Þegar þau Hrefna og Haraldur stofnuðu heimili sitt voru hörm- ungatímar. Kreppan lá eins og mara á þjóðinni og á alþýðuheim- ilunum sérstaklega, atvinnuleysi var stórfellt og margir um hvert handarvik. Haraldur var svo lán- samur, að hann átti alltaf vist skiprúm á togara, en sá hængur var á, að fram til heimsstyrjaldar- innar síðari voru þeir ekki gerðir út allt árið, heldur féllu úr nokkrir mánuðir ár hvert milli vertíða. Þá var ekki um annað að ræða en að leita sér að atvinnu og taka hana, hvar sem hún bauðst. Þannig vann Haraldur jafnframt sjósókninni að margs konar vinnu svo sem byggingarvinnu í Reykjavík og norður á Djúpuvík og síldarvinnu á Siglufirði. Vegna atvinnu hans og langra fjarvista frá heimilinu, alltaf greiddist úr fyrr eða síðar með hjálp Guðs og góðra manna. Annað, sem á mér hvíldi í sam- bandi við þetta mál, var útvegun fjármagns. Það segir sig því sjálft, að samskipti okkar Sveinbjörns voru mjög náin. Reyndir menn telja, að í byggingarframkvæmd- um ráði vinnuaflið mestu um fjár- hagsafkomuna. Er hagsýni við- höfð? Hvernig eru vinnuafköstin? Er tíminn vel nýttur? Kaupið er fastlagt og það er hæpinn sparn- aður að nota miður gott efni. Sveinbjörn hafði frábæra verk- hyggni. Sjálfur var hann talinn tveggja manna maki I starfi og verkstjórn hans var slík, að tíma- sóun var útilokuð. Að vinnudegi loknum setti hann sig inn í vinnu- teikningar og bjó svo í haginn fyrir næsta dag, að verkið gæti hafist tafarlaust í byrjun dagsins. Sveinbjörn hafði sterka trúar- sannfæringu og skoðun hans var sú, að trúna bæri að sýna í verki. Þau Sveinbjörn og Guðbjörg, kona hans, aðhylltust trúarstefnu að- ventista I Vestmannaeyjum 1924. Meðan heilsa þeirra leyfði voru þau ávallt boðin og búin til að leggja því málefni lið á hvern þann hátt er þau máttu — og oft kostaði það þau stórar, persónu- legar fórnir. Síðari árin var Sveinbjörn far- inn að heilsu og að sjálfsögðu var aðgerðarleysið hinum mikla at- hafnamanni lítt að skapi. Hugðar- efni hans áttu jafnan hug hans óskertan, hann las og endurlas bækur um andleg mál og styrkti þannig trú sína á sigur Guðsríkis. Eiginkonu Sveinbjörns, dætrum þeirra hjóna og öðrum ástvinum sendum við hjónin hugheilar kveðjur og þakkir. Juelsminde, Danmörk 12. des. Júlíus Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.