Morgunblaðið - 10.01.1985, Page 49

Morgunblaðið - 10.01.1985, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1985 49 Kveðjuorð: Ólöf Halldórsdóttir frá Litlu-Skógum Fædd 17. nóvember 1908 Dáin 31. nóvember 1984 Hún OUa, föðursystir mín, er dáin. Hin sviplega harmafregn fyllir mig þörf fyrir að skrifa nokkur kveðju- og minningarorð: Það fyrsta sem ég minnist í sambandi við Ollu frænku eru heimsóknir okkar systkinanna til hennar þegar komið var til Reykjavíkur. Það var jafnan einn af hápunktum ferðarinnar að koma til hennar, fá að skoða alla skemmtilegu hlutina sem hún átti, og alltaf átti hún eitthvað gott að gefa okkur. En þá vissi ég ekki hve náin kynni okkar áttu eftir að verða, hve ég og við systkinin eig- um henni nú mikið að þakka. Hún veitti okkur ómetanlegan stuðning er við stunduðum nám við fram- haldsskóla í Reykjavík. Við systkinin fjögur, Halldór, Gísli, Sóley og ég, bjuggum hjá henni í litlu vinalegu fbúðinni við Stigahlíðina vetur eftir vetur, eitt eða fleiri í senn. Alls bjó ég hjá henni í sjö ár. Olla hélt heimili fyrir okkur og gerði allt sem hún gat til að okkur liði vel. Sjálf flutti hún úr svefn- herberginu sínu, þegar við vorum hjá henni þrjú samtímis, til að geta búið betur að okkur. Á þeim árum var oft margt um manninn hjá Ollu frænku. Vinir okkar og skólafélagar voru allir jafn velkomnir. Á kvöldin voru jafnan pönnukökur með kaffinu, en þær brögðuðust ekki betur hjá neinum öðrum. Olla sagði okkur frá umhverfi og atburðum æskuáranna, hvernig hún og systkinin höfðu það í Litlu-Skógum í uppvextinum, sagði okkur frá foreldrum sínum, sem ég kynntist aldrei. Hún Olla hafði reynt margt um ævina. Hún vann mikið og var slitin eftir erfið störf frá barn- æsku. En hún tók sér það nærri að verða að hætta að vinna 70 ára gömul vegna heilsubrests. Hvert af öðru fluttum við systk- inin frá henni og hún bjó ein þeg- ar heilsan bilaði. Þá átti hún oft erfiða daga og þarfnaðist þá líka hvíldar. Sumarið 1982, rúmu ári eftir að ég flutti til Noregs, kom Olla frænka í heimsókn ásamt Sóley systur minni og Ágústi litla syni hennar. Þá áttum við saman þrjár góðar eftirminnilear vikur. Þá virtist hún vera búin að ná betri heilsu og líða vel bæði andlega og likamlega. Síðastliðið sumar hitti ég svo Ollu aftur. Þá vann hún nokkra tíma á dag á Blindraheimilinu við Hamrahlíð og var ánægð með að vera orðin til einhvers nýt aftur eins og hún orðaði það. Fram til síðasta dags var hún alltaf jafn vinsæl hjá yngstu kynslóðinni, nú voru það barna- börn systkina hennar sem hún sat með á gólfinu og lék sér við. Þeirra stunda er ég hrædd um að sumir eigi eftir að sakna og hef ég þá sérstaklega í huga hann Ágúst litla. En mér leiðist að dóttir mín skuli vera of ung til að muna Ollu frænku sína. Olla reyndist mörgum stoð og stytta og hjálpaði þeim sem hún kunni. Henni þótti vænt um marga og kunni vel að meta þá sem henni voru góðir. Hún talaði stundum við mig um dauðann og hvernig dauðdaga hún óskaði sér. Helst vildi hún komast hjá því að valda öðrum erfiði og óþægindum af að þurfa að hugsa um sig veika og hafa fyrir sér. Kannski hið sorglega slys, sem batt svo snöggan enda á ævi Ollu frænku og ég á svo erfit að sætta mig við, nú einmitt er henni virt- ist líða svo vel, hafi þrátt fyrir allt verið umskipti sem henni voru ekki svo á móti skapi. En tómlegt verður að koma til íslands næst án þess að geta hitt Ollu frænku, þiggja hjá henni pönnukökur og skötu og njóta vin- áttu hennar og hlýju. Eftirlifandi systkinum og fjöl- skyldum þeirra votta ég samúð mína. Ég og fjölskylda mín munum ætíð minnast Ollu með virðingu og þökk. Skedsmokorset, 1. des. 1984. Ása SigurþórsdóUir t Eiginmaöur minn og faöir okkar, GISSUR GIS8URARSON fyrrum bóndi og hreppstjóri Salkoti, Austur-Eyjafjöllum, veröur jarösunginn frá Eyvindarhólakirkju laugardaglnn 12. janúar kl. 14.00. Ferö verður frá BSl sama dag kl. 11.00 f.h. Gróa Sveinsdóttir og börn. STÓRA myndin, sem Ævar Auð- björnsson, fréttaritari Mbl. ó Eski- firði tók, sýnir hvernig þokan ligg- ur yHr Eskifirði og byrgir sýn yfir bæinn og fjörðinn af veginum í Oddsskarð. Til samanburðar er svo litla myndin, sem sýnir það, sem liggur undir þokunni ó hinni. Aust- fjarðaþoka EakinrAi. 7. janúar. f GÆR og fyrradag gerði hér mikla þoku og svo var hún dimm að ekki sást nema nokkra metra og stórvarasamt að vera ó ferðinni. Sem dæmi um þokuna þó var verið að skipa út síldartunnum I Lagar- foss, en því þurfti að hætta vegna þcss að ekki sóst úr löndunarkrön- um skipsins niður ó bryggjuna. Ekki er vitað nema um eitt umferðaróhapp, sem varð er ekið var á kyrrstæðan bíl. Ekki bætti úr skák að reykurinn úr loðnu- bræðslunni blandaðist saman við þokuna með sínum „ljúfa ilrni", en vegna lognsins, sem hefur verið hér svo lengi, leggst brælan oft yfir bæinn og kemst ekki í burtu. Maður þurfti ekki að aka nema rétt upp í hlíðina fyrir ofan bæinn til þess að kom- ast út úr þokunni og var skemmtilegt að horfa yfir firð- ina fulla af þoku út í hafsauga, en fjöllin stóðu alls staðar upp úr og hefur þokulagið verið svona 50—100 metra þykkt, en sól og blíða fyrir ofan. Var margt um manninn í skíðaland- inu í Oddsskarði þar sem skíða- lyfturnar eru að fara í gang og góður snjór þar uppi, þótt ekki hafi neitt snjóað í byggð það sem af er vetri. t Móöir okkar og tengdamóölr, GUORÍOUR JÓNSDÓTTIR, Hjótshólum, sem lést 4. janúar sl. veröur jarösungin frá Gaulverjabæjarkirkju laugardaginn 12. janúar kl. 13.30. Bilferð veröur frá BSl kl. 11.30. Jón Tómasson, Gunnar Tómasson, Sigrföur Tómasdóttir, Bjarni Tómasson, Þurlóur Tómasdóttir, Bjarni Guömundsson, Hjördls Þorsteinsdóttir, Kristján Þórisson. t HÖGNI HALLDÓRSSON, Langholtsvegi 145, Reykjavík, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni i Reykjavik föstudaginn 11. janúar kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hans vinsamlegast látl liknarstofnanir njóta þess. Fanný Egilson, Guörún og Charles Ansiau, Christine Ansiau, Catherme Ansiau, Chantal Ansiau, Erla Egilson og Skarphóöinn Loftsson. t Þökum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÓSKARSGUDLAUGSSONAR, Gnoösrvogi 34, Dýrleif J. Tryggvadóttír, Guölaugur Tr. Óskarsson, Þorbjörg Arnadóttír, Baldvin P. Óskarsson, Sigurlln Rósa Óskarsdóttir, Sveinn Jóhannesson, Óskar J. Óskarsson, Anns Elin Óskarsdóttir, Hjálmar Ævarsaon og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, JÓNS STEFÁNSSONAR VOPNA, Gránufélagsgötu 43, Akureyri. Unnur Jónsdóttir, Marta Jónsdóttir, Eövarö Sigurgeírsson, Ásta Jónsdóttir, Grlmur Jónsson, Kristin Huld Haróardóttir, Siguröur Þorgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR, Freyjugötu 8, (Dalbraut 27), lést 26. desember sl. Jarðarförin hefur fariö fram. Þökkum auö- sýnda samúö. Sigrióur Guömundsdóttir, Björn I. Valdimarsson, Maris Björgvinsdóttir, Sigurjón Helgason, Petrina K. Björgvinsdóttir, Þórir Ólafsson, Guölaug B. Björgvinsdóttir, Erla Jónsdóttir, barnabðrn og barnabarnabðrn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmartns míns, fööur og tengdafööur, ÓLAFS EIRÍKS GUNNLAUGSSONAR frá Flatey, Breióafirói. Guöbjörg Páturadóttir, Guölaug Ólafsdóttir, 8igurþór Þorgrlmsson, Pétur Ólafsson. Lokaö i dag, fimmtudag 10. janúar, vegna jarðarfarar MARÍU JENSDÓTTUR. Þumalbuöirnar, Leifsgötu 32. Þumalína - Tumi þumail. Kransar kistuskreytingar BORGARBLÓMiÐ SKÍPHOLTÍ 35 SÍMÍ: 32ZI3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.