Morgunblaðið - 10.01.1985, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985
Dansað við lög
úr skemmtisýningum
í London
Mi-rtfvliyancli myndir voru teknar á nyársfatjnafli á Siigu. I'aci var
dan.sflokkur frá Ja/v.ballHLskóla Káru srm sýndi þar dansa vió liit;
ur sUrrstu skt'mmli.sýnmuum er t'ant'a í laindon um þes-sar mynd-
ir. Slarlight Express, Chess og On your Toes.
Magnús Kjartansson kynnti en Kllen Kristjánsdóttir og Jóhann
llelgason sungu kafla úr Starlight Kxpress ásamt diinsurum.
ÁSGEIR
TÓMASSON,
RÁS 2
„Útvarp á huga
minn algjörlega“
Raddirnir sem hafa hljómað frá rás 2 undanfarið eru orðnar
hluti af daglegu lífi margs fólks í samtímanum og sérstaklega
ungu kynslóðarinnar. Ein af þeim röddum sem hvað mest hefur
heyrst á rásinni frá byrjun er í eigu Ásgeirs Tómassonar. Við
hittum Ásgeir stuttlega að máli og spurðum hvernig það hefði
atvikast að hann byrjaði í starfinu.
— Það kom nú þannig til að ég hafði verið hjá útvarpinu með
næturútvarp og þátt sem kaliaðist „Syrpur". Þegar rásin var að
fara af stað sótti ég um starf við að sjá um næturútvarpið þar en
fór í morgunútvarpið í staðinn. Síðan hef ég verið viðloðandi þarna
og hef nú tvo tveggja tíma þætti á viku.
— Tekur ekki langan tíma að undirbúa hvern þátt?
— Jú, það má eiginlega segja að það fari 6 dagar í að gera þá. Ég
þarf að lesa heilmikið og hlusta á ótal hljómplötur sem ég nota svo
jafnvel aldrei. Vinsældarlistinn er þó í sjálfu sér ekkert erfiður, ég
tala lítið miðað við þá sem sjá um bandaríska vinsældalistann en
heilmikið þó ef mið er tekið af þeim úr BBC.
— Hefurðu þætti tii hliðsjónar þegar þú undirbýrð þig?
— Ég hlusta mikið á erlent útvarp og í bílnum mínum hef ég
stillt inn á fimm mismunandi stöðvar sem ég hlusta á þegar ég er á
ieiðinni heim. Við fáum einnig senda þætti sem við hiustum á og
athugum en ég held ég stæli samt engan, allavega ekki vísvitandi.
Maður verður að sjálfsögðu fyrir áhrifum, annað væri undarlegt.
— Eru það einhver sérstök áhugamál sem eiga huga þinn í
frístundum?
— Mér finnst vinnan svo skemmtileg að ég þarf ekki og hef alls
ekki tíma fyrir önnur áhugamál. Það má segja að útvarp sé mitt
áhugamál og eigi hug minn algjörlega. Ég hef áhuga á frjálsu
útvarpi, erlendum sem inniendum rásum og öllu sem viðkemur
hljóðvarpinu yfirleitt.
Ég vii í raun ekki tala um annað en blessað útvarpið.
Hvað finnst þér um þá gagnrýni sem hefur verið undanfarið
varðandi málnotkun manna á rásinni?
Hún á rétt á sér að sumu leyti, en aftur á móti ættu einnig þeir
sem sjálfskipa sig oft á tíðum málkunnáttumenn, sumir hverjir, að
líta nánar í eigin barm. Það er mjög erfitt að verða aldrei neitt á í
messunni þegar maður þarf að tala um og segja ótrúlegustu hluti
undir mikilli pressu. Liður í þessu er líka að það er mest ungt fólk
sem vinnur á rásinni og talar þess vegna mál dagsins í dag. Það eru
ýmsir sem vilja ekki viðurkenna þetta tungutak og það hefur alitaf
verið viðkvæðið um árin að finna að yngra fólkinu. Ég held að
Sókrates biessaður hafi kvartað yfir versnandi heimi og unglingum
á prenti þegar hann var uppi.
— Hvernig er vinnuandinn milli ykkar?
— Við erum öll geysimiklir „egóistar" þannig að við eigum það til
óspart að segja meiningu okkar. En það ríkir ekki illur andi síður
en svo og við höldum ailtaf fagnaði af og til, þar sem engin slags-
mál koma til og allt fer fram í miklu bróðerni.
Pia
léttari
Pia Zadora, kynbomban litla,
sem leikið hefur í nokkrum
kunnum kvikmyndum svo
sem „Butterfly“, léttist til
mikils muna fyrir fáeinum
dögum, en þá kom í heiminn
dóttir hennar og eiginmanns-
ins. Hefur barnið litla hlotið
eafnið Kady og heilsast móð-
ur og barni vel.
Ali
í klípu
Moharaed Ali, hnefaleika-
kappinn gamalkunni, á nú í
vök að verjast gagnvart konu
nokkurri sem segist hafa ver-
ið eiginkona hans og heimtar
nú offjár í meðlag fyrir
dómstólum. Ali klórar sér f
höfðinu og segist ekki vita
hvaða kona þetta sé, hann
hafí aldrei litið hana augum.
Kona þessi heitir Aaisha
Ali og dóttur sína segir hún
jafnframt vera dóttur „The
Greatest“ eins og hann kall-
aði sig gjarnan. Hún segir að
þau hafi gengið í það heilaga
í maí 1975, en haustið áður
hafi dóttir þeirra komið í
heiminn. Þá hafi Ali lofað
ölhi fogru um að sjá fyrir
þeim um aldur og ævi. Lítið
hafi verið um efndir ...
fclk f 7?i
fréttum