Morgunblaðið - 10.01.1985, Síða 54

Morgunblaðið - 10.01.1985, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 Falsaðar tölur um fósturdeyðingar eftirJón Val Jensson Það er ekki nýtt, að verjendur fósturdeyðinga falsi tölur máli sínu til framdráttar. Hafa þeir einkum reynt að slá fram nógu skelfilegum tölum um dauðsföll hjá mæðrum af völdum ólöglegra fósturdeyðinga. Viða heyrðist vitnað í skuggalegan fjölda slíkra dauðsfalla i Portúgal og á Ítalíu, þar sem 2000 konur voru sagðar deyja árlega á þennan hátt í hvoru landi um sig (1975 og 1974). Engin rök reyndust vera fyrir þessum fjarstæðukenndu tölum. Á Ítalíu voru tvær milljónir kvenna sagðar láta deyða fóstur árlega hjá skottuiæknum, en það merkir, að hver einasta kona á ít- alíu (þar með taldar nunnur) léti deyða fimm fóstur um æfina, að öllum barneignum frátöldum! Tal- an 2000 um dauðsföll af þessum völdum var einnig úr lausu lofti gripin. Heildarfjöldi dauðsfalla þungaðra kvenna á Ítalíu árið 1974 var 259, þar af 20 vegna fóst- urdeyðinga eða fósturláta (tölur frá WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnun SÞ. Sjá bæklinginn Back Street Ab- ortion — Lies Exposed, útg. af Soci- ety for the Protection of Unborn Children, London). Ennþá síður reyndust þær full- yrðingar standast, að 2000 portúg- alskar konur létu árlega lífið af þessum sökum, enda er fjólks- fjöldinn þar í landi nær sexfalt minni en á Ítalíu. Dr. C.B. Good- hard við Cambridge-háskóla sýndi fram á, að árið 1975, þegar hin meintu dauðsföll áttu að hafa gerzt, var heildarfjöldi allra dauðsfalla portúgalskra kvenna á barneignaaldri (15—44 ára) 2099 (heimild: Anuario Estatístico 1975, 16. tafla). Vel má vera, sagði hann, að andlát vegna fósturdeyðinga hafi verið skráð á rangan hátt, „en það er ekkert auðveldara í Portúg- al en annars staðar að leyna óvæntum dauða ungrar konu og að losa sig við lík hennar án þess að menn verði þess varir. Þessi heild- ardánartala (sem er nálægt því, sem vænta mætti miðað við fólks- fjölda, þ.e. rúmar 9 milljónir) get- ur því ekki verið fjarri sanni." Sagði hann fráleitt að gefa i skyn, að varla nokkrar konur á barn- eignaraldri deyi af öðrum orsök- um en ólöglegum fósturdeyðingum (t.d. krabbameini, berklum, sjálfsmorðum, umferðarslysum o.s.frv.). Var það mat dr. Good- harts, að hin sanna tala dauðs- falla af völdum ólöglegra fóstur- deyðinga í Portúgal hafi naumast verið meira en tuttugasti hluti þeirrar ágizkuðu tölu, sem notuð var í áróðri fósturdeyð- ingarsinna á Bretlandi (The Times, 22. nóvember 1982). Þetta merkir, að dauðsföllin hafi í hæsta lagi verið 100, en ekki 2000 eins og full- yrt hafi verið. En beinlínis er sagt í ársskýrslu WHO fyrir árið 1975, að tíu portúgalskar konur hafi dá- ið vegna „óskilgreindra fóstur- láta“, þ.e. af venjulegum fósturlát- um og ólöglegum fósturdeyðingum (skv. bæklingum Kill the lies, útg. af SPUC). Svipaðar falsanir fósturdeyð- ingarmanna voru afhjúpaðar í Vestur-Þýzkalandi. Þar héldu þeir því fram, að árlega léti ein milljón kvenna deyða fóstur ólöglega og að 15.000 þeirra biður sjálfar bana af. „Eftir ýtarlega rannsókn á veg- um þýzka læknasambandsins kom í ljós, að í reynd voru tæpar 75.000 fósturdeyðingar framkvæmdar og að þrjátíu konur létu lifið árlega vegna þeirra að meðaltali." (Dr. J.C. Willke, Handbook on Abortion, Cincinatti 1979, bls. 107.) Ýkjurn- ar blasa við allra augum. Heimsmet í fölsunum? En nú er okkur ætlað að leggja trúnað á öllu djarfari lygar. Sarah „Ef ræða á þessi mál af alvöru, veröur aö gera kröfu til þess, aö menn haldi sér viö staöreynd- ir. ÁÖurnefnd kona hef- ur gripiö á lofti einhverj- ar gróusögur, sem eng- inn fótur er fyrir, enda gefur hún enga heimild fyrir máli sínu.“ nokkur Jóhanns fullyrðir i Mbl. 3. janúar: „f Mexíkó deyja árlega meira en 140.000 konur vegna ólög- legra fósturdeyðinga, sem samsvar- ar helmingi af íslenzku þjóðinni!“ Hver maður hlýtur að hafa séð, að ýkjurnar um dauðsföllin á Ítalíu, í Portúgal og Vestur-Þýzkalandi voru hreint ótrúlegar. En tölurnar, sem hér er haldið fram um dauðsföll hinna mexíkönsku kvenna, slá þó öll fyrri met. í Mexíkó býr um 71 milljón manns, þ.e. aðcins 14 milljónum fleiri en á ftalíu (þar sem logið var upp 2000 fósturdeyðingadauðsföll- um) og 10 milljónum fleiri en í V-Þýzkalandi (þar sem logið var upp 15.000 dauðsröllum). Samt er okkur ætlað að trúa því, að 140.000 konur láti lífið af þessum sökum ár hvert í þessu eina landi! Fáránleiki þessa málflutnings sést m.a., þegar fjöldi meintra dauðsfalla vegna ólöglegra fóst- urdeyðinga er borinn saman við íbúatölu landanna. Hlutfallstalan fyrir Mexíkó er þá áttfalt hærri en það, sem fullyt hafði verið (með stórkostlegum ýkjum) um mæðra- dauðann i V-Þýzalandi, en níföld á við lygarnar um dauðsföllin í Portúgal og yfir fímmtíuföld á við falsanirnar um ítalskar konur! Getur nokkur lagt trúnað á þá firru, að árlega láti lífið vegna ólöglegra fósturdeyðinga jafn- margar konur í Mexíkó einni og sem nemur allri íslenzku kven- þjóðinni?! Ef ræða á þessi mál af alvöru, verður að gera kröfu til þess, að menn haldi sér við staðreyndir. Áðurnefnd kona hefur gripið á lofti einhverjar gróusögur, sem enginn fótur er fyrir, enda gefur hún enga heimild fyrir máli sínu. Fósturdeyðingar á íslandi verða ekki réttlættar með fölsuðum töl- um um fjarlægar þjóðir. Slík skrif hljóta að falla dauð og ómerk. Reykjavík, 3. janúar. Jón Valur Jensson er guðfræðingur og rinnur að rannsóknum. Það er ekkert mál að finna smá pláss fyrir Rex- Rotary 7010. Þessi litla en harðsnúna ljósritunarvél er aðeins 24 cm á hæð og 47 cm á lengd. Hún annar samt allri venjulegri ljósritun á örskömmum tíma. Þú hlýtur að muna eftir Rex-Rotary, hún var í „öllum“ I skólum hér um árið. 3 CS GÍSLI J. JOHNSEN I TÖLVUBÚNAÐUR SF - SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF 3 SMIÐJUVEGI 8 - P.O BOX 397 - 202 KÓPAVOGI - SlMI 73111 n Morgunblaðið/HBj. Starfsmenn Vita- og hafnamálastjórnar vinna við að reka stálþilið niður. Borgameshöfn: Framkvæmdir við nýjan viðlegukant Borgarnesi, 5. janúar. ÞESSA dagana standa yfír fram- kvæmdir við nýjan viðlegukant í Borgarneshöfn. Grjóti var ekið út fyrir 2—3 árum en síðan hafa fram- kvæmdir legið niðri þar til nú að byrj- að er að reka niður um 100 metra stálþil. í þessum áfanga verður einnig fyllt að þilinu og er þá einungis eftir að steypa þekju og ganga frá hafnar- kantinum. Vita- og hafnamálastofnunin stendur fyrir þessu verki sem kost- að er að 75% af ríkinu en 25% af Borgarneshreppi. Þessi áfangi, ásamt kaupum á stálþilinu, kostar um 8 milljónir kr. Starfsmenn Vita- og hafnamálastofnunarinnar fram- kvæma verkið ásamt starfs- mönnum Borgarneshrepps, nema hvað uppfyllingin var boðin út og sér Borgarverk hf. um þann hluta framkvæmdanna. Höfnin í Borgarnesi er fyrst og fremst vöruhöfn. Um hana fer tölu- vert af vörum, svo sem áburður, fóður og hráefni til iðnfyrirtækj- anna. Gamla höfnin er orðin mjög léleg. Til marks um það má nefna að þar flæðir undan stórum flutn- ingaskipum á fjöru. Gísli Kjart- ansson, oddviti Borgarneshrepps, sagði að þessum áfanga hafnar- framkvæmdanna yrði væntanlega lokið í febrúar, en ekki væri vitað hvenær framkvæmdum við höfnina yrði að fullu lokið. — HBj. Unnið við að rétta plöturnar af.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.