Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 1
64 SIÐUR ttgunliIaMfr STOFNAÐ 1913 14. tbl. 72. árg. FOSTUDAGUR 18. JANUAR 1985 Prentsmidja Morgunblaðsins I greipum kuldans Enn er ekkert lát á kuldunum í Vestur-Evrópu. Hér sést danski ísbrjóturinn gær í ísnum á Eyrarsundi milli Ðanmerkur og Svíþjóðar. .Isbjiirn" á leið til aðstoðar flutningaskipi, sem festist Ofsóknir í Búlgar- íu á hendur tyrk- neskum mönnum Neyddir með ofbeldi til að taka upp búlgörsk nöfn Sofíu, 17. j»n. AP. HER OG logregla í Búlgariu hafa nú enn hert á þvingunaraðgerðum sínum gegn tyrkneskum mönnum í landinu til að taka upp búlgörsk nöfn. Er haft eftir áreiðanlegum heimildum, að 40 manns að minnsta kosti hafi verið drepnir í itökum af þessum sökum i undanförnum vikum. Hafa svæði þau í suðausturhluta landsins, þar sem óeiraknar hafa itt sér stað, verið einangr- uð af þessum istæðum. Búlgörsk stjórnvöld hafa ekkert viljað segja um þessa atburði, en haft er eftir mönnum af tyrknesk- um uppruna í landinu, að menn úr her og lögreglu hafi gengið hús úr húsi að kvöldlagi og dreift eyðu- bloðum til tyrknesks fólks, þar sem það á að rita á nýtt búlgarskt nafn í stað tyrkneska nafnsins, sem það bar áður. Ef farið er eftir þessum fyrir- mælum, er vandamálið leyst, en ef menn gera það ekki, sæta þeir fyrst hótunum, en eru síðan barðir og pyntaðir. Er haft eftir áreið- anlegum heimildum, að tyrkneskt fólk í Búlgaríu hafi almennt látið undan þessum afarkostum og tek- ið upp búlgörsk nöfn. Margir hafi þó snúizt öndverðir við þessari skipun og á undanförnum tveimur árum hafi um 100 manns látið lífið í átökum af þessum sökum. Nú í janúar var enn hert á þess- ari nafnaherferð búlgarskra yfir- valda gegn tyrknesku fólki. f Búlg- aríu býr um ein milljón tyrkn- eskra manna og eru þeir þvi einn tiundi hluti af öllum íbúm lands- ins. Nafnaherferðin er einn þátt- urinn í þeirri viðleitni kommún- istastjórnarinnar þar að afmá þjóðerni tyrkneskra manna í land- inu. Þegar árið 1974 var svo að segja allri kennsla í tyrknesku hætt í skólum landsins. Á leið til þings Zail Singh, forseti Indlands, (til vinstri) og Rajiv Gandhi, for- sætisráðherra landsins, eru hér á leið til sameiginlegs fundar beggja deilda indverska þingsins í gær. Sjá nánar á bls. 21. Stjórnvöld í Svíþjóð: Hætta ekki aðstoð við Víetnam vegna hernaðarins í Kambódíu Bangkok, 17. janáar. AP. SVÍAK hyggjast ekki nota þróun- araðstoð sína við Víetnam tii að þrýsta i stjórnvöld þar að hætta hernaði sínum í Kambódíu, sem Víetnamar hernimu fyrir sex ir- um. Þetta var haft eftir Lennart Bodström, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, í Bangkok í Thailandi í dag, en þar er hann staddur i heimleið úr vikulangri heimsókn til Víetnams. „Það er afar sjaldgæft að við notum þróunaraðstoð okkar til að skapa stjórnmálalegan þrýst- ing," sagði Bodström, þegar fréttamenn spurðu hann hver yrðu viðbrögð sænsku stjórnar- innar, ef ekki tækist að binda endi á ófriðinn í Kambódíu með samningum. Bodström kvaðst hins vegar hafa greint stjórnvöldum í Han- oi frá því, að ef til vill yrði dreg- ið úr þróunaraðstoðinni á næst- unni þar sem lokið væri mörgum verkefnum, sem henni var ætlað að styrkja. í stað þróunaraðstoð- ar kæmu þá „venjuleg milliríkja- samskipti", eins og hann orðaði það. Þróunaraðstoð Svía við Víet- nama nemur á þessu ári 365, milljónum sænskra króna (jafn- virði tæplega 1.700 milljóna ís- lenskra króna). Hún hefur sætt gagnrýni víða í Suðaustur-Asíu, en stjórnvöld þar telja að hvers kyns efnahagsaðstoð við Víetn- ama dragi úr líkum á því að þeir fari með herlið sitt frá Kambód- íu. Aðstoðin hefur einnig orðið tilefni mikilla deilna í Svíþjóð, en stjórnarandstaðan segir að hún sé óréttlætanleg hjálp við árásargjarna einræðisstjórn. Bodström kvaðst vera þeirrar skoðunar að Víetnamar hefðu í hyggju að kalla hersveitir sínar heim frá Kambódíu, en bætti því við, að hann ætti ekki von á því að það yrði í bráð þar sem hinar stríðandi fylkingar deildu um grundvallarstaðreyndir. Sagði hann Svía vera reiðubúna til að annast milligöngu ef til friðar- viðræðna kæmi. Pakistan: Stjórnmála- starfsemi leyfð á ný K.nrhi. 17. j»n AP. STJÓRNIN í PakisUn ikvað í dag að aflótta banni því, sem sett var fyrír skömmu við starfsemi stjómmila- manna í landinu. Verður þeim nú gert kleift að taka þitt í kosningabaritt- unni fyrir kosningar þær, sem fram eiga að fara í næsta minuði. í þessum kosningum verður kjörnir þingmenn bæði til þjóð- þingsins og héraðsþinga landsins. Zia Ul Haq, forseti Pakistans, kom á banni við starfsemi stjórnmála- manna 12. janúar sl., samtímis því sem hann kunngerði, að kosningar færu fram í landinu 25. febrúar nk. Skýrast gengismál- in í dag? Waaaiagton, 17. janúar. AP. Fjirmilariðherrar Bretlands, Frakklands, Vestur-Þýzkalands og Japans komu í dag saman i lokuðum fundi í Washington með Donald Reg- an, fjarmilarioherra Bandaríkjanna. Talið er víst, að síhækkandi gengi Bandaríkjadollars að undanförnu hafi verið aðalumræðuefnið og að fínna verði loiðir til þess að koma í veg fyrir iframhald i þeirri þróun. Ekki var gert ráð fyrir, að niður- stöður fundarins yrðu kunngerðar fyrr en á morgun, föstudag. Ovissa einkenndi því gengi margra helztu gjaldmiola heims í dag. Gengi sterlingspundsins gagnvart Banda- ríkjadollar féll aðeins í London og vestur-þýzka markið, sem á þriðju- dag var lægra gagnvart dollar en nokkru sinni sl. 12 ár, náði ekki að styrkja stöðu sína. Réttarholdin í Póllandi: Hótuðu bílstjóran- um lífláti Tonin. 17. janáar. AP. MEÐ ihrifaríkum hætti lýsti bílstjór- inn Waldemar Chrostowski í dag at- ferli lögreglumannanna, sem rændu honum og prestinum Jerzy Popiel- uszko 19. október sl. Þeir héldu skammhvs.su að hnakka hans og skip- uðu honum að taka næstu beygju inn í skóginn. „Þi varð mér Ijost, að líf mitt var i veði," sagði bílstjórinn. Þegar hann hafði ekið stuttan spöl veifaði einn mannræningj- anna snöru fyrir framan andlit hans og sagði: „Hérna hefur þú smá reipi, sem á að koma f veg fyrir, að þú farir að æpa þennan síðasta spöl þinn." Chrostowski kvaðst fyrst hafa verið handjárnaður og keflaður á meðan mannræningjarnir voru að koma séra Popieluszko fyrir í skotti bílsins. „Ég heyrði hljóð líkt og einhver væri að slá hveitipoka með barefli. Þá vissi ég, að eitthvað hræðilegt hafði gerzt." ¦i......'«'¦ ¦». ' IHBJ—i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.