Morgunblaðið - 18.01.1985, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985
Lögbirtingablaðið:
Nauðungaruppboð aug-
lýst sem þingfesta
átti í verkfallinu
LÖGBIRTINGABLAÐIÐ birti sam
Uls 657 auglýsingar um nauöungar-
uppboð í þriöja og áttunda tölublaði,
en uppboösmál þessi á aö þingfesU
17. og 18 janúar nk.
Að sögn Jóns Skaftasonar, yfir-
borgarfógeta í Reykjavík, er hér
um að ræða uppboðsmál, sem átti
að þingfesta 24. og 25. október, en
var ekki hægt að gera vegna verk-
fallsins, enda kom Lögbirting-
ablaðið þá ekki út fremur en önn-
ur blöð. Jón Skaftason sagði að því
hefði orðið að taka þessi mál upp
að nýju. Jón Skaftason gat þess
ennfremur, að þar sem svo langt
væri nú um liðið væri ekki ólíklegt
að málin væru nú orðin eitthvað
færri og einhverjir kynnu að hafa
gert út um sín mál á þeim tíma
sem liðinn er frá því upphaflega
átti að þingfesta þau.
Lagið „Garden Party“
eftir Eyþór Gunnarsson
á þýskri hljómplötu
FYRIR nokkru gaf Max Greger,
þýskur hljómsveiUrstjóri, lagið
„Garden Party“ eftir Eyþór Gunn-
arsson út á hljómplötunni „Tanz-
musik ’84 mit Max Greger". Áöur
hefur lagið komiö út á plötu með
Mezzoforte og Herb Alpert.
Hljómsveit Max Gregers flytur aö-
allega danstónlist og hafa oft
heyrst hér á landi ýmis lög í flutn
ingi hljómsveiUrinnar. Á þessari
plötu eru ýmis kunn lög eins og
Ld. „Flashdance ... W h a t a feel-
ing“ og „99 Luftballons"
Eyþór Gunnarsson höfundur
„Garden Party“ sagði í samtali
við blm. Morgunblaðsins að fyr-
irtækið Carlin Music á Englandi
hefði það hlutverk að koma lög-
um þeirra félaganna í Mezzo-
forte á framfæri sem víðast og
hafa þeir, sem hafa gefið lagið
út, því ekki haft samband við
hann persónulega. Eyþór sagðist
hafa heyrt þessa útsetningu Max
Gregers og væri hún kannski
ekki beinlínis eins og hann hefði
gert hana, eins og kemur fram ef
hún er borin saman við útsetn-
ingu Mezzoforte. En hann sagði
að það væri vissulega gott og
blessað ef menn vildu spila lagið.
Eyþór sagði að ekki hefðu
fleiri spilað lagið inn á plötu, en
hins vegar væri það á ýmsum
safnplötum og þá í flutningi
Mezzoforte.
Engin olnbogabörn
náttúruvaldanna
BorcarfirAi eystri, 8. ju.
VIÐ ÁRAMÓT nemur maður stað-
ar, skyggnist til baka og reynir að
ráða rúnir hins ókomna.
Okkur Austfirðingum varð
gamla árið gott og farsælt á flest-
um sviðum. Sumarið var frábært,
eins og flestir vita og það sem af
er vetrar engu síðra. I desember
hefur vart séð snjó og tíð hefur
verið mild, en nokkuð umhleyp-
ingasöm og öll stórviðri hafa farið
framhjá okkur. Enda má nú segja
að sé nær alautt í byggð. Börnin
fengu m.a. ekki jólasnjóinn sinn.
Fyrstu merki þess að jólin nálg-
uðust sáust 16. des. sl. þegar
kveikt var á myndarlegu og fal-
legu jólatré andspænis félags-
heimilinu, að tilstuðlan sveitar-
stjórnar, eins og nokkur undan-
farin ár. Oddvitinn, Magnús
Þorsteinsson, kveikti á trénu og
flutti stutta tölu í tilefni atburð-
arins og hinn nýstofnaði samkór
söng fyrir og eftir jólalög undir
stjórn ólafs Arngrímssonar skóla-
stjóra.
Hinn 19. des. fékk svo skólinn
jólaleyfi og voru þá haldin „litlu
jólin“ að gömlum og góðum sið.
Skólastjóri kynnti dagskrána og
nemendur sungu, léku á blokk-
flautur og spiluðu fjórhent á píanó
undir stjórn Margrétar Braga-
dóttur tónlistarkennara. Er ótrú-
legt hve góðum árangri má ná á
skömmum tíma í upplestri, söng
og framsögn, ef kennarinn hefur
næga þolinmæði, áhuga og hæfi-
leika og það hefur söngkennarinn
og tónmenntakennarinn, Margrét
Bragadóttir, sýnt að hana skortir
ekki. Þóttu nemendur standa sig
með prýði og ekki má gleyma þeim
ávinningi fyrir skólabörnin að fá
nú kennslu í söng og tónmennt,
sem þau hafa svo lengi farið á mis
við.
Nú er sá tími kominn, þegar
leikfélögin hér austanlands hefja
starfsemi sína og flest leggja leið-
ir sínar hingað í Borgarfjörð, enda
almannarómur, að fáir eða engir
sæki leiksýningar betur en Borg-
firðingar, miðað við fólksfjölda.
Hinn 8. des. kom Leikfélag
Fljótsdalshéraðs og sýndi gaman-
leikinn „Karamellukvörnina" eftir
Evert Lundströn í þýðingu Árna
Jónssonar. Að sjálfsögðu voru
Borgfirðingar sjálfum sér sam-
kvæmir og sóttu sýninguna vel og
hlaut hún góðar viðtökur. Leik-
stjóri var Sólveig Traustadóttir.
Á gamlárskvöld var hinn venju-
legi áramótadansleikur. Var hann
sérlega fjölmennur, enda lék nú
nýlega stofnuð heimahljómsveit,
„Heimabruggið“, fyrir dansi og
mun jafnvel hafa verið dansað úti
og inni um það leyti sem birti af
fyrsta degi ársins 1985.
Það geta ekki allar smásveitir
státað af eigin hljómsveit eins og
Borgfirðingar af „Heimabruggi"
sínu.
Það sem af er janúar hafa þrír
litlir línubátar róið og aflað mjög
vel. Mun það nánast einsdæmi um
þetta leyti árs og sýnir að við er-
um sannarlega engin olnbogabörn
máttarvaldanna. Geta má þess að
lokum, að á gamlárskvöld var
komið fyrir skrautlýsingu og skot-
ið blysum á Álfaborginni, eins og
reyndar hvarvetna í þorpinu. Var
þetta mjög fallegt í heiðríkju og
kyrrð kvöldsins, en þó aðeins svip-
ur hjá sjón, þegar kynnt var
áramótabrenna á Álfaborginni,
svo að bjarmann lagði yfir allt
nágrennið, þorpið og sveitina. En
illu heilli lagðist sá siður niður
fyrir mörgum árum.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GUÐM. HALLDÓRSSON
Hvaða framtíð
bíður Macao?
ÞOTT íbúar Hong Kong óttist framtíð sína undir stjórn Kínverja eftir
1997 virðast nágrannar þeirra í portúgölsku nýlendunni Macao rólegir á
yfirborðinu.
Engar opinberar umræður hafa farið fram um framtíð Macao, fyrstu
evrópsku nýlendunnar á strönd Suður-Kína, sem Portúgalir stofnuðu
1557.
Portúgalar komu til Kína til
að verzla og fengu að setjast
þar að 1564, þegar þeir höfðu
hjálpað Kínverjum að sigra sjó-
ræningja. Kínverjar viður-
kenndu ekki ævarandi eignarétt
Portúgala fyrr en með samningi
1887. Portúgalir beittu aldrei
valdi gegn Kínverjum eins og
Bretar og vandamál Macao og
Hong Kong eru því nokkuð ólfk.
Lítil andstaða virðist gegn
Kínverjum, þar sem endir var
bundinn á starfsemi stuðn-
ingsmanna kínverskra þjóðern-
issinna á Taiwan með samningi
1967.
Kínverjar beittu þáverandi
landstjóra, Jose Nobre de Carv-
alho flotaforingja, þrýstingi til
að undirrita samninginn eftir
óeirðir, sem kostuðu átta stuðn-
ingsmenn kínversku menning-
arbyltingarinnar lífið. Sam-
kvæmt honum voru átta kunnir
hægrimenn, sem studdu Taiwan-
stjórn, reknir frá nýlendunni.
Eftir byltinguna í Portúgal
1974 buðust Portúgalar tvívegis
til að skila Macao, en Kínverjar
afþökkuðu. Portúgalar viður-
kenndu yfirráð Kínverja 1975 og
stjórnmálasambandi var komið
á 1979.
Þá var gerður samningur, sem
kvað á um að nýlendan yrði
„kínverskt yfirráðasvæði undir
portúgalskri stjórn“. Þjóðirnar
hétu að leysa deiluna með samn-
ingaviðræðum þegar vel stæði á,
en tóku ekki fram hvenær.
Kosningar til löggjafarþings
fóru fyrst fram 1976, en kosn-
ingaréttur var takmarkaður við
nokkur þúsund manns, aðallega
evrópska Portúgala, innfædda
Portúgala og kynblendinga.
í febrúar I fyrra risu deilur
milli Vasco de Almeida e Costa
landstjóra, sem var um skeið
forsætisráðherra Portúgals (og
mun stefna að forsetatign), og
valdastéttar portúgölskumæl-
andi íbúa um skipun þingsins og
valdsvið þess.
Landstjórinn mætti andstöðu
því hann vildi útrýma „nýlendu-
hugsunarhætti valdahópa" og
auka áhrif Kínverja, sem eru
97% rúmlega 400.000 íbúa. Port-
úgölskumælandi menn óttuðust
að gamla kerfið liði undir lok og
að þeir glötuðu forréttindum
sínum.
Almeida e Costa fékk sam-
þykkt lög um kosningarétt Kín-
verja. Þegar þingið vildi breyta
tilskipunum hans fékk hann
leyfi Eanesar forseta til að rjúfa
þing og efna til nýrra kosninga.
Hann lagði áherzlu á að kosn-
ingar væru ekki skref í átt til
sjálfstjórnar.
Andstæðingar landstjórans
undir forystu Carlos Assump-
icao fv. þingforseta kröfðust
þess að honum yrði vikið úr
embætti, þar sem hann væri of
ráðríkur, stjórnaði nýlendunni
eftir eigin geðþótta eins og gam-
aldags vísikonungur, flytti inn
pólitísk þrætumál frá Portúgal
og væri viðriðinn fjármálamis-
ferli.
En krafa þeirra fékk lítinn
hljómgrunn i Lissabon. Eanes
vildi ekki að deilurnar I Macao
hefðu áhrif í Portúgal og á sam-
skiptin við Kínverja. Eanes skip-
aði Almeida e Costa landstjóra
1981 og er staðráðinn í að
tryggja að hann verði við völd
fram að næstu forsetakosning-
um 1986.
Almeida e Costa knúði fram
nokkur lög, sem voru í samræmi
við stefnu hans. Hann hefur ver-
ið fylgjandi ýmsum fram-
kvæmdum, m.a. gerð alþjóða-
flugvallar og hafskipahafnar,
sem hafa skilað litlum arði, og
Macao hefur aðallega tekjur af
spilavítum og ferðamönnum frá
Hong Kong.
Stjórn nýlendunnar hefur ver-
ið gagnrýnd fyrir spillingu og
mest hefur borið á ásökunum um
að fé, sem hafi átt að fara til
aukinna framfara, hafi verið
komið undan til Portúgals eða
Sviss.
Til marks um fjársóun er bent
á stóran skjöld til minningar um
framfarir í nýlendunni. Hann
kostaði 800.000 pund. Einnig er
gagnrýnt að of margir menn frá
Portúgal fái vellaunuð störf, sem
Macaomenn geti gegnt.
Sigurvegari kosninganna, sem
fóru fram i ágúst, var kosn-
ingabandaiag Kínverja, sem
fylgja Pekingstjórninni að mál-
um, og gamalreyndra stjórn-
máíaleiðtoga Macaomanna.
Bandalagið hlaut fjögur af sex
þingsætum, sem kosið var um
beinni kosningu, en tveir af fjór-
um öðrum stjórnmálaflokkum
fengu eitt sæti hvor.
Áður höfðu fimm kínverskir
fulltrúar viðskiptalifsins verið
kosnir óbeinni kosningu. Kín-
verskur fulltrúi velferðar- og
menningarhópa var síðan kosinn
óbeinni kosningu. Loks skipaði
landstjórinn fimm aðra fulltrúa.
Þannig tóku margir kinverskir
fulltrúar sæti á löggjafarþing-
inu, sem hafði aðallega verið
skipað portúgölskum Macao-
búum. Vinstrisinnaður kínversk-
ur frambjóðandi — Lao Cheok
Va, varaforseti verkalýðssam-
bandsins — náði kjöri í fyrsta
skipti. Margir telja einn þeirra,
sem voru kosnir óbeinni kosn-
ingu, Ma Man Kee, valdamesta
mann Macao.
„Macao á sér bjarta framtíð,"
sagði Ma nýlega. „Hér er við
engan trúnaðarbrest að stríða.
Síðan trúnaðarbrests varð vart í
Hong Kong síðla árs 1982 hafa
margir fjárfestingaraðilar kom-
ið til Macao til að reisa verk-
smiðjur. Iðnaðarframleiðslan fer
vaxandi. Útflutningur er í vexti
og ferðaþjónusta stendur með
blóma.“
Margir gamalgrónir íbúar eru
á öðru máli og telja ástandið
ekki ósvipað ástandinu I Hong
Kong, þótt svo kunni ekki að
virðast fljótt á litið. Þeir telja að
flestir séu tregir til að gagnrýna
Kínverja, þar sem þeir vilji ekki
verða minntir á andstöðu við þá
þegar þeir taki við stjórninni.
Flestir auðugir menn, sem
óttuðust Kínverja, fóru frá
Macao 1967 og þeir sem búa þar
enn gera lítið veður út af framtíð
nýlendunnar. Þeir láta óánægju
sína í ljós í hópi kunningja
sinna.
En lítið ber á óánægju f blöð-
unum, sem hafa yfirleitt verið
hlynnt kommúnistum síðan
1%7. Sumir bera portúgalskt
vegabréf og telja sig hólpna.
Kinverjar í Macao gátu sótt um
portúgalskt vegabréf til 1981, en
þá var reglunum breytt.
Margir telja framtíð Macao
tengda framtíð Hong Kong, þar
sem það er opinber stefna Kín-
verja að innlima Macao, Hong
Kong og Taiwan. Kínverjar hafa
ekki boðið Almeida e Costa
landstjóra til Peking og sumir
hafa talið það sýna að þeir séu
óánægðir með ástandið, en sam-
búðin er góð á yfirborðinu.
Macao er algerlega háð Kína
og Hong Kong I efnahagslegu til-
liti. Kínverjar þurfa ekki annað
en að að skrúfa fyrir rafmagnið
og vatnið til að kúga íbúana til
hlýðni. En þeir segja að nýlend-
an verði sérstakt umdæmi eins
og Hong Kong, þótt þeir hafi
ekki tilgreint nákvæmlega hve-
nær nýlendan verði sameinuð
meginlandinu.
Líklegt er talið að svipuð lausn
finnist á Macaomálinu og deil-
unni um Hong Kong og engin
breyting verði á högum íbúanna
í hálfa öld. Zhou Nan, formaður
sendinefndar Kínverja í viðræð-
unum við Breta, hefur sagt að
fyrst hægt var að semja um
Hong Kong, sem hafi veri flókn-
ara mál en Macao, „verður leitin
að framtíðarlausn Macao auð-
veld“.
Sverrir