Morgunblaðið - 18.01.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985
31
Kveðjuorð:
Halldóra Jakobs-
dóttir kaupkona
í dag, föstudaginn 18. janúar,
fer fram frá Garðakirkju útför
ömmu minnar, Halldóru Jakobs-
dóttur, sem lést á heimili sínu
þann 13. jan. sl.
Hún fæddist í Hraunsholti í
Garðabæ þann 30. ágúst 1901,
dóttir hjónanna Jakobs Gunnars-
sonar og Helgu Eysteinsdóttur.
Hún var yngst sex systkina en af
þeim er nú eitt á lífi, Sigurlaug
sem nú býr í Hraunsholti með
manni sínum, Valdimar Péturs-
syni.
Amma Dóra, eins og við barna-
börnin kölluðum hana jafnan, ólst
upp í Hraunsholti fram yfir tví-
tugt. Árið 1927 giftist hún Benóný
Benónýssyni sem þá stundaði fisk-
sölu hér í bæ en skömmu seinna
settu þau á stofn verslun í Hafn-
arstræti 19 sem síðar fluttist yfir í
Tryggvagötu. Þeim afa og ömmu
varð tveggja dætra auðið, Ólafar
Helgu og Hjördísar Halldóru móð-
ur minnar, en afi átti fyrir fjórar
dætur með fyrri konu sinni.
Benóný afi lést árið 1941 og var
amma Dóra þá aðeins 38 ára göm-
ul, og tók hún þá við versluninni
og rak hana allt til dauðadags.
Síðustu tuttugu árin bjó amma
Dóra með Magnúsi Guðjónssyni
bílstjóra, einkabilstjóra sinum
eins og hún ávallt kallaði hann,
enda var hann alltaf reiðubúinn
að greiða götu hennar.
Þegar horft er um öxl líða um
hugann ýmis minningarbrot.
Amma Dóra var mér mikið meira
en venjuleg amma því á mínum
æskuárum bjó ég á heimili hennar
á Bjarkargötu 10 í Reykjavík og á
ég þaðan rnargar ljúfar minningar
þó ungur væri að árum. Ennfrem-
ur reikar hugurinn til jólaboðanna
hjá ömmu Dóru þegar hún bjó á
Marargötu 7, en þar var ávallt
glatt á hjalla meðal nánustu ætt-
ingja hennar.
Eg kveð elsku ömmu mina með
sárum söknuði og minninguna um
hana geymi ég í huga mér meðan
ég lifi og þakka henni allar okkar
samverustundir.
Halldór Benóný Nellett
í dag, föstudaginn 18. janúar,
verður til moldar borin frá Garða-
kirkju frú Halldóra Jakobsdóttir
kaupkona, tengdamóðir mín.
Ég vil með þessum fáu línum
votta henni þakklæti mitt fyrir
þær ánægjustundir, sem við höf-
um átt saman. Man ég eftir mörg-
um gleðistundum sem við höfum
átt, enda var hún mjög glaðvær
kona og hafði yndi af góðum fé-
lagsskap. Halldóra var hetja sem
sópaði að, hvar sem hún fór. Hún
gat virst köld og hrjúf á yfirborð-
inu, en það var stutt í hennar góða
hjarta, og var hún sannur vinur
vina sinna. Hún var glettin, kom
vel fyrir sig orði, og mörg tilsvör
hennar voru með afbrigðum góð.
Halldóra var fædd 30. ágúst
1902 að Hraunholti, foreldrar
hennar voru Jakob Gunnarsson og
Helga Eysteinsdóttir.
Átti Halldóra sex systkini og er
nú ein systir hennar á lífi, Sigur-
laug, sem býr í Hraunsholti. Arið
1927 giftist Halldóra Benóný Ben-
ónýssyni kaupmanni, sem rak
verslun í Hafnarstræti. Átti hún
með honum tvær dætur, Ólöfu
Helgu, gift Ásgrími Ásgeirssyni
stýrimanni, og Hjördísi Halldóru,
gift Herði Lorange sjómanni. Á
Ólöf Helga tvö börn og þrjú
barnabörn og Hjördís Halldóra
fjögur börn og eitt barnabarn. Frá
því að Benóný lést 1941 hefur
Halldóra rekið búðina fyrst í
Hafnarstræti og síðan í húsi, sem
Rammagerðin á í Tryggvagötu.
Eitt er víst að mörgum er eftirsjá
að Halldóru, því hún hafði reynst
mörgum alveg sérstaklega góð og
hjálpsöm í öllum viðskiptum. Síð-
astliðin 20 ár hefur dóttir hennar,
Ólöf Helga, verið henni til aðstoð-
ar í búðinni og nú í seinni tíð varð
hún að treysta meira á ólöfu, eins
og hún sjálf varð að gera eftir
andlát Benónýs.
Lífsgöngunni er lokið. Við
minnumst hennar með hlýhug og
þakklæti fyrir samfylgdina. Við
söknum hennar úr hópnum og
þykir skarð fyrir skildi.
Þó er mestur harmur kveðinn að
dætrum hennar tveim, þeim Ólöfu
Helgu og Hjördísi Halldóru og
börnum þeirra.
Ég kveð elsku vinkonu mína
með sárum söknuði. „Minninguna
um hana geymi ég meðan ég lifi,
og þakka henni allt,“ sagði Magn-
ús Guðjónsson, sem hefur búið hjá
henni síðastliðin ár, og verið henni
mikil stoð og stytta á elliárum.
Þakka ég Halldóru fyrir allt það
góða og bjarta sem ég kynntist i
fari hennar, sem oft gefur manni
svo mikinn styrk þegar á reynir í
lífinu.
Ég vil að endingu þakka Hall-
dóru fyrir alla tryggð og góðvild í
minn garð, og fjölskyldu minnar.
Blessuð sé minning hennar
Ásgrímur
Hóseas Björns-
son - Minning
Fæddur 25. desember 1885
Dáinn 9. janúar 1985
Hann afi er farinn, farinn í þá
ferð sem við öll Ieggjum upp í að
lokum. Það verður ekki lengur
fastur liður í ferð til Reykjavíkur
að fara til afa og ömmu í Skipa-
sundi. í þeim heimsóknum var
mest rætt um mannlífið fyrir
austan, bæði frá fyrri tímum og
eins það sem var efst á baugi
hverju sinni. Því alltaf var hugur-
inn fyrir austan í sveitinni sem ól
þau lengst af og vildu þau veg
hennar og þeirra sem hana byggja
sem mestan.
Hóseas Björnsson fæddist í
Höskuldsstaðaseli í Breiðdal 25.
desember 1885 yngsta barn for-
eldra sinna Kristínar Marteins-
dóttur og Björns Eiríkssonar sem
þar bjuggu. Hann lærði trésmíðar
í Reykjavík hjá Magnúsi Blöndal
og lauk sveinsprofi árið 1906, síð-
an vann hann í Reykjavík og ná-
grenni um skeið. Hugurinn stefndi
til frekara náms í Þýskalandi, en
af því varð þó ekki.
Árið 1912 giftist hann fóstur-
systur sinni Marzelíu Ingibjörgu
Bessadóttur, f. 22. marz 1895, for-
eldrar hennar voru Helga Magn-
úsdóttir og Bessi Sighvatsson á
Brekkuborg í Breiðdal. Eftir að
þau giftust tóku þau við búskap í
Höskuldsstaðaseli. Þar voru einn-
ig Eiríkur og Marteinn bræður
hans og mun búið oft hafa verið i
höndum þeirra og ömmu þar sem
afi stundaði smíðar utan heimilis í
Breiðdal og víðar. Heima fyrir
vann hann líka við smfðar á hin-
um ýmsu áhöldum, amboðum,
húsgögnum, líkkistum, spunavél-
um o.fl. Mörg þeirra húsa sem
hann reisti standa enn t.d. Stöðv-
arkirkja.
Afi og amma eignuðust 4 börn,
þau eru: Kristinn, prófastur í Hey-
dölum, Helgi, trésmíðameistari,
Skipasundi 48, Rvík, Ragnheiður,
húsfreyja í Höskuldsstaðaseli, og
Sigrún, verkakona, Rjúpufelli 46
Rvík. Einnig ólu þau upp frá barn-
æsku systurnar Ragnheiði Ragn-
arsdóttur, Holti Breiðdalsvík, sem
nú er látin og Hjördísi Ragnars-
dóttur, Efstahjalla 21, Kópavogi
Eftir að afi og amma fluttu til
Reykjavíkur 1947 bjuggu þau í
skjóli sonar og tengdadóttur í
Skipasundi 48. Fyrir sunnan hélt
afi áfram að vinna við trésmíðar
meðan heilsa og kraftar leyfðu.
Nú mörg síðustu ár hafa dóttir,
tengdasonur þeirra börn veitt
þeim dyggja aðstoð til að geta
haldið heimili, en þau bjuggu út af
fyrir sig þar til afi var fluttur á
Landspítalann 30. desember síð-
astliðinn, en þar lést hann nú 9.
janúar. Þá höfðu þau verið í
hjónabandi f tæp 73 ár. Eftir að
afi fór á Landspitalann flutti
amma til dóttur sinnar og tengda-
sonar í Rjúpufelli 46.
Guð styrki ömmu mína og fari
afi minn í friði og blessuð sé
minning hans.
Ingibjörg Björgvinsdóttir
Útför Hóseasar fer fram á
morgun, laugardag, frá Heydals-
kirkju.
1
1
}
Björgvin Ingi
Olafsson — Minning
Fæddur 3. júlí 1945
Dáinn 14. janúar 1985
Frændi okkar og vinur Björgvin
Ingi ólafsson lauk sínu jarðlífi
þann 14. janúar sl. aðeins 39 ára
að aldri. Kveðjustundin kom
okkur öllum á óvart, ekki vegna
þess að aðdragandinn hafi ekki
verið nægur, heldur hitt að bar-
áttuþrekið var slíkt, að þrátt fyrir
vonlausa stöðu tefldi Björgvin
ótrauður og trúði á vinningsmögu-
leika. Skákin var löng og hörð og
fór oft í bið, en þrátt fyrir að hann
yrði ætíð fleiri peðum undir, var
teflt til sigurs, jafntefli kom ekki
til greina hvað þá að gefa skákina.
Þegar við setjumst niður og
hugsum aftur í tímann til æskuár-
anna, þá verður Sólbyrgi við Laug-
arásveg eitt af perlum þess tíma.
Þar bjó stór og gestrisin fjöl-
skylda þekkt fyrir glæsileik og yf-
irburði í íþróttum.
Á þessu heimili áttu fjölskyldur
okkar dýrlegar stundir við ýmis
tækifæri og þar var appelsín og
malt á boðstólum, sem var mjög
fágætt í þá daga, enda vann hús-
bóndinn „óli í Ölinu“ hjá ölgerð
Egils Skallagrímssonar.
Trúlega skína þrettánda-
brennur bjartast í þessum endur-
minningum. Þá var fjölmennt og
kátt í Sólbyrgi og gott athafna-
svæði. Bálköstur, flugeldar og
álfadans. Allir klæddust í furðuföt
með grímur. Börnin voru í forsæti
og tilgangurinn að skemmta þeim.
Þetta voru sælustundir. óli og
Metta dekruðu við okkur og systk-
inin 5 alltaf jafn brosmild og
elskuleg. Elstur var Kolbeinn sem
ásamt Kolbrúnu voru fulltrúar
fjölskyldunnar á íþróttasviðinu,
Ólympíufarar með meiru. Þá kom
hagleiksmaðurinn óli, Hörður í
hlutverki litla bróður og loks jafn-
aldri okkar „sjarmörinn” Björg-
vin. Það hefði verið leit að glæsi-
legri quintet en unglingunum að
Sólbyrgi. Glaðværðin og lífsneist-
inn var slfkur að erfitt var að
hugsa sér að hann gæti slökknað.
Þó er svo komið nú, að búið er
að slökkva á öllum ljósastikunum
á Sólbyrgi. Það slökknaði á þeirri
síðustu sl. mánudag er Björgvin
var allur. Það er augljóst mál að
Sólbyrgis-fjölskyldan háði meiri
hildarleik við illkynjaða sjúkdóma
en almennt þekkist og er vonandi
einsdæmi.
Björgvin frændi okkar, sá er
síðastur kvaddi, var fæddur í
Reykjavík 3.7. 1945 og hefði því
orðið fertugur í sumar. Hann ólst
upp í fjörmikilli og hamingju-
samri fjölskyldu fram yfir ferm-
ingu, en upp úr því fór heilsu-
brests að gæta í hópnum. Sú sorg
verður ekki tíunduð hér, allir
þeirra vinir og vandamenn þekkja
þá harmasögu.
Björgvin lauk námi í vélsmíði og
logsuðu og þótti mjög laginn og
fljótur að ná tökum á hverskonar
verktækni og því liðtækur í flesta
handavinnu. Um tíma vann hann
t.d. við trésmíðar hjá Kolbeini
bróður sínum en hóf seinna störf
hjá slökkviliðinu á Keflavíkur-
flugvelli og starfaði þar um 10 ára
skeið.
Þá fluttist hann vestur um haf
og bjó lengst í Seattle þar sem
hann stundaði bæði lax- og
krabbaveiðar. í Seattle kynntist
Björgvin unnustu sinni, Lindu Lee
Dupuis, sem var honum síðan hin
styrka stoð í öllum hans veikind-
um allt til síðasta dags. Hennar
sorg er mikil nú og eftirlifandi
barna hans sem eru: Kristín Björk
17 ára, ólafur Hörður 10 ára og
Björgvin Ingi 5 ára, en þau átti
Björgvin með fyrrverandi konu
sinni, Önnu Bjarnadóttur. Áður
hafði hann eignast dóttur er Bryn-
dís hét. Hún dó fyrir tæpum 2 ár-
um aðeins 19 ára gömul.
Nú þegar Sólbyrgisfjölskyldan
hefur sameinast á ný handan
móðunnar miklu fer ekki hjá því
að þeirra sé ákaft saknað af eftir-
lifandi bömum og öllum ástvin-
um. En vonandi er það einhver
huggun harmi gegn að trúa þvi að
í þeirra nýja lífi þekkjast engir
sjúkdómar og þar lifi allir í friði
að lokum.
Við viljum svo biðja góðan Guð
að blessa systkinin frá Sólbyrgi,
öll börn þeirra og ástvini.
Far í friði frændi.
Guðmundur Lárusson,
Kjartan Lárusson,
Júlíus Hafstein.
Ragnheiður Einars-
dóttir — Kveðja
Fædd 30. júlí 1908
Dáin 26. desember 1984
Á annan dag jóla sl. lést í Sól-
vangi í Hafnarfirði Dalla móður-
systir mín, en svo var hún kölluð
af vinum og ættingjum i daglegu
tali. Fullu nafni hét hún Ragn-
heiður, eftir ömmu sinni Ragn-
heiði Pálsdóttur, konu séra Þor-
kels Eyjólfssonar, prests á Stað-
arstað. Foreldrar Döllu voru
ólafía Jónsdóttir og Einar Þor-
kelsson alþingisskrifari. Þeirra
börn voru: Hrefna, elst, sem látin
er fyrir mörgum árum, þar næst
Þórkatla Ragnheiður, móðir mín,
yngstur var Hrafnkell, sem lést
ungur að árum, var hann við nám
í Vín. Eiginmaður Döllu var
Sveinn Jónsson, forstjóri hf. Mið-
ness í Sandgerði, er hann látinn
fyrir 18 árum.
Það sem knýr mig til þess að
taka mér penna í hönd, er þakk-
arhugur, sem leitar á mig. Ég
minnist þess, þegar ég var að alast
upp úti á landi, hvað mér þótti til
um að eiga ættingja í Reykjavík.
Kom nú að því, að leiö mín lá
þangað í atvinnu- og gæfuleit. Þá
fékk ég að kynnast þvl, hvers virði
var að eiga ættingja þar. Á heimili
Döllu og Sveins átti ég dvöl. Var
það um það leyti, sem ég var að
undirbúa mig undir aö stofna mitt
eigið heimili. Þar reyndist Dalla
mér vel, studdi hún mig og gaf
mér þau ráð, sem gott var að
njóta. Margt kvöldið sat ég hjá
henni við saumaskap og leiðbeindi
hún mér af sinni nákvæmni og
smekkvísi, sem henni var í blóð
borin, enda bar heimili þeirra ‘
hjóna því gott vitni.
Dalla var smágerð kona, en stór
í sínum verkum og mundi vel eftir
þeim, sem minna máttu sín. Þess
fékk ég svo sannarlega að njóta, ,
ekki síst eftir að ég eignaðist mína
fjölskyldu. Það er óhætt að segja
að Dalla var hinn trausti hlekkur
ættarinnar. Dalla átti við erfið j
veikindi að glíma, áður en yfir I
lauk. Það er því fagnaðarefni að
hún hefur fengið lausn frá þeim.
Ég votta dætrum hennar, Sigúr-
veigu og ólafiu, og fjölskyldum j
þeirra mína innilegustu samúð um *
leið og ég kveð Döllu í hinsta sinn yfe
með þakklæti fyrir allt sem hún
hefur gert fyrir mig og mína fjðl- J
skyldu. Minning hennar lifir.
Ellen Svava Stefánsdóttir J