Morgunblaðið - 18.01.1985, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985
ttec/HArm
11*1. © 1904 Umversal Press Syndicate
--------------—— -------------------------------
„Éý SCKgö'i þér a& hringja. ekJci i
mig i vinnuncu effc'ir kLukkan níu."
... að vilja ekki missa
hana
Langamma, blessuð lokaðu hurð-
inni svo hitinn streymi ekki allur
út!
HÖGNI HREKKVlSI
,EITTHVAP UM ^VIKJASTlU "
Berdreymi eða tilviljun?
Lesandi skrifaði og bað um
að komið yrði á framfæri
draumi einum sem hann
dreymdi á síðasta ári.
Mig dreymdi að ég stæði inni
í stóru fordyri og var þar hátt
til veggja. Allt í einu er sem ég
sjái í gegnum útidyrahurðina
þrjá menn standa í kyrrstöðu.
Einn þeirra heldur á dunki sem
hann lyftir til hins fjórða sem
stendur á öxlum tveggja
manna. Sá er uppi er brýtur þá
með steini litla rúðu, tekur við
dúnkinum og skvettir innihaldi
hans inn á gólfið. Lætur hann
síðan ílátið detta inn á gólfið.
Eldspýtnastokkur birtist í
hendi hans óðara að hinu
loknu. Kviknar svo í öllum
stokknum og hverfur hann
ofan í myrkrið. Svo varð allt
skínandi bjart.
Morguninn eftir birtist í
fréttum: „Álafoss hf. í Mos-
fellssveit eyðilagðist í eldi í
nótt.“
Margir sakna þeirra Cliff Barnes og J.R. sem löngum elduðu grátt silfur.
Dallas og
Falcon Crest
Doktor M.K.H. ritar. kaupið nokkra þætti af Dallas,
Ég vil aðeins koma því á fram- Falcon Crest, spennumyndum og
færi að sjónvarpið ætti nú að sjá James Bond. Það er svo gott að
sóma sinn í því að útvega okkur geta sest fyrir framan sjónvarp-
sem ekki eigum myndbandstæki ið eftir erfiðan vinnudag og
skikkanlegt efni til að horfa á. gleymt sér í þessum vel gerðu
Hættið nú að sýna þessar bandarísku þáttum sem eiga hug
blessuðu dýralífsmyndir og hálfrar þjóðarinnar.
Endur-
tekið efni
á fimmtu-
dögum
S.F. skrifar:
Vinsamleg tilmæli til hins
nýja útvarpsstjóra eru þau að
allt endurtekið sjónvarpsefni,
sem er svo mikið flutt af, verði
flutt tii og sýnt allt saman á
fimmtudagskvöldum. Það þyrfti
varla að kosta mikið ef þulun-
um yrði sleppt og efninu rennt í
gegn án kynningar.
Sykur-
snautt kók
Svenni skrifar:
Nú þegar allir hugsa sem
mest um heilsuna og línurnar
skjóta sykursnauðir gosdrykkir
upp kollinum hver á fætur öðr-
um. En kók, sem okkur þykir
mörgum svo afskaplega gott, er
aðeins fáanlegt hér með hefð-
bundnu sniði, þ.e. með ómældu
sykurmagni í.
Erlendis, a.m.k. í Bandaríkj-
unum, fæst bæði diet-kók og
kofféinlaust kók. Mikið sakna ég
þess nú eftir að ég fluttist
hingað á heimaslóðir á nýjan
leik. Er vonandi að forráðamenn
Vífilfells, sem framleiðir kók
hér á landi, taki þetta til athug-
unar, varla vilja þeir að kók-
drykkjufólki sé mismunað á
þennan hátt.
Ehis Presley ásamt eiginkonu sinni Priscillu.
Haldin verði
Presley-vika
Presley-aðdáandi hringdi:
Mig langar til að beina þeirri
fyrirspurn til forráðamanna
kvikmyndahúsanna hér f borg
þess eðlis hvort ekki sé hægt að
halda hér Presley-viku og sýna
myndir Presleys en nú eru sem
kunnugt er 50 ár liðin frá fæð-
ingu hans.
Vitanlega deila menn um leik
Presleys og gæði mynda hans en
samt sem áður væri gaman fyrir
alla hans aðdáendur að fá að sjá
þær. Það hlýtur að vera hægt að
halda slíka viku líkt og rússn-
esku kvikmyndavikuna o.fl. sem
haldið hefur verið hér.
Lélegt sím-
samband
Símnotandi á Hrafnistu
hringdi:
Mig langar til að kvarta yfir
símsambandinu hér á Islandi.
Það virðist vera alveg sama
hvenær sólarhringsins ég reyni
að hringja út á land, ég fæ alltaf
eins og það sé á tali. Þetta er
auðvitað hvimleitt þegar að
maður nær ekki sambandi við
ástvini sína vegna lélegs sím-
sambands. Vona ég nú að gerðar
verði úrbætur á þessu hið bráð-
asta.
Þessir hringdu . . .
Um nýtt létt-
jógúrt
Björg Jóna hringdi:
Eitt langar mig til að spyrjs
Mjólkursamsöluna um og það ei
hvað orðið hafi af nýju létt-
jógúrttegundunum tveimur sem
kynntar voru svo rækilega á bú-
vörusýningunni BÚ ’84. Tegund-
ir þessar voru mjög góðar og
bragðaði ég báðar á sýningunni,
en hef hvorki séð tangur né tetur
af þeim í verslunum. Stóð ann-
ars ekki til að koma nýjungun-
um tveimur í sölu?
Bréfritari segir að ekki bóli á nýju
léttjógúrttegundunum í verslun-
um.