Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 1
5« SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 27. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Njósnamálið á Indlandi: Franski sendiherr- ann kallaður heim Nýju Delhí og l’aris, 1. febnjar. AP. FRANSKA ríkisstjómin hefur kallað sendiherra sinn á Indlandi, Serge Boidevaix, heim í framhaldi af hinu alvarlega njósnamáli, sem þar kom upp fyrir nokkrum dögum, og franskir sendifulltrúar hafa verið bendlaðir við. Áður hafði hermálaráðunautur franska sendiráðsins í Nýju Delhí verið kallaður heim, en indversk dagblöð höfðu látið að því liggja að hann hefði keypt opinber leyndarskjöl. Dagblaðið Hindu, sem styður indversku stjórnina, segir í dag, að Boidevaix, sem tók við embætti sendiherra á Indlandi í janúar 1983, hafi ekki verið beint viðrið- inn njósnir, en hann hafi verið kvaddur til ábyrgðar á njósnum undirmanns síns. Bann við lendingu ()sló, 1. febrúar. AP. NORSK stjórnvöld greindu frá því í dag, að farþegaflugvélum frá Austur- Evrópu hefði verið bannað með öllu eða að hluta til að lenda á átta flug- völlum í Noregi, þar sem grunur leik- ur á því að stundaðar séu njósnir sam- hliða fluginu. Austur-evrópskar farþegavélar fá hins vegar áfram að lenda á Fornebu-flugvelli í Osló. Lend- ingarbannið nær til lítilla flugvalla í Norður-Noregi og í suðurhluta landsins, sem eru i grennd við norskar herstöðvar eða hernaðarleg mannvirki. Það tekur hvort tveggja til véla í áætlunarflugi og leigu- flugi. Norsk stjórnvöld segja að þau hafi í höndum sannanir fyrir því, að stundaðar hafi verið njósnir með rafeindabúnaði frá austur-evr- ópskum flugvélum, bæði á meðan þær hafa verið á flugi yfir Noregi og eins á jörðu niðri. Frá því var greint í París síð- degis, að Boidevaix hefði verið skipaður í nýtt embætti í utanrík- isþjónustunni og að óskað hefði verið eftir því við indversku ríkis- stjórnina, að hún féllist á skipun nýs sendiherra innan tveggja vikna eða mánaðar. Ekki var upp- lýst hver hefði verið tilnefndur í embættið. A.m.k. 17 Indverjar, þar af 12 opinberir starfsmenn, hafa þegar verið handteknir vegna njósna- málsins. Eru þeir grunaðir um að hafa afhent erindrekum erlendra leyniþjónusta opinber leyndar- skjöl um viðskipti og stjórnmál. Hafa verið uppi getsakir í ind- verskum blöðum um að hinir er- lendu njósnarar séu ekki aðeins Vesturlandamenn, heldur einnig Austur-Evrópubúar og hafa Pól- verjar verið nefndir í því sam- bandi. AP-símamynd ís á reki við Manhattan NÆSTA ótrúleg sjón: ís á reki nióur East River í New York á fimmtudag. Myndin er tekin við Brooklyn-brúna og í hakgrunni sést í skýjakljúfana á Manhattan. Þennan dag var snjór og slydda í borginni. Kambódía: Herir Víetnama sækja gegn Rauðum khmerum Khao Din, 1. febrúar. AP. HERSVEITIR Víetnama hófu í dag mikla sókn með stórskotahríð gegn skæruliðum Rauðra khmera Segjast saklausir Simamynd AP TUTTUGU og fimm menn, sem ákærðir eru fyrir hlutdeild í morði filippíska stjórnarandstöðuleiðtogans Benigno Aquino í ágúst 1983, komu í dag fyrir rétt á Manila, höfuðborg Filippseyja. Á myndinni má sjá Fabian C. Ver, yfirmann herafia landsins (fjórði frá vinstri), hershöfðingj- ana Luther Custodio (lengst til vinstri) og Propero Olivas (annar frá vinstri) og kaupsýslumanninn Hermilo Gosuico. Allir kváðust þeir vera satlausir af ákærunni. tsjá: „Ver lýsir sakleysi" á bls. 25. í Kambódíu. Er talið, að þeim hafi tekist að ná á sitt vald einum búð- um khmeranna í Khao Leum-hæð- inni, sem er rétt við landamæri Thailands. Víetnamar, sem hernámu Kambódíu fyrir sex árum, hafa áður gert tilraun til að ná búðun- um í Khao Leum, og einnig búð- um Rauðra khmera í Phnóm Malai, á sitt vald, en ekki tekist það. Hernaðarsérfræðingar í Thai- landi og á Vesturlöndum telja, að um 20. þúsund hermenn taki þátt í sókn Víetnama gegn skærulið- um, sem staðið hefur i nokkrar vikur og orðið mjög árangursrík. Álitið er að hermenn Rauðra khmera á svæðinu þar sem nú er barist séu á bilinu 7000 til 11000. Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastióri Sameinuðu þjóð- anna, hefur undanfarna daga verið í Bangkok og Hanoi til að reyna að stilla til friðar og finna lausn á ágreiningi stríðandi fylk- inga í Kambódiu. Átökin í land- inu hafa hins vegar magnast að mun á meðan á dvöl hans hefur staðið. De Cuellar er nú farinn til Malaysíu og virðist sem viðleitni hans hafi engan árangur borið. Sovéska eldflaugin í Finnlandi: Sovétmenn krefjast að fá leifar flaugarinnar Helsinki, I. fehrúar. AP. SOVÉTMENN hafa krafíst þess, að finnsk stjórnvöld sjái til þess aö leifum sovésku eldfíaugarinnar, sem skotið var af misgáningi úr sovésku herskipi við Norður-Noreg í lok des- ember og hafnaði í Inari-vatni í Finnlandi, verði skilað. Frá þessu var greint í höfuðstöðvum fínnska hersins í dag. Leitarsveitir finnska hersins fundu trjónu sovésku flaugarinn- ar á ísi lögðu Inari-vatni á mið- vikudag, og í gær fundu þeir meginhlutann á botni vatnsins. í dag mistókst. hins vegar að ná honum upp og verður ðnnur til- raun gerð til þess á morgun, laugardag. Ekki verður ljóst fyr en í fyrsta lagi á mánudag hvernig finnsk stjórnvöld bregðast við kröfum Sovétmanna, sem bornar voru fram í utanríkisráðuneytinu í Helsinki í dag. Ekki er heldur vitað hvort Finnar hyggjast óska eftir því við Sovétstjórnina að hún greiði kostnað við leit og endurheimt flaugarinnar. Sjá einnig: „Daily Express um sovésku fiaugina: Heimildirn- ar eru traustar," á bls. 27.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.