Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 Til lukku með Hrafninn — eftir Þráin Bertelsson „Fyrir mitt leyti sé ég ekki að nokkur geti séð ofsjónum yfir því þótt nýefldur Kvikmynda- sjóður léti eitthvað af hendi rakna til framleið- enda þessara mynda, til dæmis með því að verja 25%af ráðstöfunarfé sjóðsins til þess á þessu ári. Það skal þó skýrt tekið fram að með þessu er ég ekki að stinga upp á því að Kvikmyndasjóður verði í framtíðinni notaður til að niður- greiða tap á kvikmynd- um sem ekki standa undir sér. Heldur er ég einungis að fara fram á að reynt verði að veita fáeinum brautryðjend- um stuðning, sem hlýtur að koma sér vel.“ Þau ánægjulegu tíðindi berast nú frá Svíþjóð að Hrafn Gunn- laugsson hafi verið hylltur sem besti kvikmyndaleikstjóri Svía ár- ið 1984. Þetta er ekki lítil upphefð því að Svíar eiga ófáar stórkanónur á sviði kvikmyndagerðar og nægir að nefna þrenninguna Ingmar Bergman, Jan Troell og Bo Wider- berg sem eru allir heimsfrægir menn í greininni. Reyndar hefur maður heyrt því fleygt að Svíar hljóti að vera skussar í kvik- myndagerð því að sænskt sjón- varpsefni sé svo leiðinlegt — en það er allt önnur Ella og breytir ekki því að sænsk kvikmyndagerð á bæði langan og glæstan feril. Það er ekki úr vegi að rifja upp núna að fyrir ári síðan var annar íslenskur kvikmyndastjóri, Lárus Ýmir Óskarsson, ansi nálægt því að hljóta þessa viðurkenningu, þótt annar starfsbróðir hans og eldri í faginu hreppti reyndar hnossið, því að í fyrra var Ingmar Bergman verðlaunaður fyrir Fanny och Alexander. Þessi afrek eru ekki einungis glæsilegir persónulegir sigrar hjá þeim Hrafni og Lárusi heldur einnig rós í hnappagat íslenskrar kvikmyndagerðar. En um þessar mundir spyrja margir hvernig eiginlega standi á því að menn sem allir héldu að væru rammíslenskir skuli allt í einu vera komnir í fremstu röð sænskra kvikmyndagerðarmanna. Svarið er ofureinfalt: Hrafninn flýgur, kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar, var að hluta til kostuð af sænsku fé; og Andra dansen, mynd Lárusar, var að öllu leyti fjármögnuð af Svíum. Þetta stafar af því að til þessa hefur íslenskur stuðningur við innlenda kvik- myndagerð verið af svo skornum skammti að leitað hefur verið eftir eriendu fjármagni. Það er í sjáifu sér í góðu iagi að íslenskir kvikmyndaframleiðend- ur og leikstjórar eigi samvinnu við erlenda aðila eða ráði sig jafnvel alfarið í þeirra þjónustu til ein- stakra verka. Hins vegar er það alvarlegt mál ef þannig er búið að íslenskri kvikmyndagerð fjár- hagslega að þeir kvikmyndagerð- armenn sem vilja starfa áfram í Þráinn Bertelsson sinni grein neyðist til að flytja úr landi og starfa hjá þjóðum sem eiga nóg af hæfileikamönnum fyrir. Islensk kvikmyndagerð er við- kvæm jurt og hefur ekki náð að festa djúpar rætur. Hún getur horfið af sjónarsviðinu jafn skyndilega og hún birtist á bjartsýnistíma fyrir um það bil fimm árum þegar þeir Ágúst Guð- mundsson, Jón Hermannsson, Indriði G. Þorsteinsson, Andrés Indriðason, Gísli Gestsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Þór Hannes- son, Snorri Þórisson, Þorsteinn Jónsson, Þórhallur Sigurðsson, Örnólfur Árnason og fleiri góðir menn sem of langt yrði upp að telja tóku til við að gera fyrstu langfilmurnar í íslensku nýbylgj- unni. Á síðasta ári þótti íslenskum kvikmyndagerðarmönnum sem langþráður draumur rættist þegar samþykkt voru lög frá Alþingi um kvikmyndamál, því að í lögunum er gert ráð fyrir að hluta af þeim tekjum sem Ríkissjóöur hefur af kvikmyndasýningum verið varið til að styrkja íslenska kvikmynda- gerð. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Ekki voru kvikmyndagerðar- menn fyrr búnir að senda inn um- sóknir sínar til Kvikmyndasjóðs hins nýja en sá kvittur kom upp að kvikmyndalögin ættu ekki að vera annað en dauður lagabókstafur, því að til stæði að taka 24 milljón- ir frá íslenskum kvikmynda- gerðarmönnum, sem hingað til hafa þó tæplega verið aflögufærir, en skilja eftir 8 milljónir í sjó- ðnum, það er óbreytta upphæð. Verkefni hins nýja kvikmynda- sjóðs eru ærin: 1. Úthlutun styrkja og lána til ís- lenskrar kvikmyndagerðar, óháð því hvaða tækni er notuð við myndgerðina. Með íslenskri kvikmyndagerð er átt við verk- efni þar sem íslenskir aðilar hafa forræði. 2. Aðgerðir til að efla kvikmynda- menningu á íslandi. 3. Öflun og útgáfa upplýsinga um íslenskar kvikmyndir. 4. Kynning á íslenskum kvik- myndum erlendis í samvinnu við íslenska kvikmyndafram- leiðendur á kvikmyndahátíðum og öðrum vettvangi. 5. Rekstur Kvikmyndasafns ís- lands. Samkvæmt laganna hljóðan eiga að vera í þessum sjóði um 32 milljónir króna en talað hefur ver- ið um að sjóðnum verði eftirlátnar 8 milljónir. Þetta þykir íslenskum kvik- myndagerðarmönnum vondar tví- bökur. Á síðustu árum hafa verið gerð- ar hátt í tuttugu íslenskar lang- filmur. Þær hafa verið sýndar í fleiri löndum en ég hef tölu á, oftast við góðar undirtektir, og nokkrar hafa unnið til verðlauna erlendis. Sennilega er því óhætt að segja að þessar kvikmyndir hafi verið góð og gagnleg kynning á ís- landi og íslenskri menningu. Þetta er ekki ónýtt. En miklu mikilvæg- ara er þó að þessar myndir hafa verið sýndar hér heima á íslandi alls staðar þar sem aöstaða er til kvikmyndasýninga og flestar þeirra við metaðsókn. Viðbrögð fólksins í landinu hafa verið afdráttarlaus. Almenningur hefur sameinast um að styðja við bakið á kvikmyndagerðinni af ör- læti, áhuga og góðvilja, sem hefur gert íslenska kvikmyndagerðar- menn stolta af því að framleiða verk fyrir minnsta áhorfendahóp heimsins. Nú segja sumir að menning verði ekki metin til fjár og sé þess vegna einskis virði. En sem betur fer eru þó ekki allir orðnir sam- mála um þetta, svo að við skulum gera ráð fyrir að menningaráhrif íslenskra kvikmynda séu einhvers virði. í öllu falli hefur fólki þótt eftir- sóknarvert að sjá íslenskt um- hverfi og íslenskan veruleika á hvíta tjaldinu og verið reiðubúið til að greiða tvöfalt hærri að- gangseyri inn á íslenskar myndir en erlendar. Fljótt á litið virðist því ástandið harla gott. Þjóðin flykkist á íslenskar myndir og setur ekki fyrir sig þótt aðgöngumiðaverðið þurfi að vera hærra en þegar um útlendar myndir er að ræða. Nýbúið er að samþykkja lög um kvikmyndamál sem gera ráð fyrir að framlag til Kvikmyndasjóðs verði fjórfaldað. íslenskar kvikmyndir vekja at- hygli erlendis og íslenskir kvik- myndagerðarmenn hljóta eftirsótt verðlaun erlendis í samkeppni við erlenda starfsbræður. Þetta er aldeilis ágætt. En það sem ekki blasir við eru þær fórnir sem færðar hafa verið til þess að slíkur árangur næðist. Ég er ekki að tala um þá miklu vinnu sem kvikmyndagerðarmenn, leikarar og aðrir hafa lagt á sig og hlotið lítil laun fyrir. Sú vinna var innt af hendi af áhuga og með glöðu geði. Sömuleiöis hefur allur almenningur sýnt íslenskum kvikmyndum meiri áhuga en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Fórnirnar sem færðar hafa verið stafa af því að markaðurinn er svo lítill sem raun ber vitni. SKATTAPISTILL/Bergur Guönason hdl. Óvæntar tekjur Þegar grein þessi birtist hafa menn ekki enn fengið í hendur öll framtalsgögn enda rúm vika til stefnu. Því þykir mér rétt að taka nú fyrir ýmsar óvæntar tekjur, sem mönnum kunna að hafa fallið í skaut i árinu 1984. Ég get að sjálfsögðu ekki tæpt á öllum hugs- anlegum tekjum, sem þannig koma til, en við skulum hefja leik- inn. Happdrættis- og getraunavinningar Gert er ráð fyrir að menn færi til tekna slíka vinninga (T-6 á framtali) án tillits til þess hvort þeir eru skattfrjálsir eður ei. Séu vinningar skattfrjálsir, ann- aðhvort með lögum eða sam- kvæmt stjórnvaldsákvörðun, má færa þá alla aftur til frádráttar (T-7, reitur 46). Þessi aðferð gildir því um alla vinninga í stóru happdrættunum, s.s. HÍ, SÍBS, DÁS, íslenskum getraun- um, flestum líknarfélögum o.fl. Vinningshafar í þessum happ- drættum eru því sannkallaðir lukkunnar pamfílar: Enginn skattur. Það versnar ef menn hafa fengið vinning í skattskyldum happdrættum. Slíkir vinningar eru að fullu skattaðir eins og hverjar aðrar tekjur. Oft er hér um að ræða lausafé, sem metið er til peningaverðs t.d. bifreið að fjárhæð kr. 300.000,-. Selji nú vinningshafi bifreiðina t.d. fyrir 250.000,- gegn staðgreiðslu, fæ ég ekki betur séð en að skattyfir- völd verði að skattleggja vinn- ingshafann af lægri upphæðinni. Það kann því að skipta máli hvort hinn heppni hefur selt happdrættisbílinn sinn eður ei. Eg held að óhætt sé að tala tæpitungulaust um það að ekki er sama hvaða fjölskyldumeð- limur vinnur bílinn. Það er augljóst að fyrirvinnan, sem hugsanlega er í hæsta skattstiga fær hærri skatta af vinningum en heimavinnandi tekjulausa húsmóðirin, svo ekki sé talað um tekjulítið námsfólk á heimilinu. Kannski er nú of seint um rassinn gripiö, en erfitt er að áfellast fólk fyrir sjálfsbjarg- arviðleitni. Réttlætinu er full- nægt: Vinningurinn er skatt- lagður og allir ánægðir. Þeir, sem eiga erfitt með að skilja of- angreinda siðfræði, hafa ann- aðhvort aldrei unnið í skatt- skyldu happdrætti eða eru bara „fúll á móti“ eins og stendur í Ijóðinu vinsæla. Bingó Öllum er kunnugt um þá íþrótt. Vinningar eru sjaldnast verðmeiri en svo, að tilkostnaður iðkenda er litlu minni. A.m.k. eru spjaldakaup þeirra „heppnu" sögð með ólíkindum. Þó kemur fyrir að spilað sé um stóra vinn- inga, t.d. bíla. Þá gilda að sjálf- sögðu sömu reglur og um skatt- skyld happdrætti. Ég hygg að bingóvinningar skili sér illa til skatts og er skattyfirvöldum sannarlega erf- itt um vik að bæta úr því. Verðlaun Almenna reglan er sú að öll verðlaun eru skattskyld að fullu. Gildir einu hvort verðlaunin eru heiðurslaun, keppnislaun eða hvort þau eru greidd í peningum eða öðru sem meta má til pen- ingaverðs. Þess eru þó dæmi að verðlaun séu undanþegin skatt- skyldu (Nóbels- og Sonningverð- laun HKL). Styrkir Styrkir eru skattskyldir og ber að telja þá fram, en frá þessu eru veigamiklar undantekningar og eru þær þessar: a. Olíustyrkir. b. Ferða- og námsstyrkir veittir af ríki o.fl. c. Styrkir og samskotafé vegna veikinda eða slysa, að fullu. Arfur Hverskonar arfur, sem skatt- þegni hlotnast er tekjuskatts- frjáls, enda hafi erfðafjárskattur verið greiddur (5% —50%). Sama gildir að sjálfsögðu um sölu á eignum, sem skattþegn erfir. Sú sala er skattfrjáls. Varðandi íbúðarhúsnæði gildir þó sú regla að arfleiðandi og erf- ingi þurfa að hafa átt eignina samtals í meir en 5 ár til þess að sala íbúðar sé skattfrjáls. Þá gilda flóknar reglur um sölu arfs, sem felst í fyrnanlegum eignum, þ.e. atvinnutækjum, at- vinnuhúsnæði o.fl. þess háttar.' Skaðabætur Aðalatriðið varðandi skaða- bætur er hvort um eingreiðslu er að ræða eða ekki. Séu bætur greiddar í eitt skipti fyrir öll eru þær skattfrjálsar. Hér má nefna: Líftryggingarfé, dánarbætur, miskabætur, slysabætur, ör- orkubætur (eingreiðsla), eigna- tjónsbætur (brunabætur, vá- tryggingar o.fl.), enda sé ekki um eignir í atvinnurekstri að ræða. Sala einkasafna Þess eru ófá dæmi að einstakl- ingar ástundi söfnun á öllum hugsanlegum hlutum. Hér er al- gengast að menn safni frímerkj- um, mynt og mílverkum. Safnar- ar eru flestir gæddir þeirri nátt- úru að safna en selja ekki. Þó geta þær aðstæður skapast að menn selji söfn sín, oft eftir ára- tuga söfnun. Slík söfn verða geysiverðmæt með árunum, þótt upphaflegur stofnkostnaður safngripanna sé sáralítill miðað við söluverð. Sala slíkra safna er skattfrjáls, þótt söluverðið nemi fjallháum upphæðum. Skatt- þegnum ber að geta um slíkar sölur. Þeir kynnu ef til vill að þurfa að svara fyrirspurnum skattyfirvalda, en þegar upp væri staðið, yrði slík sala með öllu skattfrjáls. Ástæður þess eru margar. Fyrst skal nefna, að eignir þær sem hér um ræðir eru ekki framtalsskyldar. Skattyfir- völd geta ekki gert kröfur til safnarans af þeim sökum. Skatt- yfirvöldum er einnig óheimilt að fetta fingur út í eignamyndun, sem orðin er áratugagömul. Eitt ber þó að hafa í huga varðandi ýmiskonar söfn. Fari menn að „höndla" með söfnin, kynni áhugi skattyfirvalda að vakna. Um leið og safn breytist úr „hobbýi" í atvinnu gilda framangreindar reglur ekki. Söfnurum er þó að sjálfsögðu heimilt að auka við safn sitt eða skipta innbyrðis á safngripum, án þess að eiga á hættu afskipti skattyfirvalda. Gjafír Gjafir eru almennt skatt- skyldar, jafnt peningagjafir og önnur verðmæti. Algengastar eru gjafir til starfsfólks, sem jafna má til kaupauka s.s. jóla- gjafir, utanlandsferðir o.fl. í þeim dúr. Frá þessu er veigamikil und- antekning, en það er tækifæris- gjafir enda sé verðmæti þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.