Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 Hvað tekur við í Líbanon nú, þegar ísraelar hefja tilfærslur herliðs síns? Enda þótt ísraelar séu byrjaðir að færa lið sitt til í Líbanon, eins og ítarlega hefur verið greint frá í fréttum, eru menn ekki á eitt sáttir, hvorki þar í landi né annars staðar, um hvað gæti fylgt í kjölfarið. Allir vita, að hernám ísraela hefur með tímanum orðið mjög óvinsælt, enda hafa hryðjuverk og morð á ísraelskum hermönnum í Líbanon orðið æ tíðari sem stundir hafa liðið fram. I>að er af sem áður var, að ísraelsku hermönnunum væri fagnað sem hetjum, þegar innrás þeirra hófst í S-Líbanon vorið 1982. Að vísu var sá fögnuður einkum bundinn við syðsta hluta landsins þar sem skæruliðar PLO höfðu búið um sig, íbúum, sem flestir eru shita-múhameðstrúarmenn og kristnir, til hinnar mestu hrellingar. l>að sætti svo gagnrýni þegar ísraelar létu ekki þar við sitja að hreinsa skæruliðahreiður PLO f suðurhluta Líbanons, held- ur léttu ekki ferðinni fyrr en komið var til Beirút. Allt þetta hefur verið tíundað með annan fótinn árum saman, og margsinnis. Innan ísraels fóru fljótlega að heyrast raddir um að hernám ísraela á líbönsku landi væri rangt og það væri ekki í verkahring ísraela að halda uppi lögum og reglu í Líbanon. Vera þeirra leiddi svo sem ekki til að friður héldist og raunar var það ekki fyrr en stjórn Rashid Karami núverandi forsætisráðherra sett- ist að völdum í Líbanon, að frið- vænlegra hefur orðið. Þó stendur sá friður á brauðfótum, um það eru ótal hörmuleg dæmi. En þegar ísraelar hefja sem sagt að flytja burt hermenn sína heyrast einnig óánægjuraddir — innan og utan ísraels. Deilur urðu um málið í ríkisstjórninni, þar var að visu samdóma skoðun, að ísra- elar ættu að fara frá Líbanon, en ráðherrar og þingmenn Likud- -bandalagsins álitu margir að það væri ekki rétt að láta herliðið hverfa á braut fyrr en gengið hefði verið frá samningi við Líb- ani um afdráttarlausa skipan mála á þeim svæðum sem ísraelar yfirgefa. Var þá um það tvennt að ræða, að líbanski herinn tæki yfir þessa staði ellegar gæzlulið Sam- einuðu þjóðanna og hvorugur kosturinn algóður. Líbanski her- inn er sundraðri en svo, þrátt fyrir alla viðleitni til einingar, að hægt sé að vænta þess að hann geti tryKEt frið á þessum stöðum, ef PLO-menn reyna að búa um sig á ný. Og herlið Sameinuðu þjóð- anna, UNIFIL, hefur ekki unnið sér traust íbúa Líbanon og mistek- izt flest það sem því hefur verið ætlað í sambandi við gæzlustörfin. Þó ber þess að gæta, að brott- flutningur ísraela frá Líbanon gerist ekki í þeirri skyndingu sem ætla mætti af dálítið móðursýkis- legum skrifum um málið. ísraelar eru aðeins að mjaka sér nú nokkra kílómetra suður í landið í þessum fyrsta áfanga og munu án efa ekki flýta sér nein ósköp að hverfa end- anlega frá því svæði sem skiptir mestu máli l'yrir öryggi Norður- ísraels. Þar hafa ísraelar verið stutt lið kristinna hægri manna, einkum og sér í lagi hersveitir Haddad heitins majórs sem þar réði drjúgu landsvæði með tilstyrk fsraela. Sé þetta haft í huga er að mín- um dómi fljótfærni að láta geðshræringu hlaupa með sig í gönur og tala um að ísraelskt ör- yggi sé í hættu. Viðbrögð íbúanna í Khiriyat Shimona, ekki ýkja langt frá landamærunum, svo og bænum Metulla eru dæmi um slíkt, þar hafa ibúar keppzt við að endurbæta neðanjarðar-byrgi sín eftir að tilfærslur ísraela hófust frá Libanon og segjast óttast eldflaugaárásir PLO-manna á hverri stundu. Þessi tilfinningahiti er náttúru- lega skiljanlegur í sjálfu sér vegna þess hve ótryggt ástandið var á þessum slóðum þegar PLO hafði búið um sig vel og tryggilega I syðsta hluta Líbanons og var þá ekki ofmælt að öryggi íbúa Norður-ísraels væri ógnað. Hlaupið í skjól vegna skotbríðar í Beirút. Breyttar forsendur eru nú að mati ýmissa stjórnmálafræðinga og einnig má benda á, að ríkisstjórn ísraels mun fara afar gætilega í ísraelskir hermenr og llbanskir liðsmenr kristinna. hægri manna bera sam ai bækur sínar f Saadiya þegar bardaga- stóðu seni hsst í Chouf-fjöllun1 milli drúsa og kristinna falangista. þessum máli, ekki hvað sízt vegna ágreinings innan hennar um mál- ið. Sextán ráðherrar greiddu at- kvæði með tillögu Peres forsætis- ráðherra um að hefja brottflutn- ing, sex voru á móti og nokkrir fjarverandi. Það vakti úlfúð innan Likudbandalagsins, að David Levy aðstoðarforsætisráðherra og einn helztur ráðamanna Likud snerist á sveif með ráðherrum Verka- mannaflokksins. Hins vegar greiddi Shamir, formaður Likuds, atkvæði gegn því að brottflutning- urinn hæfist nú. Rabin varnarmálaráðherra hef- ur margsinnis lagt áherzlu á að fyllstu varfærni verði gætt. Hann hefur einnig einnig sagt, að gerist eitthvað það, sem bendi til að PLO muni reyna að treysta stöðu sína aftur í Líbanon muni tsraelar ekki hika við að beita herafla sínum til að kveða þá niður. Fréttaflutning- ur í ísraelskum fjölmiðlum hefur á stundum virzt dálítið villugjarn þegar Líbanonsmálið er annars vegar: almenningi virðist gjarnt að kenna PLO um hermdarverk og morö á ísraelskum hermönnum í Libanon síðan hernámið hófst, en í reynd hafa þar í flestum tilfell- ____________________________17_ um verið líbanskir shiritar að verki. Og sem menn velta nú málinu fyrir sér á ýmsa vegu, er einnig reynt að ráða í, hvert muni verða framhaldið eftir að ísraelar draga herliðið einhliða í brottu þótt í áföngum sé. Og ekki síður, hvort túlka megi þetta sem sigur eða ósigur fyrir Israela, ellegar hvort þetta kunni að verða þrýstingur á arabaríki að ganga til einhvers konar samninga. Á þessum atriðum eru skoðanir skiptar. Bandaríska vikuritið Time segir á dögunum, að brott- flutningurinn hljóti að teljast nokkur sigur fyrir Hafez Assad Sýrlandsforseta, sem hafi verið andsnúinn samningi um málið milli Ísraela og Líbanana. Hins vegar hafi ákvörðun tsraela lagt þunga byrði á veikburða herðar stjórnarinnar í Líbanon og ekki hvað sízt forsetans. Reynist líb- anski herinn vanmegnugur að halda uppi lögum og reglu á þeim svæðum, sem tsraelar fara frá gæti brotizt út stríð að nýju sem kostaði óhemju fórnir. Þeir Ísraelar sem eru talsmenn brottflutningsins segja á hinn bóginn, að líbanska stjórnin hafi miklar áhyggjur af ákvörðun Isra- ela, þar sem Gemayel og Karami gerðu sér fullkomlega grein fyrir því hættuástandi sem gæti komið upp á hverri stundu. Það sýndi Ijóslega að Líbanonsstjórn væri umhugað að gera hvað hún gæti til að tryggja frið, að líbanskir hermenn hefðu fengið fyrirmæli um að taka við stöðvum Ísraela, þótt til bráðabirgða væri. Blaðið Jerusalem Post segir einnig að hvorki Libanir né Sýr- lendingar, sem hafa enn lið i land- inu, geti látið það afskiptalaust að ísraelar hverfi á braut. Þeir verði að ná samkomulagi um eftirleik- inn. Sýrlendingar hafi ekki hug á að flækjast meira inn í Líbanons- harmleikinn og hvað sem digur- barkalegum yfirlýsingum þeirra líði séu þeir uggandi um sinn hag, ef ísraelar hverfa úr Líbanon, vegna þess að það hafi sýnt sig hvað eftir annað á liðnum árum, að þeir séu vanmegnugir og njóti aukin heldur ekki stuðnings eða trausts hvorki líbanska hersins né alþýðu manna. Bandaríkjamenn gáfu út þá yf- irlýsingu, að þeir styddu að er- lendar hersveitir færu úr Líbanon og hvettu til að stjórnmálaflokkar Líbanons freistuðu þess nú af kappi að koma sér saman um það sem gæti stuðlað að varanlegum friði. ísraelskur hermaður við varðgæslu í Sídon, skammt frá Awali-brúnni. Ung líbönsk kona meA barn sitt biA- ur um leyfi til aA fara yfir brúna. Af öllu má sjá, að þó svo að vera ísraelshers í Líbanon hafi mælzt illa fyrir og sætt gagnrýni heima og erlendis getur komið upp flókin staða nú. Menn íhuga, hvort Sýr- lendingar reyni að feta í fótspor ísraela og fara líka, enda leikur enginn vafi á að það kysu þeir helzt. Og reynist þá líbanski her- inn því ábyrgðarmikla starfi vax- inn sem hans bíður? Og það sem meira er, tekst ríkisstjórn Karam- is að koma á friði í þessu stríðshrjáða landi? (Heimildir: Time, Jerusalem Post, AP o.fl.) Jóhanna Krist- jónsdóttir er blm. í erl. frétta- deild Morgunblaðsins. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.