Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRpAR 1985 15 Kammertónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Kammertónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands voru haldn- ir í Bústaðakirkju sl. fimmtudag, undir stjórn Jaime Laredo og Hafliða Hallgrímssonar. Flutt voru verk eftir Hándel, J.S. Bach, Mendelssohn og frumflutt nýtt verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Poemi. Tónleikarnir hófust á fyrsta konsertinum af þeim tólf „Con- certi grossi" op. 6, sem Hándel samdi 1739. Þennan fyrsta kon- sert mun hann hafa samið 29. september, en hinir ellefu voru allir samdir í október. Hándel mun hafa endurritað fjóra af konsertunum fyrir tvö óbó, þar á meðal þann fyrsta, en sú endur- ritun var ekki gefin út fyrr en fyrir skömmu og því minna þekkt en sú gerðin þar sem ein- leiksraddirnar eru fluttar af tveimur einleiksfiðlum, sellói, ásamt strengjasveit og sembaló. Vitað er að Hándel mun hafa haft í hyggju, að minnsta kosti við flutning einstaka af þessum frægu konsertum, að sembalo væri aðeins haft til undirleiks fyrir einleiksraddirnar, en orgel fyrir „Tutti“-þættina. Jaime Laredo lék ásamt Guðnýju Guð- mundsdóttur konsertmeistara einleiksraddirnar og með þeim Carmel Russill á selló og Helga Ingólfsdóttir á sembal. Stóru konsertarnir op. 6 eru að hluta til unnir úr öðrum verkum og þykja æði misjafnir að gæðum. Það hefði verið hugmynd að leika þessa konserta alla fyrir hlust- endur, gera allsherjarúttekt á þessum sérstæðu verkum Hánd- els, sem sum hver eru talin sam- stæð Brandenborgarkonsertum Bachs. Annað verkið á tónleikun- um var frumflutningur á „Poerni" fyrir fiðlu og strengja- sveit eftir Hafliða Hallgríms- son. Undirlag verksins er áhrif af listaverkum eftir Chagall, er höf- undur leitast við að túlka, án þess þó beinlínis segja sögu. mjög innhverf og í rauninni fín- lega bælt af agaðri og fágaðri til- finning fyrir fegurð og jafnvægi í að „gæta tungu sinnar". Þriðja verkið á efnisskránni var Fiðlu- konsertinn í a-moll eftir J.S. Bach og lék Jaime Laredo ein- leikinn, auk þess sem hann stjórnaði verkinu. Laredo er frá- bær fiðluleikari og lék kon- sertinn vel og án þess að draga sinn hlut skýrari dráttum en samspilandi raddir strengja- sveitarinnar. Tónleikunum lauk svo með æskuverki eftir Mend- elssohn, hálfgerðu barnaverki í eiginlegri merkingu þess orðs, þó vel megi merkja tóntak snillings- ins einstaka sinnum. í verki Haf- liða lék Laredo einleik og vill undirritaður sérstaklega láta þess getið, að trúlega hefur ís- lenskt tónverk ekki oft verð bet- ur flutt en að þessu sinni. Laredo flutti verk Hafliða einstaklega fallega. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Hafliði Hallgrímsson Jaimc Laredo Viðfangsefnin eru Draumur Jak- obs, Fórn ísaks og Glima Jakobs við engilinn. Einkennandi við verkið er fín- gerð og þéttofin skipan tónhug- mynda, en sem tónræn upplifun skiptir atburðarás sagnanna ekki máli. Miklu heldur er að verkið eignist samspil með þeirri tákn- merkingu sem þessar sögur geta haft fyrir nútímamanninn, eins og t.d. dulrænar og háleitar væntingar í draumi Jakobs, fóst- ureyðingar nútímans í fórn ísaks og átök hvers einstaklings við sjálfan sig og Guð sinn í síðasta þættinum. Heildaráhrifin af „Poemi" eru þau að verkið er MISSIÐ EKKIAF Um helgina veröur haldin VOLVO-BlLA- SÝNING í Volvosalnum, Suðurlandsbraut 16. k. kemur vel fram í leikriti Marty Martins. Fátt kemur þeim á óvart sem eru nokkuð vel heima í sögu bókmennta og lista í Frakk- Iandi á fyrstu áratugum aldar- innar. Við höfum spurnir af ýmsu hvað varðar Apollinaire, Sylviu Beach, Dali, Isadóru Duncan, Fitzgerald, Hem- ingway, Max Jacob, Joyce, Marie Laurencin, Fernand Ólivier, Rousseau, Satie, Voll- ard og Picasso. Það eru einkum þrír menn sem verða ljóslifandi úr þessum hópi: skáldið Apoll- inaire, tollþjónninn Rousseau sem málaði næfu málverkin og málarinn Picasso sem vildi verða skáld. Picasso er sá sem mest rækt er lögð við í leikriti Martins. Hinir eru margir hverjir eins konar gæludýr. Vissulega gerir maður sér ákveðnar hugmyndir um Ger- trude Stein. Málverk Picassos af henni er þekkt og ljósmyndir segja töluvert um persónuna. Helga Bachmann sem leikur Gertrude Stein er kannski of kvenleg til að ná tökum á því samblandi af ruddaskap og við- kvæmni sem einkennir þessa konu. Hið lesbíska í fari Ger- trude nær Helga ekki að túlka. Flngu að síður er leikur Helgu eftirminnilegur og á vissan hátt nýr áfangi. Andrés Sigur- vinsson hefur leikstýrt verkinu farsællega. Helga Bachmann sýnir okkur nýja hlið á sér sem leikkonu í þessu hlutverki. Það er alltaf ánægjulegt að geta skýrt frá slíku þegar um gróna leikkonu er að ræða. Enginn ef- ast um að Helga er mikilhæf leikkona og að þessu sinni leik- ur hún á nýja strengi, eflist í glímunni við alveg nýtt hlut- verk, annars konar en hún hef- ur fengist við áður. Ég er mjög sáttur við tónlist Guðna Franzsonar, lýsingu Sveins Benediktssonar og leikmynd og búninga Guðrúnail- Erlu Geirsdóttur. Leikmynd Guðrúnar Erlu er með því besta sem sést hefur á Litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu, málverkin ótrúlega sannfærandi svo að eitt atriði sé nefnt. Gertrude Stein er leikrit sem kemur okkur við. Hér er þess freistað að fjalla um kviku lífs og listar samtímans og árang- urinn er nokkuð góður. Þýðing Elísabetar Snorra- dóttur er viðunandi. Það er mikill vandi að ná andblæ Ger- trude Stein eins og hann birtist hjá Marty Martin. En Elísabet Snorradóttir hefur gert sitt besta og leitast við að ná hinni sérkennilegu hrynjandi sem einkennir tal Gertrude Stein. l VOLVO PALOMA DIESEL 1985 • Aflmikill, sparsamur, hljóðlátur og þægi- legur glæsivagn. Sýnum einnig Volvo 740 og Volvo Paloma OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 13.00-18.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.