Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 16
16 MOROUNBLAÐIÐ, LAUGARDAOUR 2. FEBRÚAR1985 Nemendum hefur fækk- að verulega í bekkjum — eftir Bessí Jóhannsdóttur í Morgunblaðinu hafa nýlega birst greinar um skólamál þar sem m.a. er fjallað um nemenda- fjölda í bekkjardeildum. í þeim koma fram villandi upplýsingar sem vert er að leiðrétta. Því er haldið fram að nemendafjöldi í mörgum bekkjardeildum sé og ha- fi verið hátt í 30. Að því er snýr að Reykjavík er vert að benda á að mikil breyting hefur orðið á með- alfjölda nemenda í deildum í skól- um, sem Reykjavíkurborg rekur. Ef farið er aftur til ársins 1954—55 fáum við 28,00 nemendur í 235 deildum barnaskóla og 27,27 nemendur í 79 deildum gagn- fræðaskóla að meðaltali. Tíu árum síðar er hann kominn í 25,73 í 337 deildum barnaskóla og 27,10 í 179 deildum gagnfræðaskóla. Árið 1974—1975 er nemendafjöldinn SUMIR VERSLA DÝRT AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR 23,96 í 359 deildum barnaskóla og 24,37 í 227 deildum gagnfræða- skóla. Árið 1984—85 er meðal- fjöldi nemenda í grunnskólum Reykjavíkur 23,11. Fram til ársins 1978—79 voru hjálpar- og sér- deildir taldar með en ekki eftir það. Munar verulega um þær til lækkunar á meðaltali. Ef þær eru meðtaldar má ætla að meðaltalið færi allt niður í 22 nemendur í bekkjardeild. Sérstaklega er talað um árgangana í 1.—3. bekk Kynnum og gefum að smakka okkar gómsæta ÞORRAMAT 29500 Blandaður aðeins súrmatur ítlf9Jft,vsu2ja lltra fata (Lundabaggi-Sviðasulta- ,,,/ Nettó innihald ca. 1.3 kg Hrútspungar- Bringur-Lifrapylsa og blóömör) Þorrabakki „ Súrt hvalsrengi A 00 r« a Hreinsuð SVlð Nettóinnihaldca. i.lkg 145?« 99-0? 169.00 Kynnum í dag í Starmýri oo Cosas Appelsínur^J^^ Kynnum í Mjóddinni ÓL A Partýpizzur frá Pizzahúsinu Paté frá íslensk/franska eldhúsinu og Morgungull 20% AFSLÁTTUR Sápugerðin Frigg kynnir Í\A þvottaefni,Blautsápu,Sápuúða og Taumýki 20% AFSLÁTTUR Opið íil kl. 13 í Austurstræti, en tU kl. 16 í Starmýri og Mjóddinni VIÐIR STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 17 MJÓDDINNI grunnskóla og þá skal á það bent að í 1. bekk voru í október 1.116 nemendur í skólum, sem Reykja- víkurborg rekur, í 51 bekkjardeild eða að meðaltali 21,9 nemendur í bekk. í aðeins 6 bekkjardeildum voru nemendur 24 eða fleiri að meðaltali. í 2. bekk voru 1.143 nemendur í 50 bekkjardeildum eða 22,8 að meðaltali. í 16 bekkjar- deildum voru nemendur 24 eða fleiri. í 3. bekk voru 1.228 nemend- ur í 51 bekkjardeild eða 24 nem- endur að meðaltali*'í bekk. I 30 bekkjardeildum voru nemendur 24 eða fleiri. Fjölmennustu bekkirnir voru 4 með 28 nemendur, 3 með 27, 11 með 26, 5 með 25 og 6 með 24 nemendur að meðaltali. Af þessu má sjá að fjöldi í bekkjardeildum hefur farið veru- lega lækkandi, og að fjölmennir bekkir eru frekar undantekning en reglan og er það vel. Nú er það svo að stærð bekkjardeilda einkum eftir að farið var að blanda nem- endum með mismikla námsgetu saman í bekk hefur mikið að segja hvað varðar árangur af skóla- starfinu. Þó er vert að minna á að gæði kennslunnar ráða hér miklu. Skóli eins og Skóli ísaks Jónsson- ar hefur jafnan haft blandaða bekki og fjölmenna. Hann hefur að mati margra verið með bestu skólum bæjarins. Þar hefur hins vegar jafnan verið mikið úrval kennara. í ofannefndum greinum er rætt nokkuð um námsgögn og vinnu- álag kennara. í skólastarfi er mik- il þörf á góðum og vönduðum námsgögnum eins og réttilega er á minnst. Mikil breyting hefur orðið á námsgögnum á undanförnum 10 árum í grunnskólum landsins. Þau eru nú allt önnur og miklum mun fjölþættari en áður. Námsgagn- astofnun hefur fengið aukið fjár- magn á þessu ári og um leið hefur námsefnisgerðin verið færð til stofnunarinnar. Sífellt er unnið að því að bæta námsefnið, og í því sambandi er reynt að auka fjöl- breytnina. Má minna á að núver- andi menntamálaráðherra er að vinna að sérstöku átaki varðandi móðurmálskennsluna. Vinnuálag kennara er oft mjög mikið. Það þekki ég af eigin reynslu. Breyta þarf alfarið um stefnu í því er snýr að vinnutíma kennara. Kennarar eiga eins og aðrir starfshópar að hafa ákveð- inn vinnutíma í skólanum, t.d. kl. 8—4. Á þeim tima ættu þeir að sinna kennslu, yfirferð yfir verk- efni, undirbúningi fyrir kennsl- una, samstarfi við nemendur utan kennslutíma og foreldrasamstarfi. Við slíka skipan fengist án efa mun meiri festa í skólastarfið, og Bessí Jóhannsdóttir „Til þess að fá gott starfsfólk þarf að greiða góð laun, og þá er um leið hægt að gera ákveðnar kröfur um af- köst viðkomandi starfs- manna. Spurning er hvort ekki eigi að borga sérstaka uppbót til kennara, sem treysta sér til að kenna fjöl- mennum bekkjardeild- um í grunnskólanum t.d. ef nemendafjöldi fer yfir 24 í bekk.“ um leið gæfist aukinn sveigjan- leiki í innra starfi skólanna. Þetta hefði og i för með sér að kennur- um myndi fækka, einkum stunda- kennurum, sem rétt koma hlaup- andi í kennsluna og hverfa strax að henni lokinni. Mikilvægt er að kennarar innan skóla hafi gott samstarf þannig að þeir geti rætt saman um vanda einstakra nem- enda og lært hver af öðrum. Gæði kennara ráða miklu um framtíð nemenda. Til þess að fá gott starfsfólk þarf að greiða góð laun, og þá er um leið hægt að gera ákveðnar kröfur um afköst við- komandi starfsmanna. Spurning er hvort ekki eigi að borga sér- staka uppbót til kennara, sem treysta sér til að kenna fjölmenn- um bekkjardeildum í grunnskól- anum, t.d. ef nemendafjöldi fer yf- ir 24 í bekk. Forvitnilegt er að vita hversu mönnum líst þessi hug- mynd. Það er mikilvægt fyrir þá, sem vinna að skóla- og fræðslu- málum, að fá að heyra skoðanir manna á því, sem verið er að gera í þeim málum. Bessí Jóhannsdóttir er varaformað- ur Frxðsluráðs Reykjaríkur. Ólafsvík: Gæftir góðar og sæmilegur afli ÓUfsvík. 31. janúar. VERTÍÐ er að komast í fullan gang hér í Ólafsvík því bátarnir hafa verið að byrja að róa hver af öðrum. Gæft- ir hafa verið góðar og afli sæmilegur. Alls er 21 bátur byrjaður og einnig togarinn Már, sem hefur landað 112 lestum. Heildarafli á land iagður í janúar er 1.121 tonn, sem er svipað og ; fyrra. Sjö bátar róa með línu. Mestan afla þeirra hefur Fróði, 109 tonn í 20 róðrum, þá kemur Greipur með 108 tonn í 19 róðrum og Lómur með 103 tonn i 18 sjóferðum. Netabátarnir eru 6 og er Steinunn með mestan afla, 61 tonn í 15 róðrum. Sjö bátar eru byrjaðir með dragnót. Fiskur hef- ur ekki gefið sig vel til fyrir þá, en þó hefur Bergvík aflað 38 lesta og farið 16 sinnum í róðra. Fyrir jólin voru góðar glefsur fengnar i dragnótina. Hugborg fékk þá til dæmis 21 tonn í einum róðri hér á víkinni. Jökull hinn nýi rær með troll og hefur landað þrí- vegis, samtals 121 tonni, og er aflahæstur okkar skipa í janúar. Ekki liggur fyrir hvort menn velja hér sóknarmark í einhverjum mæli, en víst er að hugur manna hnígur til þess að afla vel og vanda til verka. Helgi. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.