Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 29 AF INNLENDUM VETTVANGI FRÍÐA PROPPÉ Landsfundur Bandalags jafnaðarmanna um helgina: og Guðmundur Einarsson, hefðu staðið sig vel á þingi. Varðandi stöðu BJ í litrófi stjórnmálanna voru velflestir á því, að BJ ætti hvorki að leita eftir eða taka óskum um viðræður og sam- starfsgrundvöll við aðra flokka. BJ yrði fyrst og fremst að stefna að því að sanna sjálfu sér tilveru- rétt sinn með góðri útkomu í næstu Alþingiskosningum. Það kemur fram í viðtölum við for- ustumenn, að þingflokkurinn hafði í fyrstu vænst nokkurs Reynt að koma reglu á skipulagsóregluna SKIPULAGSMÁL hafa valdið forustumönnum Bandalags jafnaðar- manna einna mestum áhyggjum fyrir annan landsfund bandalagsins, sem haldinn verður á Hótel Loftleiðum nú um helgina. Að sögn forustu- manna, sem rætt hefur verið við, hafa ýmsar hugmyndir verið á lofti, en allir eru viðmælendur sammála um, að reynslan hafi kennt þeim að við ríkjandi skipulagsleysi verði ekki lengur búið ef tryggja á bandalaginu nauðsynlegt samband við kjósendur og næg atkvæði til endurkjörs í næstu kosningum. Um 150 manns hafa látið skrá sig á þingið, sem er öllum opið, en þeir sem skráðu sig njóta fullra réttinda, kjörgengis, atkvæðis- og tilllöguréttar og málfrelsis. Þar að auki geta aðrir áhuga- menn setið þingið með tillögu- og málfrelsi. Askráðum þátttakendalista eru mörg nöfn sem forustu- mennirnir hafa aldrei séð áður, að þeirra sögn, og stór hluti þeirra sem sátu fyrsta landsfund- inn í Munaðarnesi í nóvember 1983, en það voru um 80 manns, eru ekki á þessum lista. Þá vekur athygli, að á skrá þátttakenda eru nöfn manna, sem áberandi hafa verið í flokksstarfi annarra stjórnmálaflokka. Það er því skiljanlegt að margir viðmælend- ur blaðsins lýsi því yfir, að stór spurning ríki um niðurstöður þessa þings, bæði málefna- og skipulagslegar. r Ifréttabréfi BJ frá í desember sl. er m.a. fjallað um skipulag. Þar segir m.a.: „Hið opna skipu- lag eða „skipulagsleysi" sem ákveðið var á landsfundinum í Munaðarnesi í nóvember 1983 var eðlilegt fyrsta skref hjá stjórn- málahreyfingu, sem umfram allt verður að forðast gildrur gamla flokkakerfisins." Síðar segir að fiestir virðist sammála um að reynslan sýni að ákveðin innri bygging eða beinagrind sé nauð- synleg til að auðvelda þátttöku, áhrif og áhuga fólks. Síðan er gerð grein fyrir ýmsum hug- myndum um skipulag, allt frá kjöri formanns BJ og varafor- manns með hefðbundnu sniði niður í kjör óformlegs samráðs- hóps. Þingflokkur BJ er eina stofnun bandalagsins í dag. Hann gerir að tillögu sinni á landsfund- inum að kjörin verði svokölluð landsnefnd 30 fulltrúa og kjósi landsfundur ennfremur formann og varaformann úr þeirra hópi. Þá er lagt til að landsfundur kjósi formann þingflokks úr hópi þing- manna og verði hann pólitískur talsmaður BJ, en formaður lands- nefndar sjái um störf inn á við. Síðustu daga hefur dregið mjög úr fylgi við það, að til kjörs á formönnum komi á landsfundin- Stefán Benediktsson um. Viðmælendur blaðsins töldu, að sterk öfl ynnu að því, að ein- göngu kæmi til kjörs landsnefnd- ar og nefndu menn ýmsar ástæð- ur, sem komið verður að hér síð- ar. r Adagskrá fundarins er m.a. liður, sem ber heitið „um- ræður um skýrslu þingflokks“. Ljóst er að í umræðum kemur fram mat á starfi þingflokksins og þingmannanna fjögurra. Við- mælendur blaðsins voru yfirleitt sammála um að tveir þingmann- anna, þeir Stefán Benediktsson Guðmundur Einarsson stuðnings af Kvennalistakonum í þingstörfum, þar sem þær væru úr sama jarðveginum, eins og einn viðmælandinn orðaði það. Sú Von hefði algjörlega brugðist og hafði einn talsmaður BJ á orði, að Kvennalistakonur væru „eng- um skiljanlegar". r Iumræðum um kosningar á landsfundinum, ef til for- mannakosninga kemur, hafa nokkur nöfn verið nefnd. Ein hugmyndin var að bjóða fram þingmanninn Stefán Benedikts- son sem formann þingflokks en Guðmund Einarsson þm. sem for- mann landsnefndar. Þá hafa nöfn Kristófers Más Kristinssonar varaþingmanns, Valgerðar Bjarnadóttur og Ágústs Einars- sonar verið nefnd. Valgerður og Ágúst hafa stutt þingflokkinn dyggilega í störfum hans frá upp- hafi. Er ekki ólíklegt að nöfn þeirra beri á góma verði hugað að frambjóðendum fyrir BJ í næstu kosningum á fundinum. Af ýms- um ástæðum hefur dregið úr fylgi við formannakosningar. Þar er efst á blaði hræðsla manna við, að með slíkum kosningum verði BJ staðfest sem „venjubundinn stjórnmálaflokkur" í hugum kjós- enda. Þá eru þátttakendur á landsfundinum mjög óþekkt stærð en auk þessa benda menn á ýmis innri vandamál. Af málefnum verða stjórn- kerfismál og valddreifing líklega mest til umræðu, en það eru þeir málaflokkar sem BJ leggur mest upp úr. Einn liður á dagskrá fundarins er „af kassan- um“, en undir þeim lið verður öll- um gefið tækifæri til að tjá sig um málefni líðandi stundar. Hugmynd að þessum þætti er sótt til flokksþings brezka Jafnað- armannaflokksins, sem Guð- mundur Einarsson þingmaður sat sl. haust, en Guðmundur telur stefnu þess flokks og BJ mjög lika. Einn viðmælandi blaðsins taldi, að nokkuð yrði rætt um utanríkismál á fundinum þar sem skiptar skoðanir væru um þau innan BJ. í umræðupunktum, sem dreift er til landsfundarfull- trúa, vekur einn punktur um utanríkismál athygli, en hann er svohljóðandi: „Bandaríkin styðja í mörgum tilfellum við bakið á einræðis- og afturhaldsstjórnum víða í þriðja heiminum. Hvernig getum við sætt okkur við banda- rískt herlið í landinu, án þess að vera sökuð um tvöfalt siðgæði í utanríkismálum?" í fyrri gögnum BJ hefur komið fram, að BJ styð- ur veru tslands í Atiantshafs- bandalaginu. Veru varnarliðs hérlendis við ríkjandi aðstæður hafa forustumenn þess sagt styðja. Hvort ofangreindur punktur er merki um breytta stefnu BJ í utanríkismálum kem- ur væntanlega í ljós á landsfund- inum. Ennfremur verður for- vitnilegt að fylgjast með baráttu forustumannanna við að viðhalda hæfilegu skipulagsleysi, en fá um leið „reglu í óregluna" eins og einn viðmælandi blaðsins orðaði það. Skipstjórnar- menn þjálfaðir í læknisverkum Ólafur Ólafsson, Stýrimannaskóla- nerai, stingur holnál 1 Einar Val lækni, en baka til standa skipstjór- arnir Guðmundur Sveinbjörnsson, formaður Verðanda, Hannes Har- aldsson og Sigurjón Óskarsson. Stýrimannaskólinn í Vest- mannaeyjum og Skip- stjóra- og stýri- mannafélagið Verðandi efndu til námskeiðs fyrir skip- stjórnarmenn og sjómenn í Vest- mannaeyjum í vertíðarbyrjun þar sem tveir læknar kenndu ýmislegt sem varðar öryggi í slysahjálp og veikindi um borð í skipum, en 45 skipstjórnarmenn mættu á nám- skeiðið og tóku allir virkan þátt í því, sprautuðu, stungu holnálar- stungu, mældu blóðþrýsting, þræddu slöngu ofan í maga, saum- uðu skurð, fjölluðu um það sem varast ber í meðferð á lyfjakistum og fulltrúi frá Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum kynnti ýmislegt er varðar fyrstu aðstoð er vanda ber að höndum. Þetta er í fyrsta skipti sem sjómönnum er boðið upp á slíkt námskeið með læknum, þar sem menn verða sjálfir að framkvæma hinar ýmsu aðgerðir. Það voru læknarnir Einar Valur Bjarnason og Einar E. Jónsson sem kenndu sjómönnunum og Ólafur Lárusson var frá Hjálpar- sveit skáta. á.j. Morgunbladið/Sigurgeir Óskar Þórarinsson skipstjóri saumar af miklu næmi en lengst til hægri er Einar E. Jónsson læknir. Jóhann Halldórsson skipstjóri mælir blóðþrýstinginn í Gunnari Jónssyni skipstjóra og Einar Valur læknir er i vaktinni. Einar Valur gefur Guðmundi Inga skipstjóra dropp í æð, en fjær standa skipstjórarnir Hannes Haraldsson, Jó- hann Halldórsson, Sigurjón Óskarsson og Gísli Sig- marsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.