Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 Peningamarkaðurinn Kísilgúrvinnsla og nátt- úruvernd fara saman GENGIS- SKRANING 1. febrúar 1985 Kr. Kr. Toll- Ein. KL 09.15 Kaup Sala «en«i lUolliri 40460 40,980 41,090 1 Stpund 46,100 46436 45,641 1 Kan. dollari 30416 30,906 31.024 1 Dönsk kr. 3,6154 3,6261 3,6313 1 Norsk kr. 4,4612 44743 4,4757 1 S*nsk kr. 44212 44344 44361 1FL mark 6,1629 6,1810 6,1817 1 Fr. franki 44215 44339 44400 1 Betg. franki 0,6446 0,6465 0,6480 19». franki 154434 154882 15,4358 1 Koll. gyllini 11,4134 11,4469 11,4664 1 V-þ. mark 12,9120 12,9499 12,9632 1ÍL líra 0,02093 0,02099 0,02103 1 Austurr. sch. 14367 14430 14463 1 PorL escudo 04364 04371 0,2376 1 Sp. peseú 04332 04339 04340 1 Jap. jen 0,15997 0,16044 0,16168 1 frakt pund 40,145 40463 40450 SDR (SéreL dráttarr.) 394674 39,9844 Belg. fr. 0,6420 0,6439 INNLÁNSVEXTIR: Spansjódtbækur___________________ 24,00% SptritjóöifMkninQSf m#6 3ji mánifta upptðgn Alþýöubankinn................. 27,00% Búnaöarbankinn................ 27,00% lðnaðarbankinn1>.............. 27,00% Landsbankinn.................. 27,00% Samvinnubankinn............... 27,00% Sparisjóöir3)..................274»% Utvegsbankinn..................284»% Verzlunarbankinn.............. 274»% með 6 ménaða uppsðgn Alþýðubankinn................. 30,00% Búnaöarbankinn................ 31,50% Iðnaðarbankinn1).............. 36,00% Samvinnubankinn ..............31,50% Sparisjóöir3).................31,50% Ulvegsbankinn................. 29,00% Verzkmarbankinn............... 30,00% með 12 mánaða uppsögn Alþýöubankinn----------------- 32,00% Landsbankinn..................31,50% Sparisjóöir3)................. 32,50% Útvegsbankinn.................31,00% með 18 mánaða uppaðgn Búnaöarbankinn................ 37,00% Innlánaakirtauii Alþýöubankinn................. 30,00% Búnaðarbankinn................ 31,50% Landsbankinn..................31,50% Samvinnubankinn...............31,50% Sparisjóöir...................31,50% Utvegsbankinn................. 30,50% Varðtryggðir raikningar miðað við iánakjaraviaitölu mað 3ja mánaða uppaögn Alþýöubankinn................. 4,00% Búnaöarbankinn................ 2,50% lönaöarbankinn1).............. 0,00% Landsbankinn.................. 2,50% Samvinnubankinn............... 1,00% Sparisjóöir3)................. 1,00% Útvegsbankinn................. 1,00% Verzlunarbankinn.............. 1,00% mað 6 mánaða uppsögn Alþýöubankinn................. 6,50% Búnaöarbankinn................ 3,50% Iðnaðarbankinn1).............. 3,50% Landsbankinn.................. 3,50% Samvinnubankinn............... 3,50% Sparisjóöir3)................. 3,50% Útvegsbankinn................. 2,00% Verzlunarbankinn.............. 2,00% Ávíaana- og hlauparaikningar: Alþýöubankinn — ávisanareikningar........ 224»% — hlaupareikningar........ 16,00% Búnaöarbankinn................18,00% lönaöarbankinn............... 19,00% Landsbankinn................. 19,00% Samvinnubankinn — ávísanareikningar..... 19,00% — hlaupareikningar........ 12,00% Sparisjóöir................... 184»% Útvegsbankinn................ 19,00% Verzlunarbankinn............. 19,00% Stjömureikningar Alþýðubankinn2)............... 8,00% Alþýöubankinn...................94»% Safnlán — heimilislán — IB-lán — plúalán með 3ja til 5 mánaða bindingu lönaöarbankinn............... 27,00% Landsbankinn................. 27,00% Sparisjóðir.................. 27,00% Samvinnubankinn.............. 27,00% Útvegsbankinn................ 26,00% Verzlunarbankinn............. 27,00% 6 mánaða bindingu eða lengur lönaöarbankinn............... 30,00% Landsbankinn................. 27,00% Sparisjóöir.................. 30,00% Útvegsbankinn................ 29,00% Verzlunarbankinn............. 30,00% Kjðrbók Landsbankans: Nafnvextir á Kjörbók eru 35% á ári. Innstæöur eru óbundnar en af útborgaóri fjárhæö er dregin vaxtaleiörétting 2,1%. Þó ekki af vöxt- um liðins árs. Vaxtafærsla er um áramót. Ef ávöxtun á 6 mánaöa vísitölutryggöum reikn- ingi að viðbættum 3,50% ársvöxtum er hærri gildir hún. Kaskó-reikningur Verzlunarbankinn tryggir að innstæöur á kaskó-reikning- um njóti beztu ávöxtunar sem bankinn byöur á hverjum tíma. Sparibók með aórvöxtum hjá Búnaðarbank- anum: Nafnvextir eru 35,0% á ári. Innistæöur eru óbundnar, en dregin er 1,8% vaxtaleiðrétting frá úttektarupphæó. Vextir lióins árs eru undanþegnir vaxtaleiö- réttingu. Vaxtafærsla er um áramót. Geróur er samanburóur við ávöxtun 3ja mánaöa verö- tryggöra reikninga og reynist hún betri, er ávöxtunin hækkuö sem nemur mismuninum. Ársávöxtun 18 mánaða reikninga er borin saman vö ávöxtun 6 mánaöa verötryggöra reikninga. Vaxtafærsla tvisvar á ári. Spariveitureikningar Samvinnubankinn............... 244»% Innlendir gjakfoyrisreikningan Bandarikjadoilar Alþýöubankinn.................9,50% Búnaöarbankinn................8,00% lönaöarbankinn................8,00% Landsbankinn..................7,00% Samvinnubankinn...............7,00% Sparisjóðir.................. 8,00% Útvegsbankinn.................7,00% Verzlunarbankinn..............7,00% Stertingspund Alþýöubankinn.................9,50% Búnaðarbankinn.................8,50% lönaöarbankinn.................840% Landsbankinn...................84»% Samvinnubankinn________________84»% Sparisjóðir....................84»% Útvegsbankinn................. 8,00% Verztunarbankinn...............84»% Vettur-þýsk mðrk Alþýöubankinn.................4,00% Búnaöarbankinn................4,00% lönaöarbankinn................4,00% Landsbankinn...................44»% Samvinnubankinn................4,00% Sparisjóðir...................4,00% Útvegsbankinn.................4,00% Verzlunarbankinn..............4,00% Danskar krónur Alþýöubankinn.................9,50% Búnaöarbankinn.................840% lönaöarbankinn................8,50% Landsbankinn..................8,50% Samvinnubankinn...............8,50% Sparisjóðir...................8,50% Útvegsbankinn..................840% Verzkmarbankinn................840% 1) Mánaðariega er borin saman ársávðxtun á verðtryggðum og óverðtryggðum Bónus- reikníngum. Áunnir vextir verða leiðréttir í byrjun næsta mánaðar, þannig að ávöxtun verði miðuð við það reikningsform, sem tuerri ávöxtun ber á hverjum tíma. 2) Stjörnureikningar eru verðtryggðir og geta þeir sem annað hvori eru eidri en 64 ára eða yngri en 16 ára stofnað slíka reikninga. 3) Trompreikningar. Innlegg óhreyft í 6 mánuði eða lengur vaxtakjör borin saman við ávöxtun 6 mánaða verðtryggðra reikn- inga og hagstaðari kjörin valin. ÚTLÁNSVEXTIR: Almennir víxlar, forvextir___________314»% Viðskiptavíxlar Alþýöubankinn................ 324»% Landsbankinn................ 32,00% Búnaóarbankinn.............. 32,00% Iðnaöarbankinn.............. 32,00% Sparisjóöir................. 32,00% Samvinnubankinn............. 30,00% Verzlunarbankinn............ 32,00% Yfirdráttarián al hlaupareikningum: Viöskiptabankamir........... 32,00% Sparisjóðir.................. »,00% Endurseljanleg lán fyrir innlendan markað_____________ 24,00% lán í SDR vegna útffutningsframl. 9,50% Skuldabréf, almenn:............... 34,00% Viðskiptaskuldabréf:.............. 34,00% Verðtnrggð lán miðað við lánskjaravisitðiu i allt aö 2V4 ár....................... 4% lengur en 2'h ár....................... 5% Vanskilavextir________________________304% Óverðtryggð skuldabréf útgefin fyrir 11.08/84............ 25,80% Lífeyrissjódslán: Lifeyrissjóöur startsmanna ríkisins: Lánsupphæö er nú 300 þúsund krónur og er lániö vísitölubundiö meö láns- kjaravisitöiu, en ársvextir eru 5%. Lánstimi er allt aö 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veö er í er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstimann. Lífeyrissjööur verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö lífeyrissjóönum 144.000 krónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lánið 12.000 krónur, unz sjóösfélagi hefur náð 5 ára aðild aö sjóönum. Á timabilínu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfilegrar láns- upphæöar 6.000 krónur á hverjum árs- fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 360.000 krónur. Eftir 10 ára aöild bætast viö 3.000 krón- ur fyrir hvern ársfjóröung sem liöur. Þvi er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö lánskjaravísitölu, en lánsupphæöin ber nú 5% ársvexti Lánstíminn er 10 til 32 ár aö vali lántakanda. Lánskjaravíaitalan fyrir jan. 1985 er 1006 stig en var fyrir des. 959 stig. Hækkun milli mánaöanna er 4,9%. Miö- aö er viö visitöluna 100 í júní 1979. Byggingavísitala fyrir jan. til mars 1985 er 185 stig og er þá miöaö viö 100 í janúar 1983. Handhafaskuldabróf í fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%. — eftir Sigurð Rúnar Ragnarsson Fyrir tuttugu árum var ráðist í það stórvirki að stofna til náma- vinnslu með útflutning á iðnvöru á erlendan markað að augnamiði. Þar að auki var þessi starfsemi í innsveit norðanlands. Á sínum tíma þótti þetta í mikið ráðist. Margir höfðu ekki trú á fyrirtæk- inu. Með tveggja áratuga reynsiu hefur Kísiliðjan sannað tilverurétt sinn. Sumir heimamanna vildu þetta fyrirtæki ekki inn í sveitina. Þeir leituðu m.a. til náttúruvernd- arráðs sér til fulltingis. Náttúru- verndarráð taldi sér ekki fært þá að leggjast gegn þessum rekstri þar sem engar rannsóknir lægju fyrir sem bentu til skaðsemi starf- seminnar á lífríki svæðisins. Nú tuttugu árum síðar treystir náttúruverndarráð sér ekki til að mæla með endurnýjun námasamn- ingsins nema mjög skilyrt þar sem ekki séu til rannsóknir sem sanni skaðleysi starfseminnar á lífríki svæðisins. Ekki ætla ég að draga í efa umhyggju náttúruverndarráðs fyrir Mývatnssvæðinu. Samt get ég ekki orða bundist um afskipti þess af málinu. Stjórnendur og starfs- menn Kísiliðjunnar munu ekki þola að fyrirtækið verði gert tortryggi- legt að ósekju sem náttúruspillir eða notað sem peð í valdatafli nátt- úruverndarráðs og stjórnvalda. í tæp tuttugu ár hefur kísilgúr verið dælt af botni Mývatns. Á þessum tíma hefur um 1,5 ferkílómetri ver- ið dýpkaður. Vatnið allt er tæpir 40 ferkílómetrar. Meðaldýpið á dælda svæðinu er nú 3,5 metrar en var áður 40—50 sm. Athuganir benda til að hinn dældi botn nái sér upp með svif- og krabbadýrafram- leiðslu á 5—10 árum. Á því sést að mjög lítið svæði liggur undir hverju sinni sem særður botn. Sil- ungur var hættur að veiðast í stór- um hluta Ytri-flóa áður en Kísilið- jan tók til starfa. Það er auðskilj- anlegt þar sem flóinn var á stórum svæðum aðeins 40—50 sm djúpur. Nú veiðist feitur fiskur á dýpkaða svæðinu þó hann sé á sama tíma horaður annars staðar í vatninu. Þeir sem um- „Það hafa orðið mér mikil vonbrigði hvernig náttúruverndarráð hef- ur unnið að þessum málum. Ráðið hefur fengið umtalsveröar fjárveitingar á síðustu árum. Svo virðist sem það hafi ekki haft um- talsverðar áhyggjur af áhrifum námuvinnsl- unnar á þessu tímabili. Önnur verkefni en rannsóknir á lífríki Mý- vatns hafa haft þar for- gang ..." gangast vatnið daglega vegna vinnu sinnar við dælingu kísilgúrs- ins hafa veitt því eftirtekt að fugl fælist ekki starfsemina þar. Þvert á móti venst hann þeirri umferð sem þessu fylgir því hún er söm og jöfn. Fugl sækir frekar en hitt að dæluprammanum þar sem hann rótar jafnan upp einhverju æti. Vegna landriss sem varð á svæð- inu fyrir nokkrum árum grynnkaði Ytri-flói ennfrekar. Mikiar sveiflur urðu á lífríki Mývatns á síðasta áratug. Þetta var vitað því nokkrar athuganir hafa nú farið fram hér á þessu tímabili á vegum rannsókn- arstöðvarinnar við Mývatn. Stór sveifla varð einnig um 1970. Þessar sveiflur hafa ekki verið raktar til starfsemi Kísiliðjunnar eða bendl- aðar við hana á nokkurn hátt. Ég vil minna á að svo langt sem sagnir ná hafa alltaf átt sér stað breyt- ingar á þessu lífríki. T.d. var há- vella með algengustu fuglum á Mý- vatni kringum 1920. Síðan þá hefur henni farið jafnt og þétt fækkandi og er nú mjög sjaldséð. Það hafa orðið mér mikil vonbrigði hvernig náttúruverndarráð hefur unnið að þessum málum. Svo virðist sem það hafi ekki haft umtalsverðar áhyggjur af áhrifum námuvinnsl- unnar á þessu tímabili. Önnur verkefni en rannsóknir á lífríki Mývatns hafa haft þar forgang svo sem uppbygging þjóðgarða o.fl. Því stöndum við í þeim sporum í dag að enn skortir þekkingu á þessu lífríki sem byggja má á. Mér finnst að náttúruverndarmenn, alþingis- menn og aðrir sem um þetta mál fjalla verði að hafa haldbetri rök en órökstuddar skoðanir eða ætlan- ir áður en ráðist er í að gera Kísil- iðjuna tortryggilega eða jafn- vel hefta starfsemi hennar. Við verðum einnig að hafa hug- fast að Kísiliðjan er eitt af fáum íslenskum iðnfyrirtækjum sem framleiða eingöngu fyrir erlendan markað og nota til þess heima- fengið hráefni, hugvit og orku. Margfeldisáhrifin út í efnahagslíf- ið eru því mikil. Margir byggja af- komu sína á þessari starfsemi. í Mývatnssveit er Kísiliðjan langstærsti atvinnurekandinn. Ef hún legðist af yrði hlutfallsleg fækkun starfa hér í sveit jöfn því að 18.500 störf legðust niður á höf- uðborgarsvæðinu. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á upphlaup nokkurra Mývetninga varðandi kísilgúrtöku úr Syðri-flóa. Þeir telja ekki þörf á rannsóknum hvað það varðar heldur fullyrða að „dæl- ing í Syðri-flóa þurrkar út sérstætt lífríki Mývatns og flóinn verður varinn hvað sem það kostar". Svona fullyrðingar og stóryrði dæma sig sjálf enda hefur verið ákveðið að verja kr. 180.000 á mán- uði næstu 15 ár til rannsókna á áhrifum efnistöku á lífríki vatns- ins. Ég vona að sveitungar mínir láti af málatilbúnaði sem þessum og bendi á að hann mun ekki leiða til annarrar Laxárdeilu. Þá stóðu Þingeyingar saman. Nú er hætt við að raunin verði önnur með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum fyrir náttúruvernd á svæðinu. Að lokum vil ég minna á að náttúrulegt eðli Mývatns er að grynnast smám saman og verða að lokum að mýri. Sú verður raunin á ef vatnið verður ekki dýpkað. Þá kemur væntanlega að vaðfuglavinum að verja mýrina hvað sem það kostar. Siguróur Rúnar Ragnarsson er formaður stjórnar Kísiliðjunnar. Syðri- og egg stórhætt'u og hvort einhverjir vilja taka á sig þá áhættu vegna at- vinnumöguleika, sem sýnist nú engin fjarstæða að megi byggja upp með öðrum hætti, og sitja síð- an uppi með lífríkið eins og það var fyrir árþúsundum síðan, það er al- varlegur hlutur. Það er þetta sem um er teflt og þegar við sjáum að verið er að gera ráðstafanir til að ráðast þarna inn í flóann, þá gríp- um við til okkar aðgerða til að koma í veg fyrir það,“ sagði Þor- grímur Starri. Þess má geta, að iðnaðarráðu- neytinu hefur borist bréf, undirrit- að af öllum hreppsnefndarmönnum í Skútustaðahreppi, þar sem mælt er með framlengingu námaleyfis- ins að minnsta kosti til 15 ára með þeim skilyrðum, að ráðuneytið beiti sér fyrir rannsóknum á lífríki Mý- vatns. Iðnaðarráðherra hefur ákveðið að varið verði um einni milljón króna á ári til rannsókn- arstarfa við Mývatn og er Kísiliðj- unni gert að verja jafnhárri upp- hæð. Þá er endurnýjun námaleyfis- ins einnig bundin því skilyrði að skipuð verði nefnd fjögurra manna til að hafa umsjón með efnistök- unni. Kísilgúrnám við Mývatn: Munum verja Flóa með oddi — segja talsmenn andstæðinga námaleyfísins „VIÐ MIINUM verja Syöri-Flóa með oddi og egg því viö viljum ekki hafa það á samviskunni að hafa gefið undir fótinn með það, að lífríki Mývatns sé kippt til baka um 2000 til 3000 ár,“ sagði Þorgímur Starri Björgvinsson, bóndi í Garði í Skútustaðahreppi, er Morgunblaðið bar undir hann ákvörðun iðnaðarráðherra að heimila endurnýjun á námaleyfi til Kísiliðjunnar við Mývatn. Þorgrímur Starri er einn þeirra 60 íbúa við Mývatn, sem skrifað hafa undir mótmælaskjal, þar sem mótmælt er efnistöku við Syðri-Flóa Mývatns og segir þar m.a. að „ef komi til slíkra óhæfuverka, munu af því hljótast átök og ófriður", eins og þar stendur. Þorgrímur Starri var spurður hvort fyrirhugaðar væru einhverj- ar aðgerðir af hálfu andstæðinga námaleyfisins nú á næstunni: „í fyrsta lagi lítum við svo á, að það fari óhjákvæmilega fyrir dómstóla hvort þetta leyfi er einhvers virði. Það á eftir að skera úr því og nátt- úruverndarráð hlýtur að láta reyna á það hvort ráðherra er ekki að fremja þarna mjög klúr embættis- glöp. Við stöndum í þeirri mein- ingu að hann hafi enga lagaheimild til að gefa út þetta leyfi nema með samþykki náttúruverndarráðs. Við bíðum og sjáum hvað setur í þeim efnum. Áð öðru leyti vil ég ekkert láta uppi um hernaðaráætlanir, hvernig við munum standa hér að verki. Það verður bara að koma í ljós stig af stigi og mun mótast af því hvernig andstæðingurinn hagar sínum vopnaburði. Það verður að ráðast þegar í slaginn kemur hvernig v/ð förum að þessu, en við ætlum okkur að standa við þetta," sagði Þorgrímur Starri. Þorgrímur Starri sagði ennfrem- ur, að helstu rök andstæðinga námaleyfisins væru þau, að með því að endurnýja leyfið til 15 ára væri fyrirsjáanlegt kísilgúrnám í Syðri-Flóa Mývatns innan fárra ára, sem hefði ekki aðeins í för með sér náttúruspjöll heldur einnig spjöll á lífríki Mývatns með því að dæla þar upp 2000 til 3000 ára gömlum setlögum. „Það sér hver heilvita maður að með þessum að- gerðum er lífríki Mývatns stefnt í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.