Morgunblaðið - 02.02.1985, Síða 31

Morgunblaðið - 02.02.1985, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 31 Morgunblaðið/Friðþjófur Bílasalan Bjallan var formlega opnuð föstudaginn 1. febrúar. A myndinni eru Sigfús Sigfússon, framkvæmdastjóri Heklu, og Finnbogi Eyjólfsson, fréttafulltrúi. Gáfu fullkominn öndunarmæli EIGENDUR barnafataverslunarinnar Valborgar, Laugavegi 83, Sigurður Halldórsson og kona hans Mattea P. Porleifsdóttir, færðu nýlega Styrktarfé- lagi lamaðra.og fatlaðra að gjöf fullkominn öndunarmæli (spirometer), sem sérstaklega er notaður við endurhæfingu asthma- og lungnasjúklinga, jafnt barna sem fullorðinna. Sjálfur hefur Sigurður Hall- dórsson þurft að stríða við asthmasjúkdóm í mörg ár og lét hann því þau orð falla í gjafabréfi, að þau hjónin vonuðust til að þetta taeki kæmi að góðum notum fyrir asthmasjúklinga. Að sögn Björns Magnússonar, sérfræðings í lungnasjúkdómum, eru tæki sem þessi afar þýð- ingarmikil, m.a. til sjúkdóms- greininga, til að fylgjast með með- ferð og til notkunar í sambandi við álagsprófun. (Krctuiilkynning.) Kópavogur: Félagsvist SPILUÐ verður félagsvist í Safn- aðarheimili Digranessprestakalls á Bjarnhólastíg 26, Kópavogi, í dag, laugardag, kl. 14.30. Hekla hf. opnar nýja bílasölu NÝ BÍLASALA í eigu Heklu hf„ Bflasalan Bjallan, hefur verið opnuð í húsakynnum fyrirtækisins við Brautarholt. Er ráðgert að hafa á boðstólum notaða bfla í umboðssölu af öllum tegundum fólksbfla, jeppa og minni sendibfla, en einnig verða til sölu bílar í eigu Heklu sem teknir hafa verið í skiptum fyrir nýja bfla. Fram til þessa hefur aðstaða til sölu á notuðum bílum verið tak- mörkuð hjá Heklu og er Bílasalan Bjallan sett á laggirnar til að bæta úr því. Arinbjörn Jónsson veitir bíla- sölunni forstöðu og sölumaður er Júlíus Ólafsson. Félag einstæðra foreldra: Tíkallaflóa- markaður um helgina FÉLAG einstæöra foreldra heldur flóamarkað í Skeljanesi 6, laugardag og sunnudag, 2. og 3. febrúar og er opið frá kl. 14—17 báða dagana. All- ur ágóði rennur í nýjan húsbygg- ingarsjóð FEF, sem skýrt verður frá á næstunni. f fréttatilkynningu FEF segir að flóamarkaður þessi sé nýstár- legur að því leyti að á laugardag- inn verða allar flíkur, kjólar, káp- ur, barnaföt, peysur o.fl. seldar á tíu krónur stykkið. Einnig verða til sölu skrautmunir og búsáhöld, svefnbekkir og ýmiss konar hús- Kögn. Á sunnudag verða seldir nokkr- ir vandaðir leður- og mokkajakkar og skulu gestir bjóða í. Minnt er á að strætisvagn nr. 5 stoppar við húsið. Síðasta sýning á Skugga-Sveini Á MORGUN verður allra síðasta sýning á uppfærslu Þjóðleikhúss- ins á leikriti Matthíasar Joch- umssonar Skugga Sveini eða Úti- legumönnunum. Með helstu hlut- verk fara: Erlingur Gíslason sem leikur Skugga Svein, Ketill Larsen leikur Ketil Skræk, Árni Tryggva- son er Grasa-Gudda, Randver Þorláksscn er Gvendur smali, Há- kon Waage leikur Jón sterka, Gísli Alfreðsson leikur Sigurð í Dal og Pétur Einarsson leikur Lárenzíus sýslumann. Ungu elskendurna leika þau Sigrún Edda Björnsdótt- ir og Örn Árnason. BILL AfíSINS 1985 OPELKADETT Bílvangur hefur sýningarsali sína fyrir nýja og notaða bíla opna í dag og býður ykkur m.a. að reynsluaka hinum snaggaralega og stórskemmtilega OPEL KADETT - bíl ársins 1985. Þú getur jafnframt kynnst öðrum OPEL-bifreiðum, skoðað japönsku ISUZU TROOPER jeppana og fleiri fyrsta flokks bíla. OPEL KADETT OPEL KADETT-bíllinn var aldeilis ekki kosinn „Bíll ársins" fyrir neina náð og miskunn! Yfir 50 sérfræðingar allra viðurkenndustu bílablaða Evrópu tóku bílinn rækilega í gegn. Hvert smáatriði var skoðað og þegar upp var staðið var OPEL KADETT ótvíræður sigurvegari vegna einstakrar hönnunar, minnstu loftmótstöðu allra bíla í sínum stærðarflokki (0,30), þæginda, öryggis, sparnaðar, stjórnunar- og aksturseiginleika, snerpu og vinnslu, hæfni við ólíkar aðstæður og GÆÐA MIÐAÐ VIÐ VERÐ! s Verð frá kr. 359.300 j miðað við gengisskráningu 24. janúar 1985. & Nýr Opel er nýjasti bfllinn BÍLVANGUR Sf? HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.