Morgunblaðið - 02.02.1985, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 02.02.1985, Qupperneq 42
42 fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 Færðu systkinunum á Brunasandi litsjón- varpstæki Systkinin Veiga og Sig- geir Geirsson á bænum Sléttabóli á Brunasandi í Vestur-Skaftafellssýslu fengu góða gjöf fyrir nokkru þegar Sjónvarps- búðin í Reykjavík færði þeim litsjónvarpstæki að gjöf. Frá því að systkinin fengu rafmagn á fyrri hluta síðasta áratugar hafa þau haft svart-hvítt sjón- varpstæki sem sveitungar þeirra gáfu þeim en litsjón- varpstækið var kærkomið þessum litaglöðu systkin- Til alls liklegir Þessir vígalegu kappar mættu galvaskír og „þrælvopnadir1, svo sem sjá má, í mikla veislu sem haldin var nýlega í glimmerþorpinu Holly- wood. Við þurfum ekki að hafa fleiri orð um þá félaga, en vísum lesendum á vettlinga þeirra Þeir hafa líklega haldið á drykkjum si'num í vinstrí hendi... Ljósmynd: Árni Johnsen. um. Forstjóri Sjónvarps- búðarinnar, Þóroddur Stef- ánsson, sagði að fyrirtækið hefði ákveðið að gefa tækið í tilefni af góðu gengi og vinsældum Finlux tækj- anna á markaðnum, mark- miðið hefði verið að finna fólk sem hefði ánægju af góðu littæki, en ætti ekki slíkt, og myndi sérstök út- hlutunarnefnd fjalla um slíkt árlega. Þau systkin gátu ekki stillt sig um að horfa á tækið fyrsta kvöld- ið þótt það væri fimmtu- dagur, svo fallegir voru lit- irnir. Myndin var tekin við af- hendinguna á Sléttabóli. Frá vinstri: ólafur Graanz, húsasmíðameistari frá Vestmannaeyjum, sem sæti á í úthlutunarnefnd, þá Veiga, Siggeir og Þóroddur forstjóri. Aþessum myndum sést, að orðatiltækið að það sé skammt öfg- ana á milli gengur ekki alltaf upp, að minnsta kosti ekki í tónlistaheiminum og þá einkum og sér í lagi á „dægurlagalínunni" þó orðið „dægurlag" eigi varla við aðra grúppuna sem hér steytir sig framan í lesendur. Það er til gamans gert að birta þessar myndir, þær sýna öfgana í bransanum og hér er langt þeirra á milli en ekki skammt. Sætu strákarnir sænsku í „Herreys" munda míkrafónana á annarri myndinni, en á hinni geifla sig og gretta meðlimir bandarísku þungarokkhljómsveitarinnar Motley Crúe. Strákarnir í Motley eru gjarnan kallaðir arftakar Kiss, að minnsta kosti eftir að Kissarar hættu að sparsla sig með stríðsmálningu. óhætt er að segja, að tónlist sú sem Motley Crúe flytur er jafn ólík tónlist Herreys og útlitið ber með sér... FINNUR KARLSSON „Svæðameðferð í formi rafsegulnudds“ Finnur Karlsson heitir hann og hefur í nokkuð langan tíma rekið og unnið við líkamsræktar- stöðvar. Mbl. komst á snoðir um að hann væri að breyta til og fara út í annan rekstur, þ.e.a.s. opna stofu sem byði upp á svæðameð- ferð í formi rafsegulnudds. „Já, það er alveg rétt, ég er bara að bíða eftir því að fá nýtt hús- næði,“ sagði Finnur er blm. hitti hann að máli. Þetta tæki var not- að um skeið í líkams og heilsu- ræktinni Borgartúni, en nú er stefnan að opna sérstaka stofu fyrir þetta. Rúmenar byrjuðu að nota þetta upp úr aldamótum og þetta er þekkt um alla Evrópu. Ég íærði hjá Arne Sörensen í Kaup- mannahöfn á tækið en hann var með tíu slík í notkun á stofunni og annaði varla eftirspurn. — Fyrir hverja er þetta tæki ætiað? „Tækið er ætlað fyrir næstum hvern sem er, ekki þó til lækninga Fínnur Karlsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.