Morgunblaðið - 02.02.1985, Síða 24

Morgunblaðið - 02.02.1985, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 Vörubfll inn í stofu Þrettán tonna vörubifreið með átta tonn af mjöli ók meiddist, því að þeir sem bjuggu í húsinu voru nýfarn- fyrir nokkrum dögum inn í stofuna í húsi einu í ir til vinnu. ís og hálku var kennt um óhappið. Herslev nærri Hróarskeldu í DanmörkL. Enginn Gripið til aðferða frá Stalmstímanum - segja júgóslavnesku andófsmennirnir og vísa ákærunum á bug Beljrrad, Júyóal»vín, I. fehniar, AP. ÞRÍR JUGÓSLAVNESKIR andófsmenn, sem sakadir eru um fjandsamlegan áróður, vísuðu í dag fyrir rétti á bug öllum ákærum saksóknarans. Búist er við, að dómurinn verði kveðinn upp á hádegi á mánudag. Milan Nikolic, 37 ára gamall þjóðfélagsfræðingur, sagði að ástæðan fyrir réttarhöldunum væri sú að harðlínumenn meðal ráðamanna hefðu krafist þeirra og fyrir þeim kröfum hefðu frjáls- lyndir menn beygt sig. Hann bætti því hins vegar við að menn skyldu „spyrja að leikslokum, ekki að vopnaviðskiptum". „Þessi réttarhöld hafa neytt for- ráðamenn til að grípa til gamalla aðferða frá stalínstímanum, að búa til óvini sem hægt er að kenna um allt sem miður fer,“ sagði Nik- olic. Japan: Mesta atvinnuleysi frá því að skráning hófst Tókýó, 1. febrúar. AP. Atvinnuleysi í Japan nam á síðasta ári 2,7 % af vinnufærum í landinu og hefur ekki verið svo hátt frá því að stjómvöld hófu að safna upplýsingum þar að lút- andi árið 1953, að sögn vinnu- málastofnunarinnar í dag, fostu- dag. Yfirmaður stofnunarinnar, Mikio Hayashi, kvað atvinnulausa um 1,6 milljónir talsins og hefði fjölgað um 50.000 á síðasta ári. Áður var hæsta skráða atvinnu- leysi 1983, en þá nam það 2,6% vinnufærra, að sögn Hayashi. Upphaflega voru sakborning- arnir sex en ákærur hafa verið felldar niður gegn einum og yfir tveimur verða sérstök réttarhöld. Ákærurnar á hendur þeim þrem- ur, sem nú eru fyrir rétti, voru nokkuð mildaðar en samt sem áð- ur er hægt að dæma þá í 10 ára fangelsi fyrir ljót orð um stjórn- kerfið. Blaðamaðurinn Dragomir Oluj- ic, einn sakborninganna, þakkaði saksóknara ríkisins sérstaklega fyrir að minna sig á það sem út- lendur stjórnleysingi hefði einu sinni sagt við sig en það var þetta: „Þú ættir að þakka fyrir að búa í landi þar sem orðin eru svona mikils metin. í mínu landi get ég sagt og skrifað það sem mér dett- ur í hug án þess nokkur gefi því gaum en þú þarft aðeins að opna munninn til að lenda í fangelsi." „Saksóknarinn hefur reynt að fullvissa mig um að orð mín megi sín einskis ... að þau muni engin áhrif hafa á lokadóminn og að ég hafi í raun þegar verið dæmdur. Þrátt fyrir það er ég tilbúinn til að leggja líf mitt að veði og berjast fyrir þeim rétti frjálsra manna að hafa skoðun og láta hana í ljós,“ sagði Olujic í lokaræðu sinni. Suður-Afríka: Hætta nauðung- arflutningum til heimalandanna C»pe Town, Suóur-Afríku, 1. febrúar. AP. STJORNVÖLI) í Suður-Afríku tilkynntu í dag, föstudag, að hætt yrði að nokkru leyti að þvinga svart fólk til að setjast að í heimalöndunum svokölluðu, á meðan stjórnin væri að endurskoða stefnu sína í þessu máli, sem er einn af illræmd- ustu þáttum kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar. Gerrit Viljoen, samvinnu-, þróunar- og menntamálaráðherra, sagði, að endurskoðunin mundi varða hundruð þúsunda meðal svartra, sem ættu á hættu að vera gert að flytja til heimalandanna frá svæðum sem eingöngu væru ætluð hvítum mönnum. Viljoen sagði erlendum fréttarit- Stjórn Austurríkis: Stóð af sér vantraust V ínarborg, 1. febrúar. AP. Ríkisstjórn Freds Sinowatz stóð af sér vantrauststillögu stjórnarandstöð- unnar, sem borin var upp vegna þess að Friedhelm Frischenschlager varn- armálaráðherra tók á móti fyrrverandi stríðsglæpamanni, sem sneri til Aust- urríkis á dögunum. Sinowatz hafði kunngert að hann mundi biðjast lausnar fyrir stjórn sína yrði vantrauststillagan sam- þykkt. Atkvæði féllu eftir flokkslín- um og hlaut tillagan 80 atkvæði gegn 98. Varnarmálaráðherrann var gagn- rýndur bæði heima fyrir og í útlönd- um er hann tók sjálfur á móti Walt- er Reder, stríðsglæpamanni, sem It- alir náðuðu eftir 33 ára fangelsis- vist. Reder var majór í úrvalssveit- um Hitlers, SS. Frischenschlager réttlæti athæfi sitt í fyrstu, en er forsætisráðherra lýsti því yfir opinberlega að hann hefði framið „alvarleg pólitísk mis- tök“, baðst varnarmálaráðherrann afsökunar og afstýrði þar með stjórnarkreppu. Friedhelm Frischenschlager urum, að stjórnin mundi samt sem áður halda áfram að stuðla að því að svertingjar settust að í heima- löndunum, svo fremi sem leiðtogar þeirra samþykktu það. Hann sagði að endurskoðun þessi færi fram vegna þess að stjórnvöld gerðu sér ljóst, að þvingunarflutn- ingar til heimalandanna hefðu hlot- ið almenna gagnrýni. Viljoen kvað endurskoðunina ná til 20—30 bæjarfélaga, þar sem svartir byggju og u.þ.b. jafnmargra dreifðra byggða, og nefndi sérstak- lega Kvangema og Dreifontein í austurhluta Suður-Afríku. Sumir telja að yfir 3 af 22 millj- ónum svartra íbúa Suður-Afríku hafi verið fluttar nauðungarflutn- ingi úr heimahögum sínum á und- anförnum þremur áratugum sam- kvæmt áætlun stjórnvalda um að- skilnað kynþáttanna. Aðeins örfáir hvítir menn hafa verið fluttir til af þessum ástæðum. GENGI GJALDMIÐLA Dalur hækkar, gull lækkar Lundúnum, 1. febrú»r. AP. Bandaríkjadalur hækkaði i verði á fjármálamörkuðum í dag þrátt fyrir tilraunir seðlabanka í Vestur- Þýskalandi og Japan til að halda gengi hans niðri. Gull féll í verði. I lok viðskipta í dag var bandaríkjadalur hærri gagnvart öllum gjaldmiðlum, nema breska pundinu, heldur en á föstudag í fyrri viku. Staða sterlingspunds- ins styrktist t vikunni vegna hækkunar vaxta í Bretlandi á mánudag. f lok viðskipta í Tókýó í dag, sem eru áður en viðskipti hefjast í Evrópu, fengust 255.60 yen fyrir hvern dal (í gær 254.78). Staða yensins gagnvart dalnum var hins vegar 1:256.37 í Lundún- um síðdegis. Fyrir hvert sterlingspund fékkst í dag 1,1250 bandaríkja- dalur (í gær 1,1300). Staða dals- ins gagnvart öðrum helstu gjald- miðlum var, sem hér segir: 3,1740 vestur-þýsk mörk (3,1625), 2,6885 svissneskir frankar (2,6717), 9,6825 franskir frankar (9,6605), 3,5855 hollensk gyllini (3,5720), 1.195,25 ítölsk líra (1.950,50) og 1,3275 kanada- dalur (1,3273). Fyrir gullúnsuna fengust 303,25 bandaríkjadalir (í gær 306,50) í lok viðskipta í Lundún- um. V/Ð TELKYNNUM BREYTTA. VEXTI Á UXIXTTNT> LJIYI GJÆTUT YRISRTIKIXIIXG LJM BANDARÍKJADOLLAR.......... 7,25% ENSK PUND.................10,00% DANSKAR KRÓNUR............10,00% ÞÝSK MÖRK................. 4,00% BÚNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.