Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 2. PEBRÚAR 1985 35 Guðlaug Jónsdóttir frá Höfnum - Minning presti á Útskálum, sóknarpresti Guðrúnar, og kirkjusöngkór Hvalsneskirkju. Guðmundur A. Finnbogason Veikur maður, hræðstu eigi, hlýddu, hreyk þér eigi, þoldu, stríddu. Þú ert strá, en stórt er Drottins vald. Hel og fár þér finnst á þínum vegi. Fávís maður, vittu, svo er eigi, haltu fast í Herrans klæðafald. Lát svo geysa lögmál fjörs og nauða, lífið hvorki skilur þú né hel. Trú þú: upp úr djúpi dauða Drottins rennur fagrahvel. M. Joch. Það eina sem maðurinn veit með vissu er, að allir sem fæðast deyja. Það ætti því ekki að koma á óvart þegar fólk er orðið gamalt og heilsulítið. En samt er maður aldrei tilbúinn. Maður stoppar, hugsar, hver er tilgangurinn að fæðast til að deyja? Fyllist von- leysi. Hugsar aftur, það er til- gangur að lifa eins og amma gerði. Þegar við hugsum „þegar ég var lítil(l)“, þá einhvernveginn eru alltaf amma og afi þar fremst á myndinni. Já, amma og afi voru svo sannarlega eitt. Svo samstillt, góð, kát, glöð og bara yndisleg. Það er okkur mikil huggun að vita að nú eru þau saman á ný eftir rúmlega 5 ára aðskilnað. Við vorum mjög mikið hjá þeim á Hvalsnesi og virkilega nutum lífins. Og þau skemmtu sér við að kenna okkur að lesa, skrifa, reikna, spila á hljóðfæri og spil, baka, þvo, hengja, smiða o.fl.,.o.fl. Allt mátti hjá afa og ömmu. Og aldrei þreyttust þau á spurning- unni „af hverju". Enda virtu þau barnið mikils, því það er svo sam- kvæmt sjálfu sér. Þau hvöttu okkur til að halda sem lengst í barnið í okkur þó við myndum þroskast. Að reyna að vera „viturt barn“ alla ævi. En það sem þau lögðu mesta áherslu á var að treysta Guði alltaf og að vera góð- ur við náungann. Þau kenndu okkur að biðja og ótal vers lærð- um við hjá þeim. Alltaf var hægt að leita til þeirra og engan dæmdu þau. Hjartað var óendanlega stórt ef þurfti að fyrirgefa eða hugga. Þau voru okkur öruggt skjól. Amma sýndi okkur að hægt er að vera ánægð húsmóðir. Hún var dugnaðarforkur, með bú á kirkju- stað, þar sem stanslaus gesta- gangur var. Alltaf var til kaffi og heimabakað meðlæti. Og þá var allt hitt eftir. Mjólka, heyja, hugsa um heimafólkið o.s.frv. Maður spyr sig „þætti þetta ekki afrek í dag“. Og alltaf brosandi. Sálmurinn hans Matthíasar er eins og talaður frá ömmu. Aldrei að gefast upp, sama hvað á dynur, því Guð leggur ekki meira á þig en þú þolir. Það var mikið áfall fyrir ömmu þegar afi dó. En samt var hún dugleg eins og alltaf. Hún sagði einu sinni að nú lifði hún til að hjálpa þeim yngri. Og það gerði hún. Núna þegar þau eru bæði horfin af jarðarsviðinu þá er ekki laust við að votti fyrir smá öryggisleysi hjá okkur. Því gamalt fólk er viska fyrir okkur yngri. Það er góð spurning hvort gamla fólkið sé svona „langt á eftir“ eða „langt á undan“. Því hvert er aðalatriði lífsins? Við kveðjum ömmu og þökkum henni allt. Við þökkum Guði fyrir að hafa fengið að hafa afa og ömmu til fyrirmyndar og biðjum hann að geyma þau vel hjá sér. Klara, Gísli, Sig- rún og Kolbrún. Það er oft sagt þegar gamalt fólk fellur frá að með því fari mik- ill fróðleikur um lifnaðarhætti áð- ur genginna kynslóða. Amma, fædd aldamótaárið, bjó alla tíð á kirkjustaðnum Hvalsnesi. Það var fróðlegt að hlusta á ömmu segja frá hvernig líf fólksins í sveitinni var fyrri hluta aldarinnar. Hún mundi ekki aðeins erfiðu tímana, alltaf voru spaugileg atvik með í frásögninni. Þegar amma var ung langaði hana að læra hjúkrun, en aðstæð- ur leyfðu ekki að hún tæki sér það nám fyrir hendur. Eitt sinn er Páll faðir hennar kom úr Reykja- víkurferð hafði hann keypt nýút- komna bók Steingríms Matthías- sonar, Hjúkrun sjúkra (1923) og fært henni. Hún sagðist hafa lesið þá bók oft og „notað margt úr henni". í einangraðri sveitinni hjálpaði hún og aðstoðaði fólk eft- ir bestu getu er það leitaði til hennar. Hvalsnes er stór hluti í lífi okkar systranna. Þar tóku afi og amma alltaf opnum örmum á móti okkur. Það var mikið tilhlökkun- arefni okkar eldri systranna, að fara í sveitina til ömmu, afa, Svenna og Magnúsar frænda á vorin. Frændi beið eftir okkur með að hleypa kúnum út í fyrsta skipti. Sjaldan þurftum við þó að vera kúasmalar, því það var nóg að amma færi út á tröppur og kallaði: „Kusa-kus“. Þá litu allar kýrnar upp og komu heim. Ekki fannst okkur vera jól nema að fara suður á Hvalsnes og vera við messu á jóladag. Eftir messu var drukkið súkkulaði hjá ömmu, sungið og eldra fólkið spilaði á spil. Ef veðurguðirnir voru okkur hliðhollir, gátum við notað skaut- ana á frostnum tjörnunum eða sleðana á snjóþöktum hólunum í túninu. Það var alltaf nóg við að vera. Amma hafði alltaf gaman af hannyrðum. Þó sjón hennar færi versnandi með árunum þá hélt hún áfram að prjóna og hekla og þá mest til að gefa okkur barna- börnunum. Eftir að amma kom inn á heim- ili okkar í Kópavogi, fylgdist hún af áhuga með því sem við vorum að gera. Hún var oft „símadaman" okkar og komust öll þau skilaboð sem hún tók til skila. Ömmu fannst alltaf gaman að gefa fólki gott meðlæti með kaffi. Átti hún alltaf eitthvað góðgæti handa okkur í hillunni sinni í eldhúsinu hjá mömmu. Þegar litið er yfir líf ömmu sést að bjartsýni hennar með vissu raunsæi voru eiginleikar sem hún hafði full not fyrir. Afi var allan þeirra búskap heilsutæpur. Alltaf þegar þau skildu, þó væri aðeins part úr degi, kvöddust þau með kossi. Sögðust þau aldrei vita hvort þau væru að kveðjast í síð- asta skipti hér á jörðinni eða ekki. Guðrún á Hvalsnesi er dáin. Við erum þakklátar fyrir að hafa átt hana fyrir ömmu. Við geymum dýrmætar minningar um hana með okkur um ókomna framtíð. Magga, Anna Gunna, Þóra og Magnea. Fædd 2. desember 1901 Dáin 23. janúar 1985 Tengdamóðir mín, Guðlaug Jónsdóttir, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs aðfara- nótt 23. janúar sl. Guðlaug fædd- ist í Hólshúsum í Höfnum og ólst þar upp. Átján ára að aldri giftist hún Guðmundi Ingvari Magnús- syni frá Vesturhúsi í Höfnum. Bjuggu þau þar til ársins 1946 er þau fluttu til Keflavíkur. Þeim hjónum kynntist ég er ég gekk að eiga dóttur þeirra, Magn- úsínu. Bjuggu þau þá að Hafnar- götu 70 í Keflavík í frekar litlu húsi, en þar virtist ætíð nóg rými, bæði í hjarta þeirra og híbýlum. Var ekki laust við að ég bæri í brjósti nokkra feimni við kynn- ingu, en hjartahlýja þeirra breytti því skjótt þar sem þau tóku mér sem syni. Guðmundur starfaði þá við smíðar á Keflavíkurflugvelli en hafði um langt skeið, áður en hann flutti til Keflavíkur, verið útvegsbóndi í Höfnum. Mikill samgangur var ijiilli heimila okkar og nutum við góðs af, þar sem þau gættu barna okkar. Yfir- leitt lá leiðin á Hafnargötuna þeg- ar vinnudegi var lokið, og var þá tekið á móti manni með nýbökuðu brauði, sem Guðlaug bakaði af snilld og ekki voru pönnukökurnar síðri, enda lét á sjá í holdafari. Áttum við þá margar ánægju- stundir. 1 janúar 1974 lést Guðmundur, þá 76 ára að aldri. Guðlaug tók lát hans sér mjög nærri og var sökn- uður hennar mjög mikill, en þau höfðu þá verið gift í 54 ár. Bjó hún á heimili okkar í eitt ár eftir lát hans. Kynntist ég henni þá enn betur og hvílíkum mannkostum hún var gædd. Sumarið 1974 fór Guðlaug hringveginn ásamt fjölskyldu minni og var þá m.a. viðstödd vígslu brúnna yfir Skeiðará. Eru þetta sérstaklega minnisstæðir dagar fyrir okkur, og minntist hún þeirra oft. Er mér það í fersku minni þegar hún leit jökullónið á Breiðamerkursandi augum, í logni og glaðasólskini. Áður en þessi ferð var farin hafði hún lengst komist af Suðurnesjum austur í Fljótshlíð, þá 15 ára í kaupavinnu. Frá því árið 1976 hafði Guðlaug átt meira og minna við veikindi að stríða, en ávallt náði hún sér og vakti það undrun allra hve fljót hún var að jafna sig, en þrek hennar og lífsgleði virtust óþrjót- andi. Á þessum árum naut Guð- laug þeirrar gæfu að hafa dætur sínar og fjölskyldur þeirra nærri sér. Vegna veikinda hennar þurftu aðstandendur oft að treysta á nábúa á Hólabrautinni, sem reyndust henni mjög vel og mun seint gleymast sú ástúð og um- hyggja sem nágranni hennar og vinur, Helga Guðjónsdóttir, sýndi síðustu æviárin. Eru þeim færðar bestu þakkir. Guðlaug var góð kona og mun ég ætíð vera þakklátur því að hafa kynnst henni, og varðveiti í huga mér minningar um hana. Ég flyt Guðlaugu kærar þakkir fyrir samfylgdina frá mér, konu minni og síðast en ekki síst sonum okkar, sem hún bar svo mikla um- hyKftju fyrir. Söknuður okkar er mikill. Guð blessi hana. Tengdasonur Heiðurskonan Guðlaug er látin. Með henni er gengin sú kynslóð er vann hörðum höndum fyrir aðra en krafðist einskis til handa sjálf- um sér. Ég kynntist Guðlaugu fyrir nær tuttugu árum og var hennar vin- átta traust alveg frá fyrsta degi til þess síðasta. Aldrei heyrði ég Guðlaugu tala illa um nokkurn mann, og alltaf hafði hún eitthvað gott til mál- anna að leggja. Rausnarleg var hún þegar gest bar að garði og bar þá á borð allt það besta sem hún átti. Ósjaldan bar það við þegar við röbbuðum saman yfir kaffibolla, að talið barst að árunum hennar í Vesturhúsum í Höfnum. Hún bjó þar með manni sínum Guðmundi Magnússyni, og voru henni þessi ár minnisstæð, því nóg var að gera og oft var það svo að ekki dugði dagurinn til að vinna verkin, og var þá nóttinni bætt við. Guðmundur maður Guðlaugar var útvegsbóndi, stundaði búskap, útgerð og fiskverkun, og þá oft í félagi við bróður sinn Einar. Þá var það til siðs, að sjómenn voru hafðir á heimili útgerðarmanns, og það lenti á herðum húsmóður að sjá þeim fyrir fæði, útbúa nesti á sjóinn, þjóna þeim og skaffa þeim sjóvettlinga. Þá voru heimil- isstörfin ótalin, en í þeim fólst meðal annars að fara í fjósið og mjólka kúna, gefa kindunum, búa til smjör og skyr, laga allan mat til vetrarins, útbúa slátur, salta kjöt prjóna og sauma. Við þetta bættist sú vinna sem var við fisk- inn sem Guðmundur bar að landi. Það þurfti að gera að fiskinum og koma honum í salt. Á sumrin var fiskurinn svo vaskaður og þurrk- aður og búinn til útflutnings. Þá var heyjað fyrir kúna og kindurn- ar. Guðlaug var mikil. dugnaðar- kona og á þessum árum þótti þetta sjálfsagður hlutur. Dæturnar uxu úr grasi, Guðríð- ur elst, Magnús lést ungur, og var það mikill harmur fyrir fjölskyld- una. Ráðhildur næst og Magnús- ína yngst. Nóg var að starfa og fjölskyldan samhent. Þegar Gugga, elsta dóttirin, giftist og fluttist að heiman til Keflavíkur, fylgdu foreldrarnir fljótlega á eftir, og settust að á Hafnargötu 70. Þau hjónin bjuggu vel um sig á Hafnargötunni, heimilið var vist- legt og notalegt, og þar ríkti ást og umhyggja. Guðmundur vann ýmsa vinnu fyrstu árin, en síðar nær eingöngu við smíðar. Dæturnar settust allar að í Keflavík. Þær eignuðust allar ágæta eiginmenn, og var mikið og gott samband á milli heimilanna. Þær komu með barnabörnin til afa og ömmu og svo sameinaðist fjölskyldan við hátíðleg tækifæri. Eftir að Guðmundur lést í janú- ar 1974, flutti Guðlaug í litla íbúð á Hólabraut 6. Heilsu hennar hrakaði, oft var hún kvalin, en hún bar sig vel, og var á stundum ótrúlegt hvað lífslöngunin var mikil og krafturinn til að halda lífsbaráttunni áfram. Samt vildi hún búa ein og vera sjálfbjarga, þó dæturnar byðu henni að dvelja hjá sér. Þær voru henni sérstak- lega góðar og hjálpsamar, og sáu til þess að hana skorti aldrei neitt. Úm síðustu jól og áramót var Guðlaug á heimilum dætra sinna, og átti þar hamingjusamar stund- ir á meðai ástvina sinna. Ég sendi dætrunum, Guggu, Ráðu og Möggu, eiginmönnum þeirra, Jóhanni, Hinrik og Jóni, bræðrum Guðlaugar, börnum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég kveð Guðlaugu fullur þakk- lætis fyrir þá vináttu er hún sýndi mér, og veit að minningin um hana lifir um ókomin ár. Jón ísfeld Karlsson Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja á Hólabraut 6, Keflavík, andaðist 23. janúar 1985. Hún fæddist 2. desember 1901 í Hólshúsum í Höfnum, dóttir hjónanna Guðríð- ar Gunnlaugsdóttur og Jóns Ólafssonar, bónda þar og út- vegsmanns. Þau hjón, foreldrar Guðlaugar, voru mestu myndar- hjón þar í sveit og eignuðust mörg börn og var orð á því snemma gert, hve þau systkini væru mynd- arleg. Guðlaug, sem þessi orð eru helg- uð, var snemma myndarleg stúlka, vel gerð. Hún vandist snemma við öll störf, er til féllu á útvegsheim- Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. ili foreldra sinna, og varð þess vegna fljótt kunnug og vön öllum störfum, er snertu bæði heimilið og útgerðina. Hún giftist Guðmundi Magn- ússyni, 6. desember 1919. Hann var sonur Magnúsar Guðmunds- sonar, er bjó í Vesturhúsi í Höfn- um og var formaður og útvegsb- óndi. Mátti því í sannleika segja, að hún væri úr foreldrahúsum vel undir það búin að stjórna sínu eig- in heimili. Hún reyndist líka farsæl alla tíð sem húsfreyja, eiginkona og móð- ir. Börn þeirra eru: Guðríður, gift Jóhanni Friðrikssyni, starfsmanni í Keflavík. Magnús, er þau misstu 15 ára 1943. Ráðhildur, gift Hinriki Albertssyni, starfsmanni hjá Olíufél. á Keflavíkurflugvelli og Magnússína, gift Jóni Eysteins- syni, sýslumanni og bæjarfógeta í Keflavík. Allar eru dæturnar búsettar í Keflavík. Þau hjónin, Guðlaug og Guð- mundur fluttu til Keflavíkur 1946 og bjuggu þar síðan. Mann sinn, Guðmund missti Guðlaug árið 1974. Guðlaug gat á efri árum sín- um litið yfir líf sitt með þakklæti til forsjónarinnar. Hún náði háum aldri, þrátt fyrir mismunandi heilsu, var alltaf dugleg. Hún lifði það að sjá ættartré sitt blómgast í myndarlegum dætrum og góðum tengdasonum og efnilegum barna- börnum, en afkomendur þeirra hjóna eru nú orðnir 25. Ég, sem þessar línur skrifa, minnist Guðlaugar systur minnar, sem tók mig í fóstur á heimili sitt og manns síns, þegar ég var 3ja ára og var mér alltaf góð. Þess vegna er mér Ijúft að minnast hennar og þakka henni og kveðja hana og segja: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Svanur Jónsson. Upprifjunar- námskeið fyrir ökumenn Bindindisfélag ökumanna ætlar að standa fyrir upprifjunarnám- skeiði fyrir ökumenn á næstunni. Á námskeiðinu gefst ökumönnum kostur á að rifja upp þekkingu sína og jafnframt fræðast um það nýjasta, sem er að gerast í um- ferðarmálum hér á landi. Nám- skeiðið mun standa yfir þrjú þriðjudagskvöld i febrúar, þann 5.,12. og 19. febrúar klukkan 20.30. Verður það haldið í Templarahöll- inni, Eiríksgötu 5. Á námskeiðinu verða haldnir stuttir fyrirlestrar af kunnáttu- mönnum um hin ýmsu atriði cr tengjast umferðinni og verða fyrirspurnir og umræður á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.