Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 26
26 * MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRtJAR 1985 Góð kaup Medisterpylsa nýlögtið kr. kg. 130,00 Paprikupylsa aöeins kr. kg. 130,90 Óöalspylsa kr. kg. 130,00 Kjötbúöingur kr. kg. 130,00 Kindakæfa kr. kg. 155,00 Kindabjúgu kr. kg. 153,00 Kindahakk kr. kg. 127,00 10 kg. nautahakk kr. kg. 175,00 Hangiálegg kr. kg. 498,00 Malakoff álegg kr. kg. 250,00 Spægipylsa í sneiöum kr. kg. 320,00 Spægipylsa í bitum kr. kg. 290,00 Skinka álegg kr. kg. 590,00 London lamb álegg kr. kg. 550,00 Bacon sneiöar kr. kg. 135,00 Bacon stykki kr. kg. 125,00 Þessi verd eru langt undir heiidsöiuveröi. Gerid gáð kaup. Bandaríkin: Frostið 54 stig í Utah New York, 1. febrúar. AF. JÖKULKALT heimskautaloft hef- ur læst kuldatönnum sínum um hálf Bandaríkin og má sem dæmi um það nefna, að á fimmtudag mældist 54 stiga frost í Utah. Vitaö er um fimm menn sem hafa frosið í hel í kuldanum og skólastarf hefur lagst niður í mörgum ríkjum. I byggðum indíána er fólk víða einangrað vegna mikilla snjóa og hefur orðið að flytja til þess mat, lyf og klæði með þyrlum og fóður fyrir skepnurnar. Snjó hefur kyngt niður í kuldaskilum og hafa bændur í Arizona og sums staðar í Texas orðið að taka allt sitt fé á gjöf. ísraelar: Neita ásök- unum um pyntingar Onf, 31. janúar. AP. ÍSRELAR neita því harðlega að nokkuð sé hæft í þeirri ásökun Alþjóðanefndar lögfræðinga, að arabar, sem sitja í fangelsi á hernámssvæði þeirra í Jórdaníu, hafi sætt pyntingum. f skýrslu nefndarinnar segir, að fangar í Fara-búðunum, sem eru fyrir norðaustan borg- ina Nablus, hafi sætt mis- þyrmingum fangavarða og þeir neyddir til að játa á sig ósann- ar sakir. Fangarnir hafi m.a. verið barðir, sviptir svefni og mannsæmandi mat, og mein- aður aðgangur að salernum. Alþjóðanefnd lögfræðinga, sem aðsetur hefur í Genf, er félagsskapur lögfræðinga í um 40 löndum. í skýrslu nefndar- innar segir að upplýsingar um pyntingar í Fara-búðunum séu byggðar á viðtölum við 20 fyrr- um fanga þar. Nial Macdermot, fram- kvæmdastjóri nefndarinnar, sagði í dag að hann tæki ekki svar ísraela alvarlega. Það væri aðeins til marks um reiði þeirra yfir því að upplýsingum um pyntingarnar hefði verið komið á framfæri. V-Þýskaland: Flúði af ísbrjót (Jorleben, Vestur-Þýsknlnndi, 1. febrúnr. AP. VÉLAMAÐUR á austur-þýskum ísbrjóti á Saxelfi neytti færis þeg- ar skipið fór nærri vesturbakkan- um og flúði yfir til Vestur-Þýska- lands. Að sögn lögreglunnar voru fjórir austur-þýskir ísbrjótar að ryðja skipum siglingaleið eftir Saxelfi, skammt fyrir sunnan Hamborg, þegar manninum tókst að flýja. Gerðist það sl. fimmtudagskvöld. Að venju var ekki sagt frá nafni flóttamanns- ins. í nauðungarvinnu Hráefnistekja til Bai Bang-pappírsverksmiðjunnar í Víetnam, sem byggð var fyrir fé sænsku þróunarstofnunar- innar og Svíar styrkja árlega, er að mestu leyti í höndum nauðungarverkamanna, sem flestir eru konur. Hér er einn þrælanna að störfum og er hann ungur að árum og ekki hár í lofti. Hryðjuverk Rauða hersins: Kunnur v-þýzkur iðjuhöldur myrtur (■ulinfi, Vestur-Þýskalandi, I. febrúur. AP. VINSTRISINNAÐIR hryðjuverkamenn úr Rauða hernum réðust í morgun inn á heimili kunns iðjuhölds og særðu hann til ólífs að sögn lögreglunnar. Það var á áttunda tímanum í morgun, sem hryðjuverkamenn- irnir, maður og kona, réðust inn á heimili Ernst Zimmermanns, for- stjóra fyrir stórfyrirtækinu Mot- oren- und Turbinen-Union í Múnchen, bundu hann og skutu síðan í höfuðið. Bundu þeir einnig konu hans og kefluðu áður en þeir hurfu á braut. Zimmermann lést síðar í sjúkrahúsi. Alexander Prechtel, talsmaður saksóknarans í Karlsruhe, sagði að árla morguns hefði ung kona hringt dyrabjöllunni á heimili Zimmermanns og sagt konu hans, að hún væri með bréf, sem hann þyrfti að kvitta fyrir. Þegar Zimmermann kom til dyranna ruddist karlmaður með hríðskota- byssu inn í húsið ásamt konunni og neyddu þau hjónin til að leggj- ast á gólfið. Þegar þau höfðu bundið og keflað konu Zimmer- manns drógu þau hana inn í annað herbergi og skutu siðan einu skoti í höfuð manns hennar. Að því búnu flúðu þau á brott. Yfirvöld eru í engum vafa um, að vinstrisinnaðir hryðjuverka- menn úr Rauða hernum hafi verið hér að verki enda fannst fyrir nokkru úrklippa úr dagblaði með nafni Zimmermanns í fórum eins þeirra. Aðeins frá því í desember hafa verið 60 íkveikjur og sprengjutilræði í Vestur-Þýska- landi og er meira en helmingurinn með vissu kenndur Rauða hernum. Aukin olíueftirspurn í kjölfar OPEC-fundarins New York, 1. fehrúar. AP. OLÍUVERÐ hækkaði á olíumarkað- inum í New York vegna meiri eftir- spurnar í kjölfar samkomulags þess, sem meiri hluti OPEC-ríkjanna gerði um lítils háttar lækkun á olíu- verði sínu. Skoðanir eru samt mjög skiptar um það á meðal sérfræðinga í olíuviðskiptum, hvort fundur OPEC-ríkjanna í Genf hafi orðið til þess að skapa meiri festu á olíu- markaðinum. Talið er, að aukin olíueftirspurn nú eigi rót sína að rekja til þess, að olíuhreinsunarstöðvar hafi frestað olíukaupum sínum, þar til málin skýrðust á olíumarkaðinum. Jafnframt er álitið, að spákaup- mennska hafi að nokkru ráðið ferðinni, þar sem bollaleggingar hafa verið uppi um, að olíumark- aðurinn kynni kannski að hrynja saman með þeim afleiðingum, að olíuverðið snarlækkaði. Miklu máli þykir skipta á næst- unni, hvort OPEC-ríkjunum 13 tekst að halda sér við kvótaskipt- ingu þá á olíuframleiðslunni, sem þau höfðu komið sér saman um. Fari svo, þá verður eftirspurnin eftir olíu einnig mikil í vor, enda þótt eftirspurnin minnki almennt með vorinu. Haft var eftir David West, olíu- málaráðherra Nígeríu í dag, að Alsír, Líbýa og íran myndu ekki geta selt olíu sína á hærra verði en því, sem hin OPEC-ríkin hefðu samþykkt. Þessi þrjú lönd neituðu á fundinum í Genf að eiga samleið með öðrum OPEC-ríkjum við ákvörðun olíuverðsins, en fjórða landið, Gabon, sat hjá við at- kvæðagreiðslu á fundinum. Barn sett í örbylgjuofn Adelaide, Á.stralíu, 30. janúar. AP. ÞRÍTUGUR Ástrali, Robert Roy Mcquade, hefur verið kærður fyrir að misþyrma fimm mánaða barni sambýliskonu sinnar tvívegis og í annað skipti stinga því inn í ör- bylgjuofn. Barnið skaddaðist og brennd- ist mikið og varð að nema brott af því þrjár tær og gera á því skinngræðslur, einkum á fótum. Það hlaut einnig áverka á höfði. Þetta gerðist þegar Mcquade var að passa barnið að móðurinni fjarstaddri. Fyrra atvikið varð þann 21. október. Maðurinn stakk þá barninu inn í ofninn og kveikti á. í seinna skiptið réðst hann á barnið sofandi og lamdi það í höfuðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.